Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar: „Landsvirkjun að spila póker” „Þaö er rangt aöKröfluvirkjun sé óþörf, staöa hennar er mjög mikil- væg fyrir rekstur byggöalínu til aö stjóma spennu og minnka tak i lín- unni,” sagöi Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröfluvirk junar, í samtali við DV. Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, sagöi í blaðinu á þriöjudaginn að virkjunin væri óþörf. Vegna rafmagnskaupa frá Kröflu sæti Landsvirkjun uppi meö ónotaða orku í eigin virk junum. Einar Tjörvi sagði aö stööugleiki byggðalínunnar myndi ekki breytast með tilkomu suöurlinu en öryggið heföi aukist. Þar spilaöi Kröfluvirkj- un líka inn í. Stööugleikann væri reyndar hægt aö laga meö því aö kaupa þéttavirki en þau væru dýr og framleiddu ekki rafmagn eins og Kröfluvirkjun. Framleiðslukvóti Kröfluvirk junar er 125 gígavattsstundir á þessu ári. Aöur en framleiðslu var hætt 1. maí sl. var kvótinn hálffylltur. Nú eru þar framleidd um 22 megavött en gætu veriö 30 megavött ef Lands- virk jun þyrfti á því að halda. Einar Tjörvi: „Landsvirkjunar- menn gera óskaplega mikiö úr því hvaö þeir séu hagsýnir en þeir hafa fariö út í Kvíslarveituframkvæmdir og fleiri stórframkvæmdir sem kosta mikið fé. Þær eru aö vísu nauösyn- legar en bara rangt tímasettar. Þetta eru orkuaukandi aðgeröir sem er fariö út í án þess að markaður sé fyrir hendi. Kröfluvirkjun er hins vegar aflaukandi og fyrir sömu fjár- hæðir heföi alveg eins mátt auka afl hennar. Þaö virðist vera vilji landsfeðra vorra aö öll orkuöflun og orkudreif- ing sé á einni hendi.” segir Einar Tjörvi. ,,Eg er hins vegar á móti þannig miöstýringu, það er margbú- ið að benda á skýrslu sem gerð var í fyrra um að Kröfluvirkjun borgaöi sig á 15—20 árum ef hún væri sett upp í 60 megavött. Það breytist ekk- ert hvort sem Kröfluvirkjun heyrir undir iönaöarráöuneytiö og fjár- málaráöuneytiö eða Landsvirkjun þegar Landsvirkjun er með svona yfirlýsingar. Núna eru menn aö nota Kröfluvirkjun til að koma ýmsu fram sem ekki heföi komist fram án hennar, t.d. hafa þeir verið að nota siöasta eldgosiö i Kröflu til aö fá niöur verðið, þetta eru þessi venju- legu hrossakaup. Eg held aö þeir geti keypt Kröflu- virkjun á nafnverði án þess aö það þurfi neitt að fara inn í orkuveröið í landinu. Meö þessum útreikningum er veriö aö afskrifa virkjunina á óeðlilega stuttum tíma. Mér finnst hafa verið gert allmikið fyrir Lands- virkjun. Hún tók yfir byggöalínur fýrir sama og ekki neitt og þaö er veriö aö hjálpa henni aö fá aukiö verð fyrir orkuna frá álverinu og öðrum sem er lofsvert. Þaö er bara ekki nóg aö þeim sé faliö aö annast orkuöflun og virkjanir, þeir veröa líka að taka á sig skyldurnar sem því eru samfara. Mér finnst alveg óþarfi að greiöa niður rafmagn á Islandi meö því að gefa Kröfluvirkjun. Það á aö selja hana dýrt, þetta er gott fyrirtæki.” Einar Tjörvi sagðist vera viss um aö þegar Landsvirkjun fengi Kröflu- virkjun fyrir lítið, eins og sér sýndist vilji f jármálaráðherra vera, þá yröi hún keyrð á fullu og með stórgróöa. „Hins vegar hef ég þungar áhyggjur af því að þeir hætti viö frekari gufu- öflun, í bili að minnsta kosti. I þessu máli held ég að Landsvirkjun sé aö spila póker og í þeirra sporum myndi ég vafalaust gera þaö sama. Eg kaupi ekki þeirra spil. Mér finnst að fjármála- og iönaöarráöuneytin ættu að reyna aö fá hærra verö fyrir virkjunina. Samkvæmt þeim tölum sem nefndar eru