Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hershöfðingi i meiðyröamáli Söguleg réttarhöld standa nú yfir í New York en þar hefur WiUiam Westmoreland, yfirhershöföingi Bandarikjanna í Víetnam-stríöinu á árunum 1964 til 68, stefnt CBS sjón- varpsstööinni fyrir meiðyrði og krefst hann 120 milljón dollara skaöabóta af CBS. Falsaðar fróttir? Talið er aö máUÖ muni opna mörg gömul sár úr þessu stríöi en West- moreland, sem nú er á eftirlaunum, hóf málsókn sína í framhaldi af sýn- ingu CBS i janúar 1982 á þætti um Víetnam-stríðið. Þátturinn bar heit- iö „The uncounted enemy” o'g í hon- um var því haldið fram að njósnafor- ingjar Westmoreland heföu fengiö fyrirmæli um aö halda eftir og falsa upplýsingar um stærö óvinaherja þeirra sem Bandaríkjamenn böröust við. Alríkisdómarinn Pierre Lavel mun stjóma réttarhöldunum. Fjöldi frétta- og blaöamanna fylgist meö, þessu máli en Westmoreland vildi ekkert segja þeim er hann kom í rétt- inn, hiö eina sem fékkst upp úr hon- um var, ,no comment”. Menn ætla aö mál þetta muni standa yfir í tvo til fjóra mánuöi og munu margir háttsettir bandariskir herforingjar úr Víetnam-stríðinu bera vitni. 1 þætti CBS var því haldið fram aö herstjórn Westmoreland hefði dregið úr styrk herja andstæð- inganna í Tet-sókninni 1968 svo þaö liti út eins og Bandaríkjamenn heföu yfirhöndina í þeim átökum. Blaðamennska fyrir róttí I kynningu sinni í þættinum segir fréttamaöurinn Mike Wallace: „I kvöld munum viö setja fram sannan- ir fyrir því sem viö teljum meðvitað átak, raunar samsæri á æðstu stig- um bandarísku herstjórnarinnar til að koma í veg fyrir og breyta mikil- vægum upplýsingum um óvin- ina...” Notkun á orðinu samsæri í þessu samhengi er eitt þaö helsta sem Westmoreland byggir mál sitt á en hann heldur því fram aö þátturinn sé byggður á lygum og hafi ráðist að orðstír hans. Floyd Abrams, einn fremsti meiöyröalögfræðingur Bandaríkj- anna, segir að ef Westmoreland sigri í þessu máli sé hætta á aö blaða- mennska í Bandaríkjunum bíði mik- inn hnekki því fleiri slík mál fylgi örugglega í kjölfariö. Blaðamenn í Bandaríkjunum Westmoreland hershöföingi i þyrlu yfir Suður-Víetnam (myndin var tekin 1966). vinna nú við ákvöröun hæstaréttar frá árinu 1964 sem bannar opinber- um aöilum aö fá bætur frá fréttastof- um ef hinn opinberi aöili geti ekki fært sönnur á aö fréttin hafi veriö skrifuð eöa birt þrátt fyrir aö frétta- maöurinn vissi aö hún var ósönn. Lögfræðingur CBS, David Boies, mun halda því fram aö þátturinn hafi verið sannur og að þau vitni sem fram komu í honum njóti verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. Aldrei fríáls í hinum ff frjálsa heimr —sagði dóttir Stalíns eftir!7 ára búsetuá Vesturlöndum Dóttir Stalíns, sennilega frægasti flóttamaður Sovétrikjanna, gafst upp á vistinni á Vesturlöndum eftir sautján ára veru, eins og fram hefur komiö í fréttum, en skýringar henn- ar á sinnaskiptunum bera meiri keim af persónulegum tilfinningum útlagans fyrrverandi heldur en mati á ólíku stjómkerfi ættjarðarinnar og; þess heims sem hún flúði til fyrir sautján árum. Þegar Svetlana Alliluyeva kom fram á blaðamannafundi i Moskvu í siðustu viku var allt undir þaö búiö aö nú yrði mannlíf í hinum vestræna j heimi fordæmt. Úttekt gerö á því sem fyrir gestsaugað hefði boriö þessi sautján ár. — Utanríkisráðu- neytið í Moskvu hafði boðið nokkrum vestrænum blaðamönnum til fundar- ins til þess aö hlýöa á vitnisburð þessarar fimmtíu og átta ára gömlu ömmu. Ósigur vestursins Enginn bjóst við öðru en einkabarn Stalíns mundi fylgja fordæmi ann- arra heimkominna útlaga, sem tekiö höföu sinnaskiptum, og tíunda