Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 11
IR sigrabi sfúdenta og KFR ÍKF örugglega Hallgrímur Gurmarsson, Armanni Hallgrímur er 18 ára, 187 cm á hæð. Hann byrjaði að æfa körfuknattleik árið 1961 og varð fljótt efnilegur leik- maður. Hann vakti athygli fyrir góða skotfimi í leikj- um sínum með yngri flokk- um Ármanns og leikur nú hægri framherja í meistara- flokki Ármanns. Hann var vaiinn í landsliðið, sem lék í Danmörku í Polar Cup- keppninni 1966, og lék þá fjóra landsleiki. i1, if r. ‘ « :i c, 1! (V c i1, c, i( c, c. (i <1 (i í: Magnús Ingólfs son, sigraði í A-fl. á Togbrautarmóti í fyrrakvöld voru leiknir tveir leikir í I. deild islandsmótsins í körfuknattleik. Fyrst sigraði ÍR Stúdenta í söguleigum leik og síð an vann KFR ÍKF með nokkrum yfirburðum. ÍR-ÍS 80-49 Fyrir leikinn var réttilega búizt við auðveldum sigri ÍR, sém er í efsta sæti í mótinu um þessar mundir, en það var öðru nær. Botnliðið, ÍS hélt jöfnu allan fyrri íhálfleik og höfðu meira að segja 3 stig yfir í liálfleik. Það var ekki fyrr en í síðari íhluta se.inni hálf leiks að ÍR-ingar náðu afgerandi yfirburðum, en þá létu þeir líka Ehendur standa fram úr ermum. Stúdentar skoruðu 4 fyrstu stig in, ÍR kemst yfir, en stúdentar jafna eftir 7 mínútna leik, 12-12 Akranesi — Hdan. Firmakeppni Bandmintonráðs Akraness fór fram dagana 1. og 2. apríl sl. með þátttöku 25 fyrir tækja. Úrslit urðu þau í einliðaleik að Sementsverksmiðjan, keppandi Hörður Ragnarsson, sigraði Hár greiðslustofuna Skagabraut 9, keppandi Pétur Jóhannesson, með 15-3 og 15-9 í úrslitaleiknum. Birgir Jakobsson hitti vel og breytti stöðunni í 24-18, en Björn Ástmundsson sendir boltann hvað eftir annað í körfu ÍR-inga og ÍS kemst yfir 25-24. Birgir skor ar enn fyrir ÍR 25-26, en stúdent ar taka enn sprett olg komast 5 stig yfir, 31-26 og höfðu 3 stig yfir í hálfleik, 33-30. Skúli Jóhannsson skorar 4 fyrstu stigin í seinni hálfleik og ÍR kemst yfir, 34-33. Þá kom nokk uð jafn kafli, og þegar 10 mín. voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 50-43 fyrir ÍR. Þá var skyndilega eins og ÍR ingar vökn uðu til lífsips og leikur þeirra sem hafði verið fremur slakur, komst í eðlilegt horf. Síðustu 10 mín. skoruðu þeir 30 stig gelgn 6, mest úr hinum sígildu hraðupp hlaupum sínum og sigruðu með yfirburðum 80-49. í tvíliðaleik bar Samvinnubank inn sigur úr býtum, keppendur Hildur Sigurðardóttir og Jóhann es Guðjónsson, gegn Haraldi Böðv arssyni olg Co. keppendur Hörður Ragnarsson og Guðmundur Guð- jónsson, með 6-15, 15-9 og 15-7. í einliðaleik var keppt um bikar sem Síldar- og fiskimjölsverksmiðj an gaf, en Sjóvá gaf bikarinn í tví liðaleik. ÍR-ingar léku nú án Hólmsteins Hauks og Tómasar, en sá síðast nefndi hefur að eigin sögn hætt keppni fyrir ÍR. Það er mikið áfall fyrir liðið, en þetta er sjöundi leikmaðurinn, sem liðið verður að sjá á bak síðan 1964. í þessum leik var Birgir Jakobsson skæðast ur í sókninni og átti auk þess á- gætan varnarleik. Skúli, Agnar og, Jón gerðu margt vel, sérstaklega í seinni hálfleik. KFR-ÍKF 74:51 ÍKF skoraði fyrstu stigin og KFR svaraði með tveimur körfum í röð. ÍKF jafnar 4—4, en KFR jafnar enn 10—10, og kemst í 16—12, en þá datt botninn úr öllu saman og KFR skorar 9 stig í röð, 16—21. Fjögurra til fimm stiga munur hélzt svo það sem eftir var af hálfleiknum, sem end- aði 27—23, KFR í vil. KFR byrjaði seinni hálfleikinn vel, skoraði 16 stig gegn 4 á sjö mínútum, og hafði þar með tryggt sér yfirburðastöðu, 43—27. Um miðbik háifleiksins skoruðu