Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 40
Stefnan í áfengismálum Fundurá Selfossi með dómsmálaráðherra ígærkvöldi Þegar umræða um áfengismál á sér stað í þessu þjóðfólagi þá geta menn ekki kvartað yfir fundarsókn. Jón Helgason dómsmálaráðherra hólt framsögu á fjörug um fundi og fjallaði þar almennt um hina margvíslegu þætti áfengismála. Undir- strikaði Jón enn frekar andstöðu sina gegn frekara frelsi í áfengismálum þjóðar- innar, slíkt frelsi kynni ei góöri lukku að stýra. Töluverð gagnrýni kom fram i frjálsum umræðum á frammistöðu stjórnvalda. ,.Stofnuleysi og linkind, tvíhyggja og tvöfeldni," heyrðust ósjaldan og urðu um- ræðurnar hinar skemmtilegustu, enda margir ræðumanna hinir sköruglegustu og töluðu af mikilli innlifun. DV-myndir GVA. Jón Helgason vætir kverk- arnar á fjörugum fundi um áfengismál. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985. Formaður Alþýðuflokks: Myndi reka Nordal „Tvimælalaust. Ég myndi láta Jó- hannes Nordal víkja úr sæti seðla- bankastjóra yröi ég einhvern tímann ráöherra bankamála,” sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýöu- flokksins, í morgun. Svipuð ummæli hefur hann haft uppi á fundum víða um land að undanfömu. „Það er mikið spurt um Jóhannes Nordal á þessum fundum og menn fýs- ir aö vita hvort hann sé valdamesti maöur landsins, valdameiri en ráð- herrar,” sagði Jón Baldvin í samtali við DV. „Aö mínu mati er Seðlabank- inn vaxinn langt út yfir mörk sín. Með breyttu skipulagi bankamála, eins og Alþýðuflokkurinn berst fyrir, verður éinnig skipt um toppstykki. Ég myndi láta Jóhannesfara,” sagði JónBaldvin Hannibalsson. -EIR. Flugfélög hefja far- gjaldastríð Flugleiðir og Amarflug eru aö byrja slag um að flytja íslenska kaupsýslu- menn til Evrópu. Flugleiöir hafa sótt um leyfi til stjómvalda fyrir samskon- ar fargjaldi og svokallaö annafargjald Arnarflugs sem er 38 prósent afsláttur á Amsterdam-flugi ef dvalið er fimm daga eöa skemur í miðri viku. Flugleiðir ætla að bjóöa samskonar fargjald til Lúxemborgar nema það gildir í sjö daga. Ennfremur ætla Flug- leiðir að bjóða 19 prósent afslátt á far- gjaldi til London og Glasgow. -KMU. Fullt umboð þingflokks A þingflokksfundi Sjálfstæöisflokks- ins í gær var samþykkt aö veita ráö- herrum og formanni flokksins fullt umboö til að ganga frá efnahagstillög- um við samstarfsflokkinn í ríkisstjóm. Ekki vora einstök atriði tillagnanna rædd sérstaklega. En þaö er ljóst að þingmenn Sjáifstæðisflokksins styðja ekki skattahækkanir þær sem vom til umræðu. Ríkisstjórnarfundur var nú fyrir há- degi og efnahagsmálin og tillögur til úrbóta í þeim efnum til umfjöllunar. -ÞG Bílstjórarnir aðstoða 25030 saiDiBíutsTöÐin LÖKI NordaI gerír manninn hennar Bryndísar tæplega bankamálaráðherraf Olís vill selja útgerðarviðskipti sín á einu bretti: a Olís ' „Ég á ekki von á að þetta valdi miklum umræðum í stjóminni. A aðalfundinum hjá okkur sýndi ein- staka maður áhuga á einhverju í þessa átt. Og sjómannasamtökin hafa verið-með tilburði til að vekja umræður um olíufélag útgerðar og sjómanna. Almennt er ekki áhugi á slíku í LIO. Ég reikna með að við svörum Olís á þeim grundvelli,” seg- ir Þórhallur Helgason, varaformað- ur Landssambands íslenskra útvegs- manna Olíuverslun fslands hf. hefur boðið samtökum útgerðar- og sjómanna yfirtöku á öllum svartolíu- og gas- olíuviðskiptum sínum við útgeröina. Og annaðhvort selja eða leigja aila aðstöðu. Astæðan er sögð sú að Olís