Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MANUDAGUR 25. JUNl 1984. Hermenn af Vellinum f skemmtiferd út í sveit er byrjunin á kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Sandur, sem verið er að taka á Meðailandssandi „Herbúðir úti á sandi vekja furöu heimamarma. Það má segja að sé upphafið að myndinni,” sagði Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri sem nú vinnur að gerð kvikmyndar- innar Sandur. Meira vildi Agúst ekki segja um söguþráðinn. Hann sagði aö myndin væri gaman og alvara. DV-menn heimsóttu Ágúst og hans lið austur á Kirkjubæjarklaustur, þar sem bækistöðvamar eru, síðast- liðinn föstudag. Farið var með hópn- um niður á Meðallandssand og fylgst með töku á einu atriöanna. Á sandinum hafði veriö komiö upp herbúðum. Þar voru þrjú hertjöld og jafnmargir hertrukkar. Hópur her- manna af Keflavíkurflugvelli virtist vera í skemmtiferð. Það var að minnsta kosti létt yfir þeim. Þeir drukku bjór og léku á bongótromm- ur. Þeir sem leika hermennina eru Is- lendingar, Bandaríkjamenn, Breti og Svíi. Sá hávaxnasti í hópnum er körfuknattleiksmaðurinn kunni, Djakarsta Webster, sem fyrir stuttu fékk ísienskan ríkisborgararétt. Ágúst Guömundsson er sjálfur höf- undur handrits. Hann fjármagnar myndina aö sextíu hundraöshlutum en Isfilm hf. greiðir afganginn. Ágúst áætlar að kostnaður veröi um sjömilljónir króna. Tökur hófust síðastliðinn þriðju- dag. Stefnt er að frumsýningu um næstu jól. Kvikmyndin verður aðal- lega tekin utan dyra. Pálmi Gestsson fer með aðalhlut- verkið. „Hann leikur ungan bónda í sveitinni. Hann er formaður Ung- mennafélagsins og situr jafnframt í hreppsnefnd,” sagði Ágúst leikstjóri. Hann sagði að aöalpersónan væri vinstrisinnaður framsóknarmaður, nokkurs konar Mööruvellingur. Edda Björgvinsdóttir fer með næststærsta hlutverkið. Aðrir leik- endur í stórum hlutverkum eru Amar Jónsson, Borgar Garðarsson, Jón Sigurbjömsson, Sigurveig Jóns- dóttir og Sigurður Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri myndarinnar er Guöný Halldórsdóttir. Sigurður Sverrir Pálsson stjómar k vikmynda- töku en honum til aðstoðar eru Einar Bjarnason og Guömundur Kristjáns- son. Hljóöiö annast Gunnar Smári og Martin Coucke, Dóra Einarsdóttir sér um búninga, skrifta er Ásdís Thoroddsen og Margrét Jónsdóttir farðar. Leikmyndin er í höndum HaQdórs Þorgeirssonar og Ingólfs Eldjára. —KMU. Hermennirair af Vellinum búnir að koma sér vel fyrir á sandinum. Leikstjórinn, Ágúst Guðmundsson, til hsgri, og kvikmyndatökumaðurinn, Sigurður Sverrir Pálsson, til vinstri, leggja á ráðin. Allt að 10% staðgreiðslu- afsláttur í öllum deildum. Komið og kynnið ykkur okkar hagstæðu greiðsluskilmála. JL BYCGlNGAVORURl f Byggjng^vönir. 28 - 600 Harðviðarsala. 28-604 Söiusljóri. 28-693 J Góifteppi.28-603 Málni.igarvÍHur og verkfvri. 28-605 Skrifstofa. 28 620 l _____Ffisar og hreinfatistgki. . . 28-130 J Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Fjórir leikaranna syngja léttklcddlr í steikjandi hita fyrir neðan Systrafoss. F.v. Borgar Garðarsson, Pálmi Gestsson, Edda Björgvinsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. DV-myndir: GVA Bresku flugmennimir: Verða hér enn um sinn Bresku flugmennirnir, sem lentu í flugsiysinu á Eiríksjökli siðastliðinn fimmtudag, dvelja enn á gjörgæslu- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Líðan þeirra er eftir atvikum góð, en ekki er búist viö að þeir fái að yfir- gefa spítalann á næstunni. Að sögn Peters Fluck, sendifull- trúa við breska sendiráðið, hefur ekkert verið ákveðið varðandi flutn- ing á bresku flugmönnunum til Bretlands og átti Fluck ekki von á því að slík ákvörðun yrði tekin í bráð. -SþS Kviknaði í sorpi Slökkvíliðið í Reykjavik var kvatt Eldsupptök em ókunn, en ekki ei að sorphaugunum í Gufunesi á talið að um ikveikju hafi verið af laugardagskvöld. Þar logaði eldur í ræða. rusli og var hann slökktur fljótlega. EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.