Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 40
DESEMBER 1986. Steingrímur Hermannsson: w a Mér þykir ^ í vænt um þetta mat“ „Mér þykir vissulega vænt um þetta mat, að fólk metur mín störf með þess- um hætti. Þetta hvetur mann vissu- lega til þess að reyna að gera enn betur,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, sigurvegarinn í skoðanakönnun DV um óskaforsætis- ráðherra. „Aðalvandinn er auðvitað að valda ekki vonbrigðum í svona starfi og ég mun kappkosta að ljúka því með góð- um árangri," sagði Steingrímur ennfremur. En álítur hann að gott samband hans við fjölmiðla hafi áhrif ' á þessa skoðun kjósenda? „Vafalaust getur það verið. Ég lít ó það sem hluta af mínu starfi að kynna þau málefni sem ég fæst við og svara til um þau. Annars segið þið bara einhverja bölv- aða vitleysu. Þú hefur að vísu setið í ýmsum öðr- um ráðherraembættum, en myndirðu taka að þér eitthvert af minni hóttar ráðherraembættunum eftir þennan feril nú? „Ég hef nú nákvæmlega ekk- ert hugsað um það en ég myndi áreiðanlega ekki taka að mér öðruvísi ráðherraembætti en sem gæfi tilefiii | til mikilla áhrifa,“ svaraði sigurvegar- inn. -HERB í í Þorsteinn Pálsson: Sýnir viðhorfin til ríkis- í „Ég hef svo sem ekki mikið um þetta að segja," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í morgun þegar hann var spurður álits ó niðurstöðum skoðanakönnunar um það hvaða stjómmálamann fólk vildi helst sem forsætisráðherra. „Það er vafalaust svo og kemur það fram í þessum tölum að ríkisstjómin nýtur mikils trausts meðal kjósenda og byggist það á því að hún hefúr náð miklum árangri. Ég hef ekkert um mína útkomu að segja sérstaklega en tel að þessi niðurstaða sýni fyrst og fremst viðhorf fólks til ríkisstjómar- innar," sagði Þorsteinn Pálsson. -ój Konur vinna að framboði Jdn G. Hauksson, DV, Akureyri „Við erum að vinna að framboði Kvennalistans í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Það skýrist fljótlega hvort við hjóðum fram,“ sagði Elín Antonsdóttir, kvennalistakona ó Ak- ureyri. Elín sagði að fundir heföu verið haldnir og að konur víðsvegar úr kjör- dæminu hist. „En þær konur, sem fram að þessu hafa starfað hvað virkast, em frá Akureyri og Húsavík." „Við teljum að ekki sé grundvöllur fyrir framboði nema konur um allt kjördæmið séu virkar í starfinu og hefur verið unnið að þvi að undan- fömu,“ sagði Elín. Kvennahstakonur tóku húsnæðið að Gránufélagsgötu 4, 3. hæð, á leigu 1. desember og þar verður opið hús öll fimmtudagskvöld fram að jólum. Upp úr áramótum verður opnuð þar skrifstofa. Kvennalistinn fékk í kosningunum 23. apríl 1983 alls 791 atkvæði í kjör- dæminu. Listinn kom ekki manni inn en Málmfríður Sigurðardóttir hefur setið á þingi sem varaþingmaður fyrir kjördæmið. Mikill snjór er nú í nágrenni Siglufjaröar þannig að illfært hefur verið landleiðina þangað um tíma. Á mynd- inni sést er verið er að ryðja veginn til bæjarins en til þess eru notaðar stórvirkar vinnuvélar. Myndin er tekin í Mánárskriöum. DV-mynd öm Halldór Ásgríntsson: Afgerandi „Ég er út af fyrir sig þakklátur fyrir það að til skuli vera fólk sem sýnir mér þetta traust. En niðurstaðan er fyrst og fremst afgerandi fyrir núver- • -éridi forsætisróðherra,“ sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Halldór hafhaði í 5. sæti yfir þá menn sem að mati almennings koma helst til