Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Fréttir DV Deilan um Rússafiskinn: Engir samningar fyrr en togararnir fara úr Smugunni - Rodin segir deiluna snúast um Smuguna en ekki Svalbarða Gunnar Gunnarsson, sendiherra íslands í Moskvu, átti fund með Alex- ander Rodin, varaformanni rúss- neska Fiskveiðiráösins, í gær. Að sögn Gunnars kom fram á fund- inum að engar samningaviðræður yrðu við íslendinga vegna ágrein- ingsmála við Rússa um innflutning á Rússafiski. „Ég óskaði upplýsinga og skýringa hjá Rodin vegna þeirra tilmæla sem hann á að hafa beint til útgerðar- manna um að landa ekki fiski til vinnslu á íslandi. Það kom fram hjá Rodin að útgerðarmennirnir hefðu miklar áhyggjur af ofveiði í Barénts- hafi og hefðu sjálfir átt frumkvæði að því að neita Islendingum um fisk. Aftur á móti styddi Fiskveiðiráðið þá ákvöröun þeirra. Rodin sagði að meðan íslenskir tog- arar væru að veiðum í Smugunni yrðu engar samningaviðræður um þessi mál. Þegar talið barst að veiö- um á Svalbarðasvæðinu sagðist Rod- in eingöngu vera að tala um Smug- una. Strax og íslensku togararnir væru farnir þaðan væri hægt aö taka upp samningaviðræður," sagði Gunnar. Gunnar sagði Rússa tilbúna til að taka upp óformlegar könnunarvið- ræður fljótlega án skilyrða. Einn íslenskur togari, Skúmur GK, er í Smugunni en auk hans er Othar Birting sem siglir undir hentifána á sömu slóðum. Fleiri íslenskir togarar eru í þann mund aö leggja af stað á þessar slóðir. Gestkvæmt verður i Eyjum um helgina, er drengir á aldrinum níu til tiu ára fjölmenna á Shell-mót Týs ásamt foreldrum sínum, þjálfurum og fararstjórum. Rösklega 1.000 drengir eða 24 knattspyrnulið viðs vegar af landinu leiða saman hesta sína og sparka bolta á grösugum völlunum í Eyjum. Á meðal þeirra eru þessir hressu KR- ingar sem Ijósmyndari DV rakst á á Reykjavikurfiugvelli rétt áður en þeir stigu upp í flugvélina til Eyja. Shell- mótið stendur frá föstudegi til sunnudags og liggur straumurinn í bæinn aftur að afloknum miklu boltasparki strax á sunnudagskvöld. DV-mynd BG Ljósleiðaratæknin stóreykur möguleika kapalsjónvarps: Fáir næðu send- ingum í byrjun - kostnaður við tengingu inn 1 húsin mikill Fyiirtækinu Texta hf. hefur verið úthlutað leyfi til sjónvarpssendinga og unnið er að stofnun kapalsjón- varps í samvinnu viö Sambíóin, Saga fllm og Japis. Ekki er hins vegar ljóst hvenær útsendingar geta hafist og ekki hefur verið samið við Póst og síma um tilhögun kapalsjónvarpsins. Málið er því enn á algjöru byrjunar- stigi. Hin nýja ljósleiðaratækni er talin geta boðiö upp á mikla möguleika til útsendinga kapalsjónvarps. Þessi fjögur fyrirtæki hugsa sér aö nýta möguleika svokallaös breiðbands- dreifikerfis Pósts og síma. Eins og staðan er nú gætu hins vegar ekki nema fáar þúsundir notið útsendinga fyrirhugaðrar kapalstöðvar vegna þess að tengingar vantar inn í flest hús. Nú eru að vísu svokallaðir kó- ax-kaplar lagðir inn í hús í byggingu og notendur þannig tengdir við ljós- leiðarakerfið. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin hjá Pósti og síma. um hversu hratt hús verða tengd ljósleiðarakerfinu enda gæti verið um mjög mikinn kostnað að ræða, sérstaklega ef ljósleiðari er lagður alla leið inn í húsin en ódýr- ara ef svokallaður kóax-kapall er notaður. Að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, yfirverkfræðings Pósts og síma, gætu 10 til 11 þúsund íbúar í Reykjavík og eitt þúsund á Akureyri átt möguleika á að fá kapalsjónvarp inn til sín ein- hvem tímann á næsta ári. Fyrst þurfi hins vegar að taka framtíðarákvörð- un innan stofnunarinnar um upp- byggingu kerfisins. Eftir tíu ár mætti áætla að meginþorri notenda geti verið með. Hann segir nyög erfitt að áætla kostnað. Meginkostnaðurinn liggi í búnaðinum sem þarf á báða enda strengsins. í dag sé