Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 40
 FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá i síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Friðrik Sophusson: Erum bjart- >sýnir „Þetta virðast vera litlar sveiílur og innan eðlilegra marka, miðað við fyrri kannanir. En það er auðvitað ánægju- legt að við sjálfstæðismenn bætum heldur stöðu okkar,“ sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfetæðis- flokksins, um niðurstöður skoðana- könnunar DV í dag. „Á næsta ári verða alþingiskosning- ar og þá gilda úrslitin. Við erum byrjaðir að búa okkur undir þá bar- áttu og erum ákveðnir í að auka okkar hlut. Málstaðurinri er góður og við erum bjartsýnir." HERB Svavar Gestsson: Verð-j um með mk 20% Wmn „Þetta er ekki slæm tala hjá okkur Tollverðir samþykktu ^ Tollverðir samþykktu í gær nýgerð- an sérkjarasamning milli Tollvarðafé- lagsins og ríkisins. Atkvæðagreiðsla innan félagsins fór þannig að 76 greiddu atkvæði með og 10 voru á móti. -APH M BM, * r ^ r- 1 TRÉ-X TRÉSMIÐJA I ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. í SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Næst kaupir Hag- kaup Sláturfélagið. Forsætisráðherra ekki talsmaður aprílkosninga: Undrandi á sjálf stæðismönnum „Það er alrangt sem Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfetasðismanna, haldur fram, að ég hafi í einhverju blaðaviðtali gerst talsmaður aprílkosninga á sömu for- sendum og þeir sjálfstæðismenn tala um nú. Ég er satt að segja ákaflega undrandi á þeim sjálfetasðismönnum að opna kjördagsmál með þessum hætti,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þegar DV ræddi við hann í París í gær. „Ég hef hins vegar sagt að ég vildi -frekar vetrarkosningar en haust- kosningar og þá því aðeins ef sér- stakar aðstæður kretöust þess, til dæmis kjarasamningamál eða annað þvíumlíkt. Þess vegna koma apríl- kosningar auðvitað til greina. Ég mun beita mér fyrir þvi í fullri al- vöru að um kosningadag verði samkomulag á breiðum grundvelli. Yfirlýsingar sjálfetæðismanna eru ekki í neinu samráði við mig sem hef þó þingroferéttinn," sagði Stein- grímur Hermannsson. HERB núna í aðdraganda kosningavetrar. í vor hötöum við 15,3% í könnun DV Wn fengum 19-20% í sveitarstjómar- kosningunum og vorum langstærsti andstöðuflokkur íhaldsins," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, um stöðu síns flokks í skoðanakönnun DV nú. „Þessi tala nú sýnir að við munum gegna sama hlutverki í alþingiskosn- ingunum og munum fá 20% atkvæða, enda er Alþýðubandalagið eini raun- vemlegi andstæðingur frjálshyggjuaf- lanna.“ HERB Nær allir atvinnumennirnir okkar í landsliðinu í knattspyrnu héldu utan kl. 7.30 í morgun í einkaþotu Þotuflugs hf. frá Reykjavíkurflugvelli. 8 knattspyrnumannanna fóru um borð í þotuna en það er sá farþegafjöldi sem hún er skráð fyrir. Förinni var heitið beint til Lúxemborgar en þaðan sjá þeir svo um að koma sér áfram um Evrópu. Að sögn Stefáns Sæmundssonar hjá Þotuflugi hf. eru þeir ánægðir með reksturinn hingað til. ef undan er skilinn ágústmánuður þar sem lítið eða ekkert var að gera. Þotan hefur mest verið notuð a innan- landsleiðum, aðeins tvisvar hefur hún verið notuð til flugs erlendis. -FRI Ebenezer verður leiguliði í dag mun að öllum líkindum verða gengið frá sölu á Vörumarkaðinum á Seltjamamesi. Kaupendur era nýtt hlutafélag sem að standa heildverslun- in Sund og Sláturfélag Suðurlands. „Það liggja engar endanlegar niður- stöður fyrir en ég neita því ekki að þreifingar hafa farið fram,“ sagði Óli K. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heildverslunarinnar Sund. Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags- ms, neitaði því í samtali við DV í gærkvöldi að fyrirtæki sitt væri að kaupa Vörumarkaðinn: „En það era ýmsar hræringar í verslunarmálum á Reykjavíkursvæðinu um þessar mundir," sagði Jón. Vörumarkaðurinn á Seltjamamesi er á fjóram hæðum og verður bygging- in öll seld. Ebenezer Þ. Ásgeirsson, stofhandi Vörumarkaðarins og fyrrum eigandi áður en langt um líður, mun taka tvær efstu hæðir hússins á leigu af hinu nýja hlutafélagi og halda áfram að versla með húsgögn og raf- tæki. Jarðhæð og kjallari verða hins vegar matvælaverslun á vegum nýrra eigenda. -EIR Veðrið á morgun: Smáskúrir og lítils háttar súld um mestallt land Sunnan- og suðaustanátt á landinu, víðast gola eða kaldi. Smáskúrir eða lítils háttar súld öðra hverju á víð og dreif um mestallt land. Guðmundur Einarsson: Stór- alvar- Br ^ leg tíð- il £*^\l indi V 11 Þetta era stóralvarleg tíðindi fyrir BJ. Við höfðum af því nokkum pata miðað við fyrri skoðanakannanir að fylgi okkar væri á niðurleið. Við erum að draga okkar lærdóm af þvi þessa dagana og ákveða framhaldið. Nú er að byija kosningavetur með þeirri pólitísku starfsemi sem því fylgir. Það er í aðdraganda kosninga sem örlög ráðast fremur en á sumrum milli kosn- inga. -KB Halldór Ásgrimsson: Kem- „Mér koma þessar niðurstöður á óvart því okkur hefur fundist gengi flokksins vera upp á við eftir nokkra lægð en við verðum að taka þessu og reyna að bæta okkar hag,“ sagði Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar hefur okkur ávallt þótt undarlegt að Sjálfetæðisflokkurinn hefúr fremur notið árangurs ríkis- stjómarinnar í þessum skoðanakönn- unum þótt við teljum okkur hafa haft forystu þar um ýmis mikilvæg mál,“ sagði Halldór Ásgrímsson. -KÞ ión Baldvin Hannibalsson: „Mér sýnist þetta í lagi. Það lofar góðu að við skulum vera næststærsti flokkurinn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við DV. „Annars er þetta svipað fylgi og skil- aði sér í sveitastjómarkosningunum síðast. Það sýnir að við höfum stöðugt fylgi,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. _KÞ Sigríður Dúna: Kjósend- ur ekki í kosninga- skapi Þessar tölur sýna að fylgi flokkanna hefúr ekki tekið miklum breytingum yfir sumarmánuðina og ljóst að kjós- endur era ekki komnir í kosningaskap. Þetta hálfa prósent, sem fylgi okkar kvennalistakvenna hefur færst til um, er vart merkjanleg breyting, því lítið um hana að segja. -KB I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.