Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 1
l k : . DAGBLAÐIÐ - VlSIR 151. TBL. - 80. og 16. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1990. I VERÐ í LAUSASÖLU KR. 95 Dómur í Hafskipsmálinu 1 morgun: Fiórtán voru svknaðir W # Björgólfur Guömundsson, fyrr- verandi forstjóri Hafskips, og Páil Bragi Kristjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri íjármálasviös fyrirtækisins, voru dæmdir í skil- orðsbundið fangelsi vegna þátttöku í Hafskipsmálinu í sakadómi í morgun. Björgólfur fékk fimm mánaða dóm en Páll Bragi tveggja mánaða. Fullnustu dómsins var frestað í tvö ár og munu þeir því ekki sitja hann af sér nema þeir gerist brotlegir á þeim tíma. Helgi Magnússon, endurskoð- andi fyrirtækisins, var dæmdur til 100 þúsund króna sektar sem telst að fullu greidd með 20 daga gæslu- varöhaidi. Fjórtán hinna ákærðu voru sýkn- aðir í sakadómi. Ragnar Kjartans- son var sýknaöur af öllum kröfum ákæruvaldsins. Aðrir fyrrum starfsmenn Hafskips voru einnig sýknaðir. Þeir voru: Ámi Árnason, Sigurþór Charles Guðmundsson og Þórður Hafsteinn Hilmarsson. Bankastjórar Útvegsbankans, Halidór Guðbjarnason, Lárus Jónsson, Ólafur Helgason og Axel Kristjánsson, voru einnig sýknað- ir. Endurskoðandi bankans, Ingi R. Jóhannsson, var einnig sýknað- ur. Þá var og bankaráð Utvegs- bankans sýknað af öllum ákæru- atnðum. Ákæruvaldið krafðist óskílorðs- bundins fangelsisdóms yfir þeim Björgólfi, Ragnari, Páli Braga og Helga Magnússyni. Það krafðist einnig dóms yfir öðrum en skil- orðabundins. „Hafskipsmálið er hrunið. Þeir sem voru viðstaddir dómsrami- sókn i vetur sáu að Hafskipsmálið var ofblásin blaðra og ofblásnar blöðrur springa. Ég kom ekki til að hlusta á dómsmorð,“ sagði Ragnar Kjartansson. Dómsformaður, Sverrir Einars- son, las upp dómsorðin í sakadómi í morgun. Meðdómendur hans voru Ingibjörg Benediktsdóttir og Arngrímur ísberg. -sme/gse Kapphlaup um álver: Keilisnes, Dysnes eða Reyðar- fjörður? -sjábls.7 Fram- kvæmda-, Fiskveiða- og Iðnlánasjóður í eina sæng? -sjábls.4 Vestur-Þýska- landíHM- úrslitum -sjábls. 16og25 DV-viötalið: Pólitík og útivist -sjábls.5 Vonsviknir Englendingar genguber- serksgang -sjábls.9 Fjölnismenn, forneskjan ogprófessor Sigurður -sjábls. 14 Haukur Halldórsson, myndlistarmaður og krýndur keisari Atlantis, og Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði halda kórónu Atlantis á milli sín uppi á Stóra-Dímoni i gær. Það var Sveinbjörn sem krýndi Hauk en þeir áttu báðir afmæli í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Krýndur keisari Atlantis - sjá bls. 2 Landsmót hestamanna: sjábls,2 Norðurlandamótið í bridge: Stórsigur á Færeyingum og kvennasveitin langefst -sjábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.