Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Fréttir Fulltrúar North Venture vilja fylgjast með raforkurannsóknum íslendinga. Myndin var tekin á fundi þeirra með Friðrik Sopussyni iðnaðarráðherra. DV-mynd KAE Orkuútflutningur um sæstreng: Könnunarviðræður iðnað- arráðherra og Bretanna Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra átti í fyrradag fund með full- trúum breska fyrirtækisins North Venture sem nú kannar möguleika á útflutningi rafmagns gegnum sæ- streng til Bretlands. Fram kom á fundinum að Bretarnir vilja fylgjast með raforkurannsóknum Islendinga auk þess sem þeir hyggjast kanna áhuga erlendra fjármagnshafa á því að leggja fé í virkjanaframkvæmdir og lagningu sæstrengsins. Friðrik lagði mikla áherslu á að viðræðurnar hefðu aðeins verið könnunarviðræð- ur og málið væri á frumstigi. Bret- arnir voru fyrst og fremst að kynna hugmyndir sínar og skoða aðstæður á Islandi. Engar ákvarðanir verða teknar strax. „Sæstrengurinn yrði tæplega kominn í notkun fyrir alda- mót þó báöir samningsaðilar yrðu jákvæðir og framkvæmdir gengju með eðlilegum hraða,“ sagði iðnað- arráðherra að lokum. -JBj Orkuútflutningur umsæstreng: Framkvæmdir gætu hafist eftir 7 ár „Fundurinn með Friðriki Sophus- syni var mjög árangursríkur eins og öll heimsókn okkar til íslands hefur veriö. Það er nú orðið ljóst að lagning sæstrengsins getur orðið að veru- leika,“ sagði George Pritchard, einn fulltrúa North Venture fyrirtækis- ins, í samtah við DV. Pritchard taldi jafnvel að hægt yrði að byrja á fram- kvæmdum eftir 7 ár ef áhugi yrði fyrir hendi. Hann sagði þá þremenn- ingana nú gera sér grein fyrir aðstæðum á Islandi og ljóst væri að íslendingar gætu virkjað það vatns- afl sem til þarf ef byrjað yrði smátt, á einum 500 MW sæstreng. Pritchard sagði að hlutverk North Venture manna væri nú að útvega íslending- um langtimakaupendur að rafork- unni svo að hagur íslendinga yrði tryggður ijárhagslega ef af lagningu sæstrengsins yrði. Hann tók það fram að Bretar myndu þá kosta lagn- ingu sæstrengsins en íslendingar myndu alfariö sjá sjálfir um virkjun- aiframkvæmdir. -JBj Keflavíkurflugvöllur: Bandarísk löggæsla við hlið íslenskrar Fyrirhugaðar eru breytingar í lög- gæslu í hliöunum að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Tvö hlið eru að herstöðinni og starfa nú eingöngu íslendingar við löggæslu í þeim. Hef- ur svo verið í mörg ár, í öðru hliöinu síðan 1974 og hinu síðan 1980. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði að óvist væri hvenær þessar breytingar kæmust í framkvæmd. Hann sagðist allt eins gera ráð fyrir að lögreglu- mönnum í hliðunum yrði fjölgað. Nú eru tveir lögreglumenn í hvoru hliði. Bandarísku lögreglumennirnir yrðu viðbót, alla vega á mestu annatímun- um. Frá því nýja flugstöðin var tekin í notkun hefur umferð um gamla svæðið minnkað mikið. Spurningu um hvort ástæða væri til aukinnar löggæslu svaraði Þorgeir þannig að rétt væri að Bandarikjamenn ættu hlut að löggæslunni þar sem herstöð- in væri á þeirra vegum. Þorgeir sagðist ekki halda að um tungumálaerfiðleika yrði að ræða þar sem íslensku lögreglumennirnir töluðu allir ensku. í hvert sinn verð- ur alla vega einn íslendingur á vakt og oftast tveir. -sme Alþingi samþykkti heillaóskaskeyti Á sérstökum aukafundi Sameinaðs þings í fyrradag var svohljóðandi þingsályktunartillaga frá utanríkis- málanefnd samþykkt samhljóða: „Alþingi ályktar að senda Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov, aðalritara mið- stjómar sovéska kommúnistaflokks- ins, heillaóskir í tilefni samnings um afvopnunarmál sem þeir hafa undir- ritað. Alþingi lætur í ljós þá von aö áfanginn, sem náðist á fundi þeirra í Reykjavík, beri ríkulegan ávöxt < viðræðum þeim, sem nú eru að hefj- ast, og þær stuðli að varanlegum friði.