Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 5
Reykjavík, 6. maí 1968. Ágæti kunningi. I ÉG fjölyrSi ekki um fræðslu- málin þessu sinni, en vík þó að tveimur atriðum. Þú vilt halda deildaskiptingu menntaskólanna. Það hygg ég hæpna afstöðu og stórefa, að þannig náist bezt sá meginíilgangur að búa stúdenta undir háskólanám. Ég ætla grundvallaratriði að auka val- frelsi menntaskólanómsins, og þú ert-sammála mér um tungu- málakennsluna, en þá er nokk- uð fengið. Spái ég því, að hug- myndin um afnám deildaskipt- ingarinnar í menntaskólunum nái fram að ganga, þó að hún muni enn varla tímabær. Reynsla annarra þjóða sýnist á þann veg, og ég bíð rólegur átekta. Hitt er óþörf tortryggni af þér að fallast ekki á tillögu mína um kennslubókagerðina. Okkur greinir ósköp lítið á í því efni. Að sjálfsögðu eiga kennarar að vera. í hópi þeirra, er semji, þýði eða endursegi kennslubækur, og þá vitaskuld á góðum launum og við önnur sæmileg vinnuskil- yrði. Afstaða þín til skipulagn- ingar kennslubókaútgáfunnar finnst mér annars við hæfi. Loks grunar mig, að íslend- ingar geti verið bjartsýnir á þróun fræðslumálanna. Hún er farsæl um sitthvað, og nauðsyn- legar úrbætur ættu að vera auð- veldar, ef fé og skipulag fæst. Menntuð smáþjóð getur orðið sér úti um og tekið -upp nýj- ungar á skömmum tíma. Því skiptir méstu að fylgjast með viðhorfum og breytingum og leggja sig fram um að velja og hafna. Athyglisverðasta tillaga í ís- lenzkum fræðslumálum er að mínum dómi sú, að greidd verði laun til allrar framhaldsmennt- unar eftir að skyldunámi lýk- ur. Grein Ingvars Ásmundsson- ar um það efni hér í blaðinu í fyrravor sannfærði mig. Þar var mörkuð stefna, sem er mér að skapi. * ❖ Nú vorar á íslandi, þó að enn sé raunar kalt í veðri, og jörð kemur undan klaka. Ingólfur Jónsson ræddi samgöngumál í sjónvarpsþætti á föstudagskvöld. Var hann hófsamur í -sókn og vörn og hélt fimlega á sínum spilum. Er vel farið, að fjallað sé í heyranda hljóði um vanda- mál okkar svipað því, sem hann gerði. Ævintýri er, hvað vegir á ís- landi hafa teygzt langt á sama tíma og við höfum byggt hafnir og flugvelli, sem kosta gífur- lega fjármuni. Eigi að síður mun skipulag vegamálanna harla um- deilanlegt. Hérlendis er ekki enn komin til sögunnar varanleg ak- braut önnur en nýi Kefiavíkur- vegurinn rómaði. Leiðir í grann- sveitir höfuðborgarinnar geta teppzt á einni nóttu að vetrar- lagi og myndu að auki taldar ó- færar annars staðar vor og haust. Gegnir til dæmis furðu, að sigr- azt skuli á Strákafjalli og Ólafs- fjarðarmúla fyrr en Hellisheiði. Framkvæmdir þessar norðan lands orka naumast tvímælis, en hvað finnst Reykvíkingum og Sunnlendingum um sitt hlut- skipti? Myndi ekki í samræmi við margt annað, að löngu væri kominn hár og breiður stein- steyptur vegur austur yfir fjall? Greiðfærastir vegir á íslandi liggja um fjöll og firnindi, en þéttbýlið héfur orðið tilfinnan- lega út undan um samgöngur. Manni, sem ligguf á, er oft mun auðveldara að komast úr Reykjavík norður í Eyjafjörð en austur í Rangárþing, og sama gildir um vöruflutninga. Slíkt má ekki telja eftir gagnvart norðlendingum, en hin krafan hlýtur að vera skiíyrðislaus, að akbrautir um þéttbýlið í ná- jMiMumn Sumarkjólar-r ’drkjólar Fjölbreytt úrval af jumarkjólum á krónur 450.— sumarkápur í öllum stærðum á kr. 1450.— og 1560.—. LAUFIÐ, Laugavegi 2. Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við handlækningadeild Landsspítalans er laus til umsóknar. .Staðan veitist frá 1. júlí 1968. