Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. 25 . Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar TTJ Reykjavíkurmótið körfubolta hefst kvöld með leik ÍS og KRí íþróttahúsi Kenn- araháskólanskl. 20. Mótinu verö- ur fram haldið um helgina, ÍR tekur á móti ÍS í Sehaskóla kl. 14 á laugardag og á sunnudag tekur KR á móti IR á Seltjamamesi kl. 20. Mótiö er með nýju sniöi að þessu sinni en leikin verður tvö- föld umferð, heima og heiman. Siðasti leikurinn í karlaflokki verður 29. september en keppni i kvennaflokki hefst 24. september. Guilmót Egils í Grafarholti Á laugardaginn fer fram gullmót Egils í golfi á Grafarholts- ... velh. Leikinn verður 18 hola höggleikur með forgjöf. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skrán- ing fer fram í sítna 682215. Það er Ölgerðin Egill Skallagrímsson sem er bakbjarl mótsins og gefur öll verölaun. Móttil styrktar EM-iíði GR Á sunnudaginn verður á Grafar holtsvelh styrkarmót vegna þátt- töku GR í Bvrópukeppni félgsl- iöa. Kostnaður við þátttökuna er mikill og því verða haldin nokkur mót til styrktar liðinu nú í haust, Á sunnudaginn verður ræst út frá kl. 10.00. Leikínn verður högg- leikur með forgjöf en veröiaun verða jafnframt fyrir besta skor. Skráning er í síma 682215. Sævar með Val gegn KR-ingum .. Sævar Jónsson, fyrir- Uði Valsmanna, verð- /7 m ur með Uðí sinu á ný þegar það mætir KR í lokaumferð 1. deildarinnar í knattspymu á laugardaginn. Sævar hefur misst af leikjum Vals undanfarið, fyrst vegna bak- meiðsla og síðan vegna veikinda, en er tílbúinn í KR-leikinn. Sigur í honum færir Valsmönnum ann- að sætið í deildinni ef Þór tapar fyrir ÍA. Baráttan um Evrópu- sætið er eftir sem áður á milU KR og Þórs þar sem Valsmenn fara í Evrópukeppni bikarhafa næsta haust. Sævar i þriggja ieikja barmi Sævar veröur hins vegar íjarri góðu gamni þegar Valsmenn mæta Boavista frá Portúgal í Evr- ópukeppni bikarhafa en fyrri leikurinn fer fram á Laugardals- veUinum næsta fimmtudag. Sæv- ar er í þriggja leikja banxú frá Evrópuleikjum eftir að hafa veriö rekinn af veUi í leík gegn Sion í Sviss í fyrra og getur því ekki leikið i Evrópukeppni í ár nema Valsmenn komist í 2. umferð - >á yrði hann með í síðari leikn- «nt! Páll meistari á Laser-seglbátum Páll Hreinsson, Ými, varð ís- landsmeistari í Laser-fiokki segl- báta um siðustu keppni en úrslit fslandsmótsins fóru fram á Foss- voginum. Páll og Guðjón Guð- jónsson, Brokey, urðu jaftúr að stigatölu en PáU kastaði lélegri keppni og það réð úrsHtum. ísleif- ur Friðriksson, Ými, varö þriðji. Dómstóll KSÍ kemur sam- anídag Ohælt er að segja að knatt- spyrnudómstólar hafi verkefni um þessar mundir og víða eru ausir endar hvað varðar titla og fáerslur miUi deflda. í dag kemnr dómstóU KSÍ saman þar sem dæmt yerður í kærumáfi Leifturs gegn |R í 2. deild og Völsungs gégn Þrótti, Nes., í 3. deildinni. Undankeppni HM í knattspymu: Thorstvedt í sóknina - þegar Norðmenn unnu San Marino, 10-0 Norðmenn unnu langstærsta sigur sinn frá upphafi í undankeppni HM í knattspymu þegar þeir möluðu San Marino, 10-0, í Osló í gærkvöldi. Gunnar HaUe 3, Kjetil Rekdal 2, Gör- an Sörloth 2, Roger Nilsen 2 og Erik Mykland