Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. maí 1967 48. árg. 111. tbl. VERÐ 7 KR. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, segir í viðtali við Alþýðublaðið: EMIL JÓNSSON formaður Alþýðuflokksins lagði á | það mikla áherzlu í viðtali við Alþýðublaðið í gær að! Alþýðuflokkurinn væri eini flokkurinn sem gengi heill! og óskiptur til kosningabaráttunnar sem tnú er >að hef j ast fyrir alvöru. — Frá mínu sjónarmiði er út- litið gott, sagði hann. Það ber öllum saman um, sem ég hef hitt að máli, að Alþýðuflokksmenn geti verið bjartsýnir. — Nokkrar sérstakar ástæður sem þú vilt nefna? — Ég byggi það álit mitt á' því að Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum tveimur kjörtíma- bilum í samvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn og þar á undan á þeim tíma er minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins sat að völdum, tekizt að koma fram ýmsum mikl- um framfaramálum sem mikla þýðingu hafa fyrir almenning í landinu, en ég tel einsýnt að flokkurinn eigi að reiða sig á dómgreind og óbyrgðartilfinn- ingu kjósendanna. Sem dæmi um asikil framfara- mál langar mig til að nefna stór- kostlegar umbætur á almanna- tryggingalöggjöfimri, jafnlauna- mál kvenna og uppbyggingu efna' hags- og atvinnulífsins. Skipa- Listamanna- launin Grein eftir Ólaf I Jónsson á bls. 7 stóllinn hefur vaxið mjög, m. a. fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, og hafin er gerð stærstu virkjun- ar sem til þessa hefur komið upp á íslandi. Ber á það að líta að afkoma almennings byggist fyrst og fremst á því að vel séu nýtt- ar auðlindir landsins. Þær eru að vísu fáar, en þær eru miklar, aðallega fiskimiðin og fallvötnin. Þá vil ég nefna það — sem ég tel einkar mikils virði — að Alþýðuflokkurinn er í dag alger- lega einhuga, vottar ekki fyrir á- greiningi, hvorki um framboð né stefnu. Þetta er meira en hægt er að segja um hina flokkana sem virðast vera meira og minna sundraðir í kosningabaráttunni. Af þessum ástæðum tel ég mig geta verið bjartsýnan. — Hvað geturðu þá sagt mér um viðhorfin eftir kosningar? — Um það er ekki gott að segja neitt, það fer auðvitað mest eftir úrslitum kosninganna. Ríkis- stjórnin hefur mjög nauman meirihluta og getur því allt gerzt, ekki sízt eins og nú er háttað framboðum og flokkaskip- an. Fyrir síðustu kosningar ákvað Alþýðuflokkurinn að halda áfram stjórnarsamvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn, ef þeir héldu meiri- hluta, en fyrir þessar kosnmgar hefur hann ekki tekið neina slíka ákvörðun, því að eftir svo langt stjórnarsamstarf sem hér er um að ræða verður flokks- stjórnin að taka stjórnmálavið- horfið allt til athugunar og á- kveða afstöðu til stjórnarsam- starfs eftir niðurstöðum hennar. Hins vegar vil ég láta það í ljós sem persónulega skoð- un mína, að þetta stjórnarsam- starf Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hefur gengið vel og giftusamlega í öll þessi ár, og því ekki ólíklegt að því verði haldið áfram, ef þingmeirihluti fæst og samkomulag næst um mál- efni. En um það verður auðvitað flokksstjórnin að fjalla. — Viltu geta helztu mála sem eru fram undan? — Já, ég vil gjarnan geta þriggja stórmála, sem ég vil segja að hæst muni bera á næstu ár- um. Fyrst er það lífeyrissjóður fyr- ir alla landgmenn, en það mál hefur verið ágætlega undirbúið af Haraldi Guðmundssyni og er nú til meðferðar hjá’ sérstakri nefnd, sem leggur það fyrir al- úngi. þegar hún hefur lokið störfum. Þá er landgrunnið, mál, sem allir eru sammála um, en þar v'rh. 11. síðu. Námslðun og menníun Ingvar Ásmundsson mennta- skólakennari ritar kjallara- greinina í dag. Ilann leggur þar til að námslaim verði greidd öllum skólanemendum, sem stunda langskólanám, en jafnframt verði skólaárið lengt úr 7 mánuðum í 10. Með þessu væri hægt að fækka námsárum þannig, að nemandi sem nú lýk ur lokaprófi um 26 ára aldur gæti tekið sama próf 23 ára gamall. Á þeim þremur árum sem hann vinnur með þessu móti greiðir hann hinu opin bera ámóta fé í gjöld og náms launum nemur, þannig að raun verulega yrði ekki um útgjalda aukningu að ræða fyrir hið op inbera þótt námslaun yrðu tek in upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.