Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. maí 1968 — 51. árg. 93. tbl- /S Á NORÐFIRÐI | Enn er ísinn kyrr við strendur landsins, þótt senn líði að I bví að sól verði hæst á lofti. Myndina hér til hliðar tik i Hallgrímur Jónsson flugmaður af ísnum við Neskaupstað á | unpstigningardag. - ' M | í gær, er Sigurjón Einarsson flugmaður hjá Flugumferðar. stjórn íslands var að koma úr Iskönnunarflugí með Norður- og Austurlandi, varð hann var við mikinn gufustrók I Kverkfjöll. um í norðanverðum Vatnajökli. Hafði augljóslega orðið sig á svæðinu, þar sem gufustrókinn lagði upp. Var gufustrókurinn að sögn Sigurjóns 300-400 metra hár. Sagði hann, að alltaf ryki úr Kverkf jöllum, en barna hafi nú verið um að ræða miklu meiri kraft en venjulega. Blaðið fregnaði í gær, að Sigurður Þór. arinsson jarðfræðingur myndi eftir sigi þama á svæðinu árið 1959 og teldi hann þennan gufustrók nú óvenjulegan. Mun Sigurður fljúga yfir svæðið I dag og kanna það, sem þar er að gerast. — Ekki er loku fyrir það skotið, að hinn aukni gufu. kraftur í Kverkfjöllum sé úndan- fari goss, þó að erfitt sé að segja um það, áður cn ítarleg könnun hefur verið gerð á fyr- jrbærinu. Fréttamaður hafði samband við Þorleif Einarsson jarðfræð- ing í gærkvöldi og spurði hann, um hvers konar náttúruhamfar- ir gæti veúð að ræða í Kverk- fjöllum nú. Kvað hann erfitt að segja nokkuð um það að svo stöddu. í Kverkfjöllum væri eitthvert mesta hverasvæði landsins og þyrfti því þessi gufustrókur síður en svo að merkja nein stórtíðindi, þó að hann gæti að sjálfsögðu bent til þess, að gos væri í aðsigi. Vitað væri, að gos hafi átt sér stað í Kverkfjöllum fyrr á öldum, en ekkert gcs hafi orðið þar á 19. eða 20. öld svo vitað væri, Til að nefna væru til heimildir um gos þar á 17. og 18. öld, árin 1684, 1716, 1717 og 1726. í kjölfari þessara gosa hafi orðið mikil jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum og muni sum- um þeirra hafa fylgt öskufall. Þorleifur taldi vafasamt að treysta um of gömlum heimild- um um gos á þessum slóðum fyrr á tímurn, þar sem þetta svæði hafi verið næsta óþekkt framan af og því lítið vitað um Framhald á ols. 10 iSLENDINGAR OG HAFiÐ Sýningin íslendingar og hafið verður opnuð almenningi í dag kl. 10. Á myndinni hér fyrir ofan er Hannes Hafstein, fulltrúi hjá Slysa- varnafélagi íslands að skýra út fyrir ungum dreng líkan sem hefur verið gert af björgun. inn'i við Látrabjarg, en á vegg fyrir ofan eru ljósmyndir af þessum einstæða atburði. Marg- ar smekklcgar stúkur eru á sýningúnni og heildarsvipur sýningarinnar góður. Sjá frétt og fléiri myndir á 5. síðu. (Ljósm. Bjarnleifur) De Gaulle í ræðu í gærkvöldi: Læt af völdum, ef þjóöai atkvæðagreiðsla tapast De Gaulle, forseti Frakklands hélt í gærkvöldi útvarps- og sjónvarpsræðu vegna ástands- ins í Frakklandi, sem er hið alvarlegasta á 10 ára valda- tímabili forsetans. í ræðu sinni sagði forsetinn að þjóð aratkvæðagr. myndi verða látin fara fram í júní um hvort þjóðin vildi hlíta for- sjá sinni áfram. Sagðist hann láta af embætti, ef meirihluti þjóðarinnar kysi gegn stjórnarstefnu sinnj í þjóð aratkvæðagreiðslunni. Væri hann fús að ræða við þá aðila, sem hlut ættu að máli um endurbæt- ur á úreltum þjóðfélagsstoðum og endurbætur æskunni í hag. Lagði forsetinn áherzlu á, að franska þjóðin stæði saman að endurbótum þjóðfélagsins, þar eð ófyrirsjáanlegar eyðilegging- ar myndu fylgja í kjölfar upp reisnar og borgarastyrjaldar. Sagði De Gaulle að færi svo, að þjóðin lýsti yfir stuðningi við sig og stjórnarstefnu sína myndi ríkisstjórnin beita sér fyrir end urbyggingu háskólakerfisins í samræmi við kröfur tímans, en ekki samkvæmt aldagömlum venjum. Yrði endurbyggingin gerð í samræmi við þá þróun þjóðmála og stöðu stúdenta í nú tíma þjóðfélagi. Ríkisst'jórnin myndi beita sér fyrir aðlögun at vinnulífsins, í sann'æmi v ð þró un alþjóðamála, vinna að endur bótum atvinnulífsins opinberum starfsmönnum cinkaíyrirtajkja í hag. Fræðslukerfið yrði tekið til gagngerðar endurskoðunar og menntunarmöguleikar æskunn- ar stórbættir. Komið yrði á stofn svæðisbundinni skipulagningu iðnaðarins og landbúaðarins. For Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.