“ -KMU Menning Oður til Kvosar Hjörleifur Stefánsson og Guöný Gerður Gunnarsdóttir - Kvosin : byggingarsaga miöbæjar Reykjavikur, 328 bls. Ljósmyndavinna: Guömundur Ingólfsson Torfusamtökin & Forlagið, 1987 Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og formaður Torfusamtakanna, er aug- sýnilega í hópi kraftaverkamanna. Á tveimur árum hefur hann tekið saman og/eða ritstýrt þremur bók- um, sem allar marka tímamót í rannsóknum á íslenskri byggingar- sögu, auk þess að vera augnayndi. Þar að auki hefur hann sjálfur séð um útlit og uppsetningu efnis í þess- um bókum og leyst það verk af hendi af stakri smekkvísi. Þær bækur, sem um er að ræða, heita Húsverndun (Torfusamtökin, 1986), Akureyri, íjaran og innbærinn (Torfusamtökin, 1986) og loks Kvos- in, byggingarsaga miðbæjar Reykja- víkur (Torfusamtökin, dreifing: Forlagið, 1987). Þess má og geta að fyrir rannsókn- ir sínar á gömlum byggingum á Akureyri, sem skrásettar eru í bók- inni hér að ofan, hlaut Hjörleifur Menningarverðlaun DV. Af þessum þremur bókum er Kvos- in bæði nýjust og sýnu veglegust, 328 blaðsiöur, í góðu bandi, með miklum flölda gamalla og nýrra ljósmynda og uppdrátta. Eins og höfundar (Hjörleifur og Guðný Gerður Gunnarsdóttir) taka skýrt fram í aðfaraorðum bókarinn- ar er hún miklu fremur ítarleg samantekt um miðbæjarkjamann í Reykjavík heldur en úttekt á ein- hverjum nýjum forsendum. „Að nokkru leyti var vinnan fólgin í því að safna á skipulegan hátt fróð- leik, sem þegar hafði verið skráöur, fella saman og búa til prentunar.“ Ölfusmaður á skút- um og togurum um landiö og að sjálfsögðu líka til fiskihafna erlendis. Ævisagan er ekki rakin sem samfelldur þráður heldur er myndum brugðið upp á þann veg að þær mynda festi og bókin er öll í aðskildum smáköflum sem hver ber aðalfyrirsögn. Þessi aðferð klippir frásögnina nokkuð sundur og aðgengilegra hefði verið að flokka þetta í stærri kafla sem varðaðir. væru innbyrðis með efn- islegum lýsifyrirsögnum, því að eðli þeirra er að tengja saman en höggva ekki sundur eins og kafla- fyrirsagnir gera. í þessari bók blasir við lesanda greinilegur og samfelldur sjó- mannsferill á söguríku breytinga- skeiði 'Og lífskjörin ekki síður. Jafnframt er sagt frá ýmsum al- kunnum og minnilegum atburðum sem sögumaður var þátttakandi í eða nærstaddur vettvangi en þó er þetta fyrst og fremst sjálfsævisaga. Bókin er rituð á yfirbragðsfallegu máli sem kemur vel til skila jafnt efni sem blæbrigöum. Hún geymir mikinn fróðleik um lífið og starfið í þessar grein á liðnum árum en er jafnframt yljuð hýrlegri lífs- kímni og nærfæmum mannlýsing- um sem vekja áhuga og íhugun um baráttu og lífsbrag á þessari hðnu tíð. Þessi bók er í einu orði sagt skilrík um sitt efnissvið. Útgáfa hennar er myndarleg og vandlega unnin af höfundi sem út- gefanda. A.K. Jón Guðnason: Brimöldur. Frásögn Haralds Ólafssonar. Mál og menning 1987. Þetta er sjómannssaga íslensks sveitamanns en þær eru margar til á landi hér. Fram um miðja þessa öld var íslensk sjómannastétt moldarbörn alveg eins og vermenn á fyrri öld sem fóru beint úr fjár- húsunum á sjóinn og komu heim aftur til þess að heyja handa fé sínu næsta vetur. Sögumaðurinn, sem hér er leiddur fram, er fæddur austur í Ölfusi og ólst þar upp uns hann hélt suður og á sjóinn um tvítugt, um það bil sem skúturnar urðu togarar og nýja öldin á sjó og í sveitum hélt innreið sína. Hann stundaði síðan alla