geröu mörkin og yfirburð- imir voru svo mikUr að Erik Thorstvedt, markvörður Norð- manna, tók drjúgan þátt í sóknarleik þeirra undir lokin! Þetta var fyrsti leikurinn í 2. riðli en þar eru einnig England, Holland, Pólland og Tyrkland. Skotar lágu í Bern Svisslendingar unnu góðan sigur á Skotum í Bern, 3-1. Adrian Knup kom Sviss yfir, AUy McCoist jafnaði en Knup og Georges Bregy tryggðu Sviss dýrmæt stig. Staðan í 1. riðli: Sviss............2 2 0 0 9-1 4 Skotland.........1 0 0 11-3 0 Eistland.........1 0 0 10-60 Ítalía, Malta og Portúgal eru ekki byrj- uð. Þrenna frá Aldridge írar unnu öruggan sigur á Lettum í DubUn, 4-0. Kevin Sheedy skoraöi í fyrri hálfleik og síðan gerði John Aldridge þrennu í þeim síðari. Norður-írar unnu Albani, 3-0, í Belfast og skoruðu Colin Clarke, Kevin Wilson og Jim MagUton mörk- in í fyrri hálfleik. Staðan í 3. riðli: írland..........2 2 0 0 6-0 4 N-írland........2 110 5-2 3 Litháen.........3 1 1 1 4-4 3 Spánn...........1 1 0 0 3-0 2 Albania.........4 10 3 1-8 2 Danmörk.........1 0 1 0 0-0 1 Lettland........3 0 12 1-6 1 Sex gegn Færeyjum Ian Rush gerði einnig þrennu, sína fyrstu í landsleik, þegar Wales vann Færeyjar auöveldlega í Cardiff, 6-0. Að auki varði Jens Martin Knudsen, markvörður Færeyinga, frá honum vítaspymu. Dean Saunders, Mark Bowen og Clayton Blackmore gerðu hin mörkin. Staðan í 4. riöh: Belgia..........3 3 0 0 6-1 6 Valsmenn Reykjavíkur- meistarar Valsmenn urðu í gærkvöldi Reykja- víkurmeistarar karla í handknattleik 1992 þegar þeir unnu ÍR-inga, 22-19, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Á myndinni lyftir Jakob Sigurðsson, fyrirliði Valsmanna, sigurlaununum. VS/DV-mynd GS Rúmenía.........2 2 0 Wales...........2 1 0 Kýpur...........2 10 Tékkóslóvakía..1 0 0 Færeyjar........4 0 0 0 12-1 1 7-5 1 2-1 1 1-2 4 0-18 Ungverjar unnu Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari ís- lands, sá Ungverja vinna öraggan sigur í Lúxemborg, 0-3. Lajos Detari skoraði í fyrri hálfleik og Kalman Kovacs tvívegis í þeim síðari. Staðan í 5. riðli: Ungverjaland....2 10 1 4-2 2 Grikkland.......1 10 0 1-0 2 ísland..........2 10 12-2 2 Lúxemborg.......10 0 10-3 0 Rússland og Júgóslavía eru ekki byrj- uð. Frakkar lágu í Sofia Búlgarir unnu óvæntan sigur á Frökkum, 2-0, í 6. riöli í Sofia. Christo Stoichkov skoraði úr víta- spyrnu á 21. mínútu og Krasimir Balakov bætti ööru marki viö skömmu síðar. Svíum tókst að merja sigur á Finn- um í Helsinki, 0-1. Klas Ingesson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok en Finnar sóttu mjög í leiknum og áttu meðal annars stangarskot. Staðan í 6. riðli: Búlgaría........2 2 0 0 5-0 4 Svíþjóð.........1 10 0 1-0 2 Frakkland.......1 0 0 10-2 0 Finnland........2 0 0 2 0-4 0 ísrael og Austurríki eru ekki byrjuö. -VS Knattspyma: Sigurmark Þjóðverja af 30 m færi -gegnDönum Þjóðveijar náðu að hefna fyrir úrslitaleikinn í Evrópukeppninni í sumar þegar þeir lögðu Dani, 1-2, í vináttulandsleik í knatt- spymu sem fram fór í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Karlheinz Riedle kom Þjóðverj- um yfir í byrjun síöari háifleiks en Lars Elstrup jafnaði fyrir Dani kortéri fyrir leikslok. Þegar fimm mínútur vom eftir skoraði Stefan Efíenberg sigurmark gestanna, beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi -1 stöngina, bakiö á Smeic- hel markveröi og í netið! ítalir unnu í Hollandi ítalir unnu Hollendinga, 2-3, í vináttuleik Eindhoven og það þó Dennis Bergkamp kæmi Hollend- ingum í 2-0 með tveimur mörk- um á fyrstu 20 núnútunum. Stef- ano Eranio, Roberto Baggio pg Gianluca Viaili svöraöu fyrir ít- ah. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í vináttuleik í Santander. Gregorio Fonseca skoraði sigur- markið á 11. mínútu. Pólland og ísrael gerðu jafntefli í vináttuleik í pólsku borginni Mielec, 1-1. -VS Erik Thorstvedt, markvörður Norð- manna, var óvenju sókndjarfur í « gærkvöldi. eða hvað? - keppni í 1. deild kvenna lokið en bikarinn bíður „Sigurinn í fyrra kom okkur mjög á óvart en þennan titil ætluðum við að vinna. Við hikstuðum aðeins í lokin en stelpurnar náðu að rífa sig upp, sýndu mikinn karakter og gerðu það sem gera þurfti til að klára dæmið,“ sagði Guðjón Karl Reynisson, þjálfari Breiðabliks- stúlkna, eftir jafnteíli þeirra gegn ÍA á Akranesi í gær. Blikastúlkur fögnuðu eins og íslands- meistarar en þær verða þó að bíða og vona enn um stund því ekki er enn búið að dæma í kæm Stjömunnar sem þær lögöu fram eftir að leikur þeirra gegn ÍA var flautaður af 3. september sl. „Mér hður eins og ég sé í lausu lofti. Við erum Islandsmeistarar, en samt ekki,“ sagði Guðjón. Blikastúlkur höfðu sterkan vind að noröaustan með sér í fyrri hálfleik og sóttu meira. Á 26. mínútu sendi Ásta B. Gunnlaugsdóttir boltann inn fyrir vöm LA, á Ásthiidi Helgadóttur. Vamarmenn ÍA, sem töldu Ásthildi rangstæöa, sátu eftir og Ásthildur lék inn í vítateig og sendi boltann með fastri ristarspyrnu í vinstra homið, óveijandi fyrir Steindóm Steinsdóttur, markvörð ÍA. Tólf mínútum fyrir leikslok fengu Skagastúlkur vítaspyrnu. Vamarmaður Breiöabliks fékk boltann í höndina og eftir aö hafa ráðfært sig við línuvörð sinn dæmdi Eyjólfur Ólafsson víta- spymu. Úr henni skoraði Jónína Víg- lundsdóttir og jafnaði fyrir ÍA. „Þetta voru erfiðar lokamínútur en við náðum að halda þessu og núna líður manni rosalega vel. Þær (ÍA) þurfa að vinna Stjörnuna 9-0 til að vinna mótiö. Það heföi verið skemmtilegt að fá bikar- inn í kvöld, sérstaklega af því við erum héma uppi á Skaga,“ sagði Þjóðhildur Þórðardóttir, leikmaður Breiðabhks. Bæði lið eiga hrós skiliö fyrir að hafa leikið góða knattspymu við afleitar að- stæður. Halldóra Gylfadóttir og Karitas Jónsdóttir voru bestu leikmenn ÍA en hjá Breiðabliki vora Þjóðhildur Þórðar- dóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir bestar. -ih Lendláfram Tékkinn Ivan Lendl er kominn í 5. umferð á opna bandaríska meist- aramótinu í tennis eftir æsispenn- andi viðureign við Þjóðveijann Boris Becker í gær. Leikurinn tók heiiar 5 klukkustundir og kappamir vom að niðurlotum komnir þegar Lendl tryggði sér loks sigur í fimm lota leik, 6-7 (7-4), 6-2, 6-7 (7-4), fr-3 Og 6-4. > Lendl stefnir að sigri en hann hefur ekki unnið tennismót í eitt ár. Steffi Graf úr leik Þjóðveriar urðu fyrir öðra áfalli í gær því stjarna þeirra í kvenna- flokki, Steffi Graf, féll út í 8 manna úrshtum. Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni vann hana í tveimur lotum í gær, 7-6 og fr-3, og er komin í undan- úrslit. -GH/VS / og óska þeim til hamingju,1' sagði Hall- dóra Gylfadóttir sem lék síöasta knatt- spymuleik sinn gegn Breiðabliki í gær. Blikastúlkur þökkuðu Halldóru fyrir hennar framlag til kvennaknattspyrnu eftir leikimi. Þær færðu Halldóru myndaramma með myndum af henni á ýmsum tímum ferils sín9, allt frá því 1983 er hún lék með BreiöabliM til þess er hún hampaði bikarmeistarat- itiinum meö ÍA 1992. í rammanum vom einnig tvær vísur tileinkaöar Haildóra. „Þó skónum þínum skipir hátt í skáp, að safha ryki. Þá aldrei gleyma einu mátt að eitt sinn varstu Bliki. Hjá okkur góðan fékkstu grunn sá gangur var býsna hraður afleiöingin er öllum kunn ekta Skagamaður.“ -Lh Olympíumót fatlaðra: Þrjú á palli í Barcelona Þrenn bronsverðlaun féllu íslandi í skaut á ólympíumóti fatlaöra í Barcelona í gær. Ólafur Eiríksson, Lilja M. Snorradóttir og Rut Sverris- dóttir komust öll á verðlaunapall í sundi og ísland er nú komið með 12 verðlaun á mótinu, 2 gull, 1 siifur og 9 brons. Ólafur nálægt gullinu Ólafur átti í harðri baráttu við tvo aðra um þrjú efstu sætin í 100 metra skriðsundi í flokki S9. Hann varð að Guðjón K. Reynisson, þjálfari Blikastúlkna, fékk flugferð að leik loknum í gær. Hann og stúlkurnar hans verða þó að bíða úrskurðar dómstóla hvort þær hafi rétt til að kalla sig íslandsmeistara kvenna 1992. DV-mynd ih Meistarar Verðlaunatafla Ólympíumóts fatlaðra Bandaríkin 48 34 27 109 Þýskaland 34 26 31 91 Bretland 26 33 26 85 Frakkland 24 22 19 65 Spánn 18 16 26 60 Astralía 15 18 17 50 Kanada 14 17 18 6 Samveldið 11 8 10 29 Danmörk 6 13 10 29 Kórea 6 12 10 28 Noregur 10 9 6 25 Svíþjóð 4 14 6 24 Pólland 6 8 8 22 Italía 5 5 10 20 Sviss 4 8 5 17 Holland 7 4 5 16 Japan 5 2 9 8 Egyptaland 4 4 5 13 Kína 8 2 2 12 Belgía 2 5 5 12 Island 2 1 9 12 Austurríki 2 2 5 9 Finnland 2 2 5 9 Hong Kong 2 4 2 8 Mexíkó 0 1 7 8 Suður-Afríka 4 1 2 7 Óháðaliðið 4 2 0 6 Israel 0 2 4 6 Nýja-Sjáland 4 1 0 5 Portúgal 3 2 0 5 Tékkóslóvakía 3 0 2 4 Kúba 2 1 2 5 Litháen 0 2 2 3 Nígería 3 0 0 3 Ungverjaland 2 1 0 3 Slóvenía 2 0 1 3 Kúveit 1 2 0 3 Brasilía 1 0 2 3 Iran 0 2 1 3 Argentína 1 1 0 2 Búlgaría 0 2 0 2 Eistland 0 2 0 1 Grikkland 0 2 0 1 Irland 0 1 1 2 Panama 0 1 0 1 Bí og Leifturs Helgi Jónssan, DV, ÓlaMrði: Leik Leifturs og BÍ í lokaumferð 2. deildarinnar í knattspymu á laug- ardaginn verður lýst beint til Ólafs- fjarðar og stuðningsmönnum Leift- urs verður gefinn kostur á að hlusta á lýsinguna á hótelinu á staðnum. Þetta er gert vegna þess að fyrirhug- uð hópferð á leikinn feflur niður vegna mikils kostnaðar. Þeir sem greitt höföu inn á þá ferð fá frítt inn en aðrir greiða 500 krónur. Þeim sem mæta gefst kostur á að tippa á rétt úrslit, alveg fram að hálfleik, og þeim getspökustu verða veitt verðlaun. Allur ágóði af þessu rennur beint til knattspyrnudeildar Leifturs. sætta sig við þriðja sætið á 1:01,77 mín., en var aðeins 3/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum og 1/100 úr sekúndu á eftir þeim sem varð annar. Ólafur er nú búinn að hreppa þrenn verðlaun í