Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 38
Afmæli Amheiður Sigurðardóttir Arnheiður Sigurðardóttir, sérfræð- ingur við Orðabók Háskólans, til heimilis að Skjólbraut ÍA, Kópa- vogi, ersjötugídag. Starfsferill Amheiður fæddist 25.3.1921 að Amarvatni í Mývatnssveit og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk prófi frá Hérðaðsskólanum á Laug- arvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ1944, stundaði nám við Kennara- skóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófa og lauk þeim frá MR1954 og lauk meistara- prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1%2 en meistaraprófsritgerð henn- ar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menning- arsjóði 1966. Amheiður kenndi 1944-47. Hún var íslenskukennari við Reykja- skóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 auk þess Þ8 sem hún kenndi þar nokkur ár jafnframt háskólanáminu og fékkst við þýðingar og prófarkalestur. Að loknu háskólanámi hóf Amheiður störf við Hagstofuna en fékkst síðan við prófarkalestur og ritstörf, eink- um þýðingar. Hún hóf síðan störf hjá Orðabók HÍ1974 og hefur starfað þar síðan. Arnheiður las fyrst kvenna út- varpssöguna í ríkisútvarpið: Brotið úr töfraspeglinum, eftir Sigrid Und- set en hún las síðar nokkrar aðrar útvarpssögur, m.a. Vítahring, eftir S. Hoel. Meðal skáldsagna og ævi- minninga sem Arnheiður hefur þýtt má nefna Endurminningar A. J. Cronins; Kristínu Lafranzdóttur eft- ir Sigrid Undset (ásamt Helga Hjörv- ar); Glettni örlaganna og Maddame Dorothea eftir Sigrid Undset, Síö- ustu sögur og Vetrarævintýr eftir Karen Blixen; Kofa Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe; Karl- ottu Lövenskjold og Önnu Svárd eftir Selmu Lagerlöv; Klíkuna, eftir Mary Mc. Carthy; Tuttugu bréf til vinar, eftir Svetlönu Alliluyevu; í huliðsblæ og Dætur frá Lian eftir Pearl S. Buck. Fjölskylda Alsystkini Arnheiðar: Þóra, f. 16.2. 1920, húsfreyja að Arnarvatni, gift Jóni Kristjánssyni og eiga þau sex börn; Jón, f. 26.9.1923, deildarstjóri K.Þ. á Húsavík, kvæntur Gerði Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn; Málmfríður, f. 30.3.1927, þing- kona á Jaðri, ekkja eftir Harald Jónsson og eru börn þeirra sjö; Ey- steinn, f. 6.10.1931, b. á Arnarvatni, kvæntur Halldóru Jónsdóttur og eigaþautvöbörn. Hálfsystkini Arnheiöar, samfeðra, eru Freydís, f.ll. 4.1903, d. 3.3.1990, húsfreyja í Álftageröi, var gift Geir Kristjánssyni sem einnig er látinn og eru börn þeirra þrjú; Jón, f. 10.1. 1905, d. 8.7.1905; Ragna, f. 19.3.1906, húsmóðir í Kópavogi, ekkja eftir Hrein Sigtryggsson en þau eignuð- ust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi; Heiður, f. 24.12.1909, d. 22.31987, húsmóðir á Húsavík, var gift Sig- tryggi Jónassyni sem einnig er lát- inn en þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi; Arnljótur, f. 23.6.1912, b. á Arnarvatni, kvænt- ur Vilborgu Friðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Huld, f. 20.10.1913, húsmóðir á Húsavík og ekkja eftir Pál Kristjánsson en börn þeirra eru sex; Sverrir, f. 4.2.1916, trésmiður á Akureyri, kvæntur Ingu