ævi sjóinn án þess að rætur hans fyrir austan Fjall slitnuðu. Þetta er í megin- dráttum einhver algengasta mannlífssaga íslensks fólks á fyrri helft þessarar aldar en alltaf jafn- forvitnileg og verður því girnilegri til fróðleiks sem á öldina líður. Haraldur Ólafsson er nú aldraður sjómaður í Reykjavík en Jón Guðnason segist hafa rekist á hann í heyskap austur í Ölfusi og undr- ast hve fumlausum og heimalegum tökum hann handlék heybaggana. Nafnið meiri hamhleypa en sagan - Bókin ber rismikið nafn - Brim- öldur - en frásaga Haralds líkist þó fremur straumlygnri á og þeir sögufélagar gera ekki teljandi gangskör að því að ýfa öldurnar né mikla atburði, þökk sé þeim. Því verður þessi sjómannssaga notaleg í lestri en jafnframt trúverðug í besta lagi en lýsingar á lífi og fólki, viðburðum og sjómannskjörum á liðinni tíð, greinilegar og ljóslifandi myndir. Það eru ekki eintóm stór- merki sem frá er sagt- og manni finnst þeir gera nokkuð smátínt stundum. Bókmenntir Andrés Kristjánsson En það fer ekki milli mála að Har- aldur er minnugur og skýr sögumaður og skrásetjarinn hon- um trúr og velvirkur, jafnvel svo slyngur að skilin milli hans og sögumanns sjást varla eða ekki. Frásögnin líður fram áferðarmjúk og málprúð, rétt eins og þeir hafi báðir sama tungutak, þótt telja megi víst að þetta sé mál skrásetj- ara fremur en sögumanns. Skottið á skútuöldinni Haraldur kemur svo snemma til leiks að hann nær í skottið á skútu- öldinni og kann því einnig að segja nokkuð frá henni, fer síðan á togar- ana einn af öðrum þegar þeir koma til sögu og lifir alla þá gerbyltingu. Hann er einnig á ýmsum öðrum veiðiskipum og leið hans liggur um mið og verstöðvar hringinn í kring- Hjörleifur Stefánsson arkitakt. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Rúsínan í pylsuendanum Og tilgangurinn var sá að gera all- an „fróðleik um byggingar bæjarins og byggingarsögu hans... sem flest- um aðgengilegan" áður en farið yrði að rífa gömul hús, í samræmi við deiliskipulag Kvosarinnar frá 1985. í stórum dráttum er bókin þannig samansett að fyrst er þróun byggðar í Kvosinni rakin skipulega allt frá 1786 til 1915; nteð hliðsjón af þeim upplýsingum sem til eru, og getur lesandi sjálfur tekið þátt í atburða- rásinni með aöstoð uppdrátta sem fylgja með í hulstri aftast í bókinni. Síðan er sagt frá þessari þróun í smáatriðum, elstu húsagerðum, stofnun kaupstaðar og byggingar- sögu hverrar götu. Rúsínan í pylsuendanum er sjö- undi kafli bókarinnar: Skrá yfir öll hús og lóðir í Kvosinni, en þar er sögð saga sérhverrar byggingar, í máli, ljósmyndum, gömlum prent- myndum og uppdráttum. I lokin eru svo kaflar þar sem fjall- að er almennt um helstu gerðir hýsa og stíleinkenni sem finna má í gömlu Reykjavík og þær stefnur í bygginga- list sem gengið hafa yfir ísland á 19. og 20. öld. í vasabroti Þetta fiölbreytta efni er sett fram á aðgengilegan og einkar læsilegan hátt, þannig að allur þorri fólks á að geta haft gagn og gaman af. í gömlum húsum fær saga okkar á sig áþreifanlega mynd. Bók eins og Kvosin gerir okkur kleift að njóta þeirrar myndar til fulls. Ég sé ekki að nokkur áhugamaður um íslénska húsagerð og byggingar- sögu geti án þessarar bókar verið. En hún er sannast sagna ekki í sérlega handhægu broti, og þar að auki með hvítri kápu, sem er orðin krímótt um leið og andað er á hana. Ég vildi gjarnan sjá vasabrotsút- gáfu af sjöunda kafla hennar, sem nota mætti sem eins konar leiöarvísi um Kvosina. Hjörleifi Stefánssyni verður vafalaust ekki skotaskuld úr því að útbúa slíkt rit. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.