Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGAUDAGUK 26. MAl 1984. FERÍ FLUGNÁM VEGNA HÁRRALAUNA — Það fer enginn út í atvinnuflug- mannsnám vegna þeirra launa sem starfið gefur. Flestir fara út í þetta vegna flugdellunnar en ekki vegna launanna. Það tekur um og yfir 20 ár að komast i sæmilega há laun. Og ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara út í atvinnuflugmannsnám nema að hafa einhverja aðra menntun í bak- höndinni. Atvinnuöryggí meðal flug- manna er með því lélegasta sem gerist hjánokkurristétt hérlendis. Þetta segir maður sem lagði á sig allan þann kostnað og tíma sem það tekur að taka atvinnuflugmannspróf og starfaöi sem atvinnuflugmaður um skeið en hefur nú snúið sér að öðru. — Launalega séð gat ég ekki haldið áfram í fluginu, segir hann. Og ég myndi ekki vilja vinna fyrir þessi laun sem þeir hafa í dag. Dæmi um laun En hver eru laun flugmanna eigin- lega? Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur aflað sér eru þau á bilinu 33 til 81 þúsund á mánuöi eftir starfsaldri. Ef við tökum sem dæmi flugmann sem unnið hefur í sex ár hjá Flugleiðum þá hefur hann 37.500 í mánaöarlaun. Þetta eru engin grunnlaun, þetta eru heildar- mánaðarlaun með öllu. Af þessu borg- ar hann um fimm þúsund krónur mán- aðarlega í lífeyrissjóð (þessar háu greiðslur í lífeyrissjóð stafa af því að flugmenn hætta störfum fyrr en aðrar stéttir). Flugmaðurinn í okkar dæmi borgar svo tæpar tíu þúsund krónur í skatta mánaöariega svo afraksturinn í peningum verður rúm 23 þúsund. Við þessa upphæð bætast síðar rúmar sex þúsund krónur sem hann fær í dagpen- inga mánaöarlega. Það skal skýrt tekið fram að hér er einungis um eitt dæmi að ræða og það að öllum líkindum í neðri skalanum. Flugmaður í millilandaflugi hefur hærra kaup, bæði hefur hann lengri starfsaldur og hærri upphæð í dagpen- inga. Ymis fríðindi hafa líka verið talin flugmönnum til tekna svo sem toll- frjáls vamingur, frír vinnufatnaöur og fríar ferðir eða mikill afsláttur á flug- ferðum. Þetta er vissulega hægt aö meta til óbeinna tekna en þess ber einnig að gæta að f jöldinn aUur af öðr- um starfsmönnum Flugleiöa nýtur þessara hlunninda líka. Vinnutíminn En hver er vinnutími flugmanna? Flugmenn segjast selja Flugleiðum 175 klukkustundir á mánuði og þar af séu innifaldar 85 flugstundir að sumri og 75 að vetri. Flugleiðartienn segja hins vegar að vinnutími flugmanna sé ekki nema um 100 tímar á mánuði. Mismunurinn mun þannig vera tilkom- inn að Flugleiðamenn telja það til frí- tíma þegar þeir eru á nokkurs konar bakvakt, það er verða aö vera viðbúnir þvi að hringt sé í þá og þeir boöaðir í flug. Þetta er að sjálfsögðu ekki beinn vinnutími en flugmenn segja að þessir tímar nýtist afar illa því þeir séu bundnir við símann og megi ekki fara neitt. Þeir benda ennfremur á að þess- ar 175 klukkustundir séu sá tími sem Flugleiðir hafi rétt til að ráöstafa flug- mönnum á og það sé ekki mál flug- manna hvort Flugleiðir nýti hann allan eða ekki. Algjör samstaða Varðandi þau samningsmál sem mest hafa verið-til umræðu upp á síð- kastið ber að geta þess að flugmenn hafa ekki fengið neinar launahækkanir til jafns við aðra launþega í landinu á þessu ári. Eftir því sem næst verður komist munu fyrstu kröfur flugmanna hafa verið nokkuð háar en eins og einn viðmælenda blaðsins segir: — Setja ekki allir fram mun hærri kröfur í f yrstu en síðan er samið um? Allir þeir flugmenn sem talað var við voru sammála um að lagasetningin á dögunum, er bannaði flugmönnum að berjast fyrir kjörum sínum, hafi haft illt eitt í för með sér og minnkað líkurnar á samningum ef eitthvað er. Hins vegar hafi hún þjappað flugmönn- um saman og „önnur eins samstaða aldrei sést,” eins og einn flugmanna segir. Forysta Flugleiða virðist lika vera samþjöppuö því haft var eftir gömlum samninganefndarformanni flugmanna að aldrei hafi þeir rekist á annan eins grjótvegg og í þessum samningum. Dregist aftur úr Flugmenn halda því fram að þeir hafi dregist aftur úr í launum miðaö við aðrar stéttir í landinu undanfarin ár. Sem dæmi um þetta segir flugmað- urinn sem nefndur er í dæminu hér að framan að fyrir fimm árum hafi mán-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.