Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1988. Matthías Johannessen Ijóðskáld, höfundur Ijóðsins Sturla sem Atli Heimir Sveinsson samdi tónverk við. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari gerði listaverkið Skip hugans við Ijóð Matthíasar. Myndir: Guöm. Kr. Jóhannesson Úr námnm íslensku hljómsveitarinnar: Öldin þrettánda Önnur efnisskráin úr „námum“ íslensku hljómsveitarinnar verður flutt í Bústaðakirkju á morgun kl. 14.00. Öldin þrettánda er þá gerð að yrkisefni; Sturla Þórðarson, sagna- ritarinn mikli, er í öndvegi. ís- lenska hljómsveitin, Kristinn Sigmundsson og Karlakórinn Fóst- bræður, undir stjórn Guðmundar Emilssonar, frumflytja tónverkið Sturla eftir Atla Heimi Sveinsson við samnefnt frumort ljóð Matthí- asar Johannessen. Matthías flytur sjálfur hluta ljóðsins við hljóm- sveitarundirleik. Á undan tónlist- arflutningi verður afhjúpað myndverk eftir Hallstein Sigurðs- son myndhöggvara, sem höfundur nefnir Skip hugans. Myndin á rót að rekja til ljóðs Matthíasar, líkt og tónverkið. Listaverkin þrjú, ljóðið, myndverkið og tónverkið, voru gerð í vetur að tilstuðlan ís- lensku hljómsveitarinnar. Ljóð Matthíasar Óþarft er að kynna listamennina sem koma fram á tónleikunum á morgun. Þeir eru allir þjóðkunnir fyrir menningarstörf sín. Þeim mun meiri ástæða er til að kynna riýsmíðamar. Sturla, ljóð Matthí- asar er fornt að yflrbragði við fyrstu sýn. Það er horft af Staðar- hóh, miklum og grasi grónum, þar sem bær Sturlu stóð. Af þessu hlaði, þar sem mætast líf og dauði, er skyggnst fram og aftur. Og hvað hefur gerst? Ekkert. Og þó. Þjóðin hefur eignast áleitna minningu, viöhorf Sturlu, vonarneista hans, sem hefur aukið henni afl. Samnefnt tónverk Atla Heimis Sveinssonar er samið fyrir kamm- erhljómsveit, einraddaðan karla- kór, barítónsöngvara og framsögu- mann. Margt er það æði sérstakt, til að mynda upprunaleg og óbrotin hendingaskipan, mikilúðlegar og langar þagnir sem fá mál, hlutur kórs, er ýmsist gellur heróp eða kveður kirkjusöng. Myndverk Hallgríms Sigurðssonar, smíðað úr járni, býr yfir jafnt heiðnu sem kristnu táknmáli. Þjóðleikhusið: Gamanleikurinn Lygarinn A sunnudag verður önnur sýning á gamanleiknum Lygaranum eftir Carlo Goldoni í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Önnur sýning á Lygaranum verður á sunnudag. Goldoni (1707-1793) er þekktastur og vinsælastur ítalskra gamanleik- skálda. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Goldoni er flutt í Þjóð- leikhúsinu. Leikurinn gerist í Feneyjum um miðja-18. öld og fjallar um erkilyg- arann og flagarann Leho, sem nýkominn er til Feneyja og heillast af fegurð tveggja ólofaðra dætra læknisins Balanzoni. Með ótrúlegri lygaflækju tekst honum aö leika á þær, uppburðarlitla unnusta þeirra, fóður þeirra og Pantalone föður sinn, en þjónar og þernur eru ekki eins auðblekkt. Eftir miklar krókaleiðir greiðist úr flækjunni að lokum. Leikstjóri Lygarans er ítalskur leikstjóri, Giovanni Pampiglione, leikmyndateiknarinn er Itaiinn Santi Migneco og tóniistin er eftir Pólverjann Stanislaw Radwan. Frönsk grafík Á morgmi verður opnuð í vest- ursal Kjarvalsstaða sýning á fithogrfium, eða steinprenti, eftir heimsþekkta hstamenn, úr safni Solier, sem nú er í eigu Museé des Sables-d’Olonne í Frakklandi. Sýningin hefur verið fengin liing- að í samvinnu við menningar- máladeild franska sendiráösins. Hún verður opin daglega frá kl. 14.00-22.00 til 8. maí. Eins og oröiö bendir til er htho- grafia eöa steinprent prentaðferð þar sem prentaö er meö steini, þykkri kalksteinshellu, þar sem listamaðurinn teiknar á með feitri krit, nú á dögum er raunar notað sink með svipaðri áferö og steinn. Þegar búið er að strjúka sýru á steininn og síðan væta hann með vatni eru það aðeins fletirnir með krítinni sem taka við svertunni • og skflja eftir raynd á blaðinu. Sænsk textíllist Á morgun verður opnuð að Kjarv- alsstöðum sýning sem ber yfirskrift- ina: Swedish Textile Art - Sænsk textíhist, yfirhtssýning á verkum unnum hjá Handarbetets Vánner í Stokkhólmi á árunum 1900-1987. Auk þess sem sýningin er að Kjar- valsstöðum, er hluti hennar í Lista- safni ASÍ og í Glugganum á Akureyri. í lok 19. aldar voru stofnuð í Sví- þjóð samtökin Handarbetets Vánner og Svensk Hemslöjd, í þeim thgangi að endurvekja hefðbundna textílgerð og tækni. í Svíþjóð á alþýðulist á sviði vefnaðar og útsaums sér langa sögu, frábrugðið öðrum þjóðum, þar sem slík hstsköpun tilheyrði nær eingöngu yfirstétt og aðli. Handar- betets Vánner hafa byggt mjög á þessum grunni og stofnun samtak- anna hefur átt drjúgan þátt í hst- sköpun