Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. íþróttir • Guðmundur Torfason er hér felldur innan vítateigs Breiðabliks og vitaspyrna var dæmd. OV-mynd Brynjar Gauti. „Mikilvægasti sigur okkar í íslandsmótinu til þessa“ sagði Guðmundur Torfason sem skoraði bæði mörk Fram gegn UBK í 2-1 sigri „Þetta var einn mikilvægasti sigur okkar í mótinu til þessa. Blikamir voru mjög erfiðir mótheijar, börðust af miklum krafti og ég er mjög ánægð- ur með sigurinn," sagði Guðmundur Torfason Framari í samtali við DV eftir leik Fram og Breiðabliks í 1. deild í gærkvöldi. Framarar sigruðu, 2-1, MEIRA EN VENJULEG MÁLNING STEINAKRÝL hleypir raka mjög auöveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veðurheldin málning og hefur frábært alkalíþol og viöloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sinu. OS/VSIA og tryggðu sér þar með fimm stiga forskot í deildinni. Guðmundur Torfa- son skoraði bæði mörk Fram í leiknum og hefur nú skorað 13 mörk í 1. deild. Framarar sóttu af miklu kappi í byrj- un leiksins í gærkvöldi og það var algerlega gegn gangi leiksins er Blikar náðu forystunni á 16. mínútu. Rögn- valdur Rögnvaldsson fékk þá laglega sendingu inn fyrir vöm Fram og af- greiddi knöttinn laust en laglega í markið. Guðmundur jafnar Tíu mínútum eftir að Blikar náðu forystunni jöfhuðu Framarar metin. Guðmundur Torfason var felldur inn- an vítateigsfsjá mynd) og vítaspyma réttilega dæmd. Guðmundur tók hana sjálfur en Öm Bjamason varði, hélt hins vegar ekki knettinum sem kom skoppandi til Guðmundar og þá urðu honum ekki á nein mistökfsjá mynd). Fyrri hálfleikur tæpar 50 mínút- ur Nokkuð var um tafir í fyrri hálfleik og meiðsli leikmanna enda leikurinn harður frá upphafi til enda. Eftir mark Guðmundar sóttu liðin á víxl en Fram- arar vom þó mun betra liðið. Minnstu munaði á 49. mínútu að Guðmundi Steinssyni tækist að skora. Skalli hans eftir góða fyrirgjöf Péturs Ormslev fór rétt fram hjá. Rothöggið strax í byrjun Strax í byrjun greiddu Framarar Blikunum rothöggið. Á 2. mínútu fékk Guðmundur Torfason knöttinn rétt utan markteigshoms og þrumaði hon- um í markið. Gullfallegt mark og 13. mark Guðmundar í 1. deildinni. Til loka leiksins vom Framarar mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað skorað mun fleiri mörk. Þorsteinn og Gauti góðir Framliðið lék ágætlega á köflum í þessum leik en mótspyman var mikil. Ávallt erfitt að leika gegn liðum sem beijast af jafnmiklum krafti og Blika- liðið gerði í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Gauti Laxdal bám nokkuð af hjá Fram í þessum leik en Guðmundur Torfason var mikið í sviðsljósinu að venju. Þá var Janus sterkur en Pétur Ormslev hefur leikið betur. Oft var hann óheppinn og um tíma gengu hlutimir ekki upp hjá honum á miðjunni. Hlutverk Péturs í Framliðinu er stórt og ef hann „klikk- ar“ bitnar það verulega á leik liðsins. Pétur sýndi þó oft skemmtilega takta í gærkvöldi. Jón Sveinsson lék einnig mjög vel i vöminni og gerði ekki mis- tök í leiknum. Framarar hafa nú fimm stiga forskot í deildinni en sigur í deildinni er þó langt undan og alltof snemmt að spá liðinu íslandsmeistar- atitli. Sex umferðir em eftir, barátta um 18 stig sem án efa verður mjög hörð. Blikar börðust vel Leikmenn Breiðabliks eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu i þessum leik. Ef liðið berst af álíka krafti í næstu leikjum kroppar það stig af andstæð- ingum sínum en hvort það nægir til að komast hjá falli í 2. deild skal ósagt látið. Lið Breiðabliks getur leikið góða knattspymu og í því era margir snjall- ir leikmenn. Bestur í gærkvöldi var Guðmundur Valur Sigurðsson. Liðin: FVam. Friðrik, Þórður, Jón, Þor- steinn, Viðar, Janus, Pétur, Kristinn, Gauti, Guðmundur og