greina í sæti forsætisráðherra. -KMU Svavar Gestsson: Steingrímur með lítið „Þetta sýnir að það er engin afger- andi samstaða um einn fremur en annan í þessum efhurn," sagði Svavar •^testsson, formaður Alþýðubandalags- ins, um álit fólks á því hver eigi að vera forsætisráðherra. Svavar er í 4. sæti. „Þrátt fyrir þá miklu auglýsingaher- ferð sem hefhr verið rekin fyrir ein- staka menn að undanfomu þá em menn með um og yfir einn tólfta af heildinni. Forsætisráðherra er með lít- ið. Forverar hans í starfi vom með miklu hærri tölur, yfirleitt langt yfir 50%,“ sagði Svavar. -KMU . Jón Baldvin: Uni bæriiega mínum hlut „Ég uni bærilega minum hlut í þessu," sagði Jón Baldvin Hannibals- son þegar hann var spurður álits á niðurstöðu skoðanakönnunar um það hvem fólk vildi helst sem forsætisróð- herra en þar lenti Jón Baldvin í öðm sæti. „Reyndar er ég sammóla lesendum ykkar um það að Steingrímur Her- mannsson hefur vaxið í þessu starfi og hann hefúr reynst betri forsætisráð- herra en sjávarútvegsráðherra. Hann -^igði það líka sjálfur að það væri létt- <±ra starf að vinna í forsætisróðuneyf> inu. Þar að auki stóð hann sig ágætlega á blaðamannafúndum vegna heimsóknar Reagans og Gorbatsjovs,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -ój yyx Leiðin liggurí A1IKLAG4RÐ LOKI Er þetta ekki dæmalaust með hann Denna? FIMMTUDAGUR 11. Strætó ók á girðingu Stcætisvagn frá Landleiðum ók ó girðingu við St. Jósepsspítalann í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Vagninn mun hafa runnið í hálku og lent þess vegna á girðing- unni við hom Hlíðarbrautar og Hringbrautar. Ekki munu hafa hlotist vemlegar skemmdir af þessu óhappi. -SJ Veðrið á morgun: Rigning um sunnanvert landið Á föstudaginn verður hvöss suð- austanátt með rigningu um allt sunnanvert landið en að mestu þurrt fyrir norðan. Hiti verður 2-6 stig. Borgarspítalanum tryggð sjáHsstjóm: Góðurvarnarsigur „Ég hef loforð formanns Sjálf- stæðisflokksins og borgarstjóra um að okkur verði tryggð sjólfestjóm í eigin efnum þó svo rikið taki Borg- arspítalann yfir. Við lítum á þetta sem góðan vamarsigur,“ sagði Auð- un Svavar Sigurðsson læknir, talsmaður starfemanna Borgarspít- alans í spítaladeilimni. „Við teljum tryggt að Borgarspítalinn verði ekki settur undir Ríkisspítalana hvað sem eignaraðild líður.“ I gær fól þingflokkur sjálfetæðis- - segir starfsfólk manna þeim Þorsteini Pálssyni, Ragnhildi Helgadóttur og Davíð Oddssyni að leiða spítaladeiluna til lykta og í morgun sagði formaður flokksins: „Ég býst við að þessu fari að ljúka, líklegast verður gengið frá kaupunum í dag. Það verður gert með þeim hætti að sjálfetæði spítal- ans verði tryggt." Auðun Svavar Sigurðsson læknir sagði í samtali við DV að hann hti svo á að Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisróðherra heföi orðið undir í þessu máli: „Ráðherrann hefúr neyðst til að éta ofan í sig tillögur sínar um að steypa spítulunum sam- an í eina heild. Forysta Sjálfetæðis- flokksins sveigði skynsamlega af braut vegna eindreginna tilmæla frá almennum flokksmönnum. Starfs- fólk Borgarspítalans er ánægt með þessar lyktir og sjálfúr ætla ég ekki að segja mig úr flokknum." -EIR/-ój 62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIP Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsljórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.