Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Sljómmál Jón Baldvin Hannibalsson gagniýnir fjárniálaráðherra: Ábyrgðarhluti að lýsa yfir að 1987 verði skattlaust ár „Er ekki verið að lofa upp í ermina sína? Er ekki verið að blekkja fólk?“ spyr Jón Baldvin. „Mér finnst það ábyrgðarhluti af fj ármá 1 aráðh erra að lýsa því yfir og lofa, upp í ermina sína, að árið 1987 verði skattlaust í þeim skilningi að tekjustofn ársins komi ekki til skatts," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, um áform um staðgreiðslukerfi skatta. „Framsóknarflokkurinn, eða tals- maður hans, hefur lýst ágreiningi þannig að það er ekki komin pólitísk ákvörðun um þetta í ríkisstjóminni og fyrsti mánuður liðinn. Þessi ákvörðun hefði, samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga þeirra, átt að liggja fyrir um áramót þannig að menn vissu í upphafi árs að hvetju þeir gengju." Óvíst hvort ágreiningur ieysist „Sú staðreynd að pólitísk ákvörð- un hefur ekki verið tekin bendir ekki til þess að málið sé vel á veg komið innan ríkisstjómar. Það er ágreiningur um það og ekki séð hvenær hann verður leystur eða hvort hann verður leystur. Ég ætlast til þess að fjármálaráð- herra, sem lýsir þessu yfir, geti lagt á borðið nú þegar verklýsingu að þeirri endurskoðun skattakerfis sem er forsendan fyrir staðgreiðslukerf- inu. Og þess vegna spyr maður: Liggja fyrir eftirfarandi pólitískar ákvarð- anir: Á að sameina tekjuskatt og útsvar og önnur sambærileg gjöld á tekjur manna í einn skatt? Hefur sú á- kvörðun verið tekin? Hver á þá að vera hlutur sveitarfé- laganna í þeim tekjustofhi? Eiga sveitarfélögin að halda sjálfræði um álagningarprósentu eða ekki? Hvaða ákvarðanir hafa verið tekn- ar um útrýmingu á frádráttarliðum eða skattafslætti? Liggja þær fyrir? Hvaða tillögur liggja fyrir af hálfu ríkisstjómarinnar um skattlagningu á eignatekjur? Hvemig hyggjast þeir haga skatt- lagningu á sjálfstæða atvinnurek- endur og eigendur fyrirtækja? Hver verður meðhöndlun á bifreiðastyrkj- um og hlunnindagreiðslum? Hvaða pólitískar ákvarðanir hafa verið teknar um bamabætur og fjöl- skyldubætur? Þá vísa ég sérstaklega til þess að hér var lagt fram frumvarp um virð- isaukaskatt. Það bendir allt til þess að það dagi uppi. En það er að mínu mati óhjá- kvæmilegt að taka hvort tveggja í senn vegna þess að verðhækkunar- áhrif við að afiiema undanþágur í söluskatti þýða að ákveða verður hvort mönnum skuli bætt það upp með stórfelldri hækkun skattfrelsis- marka í tekjuskatti. Mér finnst að fjármálaráðherra, sem er að segja: „Við erum búnir að taka ákvörðun um þetta, frumvarp kemur fram á næstunni," eigi að geta svarað þessum spumingum. En ég veit nefhilega að ríkisstjóm- in hefur ekkert tekið þessar pólitísku ákvarðanir. Og ríkisstjóm, sem núna í janúarlok er ekki búin að taka þessar ákvarðanir, verður líka að líta á tæknilega hlið málsins.“ Flókin tæknivinna eftir „Hún á eftir að prófa tölumar sín- ar, kanna útkomu hins nýja kerfis. Stenst það að því er varðar tekju- þörf ríkissjóðs? Það þarf að gera ótal dæmi um tilraunaálagningu til að athuga skattbyrði. Það þarf að koma sér niður á mjög flókna tæknivinnu við tölvuforskrift til þess að tilrauna- keyra kerfið. Það vill svo til að Skýrsluvélar ríkisins em undir geysilegu álagi. Allt þetta veldur því að ég spyr: Er ekki verið að lofa héma upp í ermina sfna? Er ekki verið að blekkja fólk?“ spurði Jón Baldvin. -KMU Stjómarfrumvarp Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra um uppboðsmarkað fyrir sjávar- íifla hlaut jákvæðar undirtektir á Alþingi í gær. Því var vísað til sjávarútvegsnefhdar efri deildar eftir fyrstu umræðu um málið. Eftir að ráðherrann hafði mælt fyrir því lýstu þrír þingmenn skoð- un sinni. Skúli Alexandersson, Alþýðubandalagi, taldi uppboðs- markað afleiðingu af þeirri fisk- veiðistefnu sem ríkti. Bjöm Dagbjartsson, Sjálfetæðisflokki, lýsti sig í grundvallaratriðum sam- þykkan frumvarpinu. Einnig Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki, sem sagði það ramma sem hægt væri að byggja á. í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að um tilraun sé að ræða. -KMU „Er þörf á framboði vinstra meg- in við Alþýðubandalagið?" er yfirskrift ráðstefhu sem haldin verður á Hótel Borg á laugardag. Félagið Vinstrisósíalistar hefhr frumkvæði að ráðstefhunni sem er öllum opin. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að rætt verði um „málefhalegan og starfelegan grundvöll fyrir framboði til Al- þingis og teknar ákvarðanir um hvert framhaldið veröi“. Ráðstefnan hefet klukkan 13 og mun standa fram eftir degi. -KMU í dag mælir Dagfari Eins og lesendum DV er kunnugt hefur Dagfari tekið upp hanskann fyrir Sverri Hermannsson í deilunni við Sturlu fræðslustjóra. Sverrir gat auðvitað ekki sætt sig við að ómerki- legur og óbreyttur embættismaður færi að taka upp á þvi að segja frá því hvað hann væri að gera. Emb- ættismenn hafa ekkert leyfi til þess að segja frá því hvað þeir eru að gera, sérstaklega þegar sjálfur ráð- herrann hefur ekki haft hugmynd um að þeir hefðu neitt að gera. Eftir umræðuna á þingi í fyrradag eru hins vegar að renna tvær grímur á Dagfara. Hann er ekki eins viss í sinni sök. Þar kom nefhilega ýmis- legt fram sem bendir til þess að fræðslustjórinn hafi haft nokkuð til síns máls. í fyrsta lagi má þar nefna að hann sá ekki ástæðu til að taka mark á fjárlögum. Þetta sýnist skyn- samlegt hjá Sturlu, enda væri það óðs manns æði ef samviskusamur embættismaður færi allt í einu að taka upp á því að taka mark á fjár- lögum. Ekki er vitað um neinn embættismann og þaðan af síður ráðherra sem tekið hefúr mark á fjárlögunum. Hver og einn þeirra hefur haft það fyrir venju að fara langt fram úr öllum fjárveitingum og áætlunum enda kemur það mönn- Sturlungaöld um í koll að halda sig innan ramma fjárlaganna. Þá kemst fjárveitinga- valdið að þeirri niðurstöðu að viðkomandi embætti þurfi ekki meira fé á næstu fjárlögum og tekur ekki í mál að hækka flárveitinguna. I öðru lagi hefur komið i ljós við þessa umræðu að umframeyðslan hjá fræðsluskrifetofunni í Norður- landi eystra er til komin vegna vaxandi sérkennslu fyrir seinþroska böm. Upplýst er að slík böm em fjórum sinnum fleiri í Norðurlandi eystra en til dæmis í kjördæmi ráð- herrans á Austurlandi. Þau em fleiri heldur en í Reykjaneskjördæmi öllu og hafa þessir landshlutar þó aldrei verið þekktir fyrir að vera þroskaðri en aðrir. Vegna þessarar sérkennslu hefur fræðslustjórinn á Akureyri þurft að ráða tuttugu og fjóra sál- fræðinga umfram það sem gert er ráð fyrir og má af þessu sjá að hér lá mikið við. Ef Norðlendingar em svona sér á parti á þroskaferli sínum og þurfa umfangsmikla sérkennslu til að halda í við aðra þá er fræðslu- stjóranum vorkunn þótt hann kalli til aðstoð sem ekki finnst á fjárlög- um. Því verður ekki á móti mælt að það skólaumdæmi er algjörlega sér á báti sem þarf að ráða heila her- deild af sálfræðingum til að koma nemendunum til venjulegs þroska. Þetta þurfti reyndar ekki að koma neinum á óvart. Norðlendingar hafa alltaf verið öðmvísi en aðrir. Lengi vel hefur því verið trúað að sérstaða þeirra væri fólgin í sérvisku og hugs- anlega einangmn en nú er upplýst að þessi sérstaða er fyrst og fremst fólgin í seinteknum þroska. Þegar grannt er skoðað þarf engan að undra. Hverjum nema Norðlending- um hefði til að mynda dottið í hug að stofna til sérff amboðs fyrir Stefán Valgeirsson? Allt upp í þúsund manns hafa skrifað undir stuðnings- yfirlýsingar fyrir Stefán og maður- inn stefnir hraðbyri inn á þing í krafti kjósenda sem fylkja sér um hann. Kjósendur á því þroskastigi mundu hvergi finnast annars staðar, hvað þá maður eins og Stefán. Já, það fer ekki á milli mála. Þetta fólk þarf sérkennslu umfram aðra. Það þarf á sálfræðingum að halda. í ljósi þessara upplýsinga hefúr Sturla Kristjánsson rétt fyrir sér þegar hann hunsar fjárlög og menntamálaráðherra og fer sínu ffarn. Honum ber vissulega skylda til þess að skipuleggja sérkennslu fyrir Norðlendinga sem ekki komast af með venjulega kennslu. Að öðrum kosti stefndi í það óefni að þroska- leysið breiddist út og yrði áður en yfir lyki að allsherjarvandamáli þjóðarinnar. Þá er betra fyrir íslend- inga að halda vandanum innan landamæranna fyrir norðan og kosta nokkru til þess. Það er meira að segja allt eins líklegt að Norðlend- ingar þurfi fleiri sálfræðinga í framtíðinni. Er ekki hægt að hafa Sturlu í því? Ekki er hann sein- þroska, fjandakomið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.