Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 11
ritstj. ÖRN í EIÐSSON 1 þ| ií il m R Allgóði nr le iki ■ RB ir, < er TVÖ elztu félög Reykjavíkur, KR og Víkingur hófu fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu 1. maí sl. og fór vissu- lega vel á því. Veður og völlur voru mjög ákjósanleg. Áhorf- endur létu heldur ekki á sér standa, um 2000 manns kom til að horfa á leikinn, sem var all- góður á köflum og að ýmsu leyti -------------—----------—< Kefivíkingar hafa forystu í Litlu bikarkeppninni TVEIR leikir voru leiknir í Li'clu bikarkeppninni 1. maí. — Keflvíkingar og Akurnesingar léku í Keflavík. Leiknum lauk með sigri Kefivíkinga 3 mörk gegn 1. Akurnesingar gerðu fyrsta markið úr vítaspyrnu, Það var strangur dómur. Guðjón Guðmundsson skoraði markið ör ugglega. Grétar Magnússon jafn aði fyrir í. B. K. og Magnús Framhald á 14. síðu. með betri leik hér um slóðir, miðað við fyrsta leik vorsins. Ein.kum var þó seinni hálfleikur- urinn mun betri hjá báðum, sem sýndi það að þol leikmanna var fyrir hendi í tvo hálfleiki en út- af því hefir stundum vilja bregða hjá liðum vorum, og síð ari hluti leikja þeirra því meira og minna mistekizt. Þolið er þvi undirstaða þess að geta staðið sig og náð árangri í hinni erfiðu og glæsilegu knattspyrnuíþrótt. Eru þetta engin ný sannindi, en sígild. Fyrri hálfleiknum lauk án marka. Sótt var og varið af hörku á báða bóga og hurð skall nærri hælum beggja marka hvað eftir annað, en bjargaðist þó. í síðari hálfleiknum, sem all- ur var snarpari en sá' fyrri, skor aði KR 2 mörk á fyrstu 10 mín. Gerði Eyleifur bæði mörkin, það fyrra úr góðri sendingu frá Gunnari Felixssyni, og það síð- ara er Víkingsvörnin gliðnaði skyndil. og hann komst óhindr- að í skotfæri. Þannig stóð leik- urinn 2:0 allt þar til 10 mínútur Óneitanlega óvenjulegar stellíngar leikmanna, voru eftir. Víkingar voru í hraðri sókn, miðherjinn í opnu færi, en var hrint harkalega af vinstri bakverði, og kostaði það lið hans vítaspyrnu, sem miðherj- inn, Jón Karlsson, sem brotið ' var á, tók, og skoraði örugglega. Harðnaði leikurinn við þetta, einkum af Víkings hálfu, sem gerði íírekaðar tilraunir til að jafna metin frekar, en tókst ekki þrátt fyrir góð tilþrif. — Segja má, að þetta væri jafn leikur, eins og reyndar úrslitin sýna. Víkingsliðið, sem skipað er ungum piltum, sýndi mikla^- snerpu og hraða og gaf líít eftir í einvíginu. í markinu stóð einn yngsti liðsmaðurinn, Diðrik Ól- afsson nýkominn úr 3. fl. sýndi hvað eftir annað góð viðbrögð og varði oft ágætlega, en linur í útspyrnu. í heild var lið KR sigurstrang- legra, enda skipað eldri liðs- mönnum og leikreyndari, þó mun almennt hafa verið búizt við meiri og betri tilþrifum af lið- inu, sem nú um allangt skeið hefur notið leiðsagnar og þjálf- unar hins færasta manns, en á- hrif af þeirri þjálfun á sjálfsagt eftir að koma í ljós síðar. Valur Benediktsson dæmdi leikinn ágætlega. — E. B. íþróttakennara- námskeió i DAGANA 28. júlí til 3. ágúst 1968 fer fram íþróttakennara námskeið á vegum danska í- þróttakennarasambandsins. Námskeiðið verður haldið í Sönderberg og verður boðið íþróttakennurum frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið er bæði fyrir karla og konur, og tíu íslendingum boðin þátt taka. Aðalviðfangsefni verður kynn ing á hinu en=ka leikfimikerfi Educational Gymnastic. Kenn ari Mr. Percy Jones Lancas- liire Education Authrity Eng- land. Aðrar greinar verða: Fvrir konur: Körfuknattleik- ur 1. og 2.- stig. Kennari Birthe Lemberg. Áhaldaleikfimi Sonja Nielson. Rytmisk leikfimi (Kit Kruse) Sund (Kaj Warming). Friálsar íþróttir (Karen Inge ilalkier). Orientering. (Ivar Berg Sörensen). Framhald á 14. síðu. Hér sækja Víkingar, en Magnús gómar boltann. Víkingur 60 ára ardag, var þar margt manna samankomið og gleðskapur góð- ur. Liðsoddar ríkis og borgar á'samt íþrólttahreyfingarinnar heiðruðu Víking með nærveru á þessari hátíðarstundu og fluttu félaginu heillaóskir og þakklæti fyrir vel unnin áratuga störf. Víkingur er annað elzta knatí- spyrnufélagið í borginni, KR er eldra, stofnað 1899. - Formaður Víkings, Gunnar Már Pétursson, setti hátíðina, bauð gesti velkomna og fluttl aðalræðuna í tilefni afmælis- ins. í ræðu sinni rakti formað- ur, í stórum dráttum, sögu fé- lagsins sl. 10 ár eða frá því að 50 ára afmælið var haldið há- tíðlegt. Gat hann helztu félags- legra viðburða, sem skeð höfðu á þessu 10 ára tímabili. Þá minntist hann sérstaklega Axels Andréssonar stofnanda félags- ins. Að ræðu formanns lokinni sem var skýr og skilmerkileg, bauð hann Ingvari Pálssyni að taka við veizlustjórn. Framhald á bls. 10. 103 þátttakendur í Víða- vangshlðupi Hðfnarfjarðar Víðayangshlaup Hafnarfjarðar 1968, sem er hið 10. í röðjnni síðan það var endurreist, var háð við Barnaskóla Hafnarfjarð ar undir stjórn Hans Fransson- inn fyrsta, þann 25. apríl síðast liðinn. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar undir stjórn Haris Fransson ar, lék áður en hlauþið var. 3. maí 4 Hlaupið hófst kl. 2 síðdegis. Keppt var í 5 flokkum- brem ur flokkum drengja og tveim- ur flokkum stúlkna. Úrslit urðu iþessi: Drengir 17 ára og eldri: 1. Ólafur Valgeirss. 5.27.9 mín. 2. Elías Jónasson 5.39.1 — Framhald á bls. 10. 1968 - ,. ALÞÝÐUBLAÐIÐ H Knattspyrnufélagið Víkingur er sextugt um þessar mundir. Stofndagur félagsins er talinn 21. apríl 1908. í tilefni þessara merku tímamóta efndi félagið til gestaboðs í Sigtúni sl. laug- Viðar Halldórsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.