Barcelona, tvenn gullverðlaun og eitt brons. íslands- met hans í greininni er 1:01,67 mín., sem hefði dugað til sigurs í gær. Þrenn verðlaun Lilju Lilja M. Snorradóttir komst í úrsht í 100 metra skriðsundi í flokki S9 og var í baráttu um silfurverðlaunin en mátti sætta sig við bronsið á 1:11,22 mín. Hún er nú komin með þrenn verðlaun, eitt silfur og tvö brons. Ruttvíbætti metið Rut Sverrisdóttir setti íslandsmet í 100 metra baksundi í flokki sjón- skertra (B3) þegar hún synti á 1:20,55 mín. í undanrásum í gærmorgun. Hún bætti síðan metið í úrslitasund- inu þegar hún hreppti bronsið á 1:19,23 mín. Geir Sverrisson varð í 4. sæti í 400 metra hlaupi í flokki TS4 á 51,60 sek- úndum, og fáir ófatlaðir hafa náð betri tíma í greininni hér á landi í ár. Fleiri Islandsmet Birkir Rúnar Gunnarsson varð í 5. sæti í 100 metra baksundi í flokki blindra (Bl) á 1:23,30 mín., sem er íslandsmet. Þær Sóley Axelsdóttir og Kristín R. Hákonardóttir settu báðar ís- landsmet í sínum flokkum í 100 metra skriösundi en náðu ekki að komast í úrsht. Sóley synti á 1:43,50 mín. í flokki S7 og Kristín á 1:38,49 í flokki S8. Haukur kominn í úrslit Haukur Gunnarsson keppti í 200 metra hlaupi í flokki C7. Hann hljóp á 27,00 sekúndum og komst í úrslitin, sem fara fram í dag. Elvar Thorarensen sigraði Spán- verja í borðtennis í flokki C6 en tap- aði síðan tveimur næstu leikjum. Jón H. Jónsson tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í flokki C5 í borðtenn- is, í dag keppa Kristín, Ólafur og Lilja öll í 200 metra fjórsundi og þau Rut og Halldór Guðbergsson í 400 metra fjórsundi. -VS Evrópukeppni félagsliða í körfubolta: Valsmenn réðu ekki við pressuvörn Lyon - Franc Booker fékk 5 villur snemma í síöari háltleik Valsmenn töpuöu stórt fyrri leik sínum gegn Lyon frá Frakklandi, 109-74 í Frakklandi í gærkvöld, í Evrópukeppni félagsliða. Það verður því á brattann að sækja fyrir Vals- menn í síðari leiknum sem fram fer ytra á föstudagskvöld. „Þessi munur gefur ekki rétta mynd af styrk liðanna. Við getum unnið þá en munurinn er of mikill og möguleikar okkar á því að komast áfram í keppninni eru því ekki leng- ur fyrir hendi,“ sagði Svah Björg- vinsson, þjálfari Valsmanna, í sam- tali viö DV í gærkvöldi. Valsmenn byrjuðu þó betur í leikn- um, höföu yfir, 3-10, 6-13 og 11-20. Lyon jafnaði leikinn, 23-23, um miðj- an fyrri hálfleik. Lyon seig síðan ró- lega fram úr og hafði 57-46 yfir í hálfleik. Svah Björgvinsson, þjálfari Vals, varð fyrir meiðslum í fyrri hálf- leik og þegar Franc Booker fékk sína 5. villu eftir 7 mín. leik í síðari hálf- leik, varð Svah að fara aftur inn á. Lyon lék stífa pressuvörn allan leik- inn og hún skilaði þeim ríkum ár- angri í síðari hálfleiknum. Ekki spilltí heldur fyrir framgangi Lyon- manna að þeirra besti maður, Leon Wood, skoraði fjórar 3ja stiga körfur í röð í byriun síðari hálfleiks. Magnús Matthíasson var bestur Valsmanna í leiknum, skoraði meðal annars tvær 3ja stiga körfur. Franc Booker lék vel í fyrri hálfleik en miöur í þeim síðari og varö loks að fara af leikvelli eins og áður sagði. John Rhodes, Bandaríkjamaðurinn sem leikur með Val í Evrópukeppn- inni, sem lánsmaður frá Haukum, fann