Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Stjómmál Bráðabirgðalögin renna út um mánaðamót: Um mánaðamót hækka laun um þau 2,5 prósent sem ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar ákvað að fresta um einn mánuð til aö vinna sér tíma til að koma sér saman um ráðstafanir í efnahagsmálum. Þann 1. október mun verðstöðvunin einnig renna út og búvöruverðshækkanir koma til framkvæmda. Þá á einnig að liggja fyrir ákvöröun um fiskverð. Það minnka því sífellt líkurnar á því að mynduð verði meirihluta- stjórn sem fyrir þennan tíma ákveði hvaða aðgerðir eigi að taka við í kjöl- far þessara bráðabirgðaaðgerða rík- isstjórnar Þorsteins Pálssonar. Lík- urnar á að takist að afla stuðnings meirihluta þingsins við efnahagsað- gerðir minnihlutastjórnar minnka að sama skapi. Þegar ríkisstjórn Þorsteins sam- þykkti bráðabirgðalög um frystingu launahækkana þurfti sú ákvörðun að liggja fyrir sex dögum fyrir út- borgunardag. Þetta er sá frestur sem stórir vinnuveitendur, eins og til dæmis ríkið, þurftu til að keyra út launaseðla og var þá miðað við að unnið væri bæði sunnudag og mánu- dag. Samkvæmt þessu rennur frestur stjómmálamanna til þess að fram- lengja launafrystinguna út á sunnu- daginn. Ef þessi frestur rennur út má búast við að launþegar fái sína 2,5 prósent kauphækkun. Ákvörðun um verðstöðvun, búvöruverð og fisk- verð er hægt að taka með skemmri fyrirvara. -gse Þarf ákvörðun fýrir helgi ef laun eiga ekki að hækka Meirihlutastjóm fyrir aögeröir: Eru regnhlífarsamtök að myndast? Hér standa Borgaraflokksmennirnir Guttormur Einarsson og Þórir Lárusson undir regnhlífinni hans Alberts fyr- ir utan Alþingishúsið. DV-mynd GVA Albert Guömundsson: Steingrímur hafði aldrei mik- inn áhuga á að ræða við okkur Þegar Steingrímur Hermanns- son gekk upp tröppurnar á Bessastöðum á hádegi á mánu- dag leit hann á úrlð sitt. Sá frest- ur, sem hann gaf sér til myndun- ar meirihlutastjórnar, rennur út á hádegi á morgun. Möguleikar hans á myndun slíkrar stjómar hafa minnkað jafnt og þétt eftir því sem á frestinn gengur. DV-mynd GVA Matthías Bjamason: „Steingrímur tekur sér allt of langan tíma“ „Auðvitað er þetta allt of langur tími sem Steingrímur hefur tekið sér í þessar stjórnarmyndunarviðræður og ég held að honum hefði verið nær að halda báðum höndum í síðasta ríkisstjórnarsamstarf,“ sagöi Matt- hías Bjarnason, þingmaður sjálf- stæðismanna, þegar hann var spurð- ur að því hve langan tíma hann teldi eðlilégan fyrir tilraunir Steingríms. Matthias Bjarnason hefur viörað áhuga á samstarfi við Alþýöubanda- lag varðandi stjórnarmyndun. Sagöi hann aö fleiri í Sjálfstæðisílokknum gætu vel fellt sig viö þannig „nýsköp- unarmynstur“. Væru það menn bæði innan og utan þingflokksins. Þegar Matthías var beðinn að nefna hvaða fleiri þingmenn væru til viðtals um þannig stjórn, nefndi hann til þá Eggert Haukdal og Pálma Jónsson. - En þú hefur veriö gagnrýninn á þann talnaleik sem ræður ríkjum í öllum stjórnarviðræðum. „Þetta eru óþolandi vinnubrögð og eru auðvitað eingöngu til þess fallin að tefja sijórnmálaumræöuna. Þetta er tilvaliö tækifæri fyrir menn, sem aldrei geta tekið ákvörðun, til að drekkja öllu í pappírsflóði." -SMJ Á frekar von á því að það gangi