Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. 23 IVAL VINNING - ga um sali Kjarvalsstaða þar sem nú er ans—og f ara um það nokkrum orðum ral hefði haf t á list okkar daga Myndir: Gunnar V. Andrésson ..Hannvarvígður sinni snilligáfu „Kjarval var snill- ingur. Og hann var vígður sinni snilli- gáfu. Maður hefur stundum heyrt fólk segja að hann hafi verið skrítinn, jafn- vel geggjaður. En ég held að það hafi ekki verið til meira norm- al maður. Það kom skýrt fram þegar rætt var við hann í næði. Auðvitað var hann oft einmana. Það er þannig með menn sem eru einir að glíma við lausnir í listinni. — Kjarval þurfti auðvitað að hafa samband við fólk og hefur þá oft komið undarlega fyr- ir. Þá hefur hann komið út úr eigin hugarheimi og virst tala samhengislaust — hans aðferð við að ná jarðsambandi í bili. Ég hitti hann einu sinni á Skúlagötunni. Við vorum tveir einir á allri Skúlagötunni. Ég sá hann koma álengdar. Þetta hef- ur verið þegar hann hafði vinnustofu á Barónsstígnum. Þetta var um sumar. Það var logn og blíða. „Ertu kominn þarna, myndarlegi Skagfirðingur minn,” sagði Kjar- val og lagði hönd á öxl mér. Svo gengum við saman um Skúla- götuna alla nóttina. Við töluðum um myndlist. Það er að segja hann talaði. Og um heimspeki. Hann vitnaði í ýmsar bæk- ur. Kjarval var vel lesinn, miklu fróðari en menn héldu eða töldu. Ég man að hann spurði mig hvort ég hefði tekið eftir skýjafarinu 17. júní. „Skýin voru ferköntuð og héngu skúfar út úr hornun- um,” sagði hann. Seinna sá ég svona ský, líka í mál- verki. . . Hann var einhver mesti málari í heim- inum á sinni tíð. Hann stendur jafn- fætis fremstu im- pressionistunum og expressionistunum og hefur inspírerað íslenska listamenn meira og minna. Það fer ekki hjá því. Einu sinni kom ég á Borgarfjörð eystra til að mála. En ég komst ekki að verki, fannst ég ekki sjá annað en hans mótíf, fannst hann standa hlæjandi fyrir aftan mig. . . Hann var hafinn yfir allt sem við get- um kallað sókn eftir borgaralegum gild- um. Vinnuþjarkur. Kann að vera að bóhemlífið hafi ekki komið honum eins á óvart og okkur af minni kynslóð sem vorum aldir upp við borgaralegar að- stæður. Þjóðfélagið er náttúrlega allt annað. . .” -GG. Jóhannes Geir listmálari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.