Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. Fréttir Verkfallsverðir VR: Lokum verslunum síbrotamanna í dag „Deilan er aö harðna og við ætlum okkur ekki að gefa neitt eftir. Fólk hefur þjappast saman og samstaðan er gífurleg," segir Pétur A. Maack, formaður verkfallsvörslu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Pétur segjr aö verkfallsverðir muni ekki ræða frekar viö þá eigendur verslana sem gerst hafi brotlegir sí ofan í æ heldur muni verkfallsverðir hópast fyrir utan þessar verslanir í dag og koma í veg fyrir að fólk kom- ist inn í þær. Að sögn Péturs er það áberandi hvað fjölgað hefur í Qölskyidum kaupmanna að undanfómu. „Eins er forvitnilegt hvað hlutafélögum og sameignarfélögum hefur fjölgað skyndilega. Það em næg verkefni hjá hlutafélagaskránni að fara ofan í öll þessi mál.“ Um það hvemig verkfalisvarslan hafi gengið segir Pétur að yfirleitt hafi verkfallsvörðum verið vel tekið og að viðskiptavinir verslananna sýni verkfallinu mikinn skilning. „Til handalögmála kom í matvöm- búðinni í Nóatúni. Kaupmaðurinn þar lagði í æsingi sínum hendur á einn verkfallsvörðinn, sem reyndar var kona, og sleit armbandsúr henn- ar. Þetta stóð stutt yfir og það vom engjr áverkar á konunni. Þá réðst einn viðskiptavinur á verkfaUsvörð okkar þegar við þurftum að loka svo- nefndum Vorleik í Kringlunni. Hann var á leið inn þegar við lokuðum og missti stjóm á sér og réðst á þann verkfallsvörð sem stóð fremst.“ Verkfallsverðir höfðu um helgina mest afskipti af matvörabúðum, bak- aríum og sjoppum. „Bakaramir era verstir. Þeir era mjög slæmir. Það er ótrúlegt hvað þeir ganga í störf starfsmanna sinna og lítilsvirða þá þar með,“ ssegjr Pétur A. Maack. -JGH Hww. Skeytamálið á Suðumesjum leystist verslanir kærðar til lögregl- unnar í gær Pétur A. Maack, formaöur verkfallsvörslu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sendi inn kæm til lögreglustjórans í Reykjavík á hendur flórum versl- unum fyrir að hafa opiö i gær, á sunnudegi, en í reglugerð Reykja- víkurborgar segir að ekki megi hafa búöir opnar á sunnudög- um. Verslanimar, sem Pétur kærði, era þessar: Straumnes í Breið- holti, Hraunberg 1 Breiöholti, Kjötbúð Vesturbæjar og verslun- in Mirale. „Það voru margar aörar versl- anir opnar í gær, á sunnudegi. En við höfðum nákvæma vissu um þessar fjórar verslanir sem við kærðum," segir Pétur. •JGH Skeytamálið svonefnda á Suður- nesjum leystist skyndilega um sjö- leytið á laugardagskvöld þegar samningar tókust um það milli Verslunarmannafélags Suðumesja og Vinnumálasambandsins að verk- fallinu yrði frestað um tvo daga en í staö þess léti Vinnumálasambandið málshöfðun á hendur félaginu vegna boðaðs verkfalls þess falla niöur. Málið hefur verið kaUað skeyta- málið vegna þess að eitt af fimm skeytum, sem Verslunarmannafélag Suðumesja sendi vegna boðaös verk- falls, komst aldrei í hendur Vinnu- málasambandsins en það er vinnuveitendasamband SÍS og kaup- félaganna. Pósti og síma hefur verið kennt um að skeytið barst ekki. En það breytti þó engu um það að Vinnumálasam- bandiö taldi verkfaUið ólöglegt. Þetta hefði getað þýtt vandræðaástand. Hagkaup á Suðumesjum hefði veriö lokað en Samkaup opið. Þaö hefði þrýst á Hagkaup að opna. Eins hefði kurr á meðal verslunarfóUcs hjá Flugleiðum í flugstöðinni komið upp. „Við í Verslunarmannafélagj Suð- umesja eram mjög ánægð með að lausn skyldi nást í þessu máU. Enn