Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR 20. MAI1985. 13 Menning Menning Menning Menning hópa unnir af svo mikilli snilld að sýn- ingargestinn langar ósjálfrátt að fara um þá höndum, bera þá við ljósið og hafa þá heim með sér. Ahorfandan- um flýgur í hug hvort glermunir af þessu tagi séu ekki nútímaleg hlið- stæða listmuna þeirra sem gull og silf- ursmiðir smíðuðu höfðingjum til forna og skreyttu meö eðalsteinum — nema hvað glerið er ólíkt ódýrara. Sem lofar góöu... Það væri ósanngjamt að bera íslenska nytjahluti úr gleri saman við þessi djásn. Sigrún og Sören eru í raun þau einu sem standast samanburð við kollega sína á hinum Norðurlöndun- um. Hins vegar er ýmislegt að gerast í glerskálum Píu Rakelar Sverrisdóttur sem vert er að fylgjast með og þrjár krukkur Svöfu B. Einarsdóttur, skreyttar fíngerðu mynstri, lofa góðu. Islendingamir haf a sig mest í frammi í gerð steindra glermynda, bæði í Nor- ræna húsinu og Kjarvalsstöðum, og þar hafa þeir óneitanlega vinninginn yfir norræna kollega sína — bæði hvað magn og gæði snertir. Ekkert verk á sýningunum jafnast reyndar á við glerdreka og drekaböm Leifs Breið- fjörð en þar fer saman stórkostlegt hugarflug og gagnvandað handverk. Sigrún Ó. Einarsdóttir — Ántitils, 1985 Leifur lætur ekki þar við sitja og sýnir tvö áhrifamikil verk í viöbót, „Flug- fisk” að Kjarvalsstöðum og „Mephisto” í Norræna húsinu. Eigin still og markmið Af yngri kollegum hans í hinu steinda gleri er Sigríður Asgeirsdóttir í raun sá eini sem fundið hefur eigin stíl og markmið. Hinir stóm gluggar hennar, í Norræna húsinu( afleitlega staðsettur) og að Kjarvalsstöðum, eru voldug verk, hugsuö eins og tvískiptar altaristöflur þar sem sterkar láréttar og lóðréttar áherslur eru brotnar af taktföstum „öldugangi” hvelfdra forma um flötinn. Ingunn Benedikts- dóttir þykir mér ofnota spegla í verk- um sínum og Halla Haraldsdóttir er enn varla nema byrjandi í glerlistinni. Lísbet Sveinsdóttir gerir glermyndir af öðm tagi þar sem megináherslur eru markaöar með málningu, ekki blý- fölsum. Sjálfum fannst mér meira til um verk hennar í Norræna húsinu en aðKjarvalsstöðum. I skúlptúrum Brynhildar Þor- geirsdóttur er meiri skúlptúr en gler og verk Rúríar gengur líka meira út á annaö og meira en sjálfan miðilinn. Báöar koma þær tvíef ldar út úr þessari sýningu. Stórbrotin Verk Steinunnar Þórarinsdóttur em ekki nógu mörg hér til að gefa greinar- góða mynd af afstöðu hennar til glers, en „Minning” hennar er óneitanlega stórbrotið verk ef hægt er að nota það lýsingarorð yfir glerverk. Sjálf drif- fjööur sýninganna, Sigrún 0. Einars- dóttir, kemur heldur betur á óvart með glerskúlptúrum sem em allsendis ólíkir öllu því sem áður hefur sést eftir hana. Steypir hún andlit sjálfrar sín í gler, gerir úr því slitrótta andlitssvítu, „úthverfan” andlitsskúlptúr auk eins innilokaðs andlits. Sören S. Larsen bætir sömuleiöis við sig með hengimyndum úr mislitu gleri sem bifast er loftið leikur um þær. Pía Rakel nær einnig að beisla andblæinn með sannfærandi hætti. Víst er að eftir þessar sýningar geta Islendingar varla verið þekktir fyrir að líta glermyndlist sömu augum og áður. AI Yfirlitsmynd frá sýningu „Nordisk Glas '85" f Norræna húsinu. ,,Þaö viröist eins og við séum í w þann veginn aö gleyma lær- dóminum af nasismanum í Evrópu.” að gefa lausan tauminn, i pólitik og stríðsrekstri, hvötum sem borgaralegt og sósíalískt samfélag halda niðri (af því að þær em taldar ópólitiskar eða andpólitískar). Á ég þar við hvatir, svo sem fordóma, óhóflega síngirni, grimmd, eyðileggingarþörf, uppreisn- ar- og byltingarþörf, dagdrauma, þörf fyrir að láta aðra segja sér fyrir verkum og taka ábyrgðina, drápshvöt og sjálfseyðingarhvöt, en einnig ótak- markaöa trúmennsku, föðurlandsást, fórnfýsi og hugsjónamennsku. Stríð Þjóðverja virðist skipbrot rómantísku stefnunnar í evrópskum stjómmálum og ósigur þeirra og dauði Hitlers fá á sig yfirbragð wagnerskrar ópem. Að vísu mislíkar mönnum enn hvað nas- istar drápu mikið af gyðingum, annars eru þeir kannski orðnir lítt aðgreinan- legir frá kúrekum, víkingum og öðrum hemaðarhyggjuhetjum kvikmynda- heimsins. Því miður virðist þó sem sjálf helför gyðinganna sé að breytast í almennt minnismerki um áhrifamátt dauöans og eyöingarmátt nútimans. Það virðist að við séum í þann veginn að gleyma lærdóminum af nasisman- um í Evrópu: Að stjómmál er ekki hægt að reka eins og ópem eftir Wagner. Slíkt leiddi til dæmalausrar upplausnar og eyðileggingarstríðs og var alltaf einfeldningsleg og óraunsæ stjómmálalausn miðað við kapital- isma og sósíalisma. TryggviV. Iindal sem setur svip ÁHÚSID Leitió upplýsinga: 'B BREIÐFJÖRÐ bíikksmkua-sttvpumOt-vewkpallar SICTUNI 7 - 121 REYKJAVIK • SlMl 29022 MALL S; i, *! lHí % f tóklk ip ^Hn h Mmi, íííúPHE' ■ - ■IS*B' i' ‘|p|, !W8.£. ' i|p' gf (H U aag... ' "r l' Wt - ÍflH lUkilUu: • % ■^p ■ m.’;v j 11 "■ m (Ti K * «p: f m m Hl« *-■ l* K ' -• m > m t i m, ’ W m '0M m» m f m IP$ I beinu dagflugi Royal Jardin del Mar er stórt og glæsilegt íbúðahótel sem stendur við ströndina í Santa Ponsa. Gist er í íbúðum með stofu og svefnherbergi, baði og eldhúsi, sem eru vel og fallega búin. Svalir með hús- gögnum eru við hverja íbúð. Sólbaðssvæði eru með ágætum og í tengslum við þau sérstakt leiksvæði með leiktækjum og vaðlaug fyrir börnin. Veitingaað- staða er jafnt úti sem inni. A kvöldin leikur hljómsveit fyrir dansi í hótelgarðinum. örstutt er í góðan matvörumarkað og í bænum Santa Ponsa eru fjölbreytt tækifæri til tómstundaiðkana. Hvers vegna Mallorca? Mallorca, úti fyrir ströndu Spánar, í safírbláu Miðjarðarhafinu, býður þér hvild og frið, kjósirðu það. Hún geymir líka óteljandi möguleika til skemmtana, hverju nafni sem þær nefnast. Hún þýr yfir menningarlegu, sögulegu gildi fyrir þá sem heillast af nýjum kynnum og leyfa fróðleiksfýsninni að ráða ferðinni. Hún kynnir þig fyrir spennandi við- fangsefnum, á sjó og landi; hér hafa margir uppgötvað ánægjuna af tennisleik, sjóskíð- um og golfi svo ekki sé minnst á siglingar og fallhlífasvif. Hún býður til ógleymanlegrar veislu í mat og drykk og gleymir ekki þörfum barnanna. Þau geta unað við hvers kyns lystisemdir á ströndinni, farið í dýragarð og fjölbreytt sædýrasafn, svo nokkuð sé nefnt. Og það er óhætt að fullyrða að eyjaskeggjar eru sérlega barngóðir. — Það er ekki að ástæðulausu að fjöldi ánægðra viðskiptavina ATLANTIK kýs Mallorca, ár eftir ár. Reyndu Mallorca — Þú iðrast þess ekki VERÐ FRA KR. 23.800,- Barnaafsláttur: 2ja til 12 ára 50% 12 til 15 ára 30% Ath. Næsta brottför er 27. maí. örfá sæti laus. Brottfarardagar 1985: Maí 27., nokkur sæti laus Júní 17., 10. sæti laus Júlí 8., 29. Ágúst 19., 5 sæti laus Sept. 9., 30. Okt. 21. Flugtak kl. 10 að morgni. HCKVm FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl.Simar 28388 og28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.