Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 44
1 F 6 R \ . r T A S 1 K O T I Ð • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simí 27022 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989. Sala Útvegsbankans: Þinglýsinga- og stimpilgjöld felld niður Þegar Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra seldi Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðubanka hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum var skrifað undir nokkrar athyglisverðar bókanir. Þannig er bókað að ráðherra beiti sér fyrir því að innlánsviðskipti ríkis- stofnana, ríkisfyrirtækja, opinberra sjóða og annarra tengdra aðila hald- ist í hinum sameinaða banka þrátt fyrir sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Utvegsbanka íslands hf. Þá er bókað að sala hlutabréfanna sé undanþegin stimpilgjöldum sam- kvæmt 9. grein laga um Útvegs- _bankann frá 1987. Ráðherra mun enn fremur beita sér fyrir að feOd veröi niður þinglýsingar- og stimpilgjöld af öðrum eignayfirfærslum og trygg- ingaskjölum vegna sameiningar bankanna. Varðandi uppgjör á greiðslum er bókað að seljandi samþykki að taka sem fullgilda greiðslu á nafnverði, skuldabréf í eigu bankanna þriggja, sem gefin eru út af ríkissjóði eða Framkvæmdasjóði íslands með áfóllnum vöxtum og verðbótum. -JGH Öánægja í utanríMsþjónustunni: Astæðan samdráttur í yflrvinmi starfsmanna - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Að sögn Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanríkisráðherra má rekja óánægju þá sem koraið hefur fram í utanríkisráðuneytinu, og meðal annars birst í uppsögn Bene- diks Gröndals, til þess að verulega hefur verið dregiö saman í launa- kostnaði. Jón Baldvin sagði að við afgreiðslu fjárlaga hefði verið gert ráð fyrir því að lækka launakostn- að um 4%. Að því hefði hann uhnið með því að lækka yfirvinnugreiðsl- ur. „Þetta er framkvæmt þannig að yfirmenn eru gerðir ábyrgir íyrir því að þeirra svið lækki laun um 4%. Þeir hafa því á hverjura mán- uði kvóta yfir yfirvinnu í heild og verða að sjá um að hún sé greidd þeim sem mesta vinnu leggja á sig innan þess heildarramma. Allar hafa þessar sparnaöaraögerðir vakið mikla óánægju sumra starfs- manna. Þær eru hins vegar nauð- synlegar og þættu ekki blaðamatur ef um venjulegt fyrirtæki væri að ræða,“ sagði Jón Baldvin. Þá má búast við því að öldumar eigi en eftir að rísa i utanríkis- þjónustunni. Allmargir sendiherr- ar eru nú á heimleið og hafa komið upp nöfn eins og Þórður Einarsson í Svíþjóð, Hörður Helgason í Dan* mörku og Ingvi Ingvason i Banda- ríkjunum. Öruggt er að Haraldur Kröyer i Frakklandi og Páll Ásgeir Tryggvason í V-Þýskalandi koma heim og fyrir er Niels P. Sigurðs- son, nýkominn frá Noregi. Hann hefur enn ekki fengið borð né starf í ráðuneytinu og óttast hinir að sama hlutskipti bíði þeirra. Bak við þilið bíður sú lítt dulda ákvörðun að leggja niður heima- sendiherrana. Þar með fækkar sendiherrastöðum talsvert en auk Benedikts hefur Hannes Jónsson gegnt því starfi. Bseði Hannes og Níels neituðu þvi í samtali við DV í gær að þeir myndu grípa til svip- aðra aðgeröa og Benedikt. Tók þó Niels fram að hann biði eftir starfl í ráðuneytinu sem hæfði sendi- herra. Jón Baldvin mun hitta Benedikt Gröndal sendiherra að máli í dag til að ræða þeirra raál. í bréfi því sem Benedikt sendi forseta íslands segist hann hafa verið einangr- aður, afskiptur og í farbanni. Þá hafi ráðherra tekið sínar ákvarð- anir varðandi embættið án nokk- urs samráðs við Benedikt. -SMJ Heræfmgar: Heimavarnarliðið reynir á þanþolið Heræfingar Bandaríkjamanna hefiast á Suðurnesjum þriðjudaginn 20. júní og standa til 28. júní. Aö sögn Ingibjargar Haraldsdóttur, formanns Samtaka herstöðvarandstæðinga, er ætlunin að skipuleggja ýmsar uppá- komur í kringum heræfmgarnar. Á þriðjudagskvöldið verður mótmæla- staða við bandaríska sendiráöið. Þá er ætlunin að senda sveitir úr svo- v^ölluðu heimavamarhði að æfing- 'arsvæðinu og láta reyna á hvort is- lenskt landsvæði verður lokað fyrir íslendingum. i hópunum er ætlunin að verði 40 til 50 manns og munu þeir dreifa sér um æfingarsvæöið. -SMJ DV kemur næst út mánudaginn 19. júní. Smáauglýsingadeild blaðsins verð- ur opin um helgina sem hér segir: __ í dag, föstudag, til kl. 22. " Sunnudag 18. júní frá kl. 18.-22. Lokað verður laugardaginn 17. júní. Þegar bensínfákurinn bilar verður stjórnandinn að grípa til sinna ráða. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa verið að snyrta Austurvöll undanfarið fyrir væntanlega þjóðhátíð. Sláttuvélin biiaði og sláttuvélastjórinn, Árni Egilsson, skreið undir tryllitækið og dyttaði að því sem þurfti. DV-mynd JAK LOKI Ég tek undir með Jóni Bald- vin: Betri eru þrírsendiherrar heima en einn erlendis. Veörið á morgun: Rigning um allt land í fyrramálið verður nokkuð hvöss austan- eða suðaustanátt og rigning um mestallt landið, en snýst í suðvestanátt með skúrum um suðvestanvert landið upp úr hádegi. Léttir líklega til norðaust- an lands annað kvöld. Hiti verður viðast 10-14 stig. Tveir ungir bensínþjófar Lögreglan handtók í gærkvöld tvo unga menn við að stela bensíni. Þeir gistu fangageymslur í nótt. Mann- anna bíða yfirheyrslur af hálfu Rannsóknarlögreglunnar sem fer meðrannsóknmálsins. -sme SS tapaði 273 miljjónum Sláturfélag Suðurlands tapaði 273 milljónum króna á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hvolsvelli í gær. Fram kom að 4,5 milljóna króna hagnaður varð af starfseminni fyrstu þrjámánuðiþessaárs. -JGH Barn varð fyrirbíl Barn á reiðhjóli varð fyrir bíl á Sætúni, við LaugarnesUnga, í gær- kvöldi. Barnið var flutt á slysdeild. Það mun ekki vera hættulega slasað. -sme NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.