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítal- anna. Umsókn' r með upplýsingum um aldur, náms- feril og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, Klapparstíg 29. fyrir 10. júní n.k. Reykjavík, 6. maí 1968. Trúlofunar- hringar Sendum gegn póstkröfu. Fljót áfgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður, SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantið tímanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. grenni Reykjavíkur séu fremur ætlaðar bifreiðum en hestvögn- um. Vegamálin á íslandi bera al- þingi og ríkisstjórnum ófagurt vitni. Aðalatriðin hafa gleymzt allt of lengi. Nýi Keflavíkurveg- urinn mun fremur að þakka flug- vellinura og setuliðinu en mannabyggðinni á Suðurnesjum, og eru þó þar mörg dýrmæt ís- lenzk atkvæði. sj: íJí Ég fer út í aðra sálma, og vakir þá bæði fyrir mér gaman og alvara. Undanfarið hefur veiðzt mikið af fiski við suðurströndina. Afli þessi er iðulega keyrður á bíl- um langar leiðir. Hins vegar vilja landsfeðurnir ekki heyra nefnt að gerð sé brú á' Ölfusá niðri við ósa, en þannig mætti tengja Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, svo og Selfoss. •Sú framkvæmd þykir víst of dýr, þó að hún myndi renna meginstoðum undir Flóann og jafnvel allt Suðurland. Þá væri hægt að flytja á fimm mínútum í vinnslu þann afla, sem nú er oft keyrður klukkutíma torfæran fjallveg. Manni virðist þó, að á Suðurlandi ætti að vera nýtízku fiskiðjuver til að nýta hráefnið, sem berst á land í Þorlákshöfn og á .Eyrarbakka og Stokkseyri. Af þessu tilefni er mér nokk- urt undrunarefni, að fiskurinn, sem Vestmannaeyingar veiða, skuli ekki fluttur í flugvélum til Reykjavíkur — eða norður á Sauðárkrók eða Akureyri. Slíkt mætti ef til vill kalla jafnvægi í byggð landsins. Vestmannaeyingar eru svo heimaríkir að eiga minnsta kosti fjögur fiskiðjuver og hafa undan að vinna úr afla báta sinna. Kannski ræður úrslitum, að þaðan er ekki hægt að keyra fisk á bílum? * * Eysteinn Jónsson hefur lagt til, að starfsskilyrði alþingis- manna verðj bætt að mun. Morg- unblaðið mælti gegn þeirri hug- mynd á' dögunum af því að Ey- steinn vildi, að leiðtogar stjórn- arandstöðunnar væru launaðir. Það taldi höfundur Reykjavíkur- bréfa hægt að spara. Mér finnst ekkert áhorfsmál, að Eysteinn hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Þingmenn á að launa svo, að þeir geti helgað sig löggjafarstarfinu, undirbún- ingi þess og framkvæmd. Sama gildir um flokksforingjana. Þeir eiga kröfurétt á nauðsynlegum vinnuskilyrðum. Því aðeins er hægt að ætlast til einhvers af þeim. Bretar gera sér þetta ljóst. Þeir greiða leiðtoga stjóírnar- andstöðunnar á hverjum tíma ráðherralaun. Morgunblaðið ætti að endurskoða afstöðu sína til þessa máls og leggja til við Sjálfstæðisflokkinn, að hug- mynd Eysteins verði að veru- leika. Bætt starfsskilyrði alþing- ismanna og flokksforingja myndu auka veg og virðingu lýðræðis- ins á íslandi. Mér finnst ámæl- isverðast, að Eysteinn skuli ekki hafa beitt sér fyrir þessu fyrr. Hann var of íhaldssamur fjár- málaráðherra á sínum tíma. * * Nú styttist til samfunda okk- ar hér heima. Þá géfst ökkur tækifæri að ræða einslega það, sem bjargað geti landinu og heiminum. Við komum ekki öllu að í þessum bréfum okkar. Þú verður varla svo upptekinn ölí- um stundum að skeggræða við Einar Magnússon, að leiðir okk- ar liggi ekki saman, en mundu að taka með þér eitthvað af sumilnu í Svíþjóð og helztu á- greiningsefni kosningabarátt- unnar þar í landi á hausti kom- anda. Gleðilegt sumar þér og þíri- um. Þjnn H e 1 g i. T annlæknastofa Hef flutt starfsemi mína og opnað stofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími 12229. Snjólaug Sveinsdóttir, tannlæknir MEL&VOLLUR Reykjavíkurmótið í knattspyrnu í kvöid kL m keppa Fram-Þrótt MÓTANEFNDIN. 8. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.