fremur tel ég lausnina vera far- sæla,“ segir Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðumesja. -JGH Bjöm Þóriiallsson: Verkfallið leysist ekki á næstunni „Mér Ust þunglega á stöðuna. Eg hef ekki trú á að verkfaUiö leysist á næstunni," segir Björn Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, um stöðuna í samningaviðræðum kaupmanna og verslunarmanna. ÖU verslunar- mannafélögin eiga aðUd að Lands- sambandi verslunarmanna. Að sögn Bjöm er þungamiðjan í Jón Baldvín Hannibalsson: Arfur fortíðarinnar eltir ríkisstjómina „Það er ekkert nýnæmi í tiUög- um framsóknarmanna - þetta hefur aUt saman verið rætt í ríkis- stjóminni," sagöi Jón Baldvin Hannibalsson í upphafi fundar efnahagsmálastefnu fuUtrúaráðs alþýðuflokksmanna í Reykjavík en sá fundur var haldinn á sama hót- eli og framsóknarmenn vora með miðstjórnarfund sinn. Fjármála- ráðherra notaði tækifæri og hélt tölu í upphafi fundarinns þar sem hann fór yfir samstarfið. Sagðist hann vUja leita leiöa til að jaifna þann ágreining sem í stjóminni væri tU að unnt væri að halda sam- starfinu áfram. Jón Baldvin sagði að tímabært væri að brýna æðruleysi, þraut- segju og staðfestu fyrir stómarUð- um og bætti við að alþýðuflokks- menn ætluöu ekki að leggja árar í bát. Fjármálaráðherra mótmælti því að nú sæti aðgerðalaus ríkis- stjóm og sagði aö stjómin hefði fjórum sinnum gripið tíl meirihátt- ar efnahagsaögerða þá níu mánuði sem hún hefði setíð. Stjómin þyrftí hins vegar að glíma við arf fortíðar- innar sem framsóknarmenn bæru meiri ábyrgð á en aðrir enda hefðu þeir setiö samfeUt í ríkisstjórn í 17 ár. Ríkisstjómin hefði t.d. þurft að taka við 3,5 miUjaröa kr. viðskipta- haUa. „Aö tala um gengisfellingu er efnahagsaðgerð" „Ég segi ekki að aldrei komi til greina að feUa gengið en ég hvet menn hins vegar tíl að tala um það Fjármálaráöherra sagði að lítið nýtt væri í tillögum miöstjórnar fram- sóknarmanna á fundi fulltrúaráös alþýöuflokksmanna í Reykjavík á sunnudaginn. Þar voru allir ráðherrar Alþýðuflokksins samankomnir. DV-mynd Brynjar Gauti með gát. Að tala um gengisfeUingu er efnahagsaðgerð í sjálfu sér,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagðist ekki vUja gera Utíð úr vanda fisk- vinnslunnar en meiriháttar gengis- feUing væri ekki eina úrræðiö. Þá dró ráðherra í efa að ástandið væri eins slæmt hjá fiskvinnslunni og haldið væri fram og varaði við að taka trúanlegar tölur þær sem „grátkór" útgeröar og fiskvinnslu hefur gefið upp. Þá taldi hann upp afleiðingar gengisfeUingar sem hann sagði meðal annars vera 47% verðbólgu ef gengið yrði feUt um 15%. Kaup- máttarrýmun fylgdi í kjölfarið og fyrir hvert 1% í gengisfeUingu hækkuöu erlendar skuldir okkar um einn miUjarð. 15% gengisfeUing þýddi því að erlendar skuldir okkar hækkuðu úr 90 mUljöröum upp í 106 miUjarða. „Gengisfelling er deyfilyf en ekki efnahagsráðstöfun nema meiriháttar aðgerðir fylgi,“ sagöi fjármálaráöherra. Jón Baldvin sagði að margt væri hægt að taka undir í tiUögum fram- sóknarmanna enda væri búiö að ræða flestar þessar hugmyndir í ríkisstjóminni. Sagði ráðherra að vel gæti t.d. komiö tíl greina að af- nema lánskjaravísitölu þegar verðbólgan veröur komin á viöun- andi stig og væri viðskiptaráðherra reyndar með frumvarp þar að lút- andi í smíðum. Einnig sagði Jón Baldvin að samrani í bankakerfinu komi til greina tíl að draga úr áhættu. -SMJ Utanríkisráðuneytið búið að stefna ASÍ deUunni launin og yfirvinnugreiðsl- ur. „Samningstíminn, rauð strik, fæðingarorlof og fleira hefur enn fremur verið rætt á samningafund- unum.