Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDRÉI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krönur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984. Egyptalandsfararnir komnir heim: Undirrituðu gjafabréf til egypska ríkisins „Hannes Hafstein, sendiherra okkar í Genf, og ræðismaöur Islands í Kaíró eru að vinna að lausn deil- unnar. Það er ljós að íslenskir feröa- menn hafa verið hlunnfarnir í erlendu ríki og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en þetta verði leið- rétt,” sagði Þorsteinn Ingólfsson í utanríkisráðuneytinu aðspurður um týndu dollarana sem teknir voru af íslenskum ferðamönnum á landa- mærastöð í Egyptalandi fyrir skömmu og greint var frá í fréttum DV. Málavextir voru þeir að um 30 manna hópur Islendinga á leið í dagsferð til ísrael frá Egyptalandi lenti í útistöðum við egypska landa- mæraverði. Stöðvuðu landamæra- verðirnir þrjá úr hópnum og kröfðust skýringa á nokkur hundruð dollurum sem feröalangamir höfðu í fórum sínum en strangar reglur gilda um flutning fjár þarna á miUi. Varð úr nokkurt þjark sem endaði með því að Islendingarnir létu dollarana af hendi og undirrituðu sk jal á arabísku sem átti að kveða svo á um að doll- aramir væm trygging og myndu verða afhentir er ferðalangarnir sneru aftur tU Kaíró. Það loforð var ekki efnt og landamæraverðimir sögðu dollarana bíða á hóteU Islend- inganna í Kaíro. Það reyndist einnig rangt og þegar gyðingur nokkur, sem starfaði sem leiðsögumaður hópsins, fékk að sjá afrit arabísku skýrsl- unnar kom á daginn að Islendingam- ir höfðu skrifað undir og viðurkennt að peningarnir væm gjöf tU egypska rUcisins. „Menn ættu að varast að hafa mikið lausafé á sér á þessum slóðum. Betra er að nota Visa og ferðatékka því landamæraverðir líta ekki við slfku,” sagði einn ferðalanganna í samtali við DV en hluti Egyptalands- faranna kom heim sl. mánudag frá London. -EER. son úr Alþýðu- flokknum „Eg hef ákveðið að segja mig form- lega úr Alþýðuflokknum,” sagði Bragi Jósepsson í viðtali .við DV í gær. „Ástæðan? Ég held aö Alþýðuflokkur- inn hafi runniö sitt skeið og eigi ekki viðreisnarvon. Eg hef lengi dragnast með þessu fólki en þaö er erfitt aði vinna með því. Eg hef verið í Alþýðu- flokknum nokkuö lengi en er farinn aö; lýjast á þessari göngu. Þaö er rangt' af mönnum með pólitíska ábyrgð aði styðja þennan flokk. En ég er í eðli mínu ákaflega pólitískur maður og er ekki hættur afskiptum af pólitík. Eg /nun styðja þá aðila sem ég tel stuðn- ings verða í framtíðinni.” Bragi Jósepsson lektor hefur m.a. setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og gegnt mörgum trúnaðarstörfum bæði í borgar- og þingnefndum fyrir flokkinn. Hann bauð sig fram til formanns á sínum tíma gegn Benedikt Gröndal. Hann kvaðst mundu sitja áfram út kjörtímabilið í þeim nefndum sem hann á sæti í, verði farið fram á það. -ÞG Mikið fyrir lítið AHKLIG4RÐUR LOKI Svo á enn eftir að lesa smáaletrið. UNGA FJÖLSKYLDAN FréttDV frá í gœr um ungu fjölskglduna, sem ad hluta dvelur nú á fœdingardeild sjúkrahússins á Akranesi, vakti að vonum mikla athggli. Auður Ásdís Jónsdóttir, búsett í Búðardal, aðeins 16 ára, eignaðist son og amman var aðeins 32 ára, lang- amma og langafi 52, langalangamr.ia 68 ára og langalangafi 75 ára. Það er DV ánœgjuefni að geta í dag birt mgnd af barninu, ungu móðurinni og sjálfri ömmunni, Ingu Maríu Pálsdóttur. Önnur skgldmenni gátu þvi miður ekki verið með á mgndinni því þau eru dreifð um flest kjördœmi landsins, í fullu fjöri enda á besta aldri. /DV-mgnd Gglfi Sigurðsson. Er Ámi Gunnarsson þriðji maðurinn? Unnið er að framboöi þriöja aðila í formannsstól Alþýðuflokksins. Lagt eraðÁrna Gunnarssyni, fyrrverandi þingmanni og ritstjóra Aiþýðublaðs- ins, aö bjóða sig fram. Einhverjir telja þann ókost einan við framboð Áma aö hann hefur ekki þingsæti. Jón Baldvin Hannibalsson gefur kost á sér í formannsembættiö svo og nú- verandi formaður, Kjartan Jóhanns- son. Margt veltur á framboöi þriðja aðilans. Athygli hefur vakið að hvorki núverandi varaformaöur, Magnús H. Magnússon, né eini kandidatinn i það embætti, enn sem komið er, Jóhanna Sigurðardóttir, gefa upp hvorum þau muni fylgja. Ástæða Jónönnu er meðal annars tal- in að gefi hún upp stuðning sinn við Jón Baldvin og hann tapi verði erfitt fyrir Jóhönnu sem varaformann að starfa með Kjartani á eftir. Hafn- firðingar og aðrir í kjördæmi Kjart- ans á Reykjanesi eru taldir atkvæða- miklir í Alþýðuflokknum og frægt er vald Hafnfirðinga. innan flokksins. Kann það enn að verða Kjartani notadrjúgt. Guðmundur Árni Stefánsson, rit- stjóri Alþýöublaðsins og Hafnfirðing- ur, er talinn eiga víst fylgi heima- manna og ungliða í ritarastööu flokksins. -þg Nauðgunin við Klúbbinn: Manninum sleppt Maðurinn, sem handtekinn var fyrir að nauðga stúlku fyrir utan Klúbbinn aöfaranótt sl. sunnudags, hefur veriö látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Var honum sleppt á sunnudag. Tildrög málsins eru þau að aðfara- nótt sl. sunnudags var ráðist á unga stúlku fyrir utan Klúbbinn og henni nauögað. Stúlkan gat borið kennsl á manninn og var hann handtekinn skömmu síðar. Hafði hann misþyrmt stúlkunni og m.a. gert tilraun til kyrkingar. Maðurinn hefur verið yfir- heyrður og er málið í rannsókn hjá RLR. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.