liðin nokkuð jafnt, en KFR jók þó heldur við forskot sitt undir lokin og vann verðskuldaðan sigur, 74— 51. Þórir Magnússon varð stiga- hæstur KFR-inga að vanda með 36 stig, en hann hefur skorað að jafnaði nokkuð yfir 30 stig í leik í þessu íslandsmóti. Mai-inó stóð sig líka mjög vel og skoraði 12 stig, og Rafn skoraði 13. Hjá ÍKF var Hilmar stigahæst- ur með 20 stig, Helgi skoraði 12, Friðþjófur 9 og Sigurður 8. .Dómarar voru Guðmundur Þor- steinsson og Ólafur Geirsson. Björn Ástmundsson átti beztan leik Stúdenta, skoraði mikið af löngu færi og lék yfirleitt mjög vel. Steindór átti einnig ágætan leik og sama er að segja um Hjört. Dómarar voru Ingi Gunnarsson og Kristbjörn Albertsson. STAÐAN: ÍR 8 8 0 0 534-414 16 KR 8 7 0 1 620-361 14 KFR 8 5 0 3 553*643 10 ÍKF 8 3 0 5 435-531 6 Á 9 2 0 7 444-491 4 ÍS 9 1 0 8 437-683 2 Innanfélagsmot IR fer fram í Hamragili á sunnu dag og hefst kl. 2. Keppt verður í svigi karla, kvenna, drengja og stúlkna. Togbrautarmót Skíðaráðs Akur eyrar fór fram í Hlíðarfjalli sl. sunnudag og var keppt í svigi í öllum flokkum. Lifla bikar- keppnin hefst á sunnudaginn Reykjavík, Hdan. Við höfum áður skýrt frá því hér á síðunni, að ákveðið er að Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefjist 20. apríl n.k. með leik Vals og Víkings. Nú hefur verið ákveð ið að Litla bikarkeppnin hefjist n.k. sunnudag með leikjum í Kefla vík og Kópavogi. Það eru Kefl- víkingar og Hafnfh-ðingar, sem leika í Keflavík, en Breiðablik og Akurnesingar í Kópavogi og hefj- ast báðir leikirnir kl. 14.00. Ákveðnir hafa verið allir leik- irnir í keppninni, sem lýkur 15. maí með leik á Akranesi milli Akurnesinga og Hafnfirðinga. Eins og kunnugt er, var það verk þeirra Alberts Guðmunds- sonar og Axels Kristjánssonar í Hafnarfirði að þessi keppni hófst á sínum tíma og hafa þeir jafnan gefið gripi þá, sem keppt hefur verið um, og unnizt hafa til eign ar hverju sinni. í fyrstu voru það þrír aðilar, sem tóku þátt í keppn- inni, en síðar bættist Breiðablik í Kópavogi í hópinn. Fyrirkomuíag Litlu bikarkeppn- innar er þannig, að leikið er heima og heiman. Næstu leikir verða á sumardaginn fyrsta, en þá leika Keflvíkingar og Breiðablik í Keflavík og Hafnfirðingar og Akurnesingar í Hafnarfirði. Nokkuð hvasst var meðan keppni yngri flokkanna stóð yf ir, en batnaði er á daginn leið Mótsstjóri var Halldór Ólafsson, en Reynir Pálsson lagði brautim ar Úrslit í einstökum flokkum urðu, sem hér segir.: Drengir 10 ára og yngri Tómas Leifsson KA 52,6 sek. Gunnar Jónsson KA Haligrímur Ingólísson Þór. fi Stúlkur 10 — 12 ára. Anna H'ermantisdáAtir KA 55,8 Margrét Þorvaldsdóttir KA Sigríður Frímannsdóttir KA I Drengir 11—12 ára: Gunnlaugur Frímannsson KA 48,9 Alfreð Þórsson KA 55,3 sek. Guðmundur Sigurbjörnsson Þó)p 56,1 sek. Stúlkur 12 — 15 ára: Barbara Geirsdóttir KA 139,3 sek. Sigþrúður Siglaugsdóttir KA 159,8 Unglingar 13—15 ára: Guðmundur Frímannsson KA 86,8 Guðmundur Sigurðsson Þór 92J& Þorsteinn Vilhehnsson KA 93,8 Unglingar 15—16 ára: Ingvi Óðinsson KA 127,3 sek. Jónas Sigurbjörnsson Þór 129,8 Bergur Finnsson Þór 136,4 Karlar: Magnús Ingólfsson KA 129,7 sek. Reynir Pálmason KA 133,9 sek. Reynir Brjmjólfsson Þór 136,2 sek. Alls voru keppendur 70 og fór mótið mjög vel fram. 14. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ %% Guðmundur Sveinbjörnsson form. ÍA afhendir Sveini Guðmundssyni bankastjóra Samvinnubankans á Akranesi sigurlaunin. (Mynd: Hdan). Badmintonmót háð á Akranesi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.