“ í stuttu máU er aðalkrafa verslun- arfólks að lágmarkslaun þess verði 42 þúsund krónur á mánuöi. -JGH Utanríkisráðuneytið er búið að stefna ASÍ, Alþýðusambandi íslands, fyrir Félagsdóm vegna boðaðs verk- faUs þeirra félaga í Verslunarmanna- félagi Suðumesja sem vinna fyrir Vamariiðið á Kefiavíkurflugvelli. Utanríkisráðuneytið heldur því fram að þeir megi ekki fara í verk- faU þar sem þeir hafi afsalað sér verkfaUsréttinum í samningum. Vegna laga verður að fara þá leiðina að kæra ASÍ, heildarsamtökin, en ekki sjálft Verslunarmannafélag Suðumesja. „Við erum á öndverðum meiði við utanríkisráðuneytið enda teljum við að fulltrúar þess hafi ekki getað bent á þá samninga þar sem verkfaUsrétt- inum á að hafa verið afsalað," segir Magnús Gíslason, formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja. Að sögn Magnúsar vinnur um þriðjungur félaga í Verslunar- mannafélagi Suðumesja fyrir VamarUðið á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er stór hluti, um 250 manns, en í félaginu em á mUU 750 til 800 manns.“ Magnús segir ennfremur að þetta fólk vinni fyrst og fremst í þjónustu- störfum fyrir Vamariiðið, eins og við afgreiðslustörf í matvömverslunum, veitingahúsum, bensínstöðvum og svo skrifstofustörf. „Ekkert þessara starfa getur beint tengst öryggi landsins. Ef um sUkt væri að ræða myndum við veita und- anþágu,“ segir Magnús Gíslason. -JGH Flugfélag Norðuriands: Loftbrúin gengur vel „Leiguflug okkar á mUU Akur- eyrar og Reykjavíkur gengur vel. Við höfum náð að anna þessu. Við erurn meö tvær Twin Otter vélar í ferðum, sem taka samtals 38 manns, auk þess sem við emm meö minni vélar," sagði Friðrik Adolfsson, afgreiðslu- stjóri hjá Flugfélagi Norðurlands hf. Að sögn Friðriks er greirúlegt að fólk ferðast minna í verkfalUnu en eUa. „Það er eðUlegt aö fólk ferðist minna í verkföllum.“ - Það hefur heyrst að þiö hafið boð- ist til að leigja Fokker-vélar Flugleiða á meöan á verkfalUnu stendur. „Þetta er bull, enda höfum við get- að annað allri eftirspum. Þetta tekur okkur bara aðeins lengri tíma en Flugleiðir." -JGH Geir Guöstenœeon, DV, Dahrifc Amar Þorsteinsson, Akureyri, hlaut titlUnn skákraeistari Norður- lands þegar hann sigraði á Skák- þingi Norðlendinga sem lauk á Dalvík í gær. Hann hlaut 6 vtnn- inga í opna flokknum en þátttak- endur voru 22. í ööra sæti varð Gylfi ÞórhaUsson, Akureyri, með 5 v. Þriöji varö Smári Ólafsson, Ak- ureyri, með 5 v. en síðan komu Dalvtidngamir Rúnar Búason og Ingimar Jónsson með 4,5 v. I unglingaflokki voru 16 keppend- ur. Þar sigraði Magnús Teitsson, Akureyri. Hlaut 8,5 v. Rúnar Sigur- pálsson, Akureyri, varð annar með 8 v. og Sigurður Gunnarsson, Blönduósi, þriöji meö 6 v. í bama- flokki voru 17 keppendur. Þar slgraöi ÞorleUur Karlsson, Akur- eyri, með 8,5 v. Ásmundur Stefáns- son, Svalbarðsströnd, varö annar meö 7,5 v. og PáU Þórsson þriðji með 7,5 v. Hraðskákmót Norðlendinga var haldið eftir aöalkeppnina. Þar sigr- aöi Rúnar Sigurpálsson. Hlaut 12,5 v. af 18 mögulegum. Ingimar Jóns- son varö annar með 12 v. og Þór Valtýsson, Akureyri, þriðji, einnig með 12 v. Amfnöur Friðriksdóttir var kvennameistari Norðlendinga í hraðskák með 7 v. I bamaflokki sigraði Þorleifur Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.