ekki - segir Jón Baldvin Hannibalsson „Þaö er nánast smekksatriði," sagði Jón Baldvin Hannibalsson þeg- ar hann var spurður að því í gær hvort tími væri til þess að mynda meirihlutastjórn og ganga frá stjórn- arsáttmála áður en grípa þyrfti til bráðaaðgerða. „Það fer eftir því hvað menn vilja hafa ítarlegan stjórnarsáttmála. Eg rifia upp að stjórnarsáttmáli síðustu ríkisstjómar var ákaflega ítarlegur enda saminn af okkur krötum. Hann var svona ítarlegur vegna þess að við vorum nýir aðilar að stjórnarsam- komulagi og vildum binda fasta hnúta. Við erum nú reynslunni rík- ari. Aðalatriðið er að menn vinni saman af heilindum og trausti. Þá getur stjórnarsáttmálinn verið stutt- ur og knappur." - Áttu von á því að Framsókn, Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi ásamt Stefáni Valgeirssyni takist að mynda meirihlutastjórn áöur en fresturinn rennur út? „Ég á nú von á því samkvæmt gam- alli reynslu og kynnum af Alþýðu- bandalagsmönnum að þeir vOji velta fyrir sér texta. Ég á frekar von á því að það gangi ekki. Þó hef ég mikið dálæti á því sem Churchill sagði einu sinni að ríkisstjórnir, sem ætlað er langlífi, eigi aö sitja saman yfir kaffi- bolla og glasi af koníaki," sagöi Jón Baldvin. -gse „Eg held aö Steingrímur hafi aldrei haft mikinn áhuga á að ræða við okkur. Ég held reyndar að hann hafi ekki ennþá áttað sig á tilvist Borgara- flokksins. Hann minnist aldrei á okk- ur í blaðaviðtölum eins og t.d. sjá mátti i nýlegu opnuviötali í Þjóðvilj- anum þar sem hann minnist ekki orði á okkur,“ sagði Albert Guð- mundsson, formaöur Borgaraflokks- ins, en flokkurinn virðist varla vera lengur inni í myndinni varðandi sjómarmyndunarviðræöur Stein- gríms Hermannssonar. Albert sagði að hann væri ekki sáttur viö hvernig Steingrímur með- höndlaði stjómarmyndunarumboð- ið. Hann hefði fengið umboð frá for- seta til að mynda meirihlutastjórn en nú væri bersýnilegt að Steingrím- ur teldi nóg aö mynda stjóm meö meirihluta í sameinuðu þingi. „Ef hann hefur ekki meirihluta til að koma máli í gegnum báöar deildir þá er hann ekki með meirihluta- stjórn. Ef hann hefur ekki fleiri en 32 þingmenn með sér á hann aö skila umboðinu og gefa öðrum kost á að mynda stjórn.“ Albert sagöi þó að þeir Borgara- flokksmenn hefðu ekki gefið neina möguleika frá sér - þeir hefðu hvorki sagt já né nei við tilraunum Stein- gríms. -SMJ Þá er búið aö skella í lás á Þing- eyri. Sýslumaðurinn á ísafirði gerði sér ferö til Þingeyrar í fyrra- dag og innsiglaði atvinnurekstur kaupfélagsins þar sem það var löngu hætt aö standa skil á sköttum til Jóns Baldvins. Forráðamenn kaupfélagsins yppta bara öxlum og segja að þetta komi þeim ekki viö. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að hægt sé að greiöa skatta. Ef ríkið geti ekki skapað rekstrar- gmndvöll fyrir kaupfélagiö þá verði engir skattar greiddir, hvorki söluskattur né staögreiðsluskattar. Þetta er auðvitaö hárrétt afstaða hjá þeim á Þingeyri. Það er von- laust að vera að stússa í kaupfé- lagsrekstri ef enginn grundvöllur fæst frá ríkinu. Önnur fyrirtæki ættu hiklaust að fara í kjölfarið og hætta grundvallarlausum rekstri. Svo ekki sé nú minnst á heimilin. Síðustu fréttir herma að vísitölu- fjölskyldan þurfi nú