sig ekki nógu vel og hittni hans undir körfunni var afleit. „Þetta var furðulegur leikur, þeir unnu á pressuvöminni og eins var mun meiri breidd hjá þeim. Þeir hafa tvo Bandaríkjamenn og þann þriöja með franskt vegabréf, auk tveggja franskra landshðsmanna," sagði Jó- hannes Sveinsson, leikmaður Vals, í samtah við DV. Stig Vals í leiknum: Booker 22, Magnús 20, Rhodes 12, Svah 11, Jó- hannes 3, Matthías 2 og Símon 2. Rhodes fékk ekki farangur John Rhodes fékk ekki farangur sinn við komuna tíl Lúxemborgar. Hann varð því að mæta á tvær æfingar fyrir leikinn í ferðafötunum. Það var ekki fyrr en rétt fyrir leikinn í gær að töskur kappans skiluðu sér til Lyon. -BL Magnús Matthiasson lék best Vals- manna i leiknum. DV-mynd GS Guðmundurekki Guðmundur Torföson ieikur væntanlega ekki meö SL John stone þegar iiðið tekur á móti Falkirk í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Guðmundur fékk slæmt spark í kálfann í leik gegn Celtic iyrir nokkru og hefur ekki jafnað sig. -GH Knattspyrnumót eldriflokks Knattspyrnudeild Breiðabliks stendur fyrir knattspymuraóti leikmanna 30 ára og eldri föstu- daginn 18. september og laugar- daginn 19. september á sandgras- vellinum í Kópavogsdal. Einnig verður keppt í flokki 40 ára og eldri ef næg þátttaka fæst. Keppt verður i 7 manna liðum og er Ieik- tími 2x12 mínútur. Þátttökugjaid er krónur 10.000 en ef fleiri en eitt hð kemur frá sama félagi veröur veittur afsláttur. Skrán- ing og nánari uppiýsingar eru hjá Einari í s. 641990, Andrési 46263 vs. 688777, Benna s. 642258 vs. 641633 eða Sverri s. 44553 vs. 641499. -GH Jones aftur tilWimbledon Vinny Jones „slátrarinn í ensku knattspyrnunni" var i gær seldur frá Chelsea til síns gamia félags, Wimbledon, á 700 þúsund pund. Jones varð bikarmeistari með Wimbledon í 1-0 sigri á Li- verpool árið 1988 en var síðan seldur til Leeds. Þaðan lá leiðin til Sheffleld United sem seldi hann í fyrra til Chelsea en nú er þessi 27 ára gamii miðvallarleik- maöur kominn heim aftur. -GH “ í beinni Italski holtinn er farinn að rúlla á fullu og á sunnudaginn sýnir Stöð 2 í beinni útsendingu leik Lazio og Fiorentina. Þar leikttr Paul Gascoigne væntalega sinn fyrsta leik með Lazio en hann var seldur frá Tottenham til ítalska liðsins fyrir þetta tímabi]. -GH Vegna jarðarfarar Friðriks Jes- sonar, iþróttafrömuðar frá Vest- maimaeyjum, laugardaginn 12. september klukkan 14 hefur mótanefhd KSÍ ákveðið breyting- ar á tveimur leikjum í Samskipa- deildinni. ÍBV-KA og Víkingur- UBK hefjast klukkan 16 á laugar- daginn en ekki kiukkan 14. Verði ekki flugfært tii Eyja þennan dag frestast báðir leikirnir til kiukk- an 14 á sunnudaginn. -GH .umferð Það em stórleikir strax í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik sem hefst sunnu- daginn 4. október. Þá leika is- landsmeistarai' Keílvíkinga gegn bikarmeisturum Njarðvíkinga, Vaiur leikur gegn KR, Tindastóll fær Hauka í heimsókn og Grind- vikingar leika gegn Skallagrími. Miðvikudaginn 7. október leika Snæfeil og Valur. 8. október KR og Grindavik og umferðinni lýk- ur meö ieikjum UBK-ÍBK og UMFN-Tindastóll föstudaginn 9. október. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.