Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1986, Blaðsíða 32
 FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986. Stefán Benediktsson: „Það komu bara engir * undir regn- hlrfína‘? „Bandalag jafnaðarmanna var stofnað fyrst og fremst um ákveðin málefni. Við sögðum það strax í upp- hafi að það ætti ekki að verða eilífur augnakarl í íslenskum stjómmálum og síst af öllu að verða óbifanleg stofn- un,“ sagði Stefán Benediktsson, þingmaður BJ, í viðtali við DV í nótt. Stefán sagði að fyrirkomulag Al- þýðuflokksins. byði upp á að félög gengju í hann. Hann væri svokallaður regnhlífarflokkur. „Bandalagið var stofnað sem regnhlífarsamtök en það komu bara engir undir regnhlífina. •Við erum því aðeins að nýta okkur það skipulag sem aðrir flokkar bjóða upp á. Og Alþýðuflokkurinn er sá flokkur sem stendur okkur næst hug- mvndafræðilega," sagði Stefán.-APH Kristín S. Kvaran: „Eini þing- maður Banda- iagsins" „Min staða hefur ekkert breyst. Kg hef verið þingmaður Bandalags jafh- aðarmanna frá því að ég var kjörin á þing þrátt fyrir að ég hafi sagt mig úr þingflokknum," sagði Kristín S. Kvaran í viðtali við DV. Eftir þau stór- tíðindi sem hafa gerst í pólitíkinni er hún eini þingmaður Bandalagsins. „Eg er það þrátt fyrir að hinir þrír þingmennirnir hafi ákveðið að leggja BJ niður án þess að ráðfæra sig við mig. Þetta er að sjálfsögðu leikur að orðum. Að mínu áliti er verið að leggja niður þann flokk sem stofnaður var á landsfundi BJ 1985 þegar ákveðið var að gera Bandalagið að flokki með for- manni og öllu tilheyrandi. Þessi ákvörðun kemur mér ekki á **ovart. Mér hefúr fundist málflutningur þingflokks BJ hafa færst stöðugt nær málflutningi Alþýðuflokksins og vart hefur mátt á milli sjá hver var hvað. Málflutningur þeirra hefur einkennst af hentistefhu og skyndiupphlaupum,“ sagði Kristín S. Kvaran. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„ IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Blautir og hraktir leita þeir skjóls undir krataregnhlifinni! Bandalag jafnaðannanna lagt niður: „Engin hrossakaup“ - segir Guðmundur Einarsson um inngönguna í Alþýðuflokkinn hafa hafist fyrir þýðuflokkinn Forustumenn Bandalags jafnaðar- manna ákváðu á fundi í gærkvöldi að leggja flokkinn niður og ganga til liðs við Alþýðuflokkinn sem Félag frjálslyndra jalhaðarmanna. Þar með er fjögurra ára sögu Bandalags- ins. sem Vilmundur Gvlfason heitinn stofnaði, lokið. „Við fórum þessa leið vegna þess að við teljum okkur sjá aðra og betri Valgerður Bjamadóttir, sem fyrir ári sagði af sér sem varaformaður landsnefndar Bandalags jafhaðar- manna, var fyrst að heyra fréttimar um afdrif Bandalagsins er DV hringdi aðferð til að framfylgja okkar pólit- ík. Við sjáum einfaldlega stærri ræðupall sem mun nýtast okkur bet- ur,“ sagði Guðmundur Einarsson, formaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna, í viðtali við DV í nótt þegar fimm klukkutíma fundi þingflokks og landsnefhdar lauk. Guðmundur segir að áherslur Al- þýðuflokksins í stjómmálum hafi í hana laust eftir klukkan átta í morg- un. Hún hafði þetta að segja: „Það er náttúrlega búið að fara illa með fínustu pólitísku hugmyndir sem komið hafa fram í mörg ár. breyst á ýmsum sviðum og samræm- ist stefnu BJ i fjölmörgum atriðum. Þetta hafi verið staðfest í síðustu sveitastjómarkosningum. „Áður var hann fallegt loforð en eftir kosning- amar er hann staðreynd sem möguleiki á róttækum breytingum í íslenskri pólitík," segir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum DV munu viðræður um inngöngu í Al- Ég hætti að starfa með þessu appar- ati fyrir ári. Það hefði verið pólitískt klókara fyrir það fólk, sem gerir þetta í dag, að gera þetta fyrir níu mánuð- um.“ -KMU hálfum mánuði. Guðmundur neitar því að gerðir hafi verið samningar milli þingmanna BJ og Jóns Bald- vins um trygg þingsæti. „Það hafa engin hrossakaup átt sér stað, enda er ekki hægt að semja um úrslit prófkjara. Valið stóð einfaldlega milli þess að vera áfram í smáflokks- hlutverkinu eða að nýta okkur þann möguleika á pólitískri nýsköpun sem nú er fyrir hendi í fyrsta sinn í lang- an tíma,“ sagði Guðmundur. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvemig þingstörfum þessara tveggja flokka verður háttað í vetur. Þó er talið fullvíst að þing- fundir verði sameiginlegir. Einnig er talið nokkuð víst að allir þing- menn BJ stefhi að framboði fyrir Alþýðuflokkinn í næstu þingkosn- ingum. -APH Jón Baldvin Hannibaisson: Bættfyrirþau mistök þegar Vilmundurfór úr Alþýðu- flokknum - flokksþingið sögulegt „Þetta eru mestu gleðitíðindi sem ég hef heyrt á mínum stutta formanns- ferli. Þetta þýðir að flokksþing Alþýðuflokksins verður ekki bara fréttnæmt heldur sögulegt og þess ætíð minnst í framtíðinni,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, er hann var inntur álits á þeirri ákvöiðun BJ að ganga til liðs við flokk hans. „Á þessu þingi munu tveir fyrrver- andi formenn Alþýðuflokksins, þeir Gylfi Þ. Gísláson og Hannibal Valdi- marsson, ávarpa þingið og takast í hendur í sögulegum sættum. Þá mun Guðmundur Einarsson ávarpa þingið. Þar með hafa tekist sögulegar sættir og þar með bætt fyrir þau mistök þeg- ar Vilmundur Gylfason gekk úr flokknum. Þetta eru miklilvægar sætt- ir í upphafi þings og kosningabaráttu," sagði Jón Baldvin. -APH Greinargerð Ragnars í póst í dag Ragnar Kjartansson, fyrrverandi forstjóri Hafskips, hefur lokið við gerð greinargerðar sinnar vegna rannsókn- ar Hafskipsmálsins og mun greinar- gerðin verða póstlögð í dag til hluthafa fyrirtækisins og fyrrverandi stjómar. Ragnar mun í dag sitja fund með fyrrverandi stjóm Hafskips og kynna þeim efni greinargerðarinnar sem er að hans sögn nokkuð ítarlegt plagg upp á 16 vélritaðar síður. -FRI Veðrið á morgun: Skúrir vestan- landsen þurrtog bjart veður suð- austanlands Það lítur út fyrir norðvestanátt á landinu með slydduéljum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Gért er ráð fyrir skúrum vestanlands en þurru og björtu veðri á Suð- austurlandi. Hiti verður á bilinu 3-10 stig. Það er greinilegt að þessi sögulega ákvörðun hefur tekið á þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Hér ræða þeir við blaðamann DV og skýra frá þvi hvers vegna þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Jón Baldvin og hans menn. DV-mynd GVA Valgerður Bjamadóttir: Klókara fyrir níu mánuðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.