Guðmundur. Breiðablik. Öm, Ólafur, Heiðar, Ingjaldur, Magnús, Jón Þórir, Helgi (Hákon), Rögn- valdur, Gunnar (Þorsteinn G.), Guðmund- ur Valur og Guðmundur. Benedikt Guðmundsson lék ekki með í gærkvöldi, hann var í leikbanni. • Leikinn dæmdi Ólafur Lárusson ágæt lega. Hann sýndi þeim Guðmundi Val og Heiðari Heiðarssyni UBK gula spjaldið. Áhorfendur 971. Maður leiksins: Þorsteinn Þorsteinsson, Fram. -SK. • Og hér er Guðmundur Torfason að skora fyrra mark sitt i gærkvöldi. öm Bjarnason varði vítaspyrnu Guðmundar en hér þrumar Guömundur knettinum í markið eftir að hafa fengið hann aftur. DV-mynd Brynjar Gauti. Ragnar Ólafsson, GR, setti í gær nýtt vallarmet á Hólmsvelli í Leira er harui lék 18 holumar á 70 höggum í opna Hagkaups- mótinu sem fram fór syðra um helgina. Ragnar sigraði í keppni án forgjafar al' gul- um teigum og lék á 144 höggum. Annar varð Sveinn Sigurbergsson GK á 148 högg- um og þriðji Gylfi Kristinsson GS á 150 höggum. í íjórða til fimmta sætí urðu þeir Björgvin Þorsteinsson, GR, og Úlfar Jónsson, GK, á 152 höggum. Jafriir í sjötta til sjöunda sæti urðu þeir Páll Ketilsson, greindur golfari úr GS og Sigurður Hafsteinsson, GR, á 154 höggum. Hilmar Björgvinsson lék á 155 höggum og þeir Sigurður Sigurðsson, GS, og Einar L. Þórisson, GR, vora á 156 högg- um. Ragnar hlaut í verðlaun 25 þúsund króna vöraúttekt hjá Hagkaupum, Sveinn 15 þús- und og Gylfi 10 þúsund. •I keppni með forgjöf af hvítum teigum sigraði Stefán Sæmundsson, GR, á 132 hqgg- um nettó. Annar varð Guðmundur Sigur- jónsson, GS, á 133 höggum og þriðji ögmundur Ögmundsson, GS, á 135 höggum. Stefán hlaut 20 þúsund króna vöraúttekt hjá Hagkaupum, Guðmundur 12 þúsund og Ögmundur 9 þúsund. • Marteinn Guðnason, GS, vann sér inn 10 þúsund vöraúttekt hjá Hagkaupum með þvi að leika á bestu skori af hvítum teigum. Marteinn lék á 153 höggum. Lögreglustjórinn við holubarminn Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, Þorgeir Þorsteinsson, GS, var nálægt því að fara holu í höggi á 13. braut. Kúlan stað- næmdist þijá sentímetra frá holubarminum. Þá var Marteinn Guðnason, GS, aðeins átta sentímetra frá því að fara holu í höggi á 8. braut. •Alls tóku 116 keppendur þátt í mótinu sem tókst í alla staði mjög vel hjá þeim Suðumesjamönnum. -SK. Víkingur og KR i sigurvegarar I Úrslitakeppni pollamóts Eimskips og KSÍ I fór fram um helgina. Vikingar sigruðu í ■ keppni A- liða en KR-ingar í keppni B-liða. I Nánar verður sagt frá mótinu á unglinga- | síðunni nk. laugardag. j Brons hjá Magnúsi IMagnús Ver Magnússon frá Seyðisfirði vann til bronsverðlauna á EM unglinga í I kraftlyftingum en mótið fór fram í Englaridi ■ um helgina. Magnús keppti í 110 kg flokki I og lyfti samtals 737,5 kg sem er nýtt ungl- _ ingamet. Hann setti einnig unglingamet í | bekkpressu og lyfti þar 182,5 kg. -SK. ! Bandaríkjamenn ! heimsmeistarar | Bandaríkjamenntryggðusérígærheims- Imeistaratitilinn í körfuknattleik með því að sigra erkifjendurna Sovétmenn í úrslita- I leik með 87 stigum gegn 85. Staðan í leikliléi ■ var 48-38 þcim bandarísku í viL Júgóslavar | höfnuðu í þriðja sæti og Brasilíumenn í því | fióráæ _SK. I I Staðan eftir leiki helgarinnar í 1. deild: I Víðir-Akranes....................2-2 IFH-KR..............................0-0 ÍBV-Þór.........................1-2 | Fram-UBK........................2-1 | Fram............12 9 2 1 27-7 29 1 Keflavík........12 8 0 4 15-14 24 I Valur...........12 7 2 3 18-5 23 _ Akranes.........12 5 3 4 19-12 18 I Þór.............12 5 2 5 16-21 17 IKR................12 3 6 3 13-9 15 FH.............12 4 2 6 17-20 14 IVÍðir.............12 3 3 6 9-16 12 Breiðablik.....12 3 2 7 9-22 11 I Vestmannaeyjar .12 1 2 9 10-27 5 ■ -SK. ftn irrt-- mmm mmm mmm mmm mmm mmm mam I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.