Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 11
 Jafniefli ÍA og UBK, en IBK sigraði ÍBH 1 gegn 0 OSKAR VARÐ 3. A ÍLYFTINGUM UM HELGINAí Óskar Sigurpálsson varð þriðij í léttþungavigt á Lyft'- ingamóti Norðurlanda, sem fram fór í Stavanger í Noregi um helgina. Óskar lyfti sam- tals 400 kg. (130 — 115 — 155). Sigurvegari í léttþungavigt varð Finninn Karlo Kanganni- emi mpð 460 kg. og annar Bor- mann, Svíþjóð með 412,5 kg. Þessi árangur Óskars er mjög góður og bendir til þess, að ís- lendingar geti náð langt í þess- ari íþrótt, því að hér er um, fyrstu keppni íslenzkra lyft- ingamanna að ræða á erlend- um vettvangi. Auk Óskars tók Guðmundur Sigurðsson þátt í millivigt og varð fimmti með 362,5 kg. 115 — 110—137,5), sem er mjög gott. , hvert sem þér farið # ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR f PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 Akranesi, — Hdan. Síðari leikur Akurnesinga og Kópavogs í Litlu bikarkeppninni fór fram á Akranesi á sunnudag í norffan roki og kulda. Þrátt fyr- ir mikla yfirburði Skagamanna í leiknum tókst Kópavogi að jafna rétt fyrir leikslok og lauk því leiknum eins og þeim fyrri, með jafntefli 2 mörk gegn 2. Skagamenn léku undan vindin um fyrri hálfleik og héldu uppi látlausri sókn og höfðu ekki á- rangur sem erfiði. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins, að þeim tókst að skora og var þar að verki Guðjón Guðmundsson, sem fékk góða sendingu frá Birni Lárussyni. Snemma í síðari hálf- leik bætti Guðjón öðru marki við. Héldu nú flestir, að sigurinn yi-ði þeim auðveldur, þar sem þeir höfðu í öllu við Kópavogsmönnum þótt gegn vindi væri að sækja, enda voru sóknarlotur þeirra í síðari hálfleik mun hættulegri, en í þeim fyrri. En Kópavogsmönn- um tókst að svara fyrir sig með marki, sem Guðmundur Þórðar- son skoraði um miðjan hálfleik- inn og rétt fyrir leikslok tókst Jóni Xnga Ragnarssyni að jafna. Bæði mörkin eiga það sameigin- legt, að þau voru mjög ódýr, eins og reyndar flest mörkin hafa ver ið, sem Skagamenn hafa fengið á sig í vor. Þröstur. Lárus Skúlason, Björn og Guðjón áttu allir góðan leik hjá Skagamönnum, en að þessu sinni vantaði þá þrjá menn í lið- ið, þá Jón Alfreðsson, Benedikt Valtýsson og Matthías Hallgríms son. Lið Kópavogs var mjög jafnt, með Júlíus Júlíusson sem bezta mann. Áhorfendur voru fjölmargir, en leikinn dæmdi Guðjón Finnboga- son og gerði því hlutverki góð skil. ÍBK - ÍBH 1:0 Keflvíkingar voru greinilega betri aðilinn í leiknum við Hafn- firðinga á sunnudaginn. Þeim tókst þó ekki að skora fyrr en 15 mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Jón Jóhannsson sendingu frá hægri og skoraði eina mark leiksins. Hafnfirðingar höfðu þá bjargað a.m.k. tvívegis á línu. Keflvíkingar eru nú nær örugg ir um sigur, þurfa aðeins eitt stig í tveim leikjum. Staðan er nú þessi Keílavík 4 4 0 0 8—1 8 Akranes 4 1 2 1 7-7 ' 4 Kópavogur 4 0 2 2 6—9 2 Hafnarfj. 