nær'190 þús- und króna tekjur á mánuöi til að tóra. Það er vitað að þúsundir vísi- töluíjölskyldna ná ekki þessum mörkum og þar með enginn grund- völlur fyrir neikvæöum rekstri þeirra heimila. Þessar fjölskyldur verða að sjálfsögðu að fá sérfræð- inga þjóðhagsstofnunar til að Leitað að grundvelli reikna út hvaða efnahagsaðgerðir þarf til að koma rekstrinum á rétt- an kjöl og krefjast aðgeröa í sam- ræmi við það. Gangi það ekki eftir er ekki um annað að gera en hætta þessu og láta loka heimilum sem hafa engan rekstrargrundvöll. Eft- ir fréttum að dæma er enginn grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri ríkisins því þar vantar milljarða upp á að endar nái sam- an. Tómt mál að tala um áframhald á rekstri fyrirtækja því að þar er allt á hvínandi kúpunni og nú sið- ast er það sem sagt komiö í ljós að vísitölufjölskyldan er gjaldþrota líka. Þá er ekki annað eftir en að loka öllu heila klabbinu þar til tek- ist hefur að finna þennan eftirlýsta rekstrargrundvöll. Sumir standa í þeirri trú að viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar gangi einmitt út á þessa leit að grundvellinum. Aðrir halda því fram að viðræð- urnar gangi aðeins út á þaö að finna út hverjir geti unniö saman í stjóm, burtséð frá öllum efna- hagsaðgeröum. Það hafi nefnilega sýnt sig að meðan menn gruni hver annan um að fela rýting í erminni þá séu allar viöræður tóm sýndar- mennska. Enda sé efnahagsvand- inn ekki meiri en svo að ef Davíð hætti við aö byggja skoppara- kringluna í Öskjuhlíð en láti ríkið fá peningana í staðinn sé búiö að leysa vandann um aldur og ævi, aö því er manni skilst. Borgarstjór- inn hefur hins vegar brugðist hinn versti viö og harðneitar að borga krónu. Kvennalistinn er æfur út í Ólaf Ragnar og segir hann ljúga til um afstöðu Kvennalistans en Ólafur Ragnar svarar fullum hálsi og seg- ist engu hafa logið. Guðrún Helga- dóttir vill ekki að Alþýðubandalag- ið fari í stjórn nema Kvennalistinn komi með og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir vill ekki sjá að Borgara- flokkurinn fari í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum, hvað sem öllum málefnum líður. Stefán Valgeirs- son vill hins vegar ólmur fara í stjórn með hverjum sem er og er tilbúinn að semja um hvað sem er til þess að það nái fram að ganga. Nú, svo vill Svavar ekki fara í stjórn með Steingrími en Jón Bald- vin vill fara í stjórn með Steingrími eða Þorsteini en ekki báðum. Þor- steinn vill líka fara í stjórn með Jóni Baldvin en ekki Steingrími sem aftur á móti vill fara í stjórn með öllum nema Þorsteini. Meðan á þessum leik stendur gefst auðvit- að enginn tími til aö leita aö rekstr- argrundvelli þjóðarbúsins þótt þjóðhagsstofnun sé látin reikna upp og niður og út og suður út frá hugdettum einstakra stjórnmála- manna. Svo er líka verið að reikna í fjármálaráðuneytinu og þar fæst allt önnur útkoma en í þjóðhags- stofnun fyrir svo utan það að út- reikningar ASÍ sýna allt aðra út- komu svo ekki sé nú talaö um út- reikninga iðnrekendafélagsins eða VSÍ að ógleymdum útreikningum Verslunarráös. En nú eru stjórn- málaforingjarnir í því að reikna út hverjum megi treysta og hverjum ekki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.