Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur Geðveikir aíbrotamenn: III medferð á Utla-Hrauni Formaður trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni skrifar: Tilgangurinn með þessu bréfi er sá einn að koma á framfæri mót- mælum fanga á Litla-Hrauni vegna þeirrar meðferðar sem geðveikir aíbrotamenn eru látnir þola. - Ég tek fram að innihald bréfsins er allt á mína ábyrgð og mun ég standa við allt sem þar er ritað. Þeir einstaklingar, sem eru svo ógæfusamir að hafa orðið fóm- arlömb geðveikinnar og hafa í beinu framhaldi af því gerst brot- legir við landslög, ættu að hafa sið- ferðilegan og lagalegan rétt á því að yfirvöld í landinu sýni þeim samúð og skilning. En það er öðru nær. Þó hefur örlað á því að lands- feðurnir lýsi hryggð sinni vegna slæmrar stöðu þessara mála. En raunar hafa þeir nú verið afar hryggir allir með tölu sl. 100 ár eða svo. En hryggðin hefur líka verið það eina sem þeir hafa sýnt. Sannleikurinn er sá að geðveikir, og þá sérstaklega þeir sem hafa fengið stimpilinn „geðveikir af- brotamenn", njóta engrar samúðar eða skilnings nema frá þeim sem daglega hafa við þá samskipti. - Kannski skiljanlegt þar sem fang- elsismál eru svo mikið feimnismál að flestum finnst best að hafa þar sem minnst afskipti. Við sem berum stimpilinn „af- brotamaður" stöndum a.m.k. fram- ar hinum háu herrum þessarar þjóðar að því leyti að við höfum samúð með veikum meðbræðrum okkar sem þjást og kveljast daglega fyrir augum okkar. Við höfum látið nægja að reyna að vekja athygli yfirvalda með orðum og með bréfa- sendingum en nú er svo komið að ekki verður lengur við unað. Það sem nú er að gerast hér á Litla-Hrauni verður ekki lengur þolað. Við tökum ekki lengur mark á yfirlýsingum yfirvalda um að þessi mál séu til „umfjöllunar". - Við krefjumst þess í nafni réttlætis og mannúðar aö geðveikir menn verði vistaðir á þeim stofnunum þar sem þeir geta fengið þá umönn- un og aðhlynningu sem þeir eiga rétt á. Skelli yfirvöld skoilaeyrum við þessari kröfu lýsum við ábyrgð á hendur þeim og allir vita að und- ir þeirri ábyrgð standa þeir ekki. Eg hefi ekki leyfi til að greina frá málum einstakra manna en sann- ast sagna þjást þessir menn mikið, einfaldlega vegna þess að ekki er gert ráð fyrir að slíkir menn séu vistaðir hér. Starfsfólk og sam- fangar þessara manna hafa sýnt þessum mönnum umburðarlyndi og skilning, raunar miklu meiri en hægt er að krefjast af þeim. Ég vil að lokum varpa spurningu til allra félaga sem hafa mannúð og mannréttindi á stefnuskrá sinni, t.d. forstöðumanna kristinna safn- aða, hvort ekki sé nú tími til kom- inn að taka þetta málefni sérstak- lega fyrir og beita áhrifum sínum til hjálpar þessum mönnum. - Ef ekki verður eitthvað raunhæft gert strax verður þessu máli snúið til mannréttindadómstóls með ein- hverjum ráðum. Við fangar hér skorum á alla þá sem þetta bréf lesa að ljá málinu lið, hver og einn á þann hátt sem honum finnst best henta. Enginn skortur á nöfhum til forsetaframboðs: Óáfengt „vín“ fyrir spjátrunga? - Fjármálaráðherra sýnir forstjóra ÁTVR (t.v.) hvernig opna á flösku með spjátrungsvíni. Vín án vínanda?: Einskær Fleiri tilnefningar Halldór Gíslason skrifar: Ég hef séð að farið er að huga að líklegum mönnum sem hugsanlega myndu vilja gefa kost á sér til fram- boðs í forsetaembætti þegar kosið verður næst um það embætti, en