Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. 5 Fréttir Á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær: Mitterand Frakklandsforseti til vinstri ásamt túlk sínum, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. /ögj Hl nrj-n _ |bm DV-mynd: BG Evf itt að gera sammng með miklum undanþágum sagði Francois Mitterrand Frakklandsforseti á blaðamannafundi á Hótel Sögu Stefna íslendinga varðandi fisk- veiðar myndi að sjáfsögðu skapa erf- iðleika ef um væri að ræða samruna íslendinga við Evrópubandalagiö. En markmið EB er að skapa fijálsan innri markað aðildarríkjanna með þeirri áhættu sem það heíði í fór með sér. Þannig komst Francois Mitterrand Frakklandsforseti að orði þegar hann var spurður um viðhorf hans til sérstöðu íslendinga varðandi fisk- veiðar. Eftir fund Frakklandsforseta og íslenskra ráðamanna var haldinn blaðamannafundur að Hótel Sögu þar sem flestum spumingunum var beint til Mitterrand. Hann tók það skýrt fram að ef veita ætti hverju og einu EFTA-ríkjanna undanþágur yrði enginn samningur. Hann tók hins vegar fram að þegar upp væri staðið þá væri'alltaf um að ræða undanþágur við slíka samn- inga. Mitterrand sagði að alhr gerðu sér grein fyrir að efnahagur íslend- inga byggðist á fiskveiðum. Þetta væri mikið vandamál sem yrði að taka á. Mitterrand sagði einnig að menn yrðu að átta sig á því að það væri ekki um það að ræða hjá íslandi né hinum EFTA-ríkjunum að taka þátt í þeim samruna sem EB löndin hefðu sett sér að ætti sér stað. Það er hins vegar hugmyndin að EFTA-löndin verði þar einhvers staðar á milli. Til þess þyrfti að vera hægt að finna reglur sem gætu gilt þánnig að sam- starf tækist engu að síður og næðu því markmiði að ná hinu fems konar frelsi; í þjónustu, fj ármagnshreyfmg- um, búsetu og atvinnuréttindum. Samningar við A-Evrópu á eftir EFTA-samningum Frakklandsforseti sagði að erfitt væri að segja til um tímasetningar í þróun varðandi A-Evrópu og þá sér- staklega í Ungverjalandi. Hann sagði að erfitt væri að sjá að hægt yrði að gera samning við eitthvert A-Evr- ópulandanna áður en samningar næðust við EFTA. Aðspurður um leiðtogafundinn í Reykjavík sagði Mitterrand að hann hefði verið mjög mikilvægur á sínum tíma og upphaf nýrra tíma. Um af- vopnunarviðræður þær sem nú standa yfir sagðist hann telja að þær ættu ekki að undanskilja neitt svið hermálanna og nefndi sérstaklega eiturefnavopn þótt hann segði að nauðsynlegt væri að taka einn og einn hð fyrir í einu. En hann tók fram að afvopnunin yrði aö vera samhliða. Mitterrand sagöist telja aö viðræð- urnar á mihi EFTA og EB væra rétt að hefjast og þær yrðu án efa seinleg- ar og tímafrekar. Hann sagði að það lægi í augum uppi að þama væri verið að ræða um hluti sem hefðu í för með sér gífurlegar breytingar fyr- ir samfélög þessara landa og breytti þeim jafnvel algerlega. Þá sagðist hann hafa talið mikhvægt að sjónar- mið hans og Frakka kæmi fram áður en embættismannaviðræður hæfust formlega í lok desember. -SMJ Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, lagði mikla áherslu á að fá að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, i hinni stuttu heimsokn sinni. Hann náöi því aö koma við hjá Vigdísi að Laufásvegi 72 hálfri klukkustundu áður en hann flaug héðan. DV-mynd GVA Tvíhliða viðræður við EB óskhyggja - sagöi Jón Baldvin Hannibalsson efdr fundinn í gær „Astæðan fyrir því að við völdum þessa leið er sú að það kom ábending um það frá Evrópubandalaginu að Fríverslunarríkin semdu sameigin- lega. Og hvers vegna? í fyrsta lagi vegna þess að Evrópubandalagið er lokuð búð. Það verður engu nýju aðildarlandi hleypt inn í EB fyrr en árið 1995. Það vita allir. Við þurfum að leysa okkar mál fyrr. Það þýðir um leið að EB er ekki að bjóða upp á neinar tvíhhða lausnir - það er ekkert á dagskrá. Það sem er á dag- skrá er að við leitum eftir samning- um, EFTA sem hehd, við EB, sem hehd. í þeim samningum er svo hægt að taka thht til sérstöðu einstakra landa og þá ekki bara íslands," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra eftir fundinn með Mitter- rand í gær. Hann sagði, þegar hann var spurður nánar um þær kröfur ýmissa stjórnmálcunanna að taka upp tvíhhða samningáviðræður við EB, að þær hugmyndir stjórnuðust af óskhyggju. - En er hægt að fá sérstöðu íslands festa við samningsgerðina? „Franski forsetinn sagði, og þaö sýnir rökvísi hans: Tómar undan- þágur - enginn samningur. Án und- anþága - enginn samningur en samningur án undanþága er óhugs- andi. Við fengum viðurkenningu á sérstöðu íslendinga sem felst í því aö við erum eina þróaða landið í Evrópu sem byggir atvinnulíf sitt svona mikið á fiskveiðum og fiskiðn- aði. Þetta þýðir að það em ákveðnir erfiðleikar aö því er varðar hina sameiginlegu fiskveiðistefnu banda- lagsins gagnvart okkur sem á ekki við gagnvart öðrum fiskútflutnings- þjóðum. Þetta þýðir aö við höfum sérstöðu og á þessum fundi kom fram að þessi mikli raunsæismaður og rómantíker í póhtík viðurkennir þessa sérstöðu. Hann sagði aö hún væri raunveruleg og hann boðaði aö hann ætlaði að skrifa okkur bréf þar sem hann lýsti skhningi sínum á því. - Það er stórmál," sagði utanrík- isráðherrann. - EnhefurMitterrandmeðþessum fundi gert sjálfan sig ábyrgan fyrir því að samningar náist? „Þegar forseti Frakklands tekur til orða á þann veg um sérstöðu íslands að hún sé auðskilin og raunveruleg og hann muni skrifa sérstaklega bréf th að staðfesta skilning sinn á því þá þýðir það að áhyggjur af þessari sérstöðu eru mun minni en áður var. Persónulegi þátturinn getur að sjálfsögðu skipt sköpum í málum sem þessum. Ef forseti Frakklands hefur í eigin persónu fengið ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um sér- stöðu íslands, sem hann tekur ghdar, og hefur skhning á því hvaða vanda- mál em uppi þá hefur það stórpóh- tíska þýðingu," sagði Jón Baldvin. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.