Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. TILBOÐ MftlMRSKftUfufc ‘il* tiLl PAPRIKU OVtRSLUN-^V^ B/ackEL Decken ventla- og sætavélar fyrirliggjandi álager SD0150 ventlavél, kr. 60.301,- 6337 sætasett, kr. 28.757,- Greiðslukjör eða staðgreiðslu afsláttur. irsteinsson £polinsonin ÁRMÚLA1 -SÍMI68-55-33 Einhell vandaöar vörur VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 1.443,00 Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 VÖRUTRILLUR KR. 1.256,00 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvar ryðgar bfllinn? Hvar bilnum er hætt viö að ryðga getur verið gott að vita. Bæði fyrir þá sem þegar eiga bíla og þá sem eru að hugleiða að kaupa bfla. Norska dagblaðið VG lét gera könnun á 25 bflum fyrir skömmu. Þar var kannað hvar þessum bflum hættir til að ryðga. Þá kemur einnig fram að bílum hætti mjög til að ryðga á miðjum áttunda áratugnum og bflar fram til 1980 eru margir hverjir iila ryðg- aðir. Bilaverksmiðjurnar breyttu um lökkunaraðferðir og ryðvarnir mörgum sinnum á þessum árum. Og margar þeirra voru með lélegt lakk og undir- vagnameðhöndlun. í fyrstu skulum við líta á f jórar tegundir bfla. Það getur verið að bílar ryðgi meira hér en i Skandinavíu en samt sem áður ætti bættan á ryði að vera á sömu blutum bflsins. RMW n? " Þessi gerð hefur staðið sig vel gegn ryði. Það eru bara fram- brettin og kantarnir á brettinu að aftan sem verða fyrir barðinu á ryðinu. Á elstu árgerðunum kemur þó fyrir að sflsarnir ryðgi. Alvarlegt ryð í undir- vagninum á sér mjög sjaldan stað. Nýrri gerðir af BMW (03) ryðga minna en meðaltalið. CITROEN GS: Á eldri gerðum en 1980 er vissara að leita eftir ryði á öllum köntum og samskeytum á yfirvagnhium. Sérstaklega er hættan á ryði á neðri hluta hans s.s. afturbretti, sflsum og stundum frambretti. Eldri gerðir ryðga meir en meðaltalið. CITROÉN CX: Þegar CX gerðirnar komu 1974 vonuðust menn eftir því að framleiðendumir hefðu gert eitthvað árangursríkt gegn ryði. En það var ekki fyrr en 1980 sem gert var átak í þeim efnum. Á árgerðunum frá 1974— 80 eru það sérstaklega dyr og holir gangar sem hættir til að ryðga. Þá er einn- ig neðri hluti yfirvagnsins í hættu vegna ryðs, sérstaklega á bak við og kringum dyrnar. Gluggapóstamir geta einnig ryðgað. CX ryðgar meira en meðaltalið. l^IAT 128. j,essj gcrö er gott dæmi um bfl sem skánar með árunum. Þegar þessi bfll kom á markaðinn 1970 var hann ryðsækinn. En seinna var hann bættur. Hann fékk innri bretti og betri ryðvöra. Og þar með minnkuðu ryðskaðarnir. En ástæða er til þess að passa vel upp á kanta á brettum, sflsa, dyr, f rambretti og neðri hluta yfirvagnsins — sérstaklega þó á bflum frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Plastpeningarnir: Flæða yfir um allan heiminn Það hefur ekki farið fram hjá okkur hér á Islandi að plastpeningar eru að ryðja sér til rúms á hinum almenna peningamarkaöi. Fyrir nokkrum dögum bættist enn einn plastmiðillinn við. Nú geta viðskiptavinir Iðnaðar- bankans tekið út peninga úr bankanum á öllum tímum sólarhrings með því aö stinga plastkorti í þar til gerða maskínu, sem kölluö hefur verið tölvu- bankinn. Við höfum líka orðiö vör viö þaö aö mikið hefur verið rætt um þessi kort sem hér eru á markaðnum. Nokkur óánægja hefur verið ríkjandi um notkun þessara korta. Matvörukaup- menn ákváðu aö sniðgánga þau í sín- um verslunum vegna þess að þeir töldu að þeir þyrftu að greiða of háar upp- hæðir fyrir notkun þeirra. Þeir litu svo á að þessi kostnaður þeirra kæmi að endingu niður á vöruverðinu og þar af leiðandi niður á þeim sem enn borga í reiöufé. En það eru fleiri sem hafa áhyggjur af þessari þróun eða komast ekki h já því að verða varir við hana. 200 þúsund Norðmenn Norðmenn hafa þegar smitast og eru nú um 200 þúsund þar í landi sem nota alþjóðleg greiðslukoi t. Þar aö auki koma hin ýmsu kort sem gefin eru út innanlands, s.s. kort sem einstök fyrir- tæki gefa út. Talið er að minnst hálf milljón hafi slík kort. Þar í landi eru nú um 60 plastkort sem hægt er að nota sem gjaldmiðil í mismunandi myndum. Þessi kort skiptast niöur í þrjá hópa: Kreditkort, greiðslukort og færslukort eöa debet- kort. Kreditkort Það eru mjög margir sem hafa kort af þessari tegund í Noregi. En hér á landi munu dcki vera kort af þessu tagi nema ef vera skyldi í JL-húsinu. Oft eru þaö stórar verslunarkeðjur sem hafa svona kort eða jafnvel sérstök fyrirtæki sem reka slíka þjónustu. Þessi kort eru fyrst og fremst ætluð til þess að létta fyrir þeim sem þurfa aö fjárfesta en eiga ekki peninga þá stundina. Notkun þessara korta er fremur dýr og verða korthafar að greiða yfir 20 prósent í vexti af þeirri upphæö sem þeir „taka að láni” þegar þeirnota þessikort. Greiðslukort Greiðslukort þekkjum við því þar koma Visa og Eurocard til sögunnar. Einnig er American Express og Dinn- ers Club greiðslukort. Þessi kort er hægt aö nota nær alls staðar í heimin- um nema í Albaníu og Líbýu. En að sjálfsögðu er dreifingin og notkunar- möguleikar þessara korta ekki jafngóð í öllum löndum. Þessi tegund korta er í mikilli þenslu í Noregi eins og hér á landi. A tveimur árum hefur fjöldi korthafa með þessi kort tvöfaldast og búist er við að aukn- ingin verði svipuð á næstu árum. Færsiukort Við skulum kalla þessi kort færslu- kort en hér höfum við engin slík kort LANDSBANKI ÍSIANIB nema ef vera skyldi bankakortín sem Iönaðarbankinn hefur nú byrjað meö. En þessi kort eru algeng erlendis. Þeg- ar þessi kort eru notuð dregst um leið frá bankareikningi viðkomandi not- anda. Hér er því ekki um nein lán aö ræða heldur eins konar ávísunarnotk- un. Algengt er að hægt sé aö kaupa sér bensín allan sólarhringinn með kortum af þessu tagi. Þeim er bara stungið inn í ákveðið tæki á bensínstöðinni og kort- hafinn getur tappað á bílinn sinn. Þá er líklegt aö hægt verði aö nota þessi kort í stærra samhengi í framtíðinni og lík- ur fyi’ir því að hægt verði að kaupa nær alltmeðþessumkortum. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.