viröist ráðuneytum vera mikið í mun aö losna viö Kröflu- virkjun. Með því er verið aö hlaupast undanmerkjum.” JBH/Akureyri Sjóefnavinnslan: Óréttlætanleg tilraunastarfsemi — segir Guðmundur Einarsson alþingismaður ,,Ég get ekki séð af þeim upplýsing- um sem ég hef að svona stórkostleg og rándýr tilraunastarfsemi sé réttlætan- leg," sagöi Guömundur Einarsson þingmaður um sjóefnavinnsluna á Reykjanesi. „Þetta virðist vera verk- efni sem menn hafa leiðst út í án þess að hafa vitað hvert lokatakmarkiö væri.” „Eg, ásamt níu öðrum þingmönnum, hef lagt fram beiðni í sameinuðu þingi um skýrslu frá iðnaðarráðherra um stofnkostnaö, rekstrarafkomu og framtíöaráætlanir sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Ég felli ekki lokadóm yfir þessu fyrirtæki fyrr en svar iönaöar- ráöherra liggur fyrir. En mér þætti þaö kraftaverk ef viö gætum keppt viö sólarorkuna við Miðjarðarhaf í orku- og framleiöslukostnaöi. ” Þingmaðurinn var spurður hvort hann tæki afstööu til sjóefnavinnslunn- ar í ljósi þess að hún væri í hans kjör- dæmi. „Það er nákvæmlega sama í hvaða kjördæmi vitleysan er gerð, hún er jafnvitlaus fyrir þaö,” var svariö. I DV í gær var greint frá skýrslu sem Iðntæknistofnun hefur skilaö um Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi. Haft var eftir iönaðarráðherra þar aö hann biöi eftir ákvöröun stjórnar fyrirtækis- ins meö aö taka afstööu til framtíöar fyrirtækisins. -ÞG Stokkseyri: Fiskslor í kalda vatninu ,Eólk fúlsar við því aö fá sjóvatn og gor frá fiskeldisstööinni þegar þaö skrúfar frá kalda krananum,” sagði Steingrímur Jónsson, hreppstjóri á Stokkseyri, í samtali við DV þegar hann var inntur eftir hversu slæmt ástandiö væri í kaldavatnsmálum þeirra á Stokkseyri. Kalda vatniö kemur úr borholum rétt utan við þorpið en þar hefur að undanfömu safnast saman mikiö af sveppum sem stífla leiöslur og hefta rennslið. Aö ráöi verkfræðinga var settur klór í vatnið til aö drepa svepp- ina. Ekki batnaöi þó ástandiö viö þaö því eftir aö þorpsbúar höföu haft klór- bragö í munninum í nokkra daga fór aö renna salt vatn úr kaldavatnskrönun- um. Þannig er mál meö vexti aö kalda- vatnsleiðslurnar þjóna einnig fiskeldisstöð í nágrenninu og þegar þrýstingurinn á vatninu er lítill, eins og hefur verið undanfama daga vegna klóraögeröanna, þá sogast sjóvatn úr fiskikerunum upp í leiöslumar og foss- ar út þegar skrúfaö er frá krana í íbúðarhúsum í nágrenninu. „Þaö eina sem vantar er inn- streymisloki á leiöslurnar en verk- stjóra hreppsins, Birki Péturssyni, sem einnig situr í heilbrigöisnefnd Ámessýslu, hefur ekki þótt ástæða til aö gera þaö enn. Viö erum alltaf að kanna möguleika á því aö sækja vatnið einhvers staöar annars staöar frá því aö þetta gengur ekki svona,” sagöi Steingrímur Jónsson hreppstjóri. ,^Eg hef ekkert frétt um þetta mál og Birkir hefur ekki nefnt þetta á fundi,” sagði Matthías Garöarsson, fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suöurlands, þegar DV ræddi viö hann. „Eg fer til Stokkseyrar strax eftir helgi og tek sýni og mun fylgjast grannt meö þróun mála.” -EH Sérstakur f réttatími í útvarpi fyrir Suðurland? Fyrir útvarpsráöi liggur bréf þar sem lagt er til aö dreifikerfi rásar tvö veröi notað á sunnudögum klukkan 18 til að senda út 15 mínútna fréttatíma fyrir Suðurland. Útsendingin næði ekki út fyrir þaö landsvæði. Þorlákur Helgason, settur skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Selfossi og