Björns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Amheiðar voru Sigurð- ur Jónsson, f. 25.8.1878, d. 24.2.1949, skáld og b. á Arnarvatni, og seinni kona hans, Hólmfríður Pétursdóttir, f. 17.12.1889, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Jóns, skálds ogb. á Helluvaði, Hinrikssonar, b. á Heiðarbót í Aðaldal, Hinrikssonar, b. á Tunguhálsi í Skagafirði, Gunn- laugssonar. Móðir Hinriks á Heiöar- bót var Katrín Sigurðardóttir. Móð- ir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir, harðabónda í Mörk í Laxárdal, ætt- Arnheiður Sigurðardóttir. foður harðabóndaættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Sigurðar á Arnarvatni var Sigríður Jónsdóttir, b. á Arnar- vatni, Jónssonar. Hólmfríður var dóttir Péturs, al- þingismanns á Gautlöndum, Jóns- sonar, alþingismanns þar, Sigurðs- sonar. Móðir Hólmfríðar var Þóra Jónsdóttir, b. á Grænavatni í Mý- vatnssveit, Jónassonar. Móðir Jóns á Grænavatni var Hólmfríður Helgadóttir, b. á Skútustöðu og ætt- fóður Skútustaðaættarinnar, Ás- mundssonar. Willys CJ-7 (í sérflokki) ’83, dökkbl., 6 cyl. (258 m/flækjum) 4 gíra (Borg Warner T-4) Dana 300, drifhl. 4,56:1, 4 tn spil o.fl., kr. 1370 þús. Toyota Corolla sed. '88, hvítur, 5 gíra, ek. 50 þús. km. Fallegur bíll. Kr. 650 þús. GMC 2500 Step side pickup '82, disil, breyttur m/miklum aukabún- aði. Fjalla- og vinnubíll í sérflokki. Kr. 1400 þús. Range Rover, 4 dyra ’85, steingrár, 5 gira, ekinn 80 þ. km. Kr. 1480 þús. Arg km verð Volvo 240 GL '88 60 990 MMC Lancer GLX '88 31 720 Toyota Double Cap '90 18 1780 M. Benz 260 SE '87 47 Tilboð Toyota Lite Ace van '90 35 880 Daihatsu Ferosa, jeppi '90 11 1050 Subaru 18004x4 st. '89 42 1180 VW Golf 1600 '87 67 630 Vantar nýlega bila á staðinn BÍLAMARKAÐURINN v/REYKJANESBRAUT __SMIÐJUVEGI46 E, KÓPAV0GI_ ^ 67 18 00 Smásýnishorn af bílum á staðnum MMC Lancer GLX '89, brúnsans, 5 gíra, ek. 27 þús., álfelgur o.fl. aukahl., kr. 865 þús. (skipti á ód.) Torfi Rafn Matthíasson Torfi Rafn Matthiasson, verslunar- stjóri Hagkaups, Skeifunni 15, Reykjavík, til heimilis að Aðallandi 6, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Torfi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann flutti sextán ára með fiölskyldunni til Sey ðisfi arðar þar sem hann bj ó í tíu ár. Torfi lærði vélvirkjun á Seyð- isfirði hjá Vélsmiðju Seyðisfiarðar og stundaði þar nám við iðnskólann en sveinsprófi lauk hann 1971. Að námi loknu stundaði hann vélvirkj- un á Seyðisfirði þar til hann flutti til Reykjavíkur 1976. í Reykjavik stundaði Torfi akstur hjá þungaflutningafyrirtæki Gunn- ars Guðmundssonar en flutti síðan til Akureyrar. Á Akureyri keyrði Torfi sements- flutningabíl hjá Sementsverksmiðju rikisins fyrstu þrjú árin sín þar en hóf síðan störf hjá Hagkaup á Akur- eyri og hefur starfað hjá Hagkaup síðan. Torfi bjó á Akureyri í átta ár en flutti þá aftur til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síöan. Hann er nú verslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni 15. Fjölskylda Torfi kvæntist 28.7.1979 Sunnevu Filippusdóttur, f. 1.4.1954, húsmóö- ur og kennara en hún er dóttir Filippusar Sigurðssonar, verslunar- manns