Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 19
Öruggur sigur íslands - á móti heymarlausra Um helgina var háö fjölþjóðlegt mót í handknattleik heyrnar- lausra í Laugardalshöll. Þátt- tökuþjóðir voru þrjár, íslending- ar, Norðmenn og V-Þjóðveijar. Bar íslenska liðið sigur úr býtum. íslendingar tefldu raunar fram tveimur liðum en leikmenn b- liðsins léku sem gestir og var því ekki hliðsjón höfð af leikjum b- liðsins í sjálfu mótinu. íslendingar unnu báða sína leiki, fyrst gegn Norðmönnum 28-15 og síðan gegn V-Þjóðverjum B-lð. Önnur úrsht urðu þessi: V-Þýskaland-ísland b.....21-22 ísland-ísland b..........28-24 Noregur-V-Þýskalarid.....15-25 Noregur-ísland b.........25-28 Jóhann Ágústsson varð marka- hæstur á mótinu en hann gerði 21 mark í tveimur leikjum. Besti maður mótsins var hins vegar kjörinn Jörg Hesseln frá V- Þýskalandi. Þess má geta að keppnin, sem fór vel fram, var haldin í tilefni af 10 ára afmæli íþróttafélags heymarlausra. -JÖG Eyjasigur í Kópavogi ÍBV sigraði Breiðabhk, 3-1, í hinni árlegu bæjakeppni Kópa- vogs og Vestmannaeyja í knatt- spymu en liðin mættust á Vallar- gerðisvelhnum í Kópavogi á sunnudaginn. Leifur Hafsteinsson skoraði tvö marka Eyjamanna og það þriðja kom er markvörður Breiðabliks missti boltann í eigið mark eftir langt innkast Jóns Braga Arnars- sonar. Arnar Grétarsson skoraði mark Breiðabliks. -VS Stórsigur Valsstúlkna Valur sigraöi KR, 4-0, á Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu kvenna á laugardaginn. Þetta var fyrri leikur hðanna, sem em þau einu sem taka þátt í mótinu. Bryndís Valsdóttir skoraði 2 mörk, Kristín Arnþórsdóttir og Sirrý Haraldsdóttir eitt hvor. í Litlu bikarkeppninni í kvennaflokki vann Stjarnan sig- ur á FH, 5-2, og ÍA vann síðan FH, 13-0. -MHM/VS • Gunnar Gunnarsson i leik með IFK Malmö á siðasta keppnistima- bíli. Hann fær nú það hlutverk að stjóma sóknarleik Ystad. Gunnar til Ystad - gerum allt til að komast á toppinn, segir varaformaður Ystad Gunnar Gunnarsson handknattleiksmaður mun leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Ystad á næsta keppnistíraabih. Gunnar hefur síð- ustu tvö árin leikið með IFK Malmö, fór með liöinu upp í úrvalsdeild- ina í fyrra en á nýliðnu tímabili féll það úr deildinni á ný. „Gunnar er mjög góður leikmaður og við þurftum nauðsynlega að fá mann á borð við hann til að binda saman sóknarleik liðsins. Hann hafði ekkert aö gera h)á Malmö, ég tel að það hafi komið í veg fyrir að hann kæmist í íslenska landsliðið að hann skyldi ekki leika með betra hði á síðasta tímabih. Ég vona svo sannarlega að Gunnar vinni sér landshðssæti sem leikmaður Ystad,1' sagöi Leif Persson, varafor- maður Ystad, í samtali við DV í gær. „Við lentum í 9. sæti á síðasta tímabili og slík útkoma er hneyksli þegar Ystad á í hlut. Við munum gera allt til þess að komast á toppinn á nýjan leik, markmiðið er að ná í 4-liða úrshtin á næsta tímabih og til þess þurfum við snjalla leikmenn á borð við Gunnar Gunnars- son,“ sagði Persson. Hann gat þess ennfremur að Ystad ætti í viðræð- um við einn af bestu markvörðum Svía og væntanlega yrði gengiö frá