Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 1
t i t w t t t t t t t t t t t RITSTJÓRN SÍMI DAGBLAÐIÐ — VISIR 24.TBL. -75. og 11. ARG. - ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1985. Alþýöuflokkurinn hefur meira en þrefaldaö fylgi sitt síöan i október og er oröínn annar stærsti flokkur landsins. Þetta eru niðurstööur skoöanakönnunar, sem DV geröi núumhelgina. Aörir flokkar og listar hafa tapaö fylgi síðan í október og eru fyrir neöan það sem þeir fengu í síöustu þingkosningum, nema Samtök um k vennalista, sem bæta viö sig. Af öllu úrtakinu fær Alþýöu- flokkur nú 10,7% en hafði 3,3% í október. Framsókn fær 7%, en hafði 8,5% í október. Bandalag jafiiaöarmanna fær nú 3,2% en var meö 5,5% í fyrri könnun DV. Sjálf- stæðisfiokkurinn fær 19,8% á móti 21,7% í október. Alþýðubandalag fær nú 7,2% en haföi 10,7% í október. Samtök um kvennalista fá nú 5,3% af heildinni en voru með 4,8% í október. Fiokkur mannsins er nú ekki lengur á blaði. Oákveðnir voru 29,2% á móti 32,2% í október og þeir sem vilja ekki svara eru 17,7% á móti 14,2% í fyrri könnun. Til þess að þetta veröi sam- bærilegt við kosningar er rétt aö taka aðeins þá sem tóku afstööu. Alþýðuflokkurinn fær þá 20,1% en haföi 11,7% í síðustu kosningum. Sjá nánar um niðurstöður á bls. 2 Framsókn fær 13,2% en haföi 19% i kosningunum. Bandalag jafnaðarmanna fær nú 6% og haföi 7,3% í kosnlngunum. Sjálfstæðis- flokkurinn fær 37,3%, hafði 39,2% i kosningunum. Alþýöubandalag fær nú 13,5% en var með 17,3% í kosn- ingunum. Samtök um kvennalista fá nú 10%. Þau höföu 5,5% í síðustu kosningum. -HH. Drekkhlaðin hjálparflugvélin lent: Hjálpar■ fólkið svaf íbílnumá leiðinni Frá Elríki Jónssyni, blaðamannl DV í Eþíópíu: Flugvélin með íslensku hjálpargögnin á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar kom til Eþíópíu rétt rúmlega fjögur í nótt, aö islenskum tíma. Vélin var svo hlaöin mat, teppum og öðrum gögnum að hjúkrunarfræðingar sem voru meö henni þurftu aö sofa i bíl sem einnig var fluttur meö vélinni. Þegar vélin lenti á flugvellinum við Addis Ababa biöu eftir henni tveir vöruflutningabílar. Vörunum var skipaö samstundis í þá. Þeir fóru síðan af staðút áland. AnnarfórmeölOtonn af mjólkurdufti til Konsó. Þar er á- standiö oröiö nokkuö slæmt. Hinn varningurinn fer norður í land til Dessíe. Þaðan veröur honum dreift til búa í Vorghesa, þar sem lslendingar starfa, og einnig til Sembetta. DV heimsótti búðimar á þessu svæði í gær. Þar er ástandið mjög slæmt. Fólk hrynur niöur af næring- arieysi. I dag flýgur íslenska flugvélin norður til Massawa meö veiðarfæri. I vélinni íslensku voru fjórir hjúkrunarfræöingar og stjómarfor- maöur Hjálparstofiiunar kirkjunnar, Erling Aspelund. Þær voru glaðbeittar ó svip hjúkrunarkonurnar sem lögðu af stað til Eþíópíu í gær, þrótt fyrir ömurlegt óstand sem bíður þeirra í hjálpar- búðunum. Hér fara Kristín Davíðsdóttir, Þóra Hafsteinsdóttir, Björg Póls- dóttir og Pólína Ásgeirsdóttir um borð 1 flugvélina. DV-mynd GVA. Jón Baldvin Hannibalsson: Mesta fylgi jafnaðarmanna „Þessar niðurstöður sýna hvað varðar Alþýöuflokkinn, aö hann er nú oröinn næststærsti flokkur þjóöarinnar og í öðru lagi stærsti flokkur stjórnar- andstööunnar,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins. „1 þriöja lagi sýna þessar tölur aö Alþýðuflokkurinn er nú í sókn sem er sambærileg viö það sem geröist 1978. Staöan er nú samt aö því leyti ólik aö nú eru tveir nýir flokkar, þar af annar sem kennir sig við jafnaðarstefnu. Samanlagt hafa Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaöarmanna 26,1% fylgi og 16 þingmenn. Þaö er langmesta .fýlgi sem jafnaöarmenn hafa nokkru sinnihaft. Á flokksþinginu fyrir tveimur mánuöum sagöi ég að Alþýðu- flokkurinn væri 30 til 40% flokkur. Eg vitnaöi þá til Mitterrands og sagði að þetta hefði tekið hann 10 ár. Ég hélt að viö myndum þurfa meiri tíma aö ná þessu marki en tvo mánuði,” sagöi Jón Baldvin. -ÖEF. — sjá einnig baksíðu IDV læturmæla bjórlíkið á kránum: Verulegur munur á áfengis- magninu — sjá nánarábls.5 -EIR/ÞÓG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.