fréttaritari útvarpsins, skrifaði bréfiö. Hann var spurður hvers vegna hann legði þetta til: ,,Ég hef oft séö aö það em margar fréttir sem skipta máli heima í héraöi en skipta kannski ekki máli fyrir landiö allt. I bréfinu segi ég aö landshlutafréttir séu býsna afskipt- ar í útvarpsfréttum og margt eigi ekki heldur erindi í útvarp þegar þaö er ekki á landsvísu. Þess vegna legg ég til að farin verði þessi leið.” JBH/Akureyri. Umræöan um hættu sem getur stafað af Ijósalömpum hefur vakið upp ugg hjá mörgum og aðsókn að Ijósbaðstofunum hefur minnkað. Sólbaðsstofurnar: Koma reykjandi og þora ekki í I jós Undanfarið hefur verið rætt um tengsl á milli húðkrabbameins og legu í sólbaösbekkjum. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigöisyfir- völdum er talið aö hér á landi séu allt að 1600 sólbekkir. 1 Reykjavík eru 33 sólbaðsstofur, í Rafnarfiröi 10 og á Akureyri 12. Og í þessari upptalningu era þó aðeins staöir sem hafa sérhæft sig í sólböðum af þessu tagi. En hefur þessi umræöa ekki vakið ugg hjá fólki sem sækir þessa staöi reglulega og hefur ekki dregiö úr aösókn að sólbaðsstofunum? „Jú, þaö hefur töluvert mikiö dregið úr aösókn og þaö er tvímæla- laust vegna þessarar umræöu sem hefur átt sér stað. Þaö eru margir sem hafa afpantað tíma og aörir fastagestir sem hafa hætt viö aö panta tíma,” segir Þórann Pálma- dóttir sem rekur sólbaösstofuna Sólskríkjuna. Hún segir að þaö verði aö rannsaka þetta mál betur og ekki sé hægt aö tala um þessi tengsl eins afgerandi og gert hefur veriö. „Fólk er oft fljótt að trúa hinu versta þegar svona kemur upp,” segir Þórann. „Hingaö kemur fólk sem segir að þetta sé hræðilegt og þaö þori ekki aö fara í lampana. Og á meðan þaö segir þetta er þaö aö reykja. Þaö hefur hins vegar verið saniiaö aö sígarettur valda krabba- meini en enn hefur ekkert verið sannað um ljósin. Sumir koma hing- aö og segja aö þeim sé alveg sama en þeir era bara færri en hinir.” I viötölum við starfsfólk á öðrum sólbaðsstofum kom einnig fram að aösóknin hefur minnkað mjög eftir aö þessi umræða hófst. En allir viö- mælendur era á þeirri skoöun aö þetta veröi aö kanna en skrif síðustu daga jaðri oft við að vera at- vinnurógur. -APH. „Viljum losna við Bjaraa Herjólfsson” — segir stjórnarformaður útgerðarfélagsins Árborgar „Viö hérna á Eyrarbakka viljum ekki vera með togarann og hér er enginn áhugi á aö reyna aö halda honum,” sagöi Guðmundur Indriöa- son, stjórnarformaður Arborgar, út- geröarfélagsins sem gerir út togar- ann Bjarna Herjólfsson. Uppboöiö á togaranum átti að fara fram klukkan tvö í gær en var frest- aö. Stærstu eigendur að skipinu eru Hraðfrystistöð Eyrarbakka og hraö- frystihúsiðá Stokkseyri. „Eg get ekki svarað því upp á krónu hvað dæmiö er stórt, en það er stórt. Eg gæti trúað aö veöskuldir héldust í hendur viö tryggingamatið á skipinu.” Aö sögr. Bjama eru þaö Fiskveiöasjóður ásamt smærri aðilum sem gera kröfu í skipið. Mikið atvinnuleysi herjar nú á Eyrarbakka en Guðmundur sagði aö hann teldi aö hægt væri aö bæta ástandið með smábátaútgerö í stað þess að vera meö togara. „Togarinn kom hingað i kringum 1977 og hefur aldrei gengið og er alltaf í einhverju lamasessi. „Þeir á Stokkseyri era miklu betur settir og era meö smærri báta líka auk þess sem þeirra frysti- hús getur tekið við meira hráefni. En hér viljum viö sem sagt losna við togarann sem fyrst,” sagöi Guðmundur. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.