Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 21 tttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir r Þórðarson er nú óðum að ná sér eftir 'ð og er byrjaöur að skora mörk. Teitur til V-Þvska- lands eða Belsau? — gengur vel með varaliði Cannes en á í útistöðum við þ jálfarann ★ Félög frá V-Þýskalandi og Belgíu hafa haft samband við Teit „Ég er óðum að ná mér eftir uppskurð sem ég gekk undir í vor og hef undanfarið leikið með varaliðinu,” sagði Teitur Þórðarson knattspyrnu- maður í samtali við DV i gær. Teitur hefur undanfarið dvalið í Frakklandi og nú síðast hjá 2. deildar félaginu Cannes. Teitur hefur æft mjög stíft undanfarið og leikið fjóra leiki með varaliði Cannes og skorað í þeim þrjú mörk. „Eg er ekki bjartsýnn á að komast í aðalliðið. Ég á enn í basli við þjálfar- ann eftir að okkur lenti saman í fyrra. Ég fæ sjálfsagt ekkert tækifæri með aðalliðinu.” Decker hafnaði 15 milljonum! — sem henni voru boðnar fyrir að há „einvígi” við Zolu Budd Teitur getur ekki skipt um félag í Frakklandi fyrr en á næsta ári því „markaöurinn” er lokaður þangað til. Teitur var spurður hvort hann væri að hugsa sér til hreyfings frá Frakklandi: „Ég tel mikla möguleika á því. Ég hef fengið samtöl frá félögum í Belgíu og V-Þýskalandi og ef ég fæ einhver spennandi tilboð þá er ég farinn.” Cannes hefur átt í miklu peninga- basli undanfarið og nýlega bjargaöi borgarstjórinn í Cannes félaginu frá gjaldþroti. -SK. „Eg vil keppa við Zolu Budd við eðlilegar aðstæður en ekki vegna peninga,” sagði hlaupadrottningin Mary Decker sem hafnaði boði upp á 15 milljónir isl. króna ef hún keppti við Budd frá S-Afríku. Etas og menn muna endaði „etavígi” þeirra á OL1 Los Angeles á sviplegan hátt. Decker datt og meiddist þegar hún hljóp aftan á Budd en eftir óhappið bauluóu áhorfendur á Budd, sem brotnaði niður við það — og báðar urðu af gullverðlaununum eftirsóttu. Decker er nú byrjuð að æfa af fullum krafti og hleypur3 til 7 mílurdaglega. — Eg er ákveðin í að reyna aftur viö gullverð- launta á OL í Seoul 1988 sagði Decker þegar hún hafnaði tilboðinu. -SOS Robsonfór til ísraels Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, hélt til ísraels í gær þar sem hann mun horfa á ísraelsmenn leika vináttu- landsleik gegn Rúmeníu í Tel Aviv. Rúmenar eru með Englendingum í riðli í undankeppni HM. • Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að framvegis mun sambandið greiða félögum 490 pund fyrir þá leikmenn sem leika með iandsliðinu. Það hefur ekki átt sér stað í tvöár. -SigA/-SOS by skellti Everton idison Park í ensku deildabikarkeppninni í gærkvöldi Grimsby, kom í veg fyrir að Everton skoraöi. Hann varði oft ævintýralega. Þetta er í annað skiptiö sem Grimsby slær Everton út úr deildabikarkeppn- inni — síðast 2—11979. • Oxford, sem haföi aðeins tapað einum af síöustu 33 leikjum sínum, mátti þola tap, 1—2, á Portman Road. 18.500 áhorfendur sáu þá Mick D’Avray (28. mín.) og Romeo Zonder- van (66. mín.) skora mörk Ipswich, en mark Oxford skoraði Kevin Brock af 25 mfæriá31.mín. Mullery óvinsæll Aílan Mullery, framkvæmdastjóri ekki Cup? meidduraðauki einnig inn í þetta hjá Sigurði. Þaö yrði slæmt fyrir íslenska liðið ef Sigurður gæti ekki leikið meö gegn Dönum og í Polar Cup því hann er í mjög góðri æfingu þessa dagana. Þá er ekki heldur víst að Sigurður Gunnarsson fái sig lausan frá liði sínu á Spáni. -SK. QPR, er nú óðum að verða óvinsælasti maðurinn í Englandi fyrir rangstöðu- leikaðferðina sem hann lætur lið sitt leika. Rangers náði jafntefli, 1—1, gegn Southampton á The Dell. Terry Fenwick skoraði mark Rangers úr vítaspyrnu eftir að Steve Williams hafði fellt Gary Bannester. Það var svo Alan Curtis sem jafnaði fyrir heimamenn í seinni hálfleik, eftir send- ingu frá Danny Wallace. Fillery vill fara Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Mike Fiilery, sem QPR keypti frá Chelsea á 165 þús. pund fyrir tveimur árum, óskaði eftir því i gær að vera seldur frá Rangers. Hann er þriðji leik- maðurinn á stuttum tima sem óskað hefur eftir sölu — hinir eru Simon Stainrod og Warren Neill. -SigA/-SOS Sigur hjá Chilebúum Chile lagði Mexíkó að velli, 1—0, f vtaáttu- landsleik í knattspyrnu sem fór fram í Santi- ago 1 ChUe í gær. Það var Jorge Aravena sem skoraði mark ChUebúa, sem eru að undirbúa sig fyrir keppni í undankeppni HM, en þeir leika í riðli með Eqvador og Uruguay. 