á Seyöisfirði, og Ólínu Jóns- dóttur húsmóður. Torfi og Sunneva eiga tvær dætur. Þær eru Helga, f. 17.2.1977, og Harpa, f. 3.5.1979. Torfi á þrjá bræður. Þeir eru Guð- mundurMatthíasson, f. 15.7.1948, stýrimaður á frystitogara, búsettur á Nova Scotchia í Kanada, kvæntur Önnu Matthíasson fasteignasala; ÁsgeirMatthíasson, f. 16.2.1954, verkfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Önnu Sigurðardóttur fóstru og eiga þau einn son, Hlyn; Arnar Matthíasson, f. 19.11.1964, háskóla- nemi, búsettur í Reykjavík en sam- býliskona hans er Anna Kristín Arnarsdóttir, nemi við KHÍ. Foreldrar Torfa eru Matthías Guðmundsson, fyrrv. bankastjóri Útvegsbankans á Akureyri, og kona hans, Helga Torfadóttir húsmóðir. Ætt Systir Matthíasar er Rósa, móðir Jóns Braga Bjarnasonar, prófessors og forstöðumanns Raunvísinda- stofnunnar HÍ. Önnur systir Matthí- asar er Anna, móöir Þorvaldar Ragnarssonar lögfræðings. Bróðir Matthíasar er Gunnar, forstjóri GG í Reykjavík. Föðurforeldrar Torfa voru Guðmundur Matthíasson, verkstjóri í Reykjavík, og Sigurrós Þorsteinsdóttir, b. á Horni, Þor- Torfi Rafn Matthíasson. steinssonar. Systir Þorsteins á Horni var Katrín, föðuramma Lúð- víks Jósepssonar, fv. ráðherra. Móðir Sigurrósar var Halldóra, systir Stefáns, afa Stefáns Jónsson- ar, rithöfundar og fv. alþingis- manns. Guðmundur var sonur Matthíasar, sjómanns í Reykjavík, Péturssonar og Guörúnar Sigurðar- dóttur á Hálegsstöðum. Helga, móðir Torfa, er dóttir Torfa Tímotheussonar, skipstjóra á Siglu- firði. Til hamingju með afmælið 25. mars 50 ára Garðar Kjartansson, Huldubraut 5, Kópavogi. 40 ára 100 ára Jóhanna Björnsdóttir, Austurbyggö 17, Akureyri. 80 ára Magný Bárðardóttir, Bugðulæk 2, Reykjavlk. 75 ára Ingibjörg Stefánsdóttir, Laufási 7, Egilstöðum. 70 ára Ásta Frímannsdóttir, Baughóli 11, Husavík. 60 ára Hildigunnur Sigvaldadóttir, Skúlaskeíði 22, Hafnarfiröi. Petra Jónsdóttir, Einigrund 7, Akranesi. Guðrún Þorbergsdóttir, Deildarási 6, Reykjavík. Lina Hilke Jakob, Þormóösstv. Suðurhlíð. Reykjavik. Blínborg Sigurðardóttir, Aöalstræti 33, ísafiröi. Svava Pálsdóttir, Hamrahlíð 14, Vopnafirði. Erna Guðjónsdóttir, Strandaseli 5, Reykjavik. Elin Brynjólfsdóttir, Kringlunni 47, Reykjavík. Pétur Ámason, Stekkjarhvammi 21, Hafnarfiröi. Jóhanna Jóna Hafsteinsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. STORKOSTLEG SÍMINN E R 27022 Ertþúmeð? ValgardW. Valgard W. Jörgensen málarameist- ari, til heimilis aö Kleppsvegi 118, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Valgard fæddist við Bergþórugötu í Reykjavík og ólst þar upp. Hann læröi málaraiðn og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík áriö 1952 en meistararéttindi öölaðist hann í greininni voriö 1955. Valgard hefur unnið viö málaraiönina í rúm fiöru- tíu ár og í frístundum sínum hefur hann fengist viö að mála myndir. Fjölskylda Eiginkona Valgards er Lydia Jörg- ensen fædd Schneider og eiga þau fimm börn saman og 12 barnabörn. Auk þess á Valgard son sem fæddur er 1950 og Lydía dóttur fædda 1958. Jörgensen Valgard W. Jörgensen. Valgard verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.