sá kostnað- ur um 100 þúsund krónur á hvem notanda. Kostnaöurinn þurfi hins vegar að vera á bilinu 30 til 40 þús- und til að skila hagkvæmni. Jón telur að verð á þessum búnaði muni lækka mikið á næsfimni þegar fjöldafram- leiðsla hefst. Hann segir að þessi tækni sé hvarvetna að ryðja sér til rúms í heiminum. Nordisk Forum í Finnlandi: 20 hvísltúlkar sjá um íslensku konurnar „Undirbúningurinn gengur mjög vel og aUt er komið í gang núna. Það er búist við 15 þúsund konum á þing- ið og þar af eru hlutfallslega flestar norrænar eða frá baltnesku löndun- um eða 9.000. Við verðum með 20 hvísltúlka og leiðbeinendur fyrir ís- lensku konurnar en þær verða um 1.300 og við verðum líka með 20 hvísl- túlka fyrir baltnesku konurnar en þær era 300,“ segir Margrét Halldórs- dóttir, starfsmaður Nordisk Foram í Finnlandi. Unnið er dag og nótt við undirbún- ing kvennaþingsins í Turku/Ábo í Finnlandi og nú er verið er að ganga frá skipulagningu á þinginu. Þá er verið að ganga frá ýmsum hagnýtum atriðum eins og gistingu og ferðum til og frá gististað en gisting er að mestu leyti upppöntuð í 10 kílómetra radíus frá Turku. „Það er veriö að skipuleggja dags- ferðir fyrir íslensku konumar til Helsinki og Leningrad og ég hef heyrt að íslandsvinur í Turku komi til með að bjóða upp á ferðir á riskaskútu um skerjagarðinn. Þetta verður ör- ugglega mjög skemmtilegt því að fyr- irlestrarnir era mjög áhugaverðir og margt skemmtilegt hér að gerast," segir Margrét. - segir Sturla Böövarsson, varaformaður flárlaganefhdar „Það er deginum ljósara að fjár- Menn hafa talað mikið um heil- lagageröin fyrir næsta ár verður brigðis- og tryggingamálaráöu- mjög erfið. Við höfum verið að bú- neytið. Það tekur að visu mikið til ast við því aö tekjurnar fari að sín af íjárlögunum en það vita allir aukast hjá ríkissjóði en því miður að þar er um að ræða ráöuneyti erekkertsembendirtilþessaðsvo sem er ekki auðvelt að lækka út- sé. Skattalagabreytingar síðustu gjöldinhjá.Þessvegnaverðurkast- missera hafa minnkað tekjumar ljósinu ekki beint að því frekar en og svigrúmið því þeim mun minna. öðrumráðuneytura,"sagðiSturla, Gjaldahlið fiárlagafrumvarpsins Gunnlaugur Stefánsson alþingis- veröur því trúlega erfiðari nú en maður er annar fulltrúi Alþýðu- síðustu ár. Tekjuskattshækkun flokksins í íjárlaganefnd. Hann kemur ekki til greina og því standa sagöi að eflaust yröi að skera niður menn frammi fyrir meiri niöur- enn frekar hjá heilbrigðis- og trygg- skuröi útgjalda," sagöi Sturla ingamálaráöuneytinu. Það þyrftí Böðvarsson, alþingismaður og líka aö taka á hinu innbyggða sjálf- varaformaður fjárlaganefndar Al- virka kerfi í því ráöuneyti. þingis, um hina erfiðu fjárlagagerð „En það veröur að skera eitthvað sem nú stendur yfir. niður alls staðar. Hjá þvi verður Eins og skýrt hefur verið frá í ekki komist Við alþýðuflokks- DV stefna ýtrastu kröfur ráöherra menn vfijum líka að upp verði tek- í 20 milljarða króna halla á fjárlög- inn fiármagnstekjuskattur og að um næsta árs. Og þess vegna var lög um hátekjuskatt veröí fram- Sturla spuröur hvar hann teldi lík- lengd. Það veröa því hörð átök um legast aö skorið yrði niður? þetta fjárlagafrumvarp," sagöi „Mér sýnist það alveg ljóst aö það Gunnlaugur Stefánsson. þarf aö skera niður aHs staðar. U A yfirtekur frystihúsið Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur keypt og tekið við rekstri frystihússins Kaldbaks á Grenivík sem varð gjaldþrota fyrr á árinu. Vinnsla er haíin í frystihúsinu að nýju og fiskvinnslufólk, sem áður starfaði hjá Kaldbak og hefur verið á atvinnuleysisskrá, er komið til vinnu aö nýju. Forstöðumenn Út- gerðarfélags Akureyringa segja að þessi kaup á Kaldbak styrki fyrir- tækið en kaupunum fylgja m.a. á þriðja þúsund tonn af kvóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.