þaö er eftir tæp tvö ár. - í því tilefni vil ég geta þess að auk þeirra nafna sem hingað til hafa verið nefnd í blöðum (t.d. í Frjálsri verslun og DV) nýlega, þá hafa menn verið að reyna að auka við og endurbæta þann hsta. Mér skilst að þegar séu komin nöfn 9 að- ila sem telja verður mjög frambæri- lega, þótt ekki séu þeir alhr jafnhk- legir til að fá meirihluta atkvæða hinna kjörgengu. Meðal nafna sem menn hafa rætt að undanfömu, auk hinna sem þegar hafa verið birt, er t.d. séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, maður sem hefur mikla þekkingu á sögu lands og þjóðar og hefur tekið á móti flestum þjóðhöfð- ingjum sem hingað hafa komið og leitt þá um mesta sögustað þjóðar okkar. Einnig hefur nafn Ólafs Ragn- arssonar, bókaútgefanda og fyrrv. sjónvarpsfréttamanns, verið til um- ræðu, Þuríðar Pálsdóttur söngkonu, Víkings H. Arnórssonar læknis og Guðmundar Jónssonar, forseta Hæstaréttar. Aht eru þetta þekkt nöfn hér á landi og óþarfi er að amast við því þótt menn geri sér það th dægrastytt- ingar að finna nöfn og persónur sem hugsanlega vildu gangast undir dóm þjóðarinnar í forsetakosningum. - Ég er hins vegar sammála því sem fram hefur komið áður að menn, sem tengjast stjórnmálum beint eða hafa verið framámenn í póhtískum flokki, eru ekki endilega þeir sem höfða til fólks þegar kemur að æðsta embætti þjóðarinnar. Og enn má örugglega fmna fleiri góða og gegna íslendinga sem eru frambærilegir í hið háa embætti þegar þar að kemur. Lesendasíða DV vill að gefnu tilefni endurtaka þau nöfn sem þegar hafa verið orðuð við hugsanlegt forseta- framboð og voru birt í tímaritinu Fijálsri verslun og einnig í þessum dálkum. - Nöfnin voru Steingrímur Hermannsson, Albert Guðmunds- son, Guðrún Agnarsdóttir, Valur Arnþórsson, Matthías Johannessen, Bera Nordal, Davíð Scheving Thor- steinsson, Sigmundur Guðbjamason og Sveinn Einarsson. Þetta er orðinn áhtlegur hópur fólks, en lesendasíða telur ekki efni standa til að birta fleiri uppástungur að sinni, nema ef vera kynni að sér- stakir undirskriftalistar bærust með áskorun á thtekna eða thteknar per- sónur um að gefa kost á sér th fram- boðs á sínum tíma. Fréttir af landsmótum Steini skrifar: Mig langar th að koma á fram- færi þökkum til íþróttafrétta- mahna Ríkisútvarpsins og Sjón- varpsins fyrir mhdar og góðar fréttir frá landsmóti UMFÍ. Þetta landsmót er einn merkasti við- burðurinn í íþróttalífi landsmanna. Auk þess sem hann hefur mikla þýðingu félagslega séð. Því miður komst ég ekki á lands- mót að þessu sinni en naut þess í staðinn að horfa á beina útsend- ingu í sjónvarpinu. Það hvarflaði að mér að þessi ágæta kynning á ungmennafélagshreyfingunni bætti jafnvel aö vissu leyti upp þau leiðindi sem einstök héraðssam- bönd hafa mátt þola stundum af hendi fjölmiðla vegna sámkomu- halds á sumrin. Ég hef heyrt út undan mér að hestamönnum finnist leitt að þeirra landsmót hafi ekki fengið eins mikla umfjöllun. Hestamenn eru ahs góðs maklegir en það er varla hægt að ætlast til aö lands- mót í einni íþróttagrein fái jafn- mikla umfjöhun og mót þar sem keppt er í tugum greina og sem höfðar th fjölda fólks meö hin ólík- legustu áhugamál. Það er þó eitt sem mig langar til að benda hestamönnum á og sem gæti vakið ýmsa th umhugsunar. - Ef mér dytti í hug að drekka mig fullan á hestamannamóti er það einfaldlega mitt mál og það