Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 4
Eítstjóri: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasiml: 14906. — Aðsetur: AlJjýSuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýðtiflokkurimi. Kaupmátfur tímakaupsins UNDANFARIÐ hefur formaður Bandalags opin- berra starfsmanna skrifað daglega pistla í Tímann. Þótt undarlegt megi virðast, eru þessar greinar eins og dagblaðagreinar um stjórnmálapex gerast verstar, fullar af rangfærslum og útúrsnúningum og illviljað- ar að auki. Ýmsir 'hefðu að óreyndu haldið, að for- maður stórra hagsmunasamtaka og stjórnarráðsstarfs- maður að auki skrifaði af nokkurri ábyrgðartilfinn- ingu og sannleiksást. En því er ekki að heilsa. Þykir Alþýðublaðinu rétt að nefna dæmi um þetta. Formaðurinn skrifar um það langa hugleiðingu, að makalaust sé, að kaupmáttur fyrsta taxta Dagsbrún- arkaups hafi 1966 verig 95,9% miðað við 100 í marz —des. 1959. Hann hefði a. m. k. átt að geta þess, að mjög er orðið fátítt, að unnið sé eftir þessum taxta, en að því leyti, sem það er gert, er um störf að ræða, :sem engar taxtatilfærslur hafa hlotið. Þetta er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, að vísitala sú, sem for- maðurinn vitnar til, er vísitala neyzluverðlags, en ekki vísitalá framfærslukostnaðar. — Gildi vísitölu neyzluverðlags til viðmiðunar í sambandi við lífskjör er háð því skilyrði, að ekki verði breytingar á skatta- kerfinu. Slíkar breytingar urðu hins vegar 1960 eða árið eftir grundvallarárið, sem við er miðað. Með geng isbreytingunni og samsvarandi hækkun á verði inn- fluttrar vöru, hækkaði vöruverðlag verulega og þar með vísitala neyzluverðlags, en áhrif skattalækkana þeirra, sem framkvæmdar voru, eða þeirrar hækk- unar á fjölskyldubótum, sem ákveðin var, koma ekki fram í þessari vísitölu. Það er því beinlínis rangt að nota vísitölu neyzluverðlags til þess að mæla breyt- ingar á lífskjörum fyrir og eftir þessar breytingar á sköttum og fjölskyldubótum. Þá verður að nota vísi- tölu framfærslukostnaðar, þar sem breytingin á skött unum og f jölskyldubótunum kemur fram. Sé hún not- uð, var kaupmátturinn 111,7 stig 1966. En á síðari ár- um hafa kjarabætur launþega í mun ríkari mæli en áður fengizt á þann hátt, að kauptöxtum hefur yerið fjölgað, störf verið flutt milli taxta, og á annan hátt. Fyrsti taxti Dagsbrúnar er því alls óhæfur mæli- kvarði á kaup verkamanna almennt og enn síður á kaup launþega yfirleitt. Til eru opinberar upplýsingar um alla kauptaxta verkamanna, sem formaður Bandalagsins á aðgang að eins og aðrir, og sýna þær, að vísitala kaupmáttar þeirra v&r 1. marz 1965 120,7 stig, miðað við marz des. 1959. Síðan hefur hún enn hækkað. Ýmsir laun- þer^" hafa hlotið meiri kauphækkanir en verkamenn. Þúð er ýmsum vandkvæðum bundið að reikna kaup- máttaraukningu allra launastéttanna. Mismunandi reikningsaðferðir sýna 'hækkun frá 1959 til 1966 um 38,5—47%. En jafnvel sú sem sýnir lægsta útkomu, sýnir meiri hækkun á tekjum launastettanna en aukn ‘ingn þjóðartekna nemur, en hún nam 33,6%. 4 3. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ I iftal INNI- HURÐIR Smíöi á IIMIMIHURÐUM hefur veriö sérgrein okkar um árabil mm iíií, '•■'í í l" ;V.ff j11’ il!Hi 'Wiltí Kynnið yður VERÐ-GÆÐI- AFGREIÐSLUFRE ST| SIGURÐUR i A , ELÍASSONh/f iU Auðbrekku 52—54 , Kópavogi sími 41380 og 41381 BÖNAÐARBANKIISIANDS Vekur athygli viðskiptamanna sinna á síðdegisaf- greiðslu í sparisjóðs- og hlaupareikningsdeild að- albankans kl. 5—6,30 e.h. alla virka daga nema laugardaga. BÖNAÐARBANKIISIANDS ★ KJÓSANDABRÉF UM KOSNINGAR. Nú eru blessa'ðir stjórnmálamenn- irnir farnir að birtast okkur í sjónvarpinu, auk þess sem við getum hlustað á þá' í hljóðvarpinu líka, segir í bréfi, sem „Kjósandi” hefur skrifað krossgötunum. Þetta er góð tilbreyting, en það bezta við þetta er þó að umræöumar hafa verið styttar. Það er eins og þeir loksins hafi gert sér Ijóst, að þýðingarlaust er að bjóða landsfólkinu upp á fjögurra klukkustunda útvarpsumræður, — slíkt nennir ekki nokkur maður lengur að hlusta ó og vonandi er tími hinna löngu útvarpsum- ræðna nú liðinn. Ef eitthvað er, þá gerðu þær mönnum heldur gramt í geði, með því að svipta burtu útvarpsdagskránni eins og hún lagði sig heiit kvöld. Það verður á margan hátt spenn- andi að fylgjast með þessum kosningum, og kemur þar margt til, sem ég ætla mér ekki að fara að rekja í þessu stutta bréfi til ykkar. Það sem veldur því, að ég skrifa þetta bréf, er að mér finnst fólk hér vera farið að taka velmeguninni, sem hér ríkir og ég tel vera afleiðingu réttrar stjórnarstefnu, sem allt of sjálfsögðum hlut, og gleyma því, að aðrir tímar geta upp runnið, ef þeir sem nú eru í stjórn- arandstöðu fá tækifæri til valdaaðstöðu. Menn mega ekki gleyma því, að hér er nú allt hægt að fá í verzlunum, sem hugurinn girnist. Fyrir nokkrum árum fékkst oft' næstum ekkert. Það yrði líklega aldeilis uppi fótur og fit hér á landi, ef allt í einu hættu að fást ávextir, nema ögn rétt fyrir jólin. Þessu tóku menn þó með þegj- andi þolinmæði fyrir ekki svo mörgum árum, þvi þeir þekktu ekki annað. ★ ALLIR STANDA í STÓR- RÆÐUM. Við íslendingar liöfum aldrel þekkt aðra eins velmegun og nú, og ég held að það sé velmegunin, sem fyrst og fremst verður kosið um í vor. Á hún að halda áfram, eða á að fá haftaherrunum frá fyrri árum völdin. Menn þurfa ekki annað en athuga hara sinn kunningjahóp. Það standa allir í stór- ræðum. Þessi var að flytja í nýja íbúð, þessi að kaupa sér nýjan bíl, hinn að fá sér sjónvarps- læki, annar að skreppa í sumarleyfi sinu til út- landa og þarf ekki að leggjast á hnén fyrir framan sinhverja Framsóknarherra til að fá gjaldeyri til fararinnar. Tímarnir eru sannarlega gjör- breyttir og gallinn er sá að allt of margir taka þessu, sem alveg sjálfsögðum hlut. Það mega menra ekki gera. Ég legg það ekki í vana minn, að skrifa blöðunum bréf. En vegna þess að mér finnst það sem ég hef sagt í þessu stutta bréfi skipta verulegu máli, þá fannst mér ástæða til að hripa þessar línur á blað í von um að þiö birtið þær við hentugleika. — Kjósandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.