Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 2
2 Nýjar reglur um húsnæðisstjórnarlán: Nær ekkert hús í Grafarvogi lánshæft „Ég er hræddur um aö mjög fáir húsbyggjendur í Grafarvogi heföu til dæmis fengið húsnæðisstjórnarlán út á þau hús sem þar eru aö rísa, ef nýju reglumar væru í gildi,” segir Páll Gunnlaugsson arkitekt í viðtali viö DV. Hann segir reyndar að flest einingahúsin þar séu líklega innan þeirra marka sem þarf til aö húsin séulánshæf. Reglur þær er Páll talar um em nýjar reglur sem taka gildi á næst- unni í sambandi viö húsnæðis- stjómaflán. Þeir sem ekki hafa skilað inn teikningum til byggingar- nefndar fyrir 1. júní nk. og hefja framkvæmdir fyrir 1. október veröa aö taka lán eftir hinum nýju reglum. Þessar reglur gera ráö fyrir því aö lán miðist viö stærö húsnæðis. Því stærra sem húsnæöiö veröur minnkar lánið. Ef farið er yfir ákveö- in mörk er húsnæöiö ekki lánshæft. Hjá byggingarfulltrúa hefur ekki enn borið á því að húsbyggjendur séu sérstaklega að hraöa því að skila inn teikningum til aö geta tekið lán meö núverandi skilmálum. Þessar reglur gera þaö að verkum aö arkitektar veröa að huga aö því aö teikna hús í samræmi viö þessar kröfur, svo fremi sem fólk þarf á lánum aö halda. „Þessar reglur eru að mínu mati fullknappar,” segir Páll Gunnlaugsson. Hann segir að fólk sé yfirleitt aö reyna aö stækka húsin sín á meðan verið sé aö teikna þau. Oft sé hugsunarháttur þess aö best sé að hafa þetta stórt fyrst maður sé á annað borö aö byggja. Þessar nýju reglur gætu dregiö úr þessu. Hins vegar er fullt eins líklegt aö fljótt veröi fundnar smugur til aö svindla á kerfinu. Svipaðar reglur voru hér í gildi fyrir nokkrum árum og reyndu þá húsbyggjendur yf irleitt að fara í kringum reglurnar til aö fá fullt lán. APH. Liður 1 2 3 4 5 6 Lánshlutfall 100% lán 90% lán 75% ián 55% lán 30% lán Ekkertlán Staðall: Fjölskyldustœrð: 1 1 maður 94 m2 95-104 mJ 105-114 m2 115-129 m2 130-144 m2 145 m2 og stœrri II 2—4 manns 129 m2 130-139 m2 140-149 m2 150-164 m2 165-179 m2 180 m2 og stœrri III 5 manns og stœrri 149 m2 150-159 m2 160-169 m2 170-184 m2 185-199 m2 200 m2 og stœrri ■ ■ | r Ekki séð að hurðin pyrluslysmui breyti niðurstöðum „Það er ekki ástæöa til aö ætla aö ar,” sagöi Karl Eiríksson, formaöur hurðin breyti niöurstöðum skýrslunn- flugslysanefndar, um hurð þyrlunnar TF-RÁN. Hurðin fannst nýlega, einu og hálfu ári eftir slysiö í Jökulfjörðum. Niður- staða skýrslu flugslysanefndar, sem út kom í febrúarlok, er aö ekki séu fyrir hendi nægar sannanir til þess að unnt sé meö fullri vissu aö ákveða hver hafi verið orsök slyssins. Hins vegar taldi flugslysanefnd lík- legustu orsökina vera þá að hurðin heföi skyndilega opnast, skolliö harka- lega upp, fariö við það af neðri renni- brautinni og sveiflast upp í aöalþyril- inn. Karl Eiríksson kvaöst ekki hafa ástæðu til aö ætla aö hurðin yröi send til rannsóknarí Bandaríkjunum. Er hurðin fannst vakti þaö athygli hversu heilleg hún var. Þó hafði höggv- ist í hana skarð. Hún var einnig bogin. Þá tóku menn eftir því að handföngin sýndu aö hurðin var opin og ólæst. -KMU. Hurðina fann rœkjubéturinn Óli frá ísafirði 19. april siðastliðinn. Handföng- in sýna að hurðin ar i opinni og ólsastri stöðu. Það gœti bent til þess að hurðin hafi rifnað af eftir að hún hafði varið opnuð vagna hffingarœfingar, sam þyrian var nýtögð af stað i þegar slysið varð. DV-mynd P6II Ásgeirsson, Ísafirði Hólmatindur landar Frá Regínu, Eskifiröi: Hólmatíndur SU—220 kom til Eski- fjaröar á mánudagsmorgun meö 110 tonn af blönduðum fiski; karfa, þorsk og ýsu eftir átta daga útivist. Hér var slydda í morgun en festist ekki á lág- lendi vegna þess aö það er átta stiga hiti en snjókoma hefur aukist mjög upp tilfjalla. „Nú er boltinn hjá þór," er ainkunnarorð islenskra daga, sem hófust i varslunum Hagkaups í gær, en nssstu daga verður þar sala og kynn- ing á islenskum vörum. A myndinni er Vfglundur Porsteinsson, for- maður fslenskra iðnrekenda að kynna fslenskar vörur við setningu söluherferðarinnar. DV-mynd KAE KEA GRUNAÐ UM SOLU A INNFLUTTUM KARTÖFLUM Kartöflubændur viö Eyjaf jörð gruna KEA um aö hafa fyrr í vetur stundað sölu á innfluttum kartöflum í verslun- inni Hrísalundi. Miklar