samningtun við hann og Gunnar á sama tima að 1-2 vikum liðnum. Valið milli Ystad og Vals „Mér hst mjög vel á þetta því Ystad er mikih handboltabær og þetta er eitt gamalgrónasta handknattleiksfélagið í Svíþjóð. Ég var ákveðinn í að fara frá Malmö og hefði farið heim og leikiö með Val næsta vetur ef þetta hefði ekki komið til. Ég setti reyndar það skilyrði að Ystad fengi til sín góöan markvörð og þeir eru í viðræðum við tvo slíka, þannig að það er öruggt að ég fer til þeirra,“ sagði Gunnar við DV í gær. Gunnar er 27 ára gamall miðjumaður og hefúr komið víða viö á sín- um ferh. Heima á Islandi lék hann fyrst með Víkingi, þá Þrótti og loks Fram. Þaðan hélt hann til Ribe í Danmörku og síðan lá leiðin til Malmö. Það verða því a.m.k. tveir íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur því Þorbergur Aðalsteinsson hefur gert nýjan samning við Saab, eins og áður hefur komið fram í DV. -VS Hermundur þjálfar Bodö Hermundur Sigmundsson, fyrrum handknattleiksleikmaður með Stjörnunni, verður þjálfari og leik- maður hjá norska 2. deildar félaginu Bodö á næsta keppnistímabili. Hermundur fór til Noregs í haust og hugðist leika með Bækkelaget í 1. deild en varð fyrir því óhappi að shta krossbönd og missti af öllu keppnistímabilinu. Hann er 24 ára gamall og lék með Stjörnunni til vorsins 1988 og á aö baki leiki með 21 árs landshði íslands. „Það er mikill áhugi í Bodö og mér hst ágætlega á þetta verkefni. Ég er að verða góður af meiðslunum og þetta er gott tækifæri til að vinna sig upp á nýjan leik,“ sagði Hermundur í samtali við DV í gær en hann geng- ur væntanlega frá samningi við fé- lagið um næstu helgi. Þaö verða því tveir íslenskir þjálf- arar starfandi í Bodö næsta vetur því eins og DV hefur áður sagt frá hefur Sveinbjörn Sigurðsson verið ráðinn þjálfari kvennahðs Junkerens frá Bodö. -VS Arnór í ákeyrslu - slasaöist á hálsi og getur ekki æft Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Fyrir nokkru lenti Arnór Guðjo- hnsen knattspyrnumaður í árekstri. Ók Arnór á kyrrstæðan bíl en hann var sjálfur á lítilli ferð eða um 40 kílómetra hraða. Með Arnóri voru tveir íslenskir kunningjar hans og sakaði þá ekki. Arnór fékk hins vegar skurð á ennið þar sem hann var ekki með öryggis- belti. Arnór hélt að hann hefði ekki slas- ást meira en í kjölfar leiks tveimur dögum síðar fann Arnór til eymsla í hálsi. Taldi hann það slæman hálsríg en áverkinn hefur enn ekki horfið og hefur raunar ágerst síðasta kastið. Arnór hefur ekkert getað æft með Anderlecht síðan þetta gerðist og má sætta sig við að sofa með sérstakan kraga sem styður við hálsinn. Arnór fer í myndatökur á morgun vegna þessa áverka og kann þá að koma í ljós hvað veldur. Arnar í DV-viðtali - sjá bls. 39 • Jón Kr. Gíslason og Teitur Örlygsson voru heiðraðir sérstaklega að loknu Norðurlandamótinu í körfuknattleik á laugardaginn. Jón átti langflestar stoð- sendingar allra leikmanna á mótinu og Teitur var valinn i fimm manna úrvalslið Norðurlanda. Nánar er fjallað um mótið á bls. 24-25. DV-mynd Ægir Már Arsenal malaði Norwich - sjá bls. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.