Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1993, Blaðsíða 2
32 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Hjjómföng Hljómsveitir Nýdönsk: Hunang Nýjasta plata Nýdanskrar er sú sjötta í röðinni frá hljómsveitinni og ber nafnið Hunang. Olíkt síðustu plötu hljómsveitarinnar, Himna- sendingu, er þessi tekin upp hér á landi, nánar tiltekið í Stúdíó Sýr- landi. Stafræn yfirfærsla fór þó fram í Porky’s Mastering Studios í Lon- don. Margt góðra manna vann með hljómsveitinni að þessari plötu og má þar fremstan nefna Sigurð Bjólu og Ken Thomas sem sáu um upptök- ur og hljóðblöndun. Hönnun umslags á Ámundi Sigurðsspn, taktgaldur í einu lagi á Hilmar Örn og Stefán Karlsson ljósmyndar. Platan hefur yfir sér heildarsvip, segja meðlimir hljómsveitarinnar. Útgáfa og dreif- ing er í höndum Skífunnar hf. Erkitýpu streitarar Út er komið á géislaplötu nýtt hljóðritana frá rokksveitinni PS&Co. Á plötunni eru 9 lög sem hljóðrituð hafa verið á síðustu 2-3 árum. Sveit- in leitar víða fanga í efnistökum og áferð, svo sem í rokki, blús og kántrí. Á plötunni eru 6 lög sem ekki hafa komið út áður á geislaplötu. Þetta eru eldri lög sveitarinnar sem hafa verið ófáanleg lengi. Hljómsveitin gefur út sjálf en Japis dreifir. Helgi og hljóðfæraleikararnir: Helgi og hljóð- færaleikararnir Helgi og hljóðfæraleikaramir er hljómsveit með Atla Má Rúnarssyni, Bergsveini Þórssyni, Brynjólfi Brynjólfssyni og Helga Þórssyni. Öll lög og textar eru eftir Helga og hjóð- færaleikarana. Platan er tekin upp í Stúdíó Samver og upptökumaður var Geir Brillian. Höfundar gefa út og dreifa. Plötur á lægra veröi: Aldreiveriðjafn blómleg útgáfa Þrátt fyrir líflega útgáfu á það ekki fariö íram hjá uö er um að útgefnar séu hljómplötum síðastliðiö vor landsmönnupi að líflegar tvær geislaplötur í þeim hefur aldrei verið jafh mikil uppákomur hafa verið nær flokki sem síðan eru seldar útgáfa á íslenskum hljóm- daglegur viðburöur, þar á verði einnar. plötum fyrir jólin og nú. sem tónlistarmenn hafa Útgáfan í ár er hefðbundin Þessi útgáfa hefur ekki farið kynnt lög sín enda eiga þegar frá er dreginn íjöld- hljóðlega fram. Hópur margir mikið undir að inn. Flestir af vinsælustu óháöra útgefenda hefur plötuútgáfan standi undir tónlistarmönnum landsins aldrei verið stærri, þeir hafa sér í ár. senda frá sér plötur. Það sakað stærri aðilana um að Það ætti að auka plötusöl- sem vekur kannski mesta einangra plötur þeirra una að íslenskar geislaplöt- athygli er sú gróska sem er óháöu í verslunum sem ur hafa lækkað í verði. I dag I útgáfu klassískra hljóm- stóru aðilarair ráða yfir. er hæsta verð 1.999 kr. en í platna en sá flokkur er raeð Þessari ásökun hefur verið fyrra var hámarksverð 2.199 þeim stærstu i úgáfunni í ár. neitað af þeirra hálfu. Hafa kr. Sumar geislaplötur eru Héráeftirferyfirlityfirþær verið harðar deilur i gangi seldar á lægri verði og á það plötur sem hafa komið út á að undanfömu. sérstaklega við um endurút- undanförnum vikum og ' Hver svo sem sannleikur- gáfur. Þá er hægt er gera góð deili sögð á hverri fyrir sig. inn er í þessu máh þá hefur kaup í safnplötum, en nokk- -HK Purrkur Pillnikk: Mezzoforte: JetBlack Joe: Sigtryggur dyravörður: Mr. Empty Hljómsveitin Sigtryggur dyravörð- ur sendir nú frá sér sína fyrstu geislaplötu og kallast hún Mr. Empty. Tónhstarstefnan er blanda af rokki og poppi en mðlimir eru Eiður Alfreðsson, Jóhannes Eiðsson, Jón E. Hafsteinsson og Tómas H. Jóhannesson. Á geislaplötunni eru 10 frumsamin lög. Útgáfa og dreifing er í höndum hljómsveitarinnar. Frostbite: The Second Coming Hér leggj á þeir saman krafta sína Einar Öm Benediktsson og Hilmar Örn Hilmarsson. Lögin á plötunni eru Sorrow, Loose My Mind, Frost- bite, Bar Tender, Depressed, Sand, Only the Light og Goldfish. Einar syngur og leikur á mörg hljóðfæri og Hilmar Örn sér um ýmislegt ann- að.DreifingJapis. Ekki enn Purrkur Pillnikk setti svo sannar- lega svip á tónlistarflóru lands- manna meðan hljómsveitin var og hét. Hljómsveitin var stofnuð árið 1981 og í henni voru Ásgeir Braga- son, Friðrik Erlingsson, Bragi Olafs- son og Einar Örn Benediktsson. Purrkur Pillnikk sendi frá sér tvær litlar plötur og tvær stórar auk hljómleikaplötu sem spannaði allt tímabilið. FÍestir textarnir voru eftir Einar Örn eða nálægt 40 í allt. Japis dreifir. Pís of keik: Pís of keik Hljómsveitin Pís of keik með Ingi- björgu Stefánsdóttur og Mána Svav- arsson í fararbroddi hefur náð mikl- um vinsældum að undanfomu. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, sem nýverið kom út, ber heiti sveitarinn- ar. Á henni er að finna ellefu frum- samin lög sem öll em flutt á ensku. Lög og textar em aö langmestu leyti eftir Mána Svavarsson en Júlíus Kemp leggur honum stundum lið við textagerðina. Þess má geta að hinn kunna söngkona, Ellý Vilhjálms, syngur með Ingibjörgu Stefánsdóttur í einu laganna. Útgefandi og dreif- ingaraðilierSpor. Daybreak Hljómsveitin Mezzoforte hefur verið starfandi í hálfan annan áratug og em 14 ár liðin frá því fyrsta plata hennar kom út. Þetta er tíunda plata Mezzoforte og var hún tekin upp á Jótlandi eftir vel heppnaða ferð um Suðaustur-Asíu í ágúst. Frá upphafi hafa verið í Mezzoforte Eyþór Gunn- arsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaug- ur Briem og Jóhann Ásmundsson en nýjasti meðlimurinn er norski saxó- fónleikarinn Káre Kolve sem komiö hefur við sögu Mezzoforte áður. Þá njóta þeir aðstoðar tromþetleikarans Jens Petter Antonsson og slagverks- leikarans Celio de Carvahlo. Spor hf. er útgefandi og dreifingaraðili. Todmobile: Spillt Spillt er fimmta geislaplata hljóm- sveitarinnar Todmobile sem hefur á síðustu fimm árum vaxið og dafnað. Á þessum árum hafa Andrea Gylfa- dóttir, Eyþór Amalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samið ógrynni af lögum sem mörg hver hafa orðið gífurlega vinsæl. Hljómsveitin hyggst hætta störfum á næsta ári og er þetta kveðja til aðdáenda. Á plöt- unni eru 14 lög og gætir þar mikillar sköpunar- og spilagleði enda gaf hljómsveitin sér góðan tíma við vinnslu hennar. Meðal laga eru tveir sumarsmellir, Ég vil brenna og Tryllt, en hin tólf hafa ekki komið út áður. Spor hf. framleiðir, gefur út ogdreifir. You Ain’t here Jet Black Joe sendir frá sér aðra plötu sem kemur út tveimur árum eftir að hljómsveitin var stofnuð. Það tók piltana tvo mánuði að fullklára verkið og fóru upptökur fram í Stúdjó Gný. Eyþór Arnalds stjómaði upptökúm í félagi við meðhmi hljóm- sveitarinnar en upptökumaður var Páll Borg. Geislaplatan inniheldur fjórtán lög eftir rneöhmi Jet Black Joe. Flest lögin samdi Gunnar Bjarni Ragnarsson og Páll Rósinkrans Ósk- arsson gerði flesta textana. Þeir Hrafn Thorpddsen, Starri Sigurðar- son og Jón Öm Arnarson eiga einnig lög á plötunni. Framleiðandi, útgef- andi og dreifingaraðili er Spor hf. KK band: Hotel Föroyar Hotel Föroyar er þriðja plata KK bands og var hún hljóðrituð á Bret- landi á haustmánuðum undir styrkri stjóm Tómasar Tómassonar. Með- hmir KK bands hafa lengst af verið þrír, Þorleifur, Kristján og Kormák- ur, en í haust bættist hinn leikni gít- arleikari Björgvin Gíslason í hópinn. í sönnum anda götuspilarans halda þeir félagar út á lífið með hljóðfærin sín að gera það sem þeir kunna best: að spha góða tónhst. Bein leið hf. gefur út en Japis dreifir. Yukatan: Safnar guðum Yukatan er þrír ungir strákar úr Árbænum. Á þessu ári urðu þeir sig- urvegarar í Músíkthraimum Tóna- bæjar og hafa í kjölfarið sphað út um aht og meira að segja í Bergen í Nor- egi. Þeir spha svokahað grimmdar- rokk og þykja með þeim efnhegustu í þeim flokki. Smekkleysa gefur út ogJapisdreifir. Bubbleflies: World Is still Alive Hljómsveitin Buhbleflies sendir nú frá sér sína fyrstu geislaplötu. Þetta eru fjórir ungir menn sem vakið hafa athygU að undanfórnu fyrir tórhist sína sem er reif- og danstónUst. Pétur Hjaltested, Ásgeir Óskarsson, Anna Mjöll, Magnús Kjartansson og fleiri koma th Uðs við fjórmenningana í nokkrum lögum. Þeir gefa sjálfir út en Japis dreifir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.