Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 48
Fréttaskotið 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 26. MAÍ1984. Þessi Volvo lenti i árekstri við Mözdu á Tunguhálsinum i Árbæ um miðjan dag i gær. Eins og sjá má skemmdist hann talsvert. Við sjáum hér eiganda Volvosins virða skemmdirnar fyrirsér. DV-mynd: H.S. Loðdýragotið hef ur mistekist að stórum hluta í Skagaf irði: Gotið mistókst á yfir helmingi búanna Loödýragotið hefur mistekist að stórum hluta í Skagafirði. Rannsókn á orsökum þessa er nú í fullum gangi á Keldum en þangaö voru send sýni úr refum fyrir skömmu en niðurstaöna er ekki að vænta fyrr en eftir nokkum tíma. Þetta ástand er staðbundið við Skagafjörð og nær eingöngu til refa, minkagotið tókst víðast hvar vel. Einar Gíslason, ráðunautur á Syðra- Skörðugili i Skagafirði, sagöi í samtali við DV að ástandið á búunum í Skaga- firði væri allt frá því aö vera mjög slæmt og upp í þokkalegt en hann taldi að gotið hefði aöeins tekist sæmilega hjá þriðjungi þeirra 16—17 refabúa sem em í Skagafirði en mistekist að meira eða minnr. leyti á yfir helmingi búanna. „Við vitum enn ekki hvaö veldur þessu en höfum sent nokkur dýr til LUKKUDAGAR g 26. maí 1132 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 400,- Vinningshafar hringi í síma 2Ú068 rannsóknar á Keldum. Þetta er ekki fóðrinu að kenna því sama fóður var notað í minkabúunum og þar er út- koman úr gotinu mjög góð, til dæmis er eitt minkabúið meö 4,6 hvolpa að meðaltali á læðu sem er hið hæsta á landinu,” sagðiEinar. Hann gat þess að ástandið væri sér- staklega slæmt á búunum við Sauðár- krók. Frjósemi er víðast hvar góð á refa- búunum en afkvæmadauðinn er mikill, annaðhvort fæðast afkvæmin dauð eða deyja á fyrstu 1—2 sólarhringunum. Hjá Einari kom ennfremur fram að refabúin eru illa í stakk búin til að mæta þessum skakkaföllum vegna erf iðs fj árha gs n ú. -FRI. Vigdísein í framboði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, er sjálfkjörin í embættið næsta kjörtímabil. Framboðsfrestur vegna forsetakjörs í sumar rann út í gær. Ekki bárust önnur framboð en forset- ans. -JH Eldur kviknaði inótaskipinu Júpiter igærmorgun þegar verið var að logsjóða iskipinu. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir ekki miklar. Myndin sýnir einn slökkviliðsmannanna halda á sjóstakki sem tæplega verður notaður meira til sins brúks. D V-mynd: H. S. Samningar um stækkun álversins í Straumsvík þegar gerðardómar liggja fyrir: SAMKEPPNIS- STAÐAN í ÁL- INUMJÖGGÓD Samkeppnisstaða áliðnaðar hér á landi er mjög góð samanborið við annars staöar. Alusuisse hefur vax- andi áhuga á tvöföldun álversins í Straumsvík, þá í tveim áföngum. Samningar um stækkun og orkuverð fyrir framleiðslukostnaöi verða tæplega gerðir fyrr en gerðardómar um reikninga og skatta Isals liggja fyrir. Þetta er í grófum dráttum staöa samningamála milli ríkisins og Alusuisse eftir Ziirich-fundinn, sem lauk í gær. A næsta fundi, i London 12.—14. júní, verða hugsanlega einhverjir þættir væntanlegra samninga bundnir í yfirlýsingu. Gerðardómanna er á hinn bóginn ekki að vænta fyrr en í september. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra heimsækir aðalstöövar Alusuisse á morgun í kynnisferð og til persónulegra viðræðna við dr. Miiller, sem frá upphafi og þar til í fyrra var aðalsamningamaður Alu- suisse um Isal og síðast formaður framkvæmdastjómar álhringsins. Þaö er sameiginlegt álit sér- fræðinga beggja aðila að áliðnaður hér sé vænlegur í samkeppni viö ál- iðnað í heiminum almennt. Sú niður- staða varð nú í byrjun maí eftir miklar athuganir og fundahöld. Starf þeirra sérfræðinganna tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. Það, og veikindi aðalsamningamanns Alu- suisse, dr. Ernst, hefur tafið nokkuð áætlun um samningaviðræðurnar, semgerðvaríhaust. -HERB. LOKI Afmælismangó og finnsk- ar / Ráðherrabústaðnum í dag. Þriggja bila árekstur varð á Laugaveginum um tvöleytið i gærdag fyrir framan Mjólkursamsöluna. Suzuki-jeppinn, sem við sjáum fyrir miðju á myndínni, mun fyrst hafa lent á Volvoinum en fengið siðan Chevrolet-bil- inn á sig. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki iárekstrinum. D V-mynd: H. S. Bændur slást um dýru traktorana Frá áramótum og alveg sérstaklega í stórgusu nú í maí hafa bændur keypt eins marga traktora og á öllu síðasta ári. Samt höfðu þeir verið óvenju fjörugir i kaupum á traktorum fyrir áramót, strax eftir að söluskattur var felldur niður á landbúnaðartækjum. Bændur kaupa nú frekar dýru traktor- ana en áður. En nú er hætt við að kaupgleði bændanna strandi á því að stofnlán frá Stofnlánadeild landbún- aöarins eru uppurin. Traktorar eða dráttarvélar til nota í landbúnaði kosta nú 250—500 þúsund krónur eftir stærð og gerðum. Hins vegar er þak á stofnlán 160 þúsund. Að auki eru stofnlán veitt til sláttuvéla- kaupa. I fyrra munu hafa selst hátt í 300 traktorar til bænda. Og svipaöan fjölda hafa þeir keypt nú þegar í ár, eins og áður segir. Þótt eftirspum eftir söluskattslaus- um traktorum sé þetta lífleg takmark- ar það hana nokkuð aö ekki em veitt stofnlán út á nema einn traktor yngri en 15 ára til hvers bónda. Þetta telja bændur allt of harðan kost því nú duga ekki færri en 2—4 traktorar á meðalbú. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.