4 1 0 3 7-11 2 Næstu leikir eru á fimmtudag- inn. Þá leika Keflavík og Kópa- vogur í Keflavík og e.t.v. Akranes og Hafnarfjörður, þó ekki endan- lega ákveðið því að Akranes átti Enskur þjálfari til Akurnesinga Hingað er kominn ensk- ur knattspyrnuþjálfari, B. Greenough að nafni, og mun dveljast á Akranesi um 6 vikna skeið og annast þar þjálfun allra aldursflokka í samstarfi við aðalþjálfara Akraness, Helga Hannesson, íþróttakennara. Greenough, sem kominn er hingað fyrir milligöngu Björgvins Schram, formanns KSÍ, er ungur maður, sem ætlar sér að gera knatt'- spyrnuþjálfun að aðalstarfi, en á eftir að ljúka loka- prófi til þess að fá full rétt- indi. Hann mun væntanlega ljúka því prófi á þessu ári. Þá er Greenough knatt- spyrnudómari með fullum réttindum og hefur gert töluvert að því að dæma leiki í London og á suður- Englandi. að leika við Reykjavíkurúrval þann dag samkvæmt mótaskrá. Fjölmenni Frh. af 2. síðu. því, sem fyrir þá hafði borið. Þeim sagðist svo frá, að skip- stjórinn hefði boðið þeim nið- ur í káetu sína til tedrykkju, og hefðu þeir talið það óhætt. Eftir nokkra stund fór skip- stjórinn út, og skömmu síðar heyrðu þeir að togvinda skips- ins var komin í gang og urðu þess um leið varir að skipið var komið á hreyfingu. Ætl- uðu þeir þá út, en dyrnar voru læstar. Þeir brutu hurðina og komust þannig út og fóru upp í brú. Var skipið þá að fara út úr höfninni. Þeir skipuðu skipstjóranum að nema þegar staðar og snúa við og Þorkell færði vélsímann um leið á stopp Þe&n var þá hrundið frá og sagt, að skipstjórinn réði skip inu og hótað að þeir yrðu beitt ir ofbeldi, ef þeir hefðu sig ekki hæga. Söfnuðust margir skipverjar saman í brúnni, vopnaðir bareflum og virtust til alls vísir. ' Lögregluþjónarnir sögðu að greinilegt hefði verið að skip- stjóri og sumir skipverjar hefðu verið ákveðnir að fara, hvað sem það kostaði, og væri greinilegt að strokið hefi ver- ið undirbúið frá byrjun. Skip- verjar hefðu þó ekki allir ver- ið sammála skipstjóra um þetta, en margir þeirra, eink- um hásetarnir hefðu staðið með honum. Strax og út úr höfninni var komið, voru menn settir til að mála yfir nafn og númer skipsins og falsa nýtt númer á það, og öll Ijós voru slökkt, þau sem ekki var hægt að slökkva voru brotin. Fyrst var tekin stefna í átt' að Garðskaga, en síðan breytt í norð-vestlæga stefnu og farið eins og skipið frek- ast komst alla nóttina og morg uninn. Þegar Óðinn kom að togaranum fóru undirmennirn- ir að tínast út úr brúnni, en þar höfðu þeir áður verið, m.a. til þess að líta eftir lögreglu- þjónunum, og urðu þar að lok um ekki aðrir eftir en skip- stjórinn, 1. stýrimaður og þeír Þorkell og Flilmar. Þegar Óð- insmenn skipuðu togaranum að nema staðar, svaraði skip- stjórinn því engu, en Þorkell setti vélsímann á stopp og lét skipstjórinn það viðgangast og hreyfði ekki mótmælum. Var engin mótspyrna sýnd, þegar Óðinsmenn komu um borð og tóku við stjörninni, en skip- stjórinn og 1. stýrimaður flutt ir yfir í varðskipið. Á sunnudag var Newton skipstjóri svo úrskurðaður í allt að 30 daga gæzluvarðhald og skýrslur teknar af aðiljum málsins. 3. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.