vilji ekki sitja lengur undir ásök- unum um óhóflega hátt olíuverð. Gagnrýnendum er boðið að reyna sig. Samtimis er vitað að útgerðin skuldar Olís mjög mikiö, eins og öðrum olíufélögum. Og aö Olís á í greiðsluerfiðleikum. I þessu sambandi er athyglisvert að í stjórnum allra olíufélaganna þriggja eru útgerðarmenn mjög sterkir. Þaö gefur strax tilefni til þess að efast um almennan áhuga út- gerðarmanna á að taka við einu oiiu- félaginu sérstaklega. Orð varafor- manns LlO staðfesta þetta áhuga- leysi. Stjórn Sjómannasambands Is- lands hefur ekki tekið afstöðu 01 til- boðsOlís. HERB Tillögur Alþýðu- bandalagsmanna: 1400 millj- ónir til hús- næðismála Fimm þingmenn Alþýðubandalags- ins lögöu fram í gær nýtt frumvarp til laga um ráöstafanir í húsnæðismálum. I frumvarpinu er miðað við að 1400 milljóna króna verði aflaö til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna. Aðaltekjustofnar eru tímabundinn veltuskattur á verslun, skipafélög og banka. Þingmennirnir leggja til í þessu frumvarpi að veitt verði lán sem dugi fyrir 75% byggingarkostnaðar 1000 íbúða á ári í fimm ár. Einnig lán til þeirra sem hafa byggt eða keypt síðustu árin og eru að tapa íbúðum sínum vegna kjara- skerðingarinnar og okurkjara á bankalánum. Gert er ráð fyrir 800 lánum á ári eöa alls 4000 lánum á tíma- bilinu. Til ráðstöfunar í þessu skyni á húsnæðisstjórn að fá um 400 milljónir króna á ári. Til bygginga leiguíbúða fái Byggingarsjóður verkamanna 100 m. kr. á ári. Húsnæðissamvinnufélög fái fulla aðild að húsnæðisiánakerfinu með nýju f jármagni að upphæð 300 m. kr. á ári. -ÞG Níu sækja um Áburðarverk- smiðjuna Níu umsækjendur eru um stöðu framkvæmdastjóra Aburðarverk- smiðju ríkisins. Þrír hafa óskað nafn- leyndar. Hinir eru: Karl Friðriksson, Hákon Björnsson, Garðar Ingvarsson, Þorsteinn V. Þórðarson, Þorsteinn Gústafsson og Jón Atli Kristjánsson. Stjórn verksmiðjunnar ræður fram- kvæmdastjóra eigi síðar en frá 1. júní næstkomandi. Þá lætur Hjálmar Finnsson af störfum. Hann varö sjöt- ugur 15. janúar síðastliðinn. Hjálmar er frá Hvilft í önundarfirði. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Aburðarverksmiðjunnar frá því hún tók til starfa árið 1952. Áður hafði hann verið framkvæmdastjóri Loftleiða. -KMU. Enn reynt að selja Nígeríumönnum skreiöarf jallið: EIGUM SKREIÐ FYR IR 2,5 MILUARÐA Birgðir af skreið í landinueru hátt í 250 þúsund pakkar. Verðmæti þeirra er talið í nánd við 60 maijónir dollara, A gildandi gengi um 2,5 milljarðar króna. Ekkert hefur selst í rúmlega heilt ár. Nú er þriggja manna sendinefnd í Nigeríu aö sölu- störfum. Þessar birgðir og alger sölustöðv- un í skreiðarverslun veldur fiskverkendum miklu tjóni. Samkvæmt núgildandi iánareglum má reikna með að vaxtakostnaöur vegna birgða hafi verið nærri 250 miiljónir króna á síðasta ári. Tals- vert af fiski er ónýtanlegt nema í skreið. Þá þykir víst að skreið sé víða farin að skemmast, enda í misjöfn- um geymslum. Þó ber heimildum DV ekkí saman um hve alvarlegt það kunni að vera. Nokkuð af skreiöinni er komið á þriöja árið. I góðum geymslum á það ekki að saka. En þær eru sem sé misgóðar. Ekki ríkir bjartsýni varðandi sölu á skreiðarbirgðunum. Nígeriumenn skulda ennþá 12 milljónir dollara vegna skreiðarkaupa 1983. Það eru nærri 500 milljónir króna. Staða þeirra i oliusölu, sem er helsta tekju- lindin, hefur ekki batnað. Þeir eru því ennþá blankir. HERB ! i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.