er ég sem er aumingi. - Ef ég hins vegar ætla að haga mér á sama hátt á útihátíð hjá einhveiju ungmenna- félagi eða héraðssambandi er það mótshaldarinn sem er ábyrgur fyr- ir eymd minni og alveg „voðalegt að svona mót skuh vera haldin" til að fleka saklaust fólk. Fjölmiðlar eru vanir aö tína th allt neikvætt á ungmennafélags- mótum og jafnvel ýkja svohtið en á hestamannamótum er horft fram hjá öhu sem miður fer og síst af öhu verið að kenna mótshaldaran- um um. Þessa sanngirni mega hestamenn virða við fjölmiðlana. - Svo óska ég bæði hestamönnum og ungmennafélögum alls góðs og vona að skemmtanir þeirra og mót megi takast vel og njóta hlutlausrar og sanngjarnrar umfjöhunar. fíflaháttur Þórður Magnússon hringdi: Það nýjasta í sölumálum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, þessa góðgerðarfyrirtækis þjóðarbúsins - eða hitt þó heldur - er að nú hefur hún „komið th móts við óskir við- skiptavina sem vhja geta boðið óá- feng vín“ eins og það er svo snyrti- lega orðað í fréttum. Þessi svokölluðu áfengislausu vín hafa th þessa fengist í flestum mat- vöruverslunum og ekki þjónað mikl- um thgangi því fáir hafa keypt þau, enda bragðvond með afbrigðum og þjóna auk þess engum thgangi nema að koma th móts við þá sem eru það mikhr „hérar“ í samkvæmum að geta ekki hreinlega beðið um óáfeng- an drykk, sé hann ekki boðinn jafn- hhða hinum áfengu. - Hingað til hef- ur þótt nægja að bjóða gosdrykki sem óáfenga drykki og hefur engum þótt tiltökumál að skála í þeim við þá sem halda á kampavínsglasi eða öðru úr áfengisríkinu. Að bjóöa fólki upp á þá heimsku að segja „gjörið svo vel, nú eru á boðstólum vín án vínanda" er ein- skær fíflaháttur og ekkert annað. Enda eru engin vín án vínanda. - Þetta er jafnmikhl fíflaháttur og að bjóöa ætti th sölu tóbak án nikótíns. Hvaða manngerð keypti slíka vöru? Það væru þá einungis spjátrungar sem vhdu sýnast vera tóbaksmenn en reyktu svo thbúið gervitóbak - rétt th að „geta verið með“. - Sama er uppi á teningnum hvað varðar „óáfengt“ vín. það drekkur enginn nema spjátrungur og hann íslenskur. Létt vín í vere Kristbjörn skrifar: Mig langar th að koma þeirri beiðni til viðkomandi yfirvalda að slanir þess að ekki komi allar breytingar yfir okkur eins og holskefla, e.t.v. á emum mánuði. - Satt að segja er og áfengt öl verði th sölu í matvöru- mörkuðum landsins. í sambandi við thhomu svokallaðs léttvíns í hnftr > ÁTHrP cVxrfiiv hoA eltnlfl/n íslendingar skulum búa við allt aðrar og úreltar reglur hvað varðar sölu áfengis en gerist með öðrum við að ÁTVR skuh helja sölu á óá- fengum drykkjum en raatvöru- verslunum meinað að selja létt vín Ég skora á yfirvöld að taka nú rögg á sig og endurskoða þessar úreltu reglur einmitt núna þegar jafnrceði með hinu opinbera og venu er gera oAA-monnuiu og öðrum fráhverfum notendum Hvað ætlum við að gera þegar við höfum gengið í Evrópubandalagið? Viö skulum gera okkm- grein fyrir um með því að hafa óáfeng vín til sölu bæði í Ríkmu og á fijálsum markaöi. Það er meira en gert er því að þá munu ghda hér aht aðrar og breyttar reglur um áfengissölu en nú er. Það ætti því aö koma á breyttu skipulagi á þessi mál áður en við göngum í það bandalag th fyrir aðra og óbreytta landsmenn sem vilja geta keypt sitt vín i al- mennum verslunum eins og siðaöri þjóð sæmir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.