Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Fréttaútvarpið Fréttaútvarpið Fréttaútvarpið Fra lokun Frettautvarpsins. Efst til vinstri ráðast rannsóknarlög- reglumenn til inngöngu. Efst til hægri fundar Þórir Oddsson rann- sóknarlögreglust/óri með Jónasi Krist/ánssyni ritstjóra og Herði Einarssyni framkvæmdastjóra við sendi Fréttaútvarpsins. Á miðmyndinni til vinstri klappar mannfjöldinn fyrir rannsóknar- lögreglumönnunum og bill þeirra kemst hvergi. Á miðmyndinni til hægri má sjá mannfjöldann inni á ritstjórn DV. Fremstur er Ellert B. Schram. Á neðstu myndinni til vinstri sjást lögreglumennirnir komast burt i bil sinum og á þeirri síðustu gefa þeir Jónas Kristjáns- son ritstjóri og Óskar Magnússon fráttastjóri sigurmerki að leiks- lokum. Jóhanna S. Sigþórsdóttir, einn starfsmanna Fréttaútvarpsins: Tíminn á Frétta- útvarpinu í raun inni ólýsanlegur „Þessi rúma vika, sem Fréttaút- varpið starfaði, var í rauninni ólýsan- legur tími,” sagði Jóhanna S. Sigþórs- dóttir, einn starfsmanna við Fréttaút- varpið. „Þama kom glögglega í ljós hvað hægt er að framkvæma þegar fólk er samtaka og vinnur vel saman. Sem dæmi má nefna að þeir sem öfluöu og skrifuðu innlendar fréttir voru aöeins sex talsins. Þessir sex blaöamenn unnu á tveim vöktum, þrír á hvorri. Þessi mannafli þætti sjálfsagt ekki til stórræðanna á hliðstæðum vinnustöð- um. Engu að síður varð reyndin sú að fréttir Fréttaútvarpsins voru bæði ít- arlegar og fjölbreyttar. Svo var um dagskrána alla. Það sem var ef til vill enn eftirminni- legra var það að þegar menn voru bún- ir að hamast í gegnum sína vakt tóku Jóhanna S. Sigþórsdóttír. þeir strikiö beint í „stúdíó” til aö lesa fréttimar. Ofangreind lýsing átti að sjálfsögðu ekki aðeins viö um þá sem unnu við fréttir heldur við hvem ein- asta starfsmann Fréttaútvarpsins. Menn voru sumsé samtaka um að gera þetta eins vel og hægt væri, miðað við aðstæður. Og þeir lögðu svo sannar- lega nótt við dag þá átta daga sem stöðin var starfrækt. Það ánægjulegasta við þetta allt saman voru þó tvímælalaust þau ríku- legu verklaun sem starfsmönnum Fréttaútvarpsins lúotnaðist þegar stöðinni var lokaö. Þá bókstaflega log- uðu allar símalínur á ritstjóm DV. Þar voru á ferðinni hlustendur Fréttaút- varpsins sem þama voru að sýna stuðning sinn, og ánægju með útvarp- ið, í verki.” -JH Dagskrá Fréttaúfvarpsins Hór getur að fíta dagskrá Fróttaútvarpsins oins og hún iait út í einn dag. Dagskráin var iöng, stóð fró morgni tíl kvölds, og það er sam- dóma áfít þeirra sem hlustuðu að hún hafi verið vönduð. Fróttaflutn- ingur góður, sórstakir eriendir fróttaskýringarþættír og íþrótta- þættír sem sögðu fró þvi helsta sem var að gerast utanlands sem innan. Þá var tónfístín við flestra hæfi. KL. 8.00 tJtsendinghefstmeöfréttum. 8.10 Tilkynningar / Auglýsingar 8.15 Morgunþáttur — Fastur liður hvern morgun 9.55 Tilkynningar. 10.00 Fréttir / Tilkynningar. 10.15 Blönduð tónlist leikin af plötum — ókynnt. 11.00 Popp — potturinn — Ný popptónlist. 11.55 Tilkynningar. 12.00 Fréttir / Tilkynningar. 12.30 Tónlist af hljómplötum. 13.00 Vörður dægurlaganna. 13.55 Tilkynningar. 14.00 Fréttir / Tilkynningar. 14.10 Ruggustólarokk. 15.00 Baulað á bylgjunni — kántrítónlist. 15.55 Tilkynningar. 16.00 Fréttir / Tilkynningar. 16.15 Smellir — Það allra nýjasta úr poppheimin- um. 17.00„Það besta” Vel valin — vönduð — vinsæl tón- list. 18.00 „tJr tuðrunni” notuð, gömul en góð tónlist. 18.25 Tilkynningar. 18.30 Fréttir / Tilkynningar 19.00 Lystaukinn — Ljúf tónlist með kvöldverðin- um. 20.00 Heimshomið — Stuttar erlendar fréttir. 20.15 Tónlist af hljómplötum. 21.00 Blanda — með kvöldkaffinu. 21.55 Tilkynningar. 22.00 Fréttir / Tilkynningar. 22.15 íþróttir. 22.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.