birgöir eru í landinu og innflutningur óheimill. Fyrir nokkrum vikum var tekinn kartöflupoki í Hrísalundi og send sýn- ishom úr honum til rannsóknar í Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Aö sögn Guömundar Þórissonar, for- manns kartöflubænda nyröra, lék grunur á aö kartöflumar væm innflutt- ar. Astæðan var sú aö þær voru í öömvísi umbúðum og á öörum staö í búöinni en aðrar kartöflur. Þetta hefðu verið samskonar umbúðir og vörur sem heildverslunin Bananar hf. notar fyrir ávexti. Auk þess heföu kart- öflumar veriö á nær tvöföldu gang- verði. Guðmundur sagði að rannsókninni væri lokiö og heföi ekki tekist að fá kartöflurnar til aö spíra sem væri merki um að eitthvað hefði verið gert viö þær til aö koma í veg fýrir aö þær spíruðu. Það benti til innfluttra kart- aflna. Hins vegar væri ekkert hægt að sanna og því gæti félagiö ekki aöhafst neitt annað en það, aö send heföi verið kvörtun til stjómar Kaupfélags Ey- firöinga. „Ef þetta er rétt þá er það fáránlegt,” sagði Guðmundur. Jens Olafsson, verslunarstjóri i Hrísalundi, þvertók fyrir að þar heföu veriö seldar innfluttar kartöflur í vet- ur. Hrísalundur fengi allar sínar kart- öflur frá Kartöfluverslun KEA og keypti heldur ekki beint frá bændum. Ástæöan fyrir því að umræddar kart- öflur væm svona dýrar sagöi hann þá, að þetta heföu verið bökunarkartöflur. Hólmgeir Valdimarsson hjá Heild- verslun Valdimars Baldvinssonar sem hefur séö um dreifingu á vörum hjá Banönum hf. sagöi að frá sínu fyrir- tæki heföi ekki fariö kíló af kartöflum siðan íslenska framleiöslan kom á markað í fyrrahaust. JBH/AKUREYRl DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1985. Húsnæðismál: Sérkenni- Frumvörpin um skyldusparnaö og búseturétt virðast hafa komiö viöræöunefnd stjómarflokkanna í opna skjöldu. Meöal sjálfstæðismanna viröist vera nokkur andstaöa viö þessi frumvörp. Þeir fallast ekki á aö skólafólk geti framvegis ekki fengið skylduspamað endurgreidd- an. Þá benda þeir á aö búsetu- frumvarpið sé óljóst í mörgum atriðum. „Mér finnst þetta vera nokkuð sérkennileg vinnubrögö,” segir Olafur Isieifsson, annar sjálf- stæöismannanna í viðræðunefnd- inni. Hann segir aö ekkert hafi veriö minnst á þaö af hálfu fram- sóknarmanna aö þessi frumvörp væm á leiðinni. „En viö ætlum ekki aö láta þessi mál verða til þess að stööva þær úr- bætur sem við viljum koma fram í. húsnæðismálum,” segir Olafur ls- leifsson. Viöræðum í samstarfsnefndinni veröur haldið áfram og er ráögert að funda í dag. I nefndinni sitja af hálfu Sjálfstæðisfiokks Olafur Is- leifsson og Halldór Blöndal. Fyrir Framsóknarflokk sitja Jón Sveins- son og Guðmundur Gunnarsson. APH. „SumaridætUað verða fjörugt" — mikilfjölgun ferðamanna hingað tillands „Þetta er mikil fjölgun miöaö við árstíma. Ef svo fer sem horfir þá ætti sumariö aö veröa fjörugt,” sagöi Ámi Sigur jónsson h já Otlendingaeftirlitinu. I síöasta mánuði komu hingað til lands 11.710 manns. I sama mánuði i fyrra voru ferðamennimir aftur á móti aðeins 9.924. Frá áramótum og fram til 1. maí voru ferðamennimir 34.531, á sama tima í fyrra 28.932. Þaö skal tekiö fram aö hér er ekki eingöngu átt við útlendinga heldur eru islenskir ferðalangar einnig inni í þess- um tölum. Þeir voru i apríl 6426 tals- ins. Frá Norðurlöndum komu tæplega 2000 manns í síöasta mánuöi, Banda- ríkjamenn voru 1830 og Bretar627. Þá kom einn frá Máritaníu, einn frá Oman, 7 frá Eþíópíu, 3 frá Lábanon, einn frá Venesúela og 2 voru ríkis- fangslausir. Og svo mætti lengi tel ja. -eir. Verkfall í Svíþjóð: Óþægindi farþega Verkfall opinberra starfsmanna i Sviþjóð, sem skall á 2. maí, hefur skapað farþegum Flugleiða vand- ræði. Verkfallið hefur lamaö allt flug í Sviþjóð, bæöi innanlands- og millilandaflug. Aætlun Flugleiða gerír ráö fyrir fimm ferðum i viku til Svíþjóðar, þremur til Stokkhólms og tveimur til Gautaborgar. Flugleiöir hafa gripið til þess ráðs að lenda í stað- inn í Osló og aka farþegum á miUi, að sögn Sæmundar Guövinssonar blaöafuUtrúa. Mörgum farþegum þykir þetta, sem von er, súrt i brotið. Eftir tveggja og hálfs tima flug til Oslóar þurfa þeir aö sitja í bíl i sex til sjö tímatUStokkhólms. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.