Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 295. TBL. -75. og 11. ÁRG.- FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1985. 200 milljónimar ekki lengur hjá lögreglunni Bróðurparturinn af 200 milljón- unum, sem fundust í svörtu stresst- öskunni hans Hermanns Björg- vinssonar þegar hann var hand- tekinn, eru ekki lengur í höndum rannsóknarlögreglunnar. Rannsókn á Hermannsmálinu er nú að ljúka hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hafa margir verið kallaðir til. Hermann er ekki eini svokallaði okrarinn í bænum. Okurviðskiptin hafa blómstrað að undanfömu eða þangað til Her- mann var tekinn. Nú eru viðskiptin í lægð, þeir sem tekið hafa okurlán og skulda þau lifa góða tíma, okurl- ánin hafa verið fryst í stórum stíl. Þeir sem hins vegar hafa treyst öðrum okrurum fyrir fjármunum sínum sitja í súpunni og fá ekki peningana sína greidda. Margir eru nefndir til leiks í þessu máli, menn sem borga allt að eina og hálfa milljón í vexti á mánuði af okurlánum, menn sem eiga allt að 30 milljónir hjá okrur- um, milliliðir milli þeirra sem vilja ávaxta og þeima sem reka okur- búllurnar og menn sem skulda okrurum allt að 14 milljónir. Réttargæslumaður Hermanns og góðkunningi, Grétar Haraldsson lögfræðingur, vinnur á sömu hæð og Hermann, að Hafnarstræti 20, og rekur fasteignasöluna Eignaval. Grétar hefur gengið á milli okr- ara og hótað að kæra þá ef þeir semja ekki á viðunandi máta við skjólstæðing hans. Hendrik Benidsen í Blómum og ávöxtmn, eða láta skuldirnar falia niður. „Á vissan hátt kom sér því vel að Hermann var kærður á þessum tíma.“ sagði Grétar í samtali við DV. Sá sem kærði Hermann upphaf- lega var Gissur Eggertsson bóksali sem rekur bókabúð Safamvr.ir við Háaleitisbraut. . KB Lögreglan að brjótast inn i Iðnaðarbankann? Ekki er það nú svo slæmt heldur fóru neyðarbjöllur bankaútibúsins við Háaleitisbraut skyndilega í gang undir miðnætti á Þorláksmessu. Fór allt tiltækt lögreglulið á staðinn og inn i bankann en hringingin reyndist hafa verið að ástæðulausu. DV-mynd S. p i m [• k-~-- 4 tíiJL 1 Rannsókn okurmálsins: ERAÐ MESTU LOKIÐ Tugir manna hafa gengið út og inn um dyr Rannsóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekku í Kópavogi vegna okurmálsins. Rannsókn málsins er að méstu lokið og verður það aflient ákæru- valdinu innan skamms. Samkvæmt heimildum frá RLR er líklegt að margir verði ákærðir í málinu af hálfu ríkisins, bæði hinir svokölluðu okurlánarar og þeir sem fært hafa okurlánurum fé til ávöxtunar gegn okurvöxtum. KB Blóðbað áRómar- ftugvelli — sjáfréttábls.36 Snjóf lóðið á Seyðisf irði: 400 TONN AF OIÍUISIOINN Snjóflóð féll á leiðslu að olíutanki tonn af svartolíu sem hefur dreifst menn frá Siglingamálastofnun eru loðnuverksmiðju ísbjarnarins á út um allar fjörur. Er það orðið komnir með búnað til þess. Einnig Seyðisfirði um kl. 10 að morgni umtalsvert magn af olíu sem liggur er olíuskipið Kyndil væntanlegt í annars dags jóla. Við flóðið rifnaði á fjörum. Það má segja að olían dag til að dæla afgangnum úr gat á leiðslu að svattolíutanki og hafi dreifst út um allan fjörð, t.d. tanknum. Veðrið hefur verið mjög lak umtalsvert magn af svartolíu er höfnin hér á Seyðisfirði full af erfittogerut.d.flestargöturbæjar- út í sjóinn. Er talið að allt að 400 olíu.“ Þetta kom fram í samtali við ins ófærar. Flóðið mun hafa verið tonn hafi runnið út í sjóinn. Slæmt Brynjólf Sigurbjörnsson, varafor- um 40-50 metrar á breidd og er enn veður er nú á Seyðisfirði og tor- mann slysavarnafélagsins ísólfs, hætta á ferðum þar sem það féll,“ veldar það allt björgunarstarf. sem hefur haft veg og vanda af sagði Brynjólfur. Olíanerútumallarfjörur hreinsunarstörfum. „{ dag verður „Þarna fóru niður eitthvað um 400 reynt að hreinsa olíuna upp en „Sem betur fer er ekki mikið fugla- líf á þessum árstíma því án efa hefði olían komið sér illa fyrir það. Við höfum ekki orðið varir við að fuglar hafi verið að drepast en veðrið er að vísu það slæmt að erfitt er að segja til um það strax hvaða áhrif þetta hefur á fuglalíf. í dag byrja menn frá Siglingamála- stofnun að hreinsa upp olíuna en þeir eru mættir á svæðið með sér- stakar dælur og girðingar," sagði Sigurður Helgason, sýslumaður á Seyðisfirði. „Menn eru frekar bjartsýnir á að ná megninu af ol- íunni upp í dag. Þetta eru um 300-400 tonn sem þarna hafa farið út en erfitt er að segja nákvæmlega til um magnið. En þó mun vera ljóst að 2/3 af olíunni sem var í tanknum lak út. Það er komið mikið af olíu á fjörur og það torveldar hreinsun mjög,“ sagði Sigurður. - SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.