22.700 áhorfendur sáulcikinn í gær. -SOS Watford skorar og skorar Watford vann sigur, 4—1, yfir WBA og í tíu af nítján leikjum liðsins í vetur hafa leikmenn skorað meira en þrjú mörk. David Cross skoraði fyrst fyrir Albion en þeir George Reilly, Steve Terry, Luther Blissett og Les Taylor, sem skoraöi af 25 m færi, skoruðu mörk Watford. -SOS • Karl Þráinsson átti mjög góðan leik mcð Víkingi. „Þórarar geta spjarað sig” — sagði Þorbergur Aðalsteinsson eftir að Víkingur hafði sigrað Þór, Ve, 18:22, f Eyjum Frá Friðbirni Ó. Valtýssyni, fréttarit- ara DV í Vestmannaeyjum: — „Ég held að leikmenn Þórs eigi fullt erindi í 1. deild þrátt fyrir að þeir hafi tapað fyrir okkur í kvöld. Það var fullmikill munur á liðunum í fyrri hálfleik og leikmenn Þórs voru alltof stressaðir. Ég er viss um að Þórarar geta spjarað sig í 1. deildinni og óska þeim alls hins besta í baráttunni,” sagði Þorbergur Aðalsteinsson, handknattleiksmaður í Víkingi. Hann var maðurinn á bak við sigur Þórs í 2. deildinni í fyrra en leikur nú sem kunnugt er með Víkingum sem í gærkvöldi sigruðu Þór, Ve., mcð 22 mörkum gegn 18. Vfltingar hófu leikinn af miklum krafti og náöu fljótlega mikilli forustu og í leikhléi var staðan 15—6. Sigmar Þröstur Oskarsson, markvörður Þórs, kom heimamönnum á bragðið í síðari hálfleik með glæsilegu marki. Hann skoraði með því að senda knottinn yfir endilangan völUnn og í kjölfarið fylgdu fjögur mörk heimamanna og staðan breyttist í 11—15. En nær komust Þórarar ekki. Víkingar gáfu ekk- ert eftir og þegar stutt var til leiksloka var staðan 22—15. Heunamenn skoruðu siöan þr jú síðustu mörk leiksins og löguðu stöðuna örUt- ið. Karl Þráinsson var bestur Víkinga í þessum leik og var mjög öruggur í öllu sem hann gerði. Einnig lék Þorbergur vel og stjómaði spili liðsins. Sigmar Þröstur markvörður var yfir- burðamaður hjá Þór og EUas Bjarnhéðinsson kom á óvart með góðum leik. • Mörk Víktags: Karl 6, Þorbergur 5, Guðmundur 5, Viggó 3, Hilmar 2 og Einar 1. • Mörk Þórs: Sigbjöm 5, Elías 3, Gylfi 3, Herbert 3, Sigmar Þröstur 1, Oskar Freyr 1, PáU 1 og Sigurður 1. Þrír Vikingar voru reknir af leikvelU og sex heimamenn. Dómar- ar voru þeir Guömundur Kolbeinsson og Þor- geir Pálsson og dæmdu þeir sæmilega. • Maðurleikstas: Karl Þráinsson, Vflttagi. -SK. • Kristinn Atlason. Kristinn þjálfar í Noregi Kristinn Atlason, knattspyrnu- maðurinn kunni úr Fram, er ný- kominn frá Noregi þar sem hann gerði samning við 3. deildarliðið Sandnessjuen. Kristinn mun þjálfa liðið næsta sumar og einnig leika með því. — Ég kunni mjög vel við allar aðstæður hjá Sandnessjuen. Það verður spennandi að fást við þetta nýja verkefni, sagði Kristinn í stuttu spjalli viðDVí gærkvöldi. Kristinn, sem fer til Noregs eftir áramót, er ekki ókunnugur þar. Hann lék tvö keppnistímabil með 2. deildarliöinu Kopelvík. • Þess má geta aö Ágúst Hauks- son, fyrrum leikmaður Fram og Þróttar, hefur gengið til liðs við Haugasundsliðið Vard, sem leikur í 2.deild. -SOS Blair með þrjú mörk úr víta- spyrnum Frá Sigurbirni Aðaistetassyni, frétta- manni DV f Englandi: — Andy Blair hjá Sheffield Wednesday vann það afrek í gærkvöldi að skora þrjú mörk úr vítaspymum í deildabikarleik gegn Luton sem Sheff. Wed. vann, 4—2. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1947 scm þrjú mörk hafa verið skoruð úr vítaspymum í sama leik í Englandi. Aftur á móti vann John Wark það afrek í UEFA-keppntani fyrir fjórum árum er hann lék með Ip- swich. • Brian Moorwood skoraði f jórða mark Sheff. Wed., en Steve Elliott skoraði bæði mörk Luton — rétt fyrir leikslok. -Sig A/-SOS 3 leikir íkvöld Þrír leikir fara fram í kvöld í 1. deild Islandsmótsins í handknatt- leik. I Laugardalshöll cru tveir leikir á dag— skrá. Kiukkan átta leika Valur og Þróttur og strax að þcim leik loknum leika KR og íslandsmeístarar FH. Þriðji leikurtan fer fram í Digranesi í Kópavogi og leika þar Stjaman og Breiðablik. Hefst sá leikur klukkan átta. -SK. íttir íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.