í sænskum textíl. Margir fremstu listamenn Svía hafa verið fengnir til að vinna að því að sameina aldagamla hefð á sviði vefnaðar og útsaums og nútima listsköpunar. Hafa þar komið við sögu málarar, myndhöggvarar og grafik- og texth- hstamenn. Má þar nefna Curt Asker, Erik Grate og Max Walter Svanberg auk fjölda annarra. Frá því um miðja þessa öld hefur slík samvmna hand- verksmanna við hstamenn með óhkan bakgrunn skhað æ betri ár- angri. Verk eftir Veronicu Nygren sem sýnt verður á sænskri textílsýningu. Tékkneski listamaðurinn Rastislav Michal opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á morgun. Tékkneskur listmálari sýnir á Kjaryalsstöðum Á morgun kl. 14.00 opnar tékk- neski hstmálarinn Rastislav Michal myndhstarsýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Á sýningunni eru ol- íumálverk, svarthstarmyndir og veggteppi og verður hún opin th 8. maí næstkomandi daglega frá kl. 14. 00-22.00. Rastislav Michal er nú talinn í hópi fremstu mynlistarmanna í Tékkósló- vakíu og hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, jafnt í heimalandi sínu sem utan þess. Hann er fæddur 9. júní 1936, var við nám í myndhstarskóla í Prag á árunum 1951-1955 og 1 myndlistar- akademíunni þar í borg 1955-1961. Hlaut styrk franskra stjórnvalda th námsdvalar í París árið 1975. Rastislav Michal opnaði fyrstu einkasýningu sína í Tékkóslóvakíu á árinu 1964, en síðan hefur hann hald- ið fjölmargar sýningar og tekið þátt í samsýningum, bæði í Tékkóslóvak- íu og erlendis. Rastislav Michal er mjög fjölhæfur listamaður, vinnur jöfnum höndum við olíumálverk og grafík, vefnaö og bókaskreytingar. Reyndar er hann talinn í hópi fremstu myndhstar- manna í Tékkóslóvakíu sem fást við myndskreytingar bóka. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófast- dæmi sunnudag 24. apríl 1988. Árbæjarprestakall: Bamasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 14. Ferming og altaris- ganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Aðal- safnaðarfundur að lokinni messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Org- anisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Síðasta barnasamkoma vetrar- starfsins. Boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu á eftir. Elín Anna Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Æskulýðsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldr- aðra síðdegis á miðvikudag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhóla- stíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Organ- leikur í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Ferming og altarisganga kl. 14. Prest- ur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Mánudagur: Fundur í æsku- lýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudagur: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. GuÖspjallið í myndum, smábarnasöngvar og barnasálmar. Afmælisbörn boöin sérstaklega velkomin. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa meö altaris- göngu kl. 11. (Ath. breyttan tíma.) Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Guömundur Öm Ragnarsson. Hallgrímskirkja: Bamasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 17. Hörður Áskelsson leikur og kynnir öll orgel- verk Nikolaus Bruhns. Aðalfundur Listvinafélagsins kl. 18.00 í safnaðar- heimihnu. Þriðjudagur: Fyrirbæna- guösþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudagur: Opið hús fyr- ir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Bamaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Organisti Orthulf Prunner. Hjallaprestakall i Kópavogi: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 10.30 og 14 í Kópavogskirkju. Kirkjukórar Hjalla- sóknar og Kópavogskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnaguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Foreldrar og forsvars- menn barna eru hvattir til að koma með þeim th guðsþjónustunnar. Sóknamefndin. Langholtskirkja: Kirkja Guöbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. < Organisti Jón Stefánsson. Sóknar- nefndin. Laugarnesprestakall: Laugardagur: Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Messa kl. 11. Aðalsafnaðarfundur verður strax að lokinni messu í kjallarasal kirkjunn- ar. Venjuleg aðalfundarstörf. Sókn- arprestur. Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðs- fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam- verstund aldraðra kl. 15. Samúel Ólafsson segir frá dvöl sinni í Afríku í máli og myndum. Börn úr Tónskóla Sigursveins flytja tónlist. Sunnudag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.