eymd- ina í auðvaldsríkjunum. Þaö var ekki nema mánuöur síðan sovéskur blaðamaöur hafði gert einmitt það. Samkoman hófst á því aðSvetlana las upp yflrlýsingu: „Reynsla mín af því að búa í hinum svokallaða frjálsa heimi var sú aö ég var ekki frjáls einn einasta dag. Eg varð uppáhalds- tilraunadýr CIA (leyniþjónustu Bandarlkjanna),” sagði Svetlana i lágum rómi á rússnesku. Átthagasöknuður Það sem síðan kom fram á þessum einnar og hálfrar stundar fundi var beisk saga einmanaleika, persónu- legs harmleiks og trúarsannfæringar en lítið í likingu við þá svart-hvítu mynd sem sovéska hugmyndafræðin, dregur upp af Vesturlöndum. Ættjaröarástin hafði togaö i þenn- an rússneska útlaga. Hana haföi alltaf langað aftur til Rússlands. Hún saknaði heimalandsins, tveggja uppkominna bama sinna, gamaUa vina. Sektarkenndin af brotthlaup- inu haföi aldrei látiö hana í friöL Henni hafði ekki tekist að finna hið kyrra líf meðal rithöfunda og lista- fólks sem hana hafði dreymt um. — „Mér hvarf þessi sektarkennd aldrei, sama hvaö ég lagöi að mér til þess aö reyna aö lifa lifinu eins og aðrir Ameríkumenn,” sagði hún. Jafnvel hin opinbera fréttastofa, Tass, sló á þessa óvenjulegu strengi í frétt urn andvestræn ummæli Svet- lönu og talaði um „þreytta konu með erflttlíf aðbaki”. Síðan hefur Svetlana forðast eins og heitan eldinn að eiga nokkur orða- skipti við vestræna fréttamenn sem reyndu þó fyrstu dagana mjög að fá hana til viðtals. Gamatt hneyksli Það hljómaði undarlega i eyrum margra að heyra þennan vitnisburð konunnar sem i augum margra Rússa er tengd verstu árum stalín- ismans. Eitt blaðanna í Banda- rikjunum hafði komist svo aö oröi um Svetlönu, þegar hún á sínum tíma strauk til vesturheims, að „hún hefði veriö uppáhald valdaklíkunn- ar, dúkkan sem Kreml haföi hamp- að”. Margt hlýtur að hafa togast á í Svetiana Stalín hýr á bri, ný- komin tii Vesturianda, en þaðan sneri hún aftur til átthaganna A dögunum, sautjin irum síöar. valdamönnum i Kreml, þegar þeir urðu þess varir að Svetlana vildi snúa aftur. En þeir veittu henni aftur ríkisborgararétt og sömuleiðis dótt- ur hennar, Olgu, sem er þrettán ára og fæddist Svetlönu í bandaríska hjónabandinu hennar. Það er ekki á hverjum degi að Rússi, sem sviptur hefur verið ríkisborgararétti, fær hann aftur. I Sovétríkjunum er litið svo á að flótti til Vesturlanda jafn- gildi landráðum en það er glæpur semgeturvarðaö dauöarefsingu. Þegar Svetlana fluttist til Vestur- landa veittist hún harkalega að heimalandi sínu og stjórnvöldum þar. Ævisaga hennar, sem út var gef- in vestantjalds, birti margt til álits- hnekkis Kremlver jum. Vist var töluverður áróðurssigur fólginn í því aö hún skyldi vilja snúa aftur eftir sautján ára kynni af vest- rænum stjómarháttum. En í aðra röndina hreyfði heimkoma hennar við minningum gamalla tíma sem hiö opinbera lætur sem mest liggja í þögninni. Lítill munur á stjórnum I síðasta viötalinu sem Svetlana gaf á Vesturlöndum, en það var í London. við blaðið Observer i mars síðasta vor (ári eftir að hún flutti frá Bandaríkjunum til Englands), sagð- ist hún lítið gefa fyrir muninn á austrinu og vestrinu: „Jú, sú staö- reynd að það er alræöisstjórn í Sovét- ríkjunum gerir stóran mun... en það er nánast alræðisstjóm í Ame- riku einnig,” sagði hún þá. „Stund- um er mér alveg sama hver stjórnin er. Eg vil bara fá að sjá barnabörnin mín.” Þaö undirstrikaði hún á blaða- mannafundinum í Moskvu og árétt- aði óskir sínar um að fá að lifa kyrr- látu lífi. Flestir spá því að henni verði veitt það núna þegar hún er komin til heimalands síns aö nýju. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.