Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. 7 Sandkom Þegarþetta erlesiögetur veríðaðborg- ai-ai’scukonxn- irmníylinná . stjórnaríieimil- inu.Einsgetur veriðaðaíitsé íariðiháaloflí þessudaðrí borgaraogrtk- issfjómar. I*ví var fleygt fyrir helgina að stemningin væri afakaplega undarleg i þessum aíar löngu viðræðum - eða málfund- um eins og Júlíus kallar þær. Einn vaskur ráðuneytisdrengur líkti and- rúinslofinu við þaö þegar maður lendir í aö dansa langa dansa við fjót- arkonuí. „Þegar dansað er við Ijótar konur vill maður hafa lögin stutt“ Löggutaktík Ástandiðá Patreksfiröi liefurvaiiafar- iðframhjá neinumenda veriðfrekar bágboriö lergi veÍ.VirtisrupiJ- boðiðmarg- nefnrlasosum ekki veraallL- afgerandihvað ástandið varðaði. Hins vegar varð út af því nokkurt aðrafok og fróðlegt að fyigjast með viöbrögðum ráða- manna. Steingrímur var fljótur til að tala umaðstoð og aukninguá kvóta með setningu bráöabirgðalaga. Halldór félagi hans brást hinn versti við og sagði að engin bráðabirgöalög yröu sett um aukningu á kvóta. Þriðja aðilanum, hinum abnenna Patreksfirðingi, hlýtur því að líöa eins og manni i gæsluvaröhaldi. Hann er yfirheyrður til skiptis af góðu og vondu löggunni og verður loks svo öldungis ruglaður og ör- væntingarfullur að hann gengur að þeim stólyrðum sem fyrir hann eru sett - hver sem þau kunna að verða. Að sitja kyrr á sama stað Þeirverða alltaffleiri oa fleirisem verslaígegn- umvörulista. Þykir þægi- legra aösitja viðeldhúsborð- iðmeðkafB- bolla.fletta þessumdoð- röntumsem bjóða nær aUt milli himins og jaröar en að arka búö úr búð i misjöfhu veðri. Þettaereinsogaðferðastá landakortinu. Undanfariðhafamarg- ir fengið lítinn hækling inn um lúg- una sem auglýsir vörulista frá einni af stærstupóstverslunum Evrópu. Til að auðvelda viðskiptavinunum að kaupa inn hefur listi þessi verið ís- lenskaöur. Vátón er sérstök athygli á að þetta sé eini vörulistinn með ís- lenskri þýðingu. í gulum og rauðum hringá forsíðu auglýsingabæklings- ins stendur „Eini vörulistinn með íslenskrí þýðingen!" Kaupfélagsstríð Mitóðverð- stríörauneiga sérstaðísölu byggingarvara áBlönduósi. Bygginga- meistariá staönum „fír- aði“ verðinu niðurívormeö þvíaögerahag- stæðinnkaupá by ggingarvörum sem hann flutti beint inn. Kaupfélagsmenn vildu ektó láta sitt eftir liggja og svöruðu með sumarútsölu á byggingarvörum. Kaupfélagsmenn buðu mönnum þar að aukl að leita tilboða - prútta. Bygg- ingametstarinn framtakssami mun vera þekktur fyrir annað en aödáun á kaupfélaginu og hélt áfram aö segja því strið á hendur. Nú síðast ^röist hann svo kotrostónn aö setja í aug- lýsingu sína slagorðiö „eflum heima- byggð!“ en það mun vera afar kaup- félagslegt. Umsjón: Haukur L. Haukaaon Fréttir Víðtækar aðgerðir í þingbyrjun - segir Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráöherra „Það eru mörg erflð verkefni hér framundan vegna mikilla erfiðleika í íslensku efnahagsM meðal annars vegna aflabrests. Þá skapar það meiri möguleika á að taka á þeim málum með róttækum hætti að hafa traustan meirihluta í þinginu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra í tilefni af inngöngu Borg- araflokksins. „Það sem ég tel vera stóra verkefn- ið á næstu árum er að skapa hér nýjan grundvöll í atvinnu- og efna- hagsmálum. í grófum dráttum er samkomulag innan ríkisstjórnarinn- ar um hvað þurfi að gera. Það hefur komiö fram í umræðunni á undan- fómum vikum að það er breið sam- staða um hér þuríi að knýja fram róttækar skipulagsbreytingar í at- vinnumálum til aö renna stoðum undir þennan grundvöfl. Það þarf eihnig að gera það í fjármálakerfi þjóðarinnar og í stjóm ríkisfjár- mála.“ - Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur sagt að ríkisstjóm- in vinni nú aö efnahagstillögum: „Það er alveg rétt. Við höfum verið að undirbúa víðtækar aðgerðir sem við munum leggja fyrir þingið þegar það kemur saman,“ sagði Olafur Ragnar. Alþýðubandalagið mun halda mið- stjórnarfund sinn á fóstudag og laug- ardag þar sem innganga Borgara- flokksins í ríkisstjómina verður af- greidd. Efnahagsaðgerðir í haust? Birtast í f járlögum og lánsf járlögum - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra „Það ætti ekki að koma lesendum DV á óvart þar sem Guðmundur G. Þórarinsson, efnahagsnefndarmaö- ur Framsóknar, hefur verið að skrifa þær tillögur upp í kjallaragreinum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráöherra um þær tillögur sem Steingrímur Hermannsson segir að séu í vinnslu í stjórnarflokkunum. „Efnahagsnefnd Alþýðuflokksins hefur starfað frá því snemma á þessu sumri. Starf hennar hefur snúist að talsverðu leyti um gerð fjárlaga nú og eins og stefnumörkun í land- búnaðarmálum, tillögugerð um sam- drátt í ríkisútgjöldum á veigamiklum sviðum eins og skólamálum og heil- brigðismálum, auk þess sem menn hafa fjallað um og leitað ráða út fyr- ir flokkana um þýðingarmikla máda- flokka eins og gengisstefnu og pen- ingamálastjóm." - Má þá búast við að ríkisstjómin leggi fram pakka í upphafi þings? „Nei, það er ekki máhð. Niðurstað- an í þessu starfi birtist fyrst og fremst í efnahagsmálafrumvörpum sem heita fjárlagafrumvarp og lánsíjár- lagafmmvarp,“ sagði Jón Baldvin. -gse Július Sólnes á þinginu síðastliðinn vetur. Það er stutt fyrir hann að fara í ráðherrastól. DV-mynd GVA Brýn nauðsyn á ráðherrastóli? Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra mm setja bráðabirgðalög til þess aö tryggja Júlíusi Sólnes, for- manni Borgaraflokksins, ráðherra- stól. í lögum um stjórnarráð íslands er ekki gert ráð fyrir að ráðherra geti setið í ríkisstjóm án ráðuneytis. Því er þörf á sérstökum lögirni um ráð- herradóm Júlíusar fram til áramóta. Samkvæmt stjórnskipunarlögum er forsetanum heimilt að samþykkja bráðabirgðalög þegar „brýna nauð- synbertil“. -gse Brautarholti 2 - Kringlunni - Akureyri JAPISS HÖRKUTÚL FRÁ PANASONIC 1000 vön. TVÍSKIPTUR VELTIHAUS. HÓLF FYRIR FYLGIHLUTI í RYKSUGUNNI. INNDRAGANLEG SNÚRA. STIGLAUS STYRKSTILLIR. RYKMÆLIR FYRIR POKA. OG UMFRAM ALLT HLJÓÐLÁT, NETT OG MEÐFÆRANLEG. VERÐ AÐEINS KR. 9.900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.