Dagur - 08.10.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 08.10.1923, Blaðsíða 1
DAGUR fcemur út á hverjum timtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagl fyrir 1. júlí. innheimtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, AFOREIÐSLAN er hjá Jón! J>, I>6r, Norðurgötu 3. Talsími U2t Uppsögn, hundin við áramót Bé fcomin tii afgrelðslumanns fyrir 1, deB. VI. ár. Akureyrl, 8. október 1923. 44. blað. Forsikrings — ^ktieselskabet -U-R-A-N-i-A- Brunatrygrgir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvorí sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Áðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson. Ákureyri. — Sími 23 og 94. Til Suður-Þingeyinga. Almenningi mun nú kunnugt, að eg hefi boðið mig fram sem þing- mannsefni fyrir kjördæmið. Tel eg rétt, að Iáta framboði mínu fylgja nokkur orð til skýringar. Það var ætlun mín, að láta þess- ar kosningar afskiftalausar, og um það var mörgum kunnugt. En engu að síður, hafa mér nú með haust- inu borist áskoranir um framboð frá svo rnerkum mönnum og svo víða að úr kjördæminu, að mér varð Ijóst, að þingmaður okkar hefir ekki eindregið fylgi héraðsbúa, og að hjá kosningu yrði ekki komist. Að öliu athuguðu, taldi eg því rétt, að taka áskoranirnar til greina. Eg er samvinnumaður, og það iitið eg hefi unnið fyrir almenning hér eru störf í þágu samvinnustefn- unnar. Þar sem viöskifta- og banka- mál eru nú einkum þau mál, sem flokkum skifta, er það ætlun mín, ef mér yrði þingsetu auðið, að fylla fiokk Eramsóknarmanna, sem hafa samvinnumál sem aöalmál á stefnu- skrá sinni. En samvinnustefnan nær eigi svo tii allra máia, er fyrir þing koma, að hún sé einhlít til þess að halda saman flokki. Þar þarf fleiri stórmáí til. Fjárhagsleg viðreisn landsins er nú það málið, sem mestu varöar. Eg vii beita mér af fremsta megni tii þess, að flokkur sam- vinnumanna vinni að þeirri við- reisn með gætni, festu og vfðsýni um hag þjóðarheildarinnar. Á næstu árum verður að beita sterku ihaldi, svo möguleikar til framsóknar náist sem fyrst. Þaö cr eigi ætiun mín að skýra hér frá afstöðu minni tii þjóðmála yfirleitt; mun gefa kjósendum kost á að kynnast henni á annan hátt; en eg vil að enginn gangi þess dulinn hvern fiokk eg vii styðja. Og þó eg bæði hafi verið, og sé, óánægður með margt i framkomu Framsóknarflokksins, þá tel eg það metnaðarmál samvinnumönnum, að þroska og laga þennan unga flokk svo hann vinni sér alment álit og traust og að því vil eg styðja. Um skoðanir mínar á viðskifta,- og bankamálum get eg tekið það fram, að eg hefi ýmist unnið að eða stutt tiliögur þær, sem samþykt- ar hafa verið í þeim málum á þing- málafundum á Breiðumýri tvo síð- ustu vetur. Tillöguna í íslandsbanka- máiinu, sem þar var samþykt f vetur sem leið, bar eg fram. Það verður eigi fyrirfram sagt, nú á þessum erfiðu tímum, hver úr- iausnarefni kunna að biða Alþingis á næstu árum. Yfirlýsingar á fund- um hafa ef tii vill litla þýðingu< Kjósendur verða að treysta á þroska og manngildi þess, sem þeir fela umboð sitt, að hann bregðist ekki þegar á hólminn er komið. Eg mun ekki gylla framboð mitt með nein- um glæsiloforðum; en kunnugir vita að eg bregst ekki áhugamálum þroskaðra samvinnumanna. Eg lít á þingmenskuna sem starf fyrir þjóðarheildina frekar en ein- stakar stéttir og kjördæmi, og þann- ig viidi eg haga mínu starfi. Eg sé á nýútkomnum »Degi«, að hann telur sér skylt, að vinna á móti mér, og lagar hálfsögð ummæli, min á fundum hér til undirstöðu fyrir röksemdafærslu sinni. Hvaða ástæðu blaðið hefir til að ýfast við mér, veit eg ekki, og Iæt mig það heldur eigi miklu skifta. Eg sé eigi að þroski blaöamannanna sé það meiri en okkar bænda og búaliða hér, að okkur sé nokkur fengur f ráðleggj- ingum þeirra við þessar kosningar. Þingeyingar hafa komist af án slikr- ar hjálpar, og komast það enn — að eg hygg. Ritstjóra «Dags" vii eg í fullri vinsemd minnaá vísupartinngamla: »skjót þú geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er". Arnarvatni 27. September 1923. Sigurður Jónsson. Aths. Enda þótt því fari mjög fjarri, að Dagur telji sér skylt, að birta fram- anskráða grein, þykir honum það rétt, til þess að ekki fari á milli mála um þá fyrirburði, sem gerast i þessum kosningum. En að sjáif- sögðu verða frá flokksins hálfu að fylgja eftirfarandi athugasemdir: 1. Miðstjórn Framsóknarflokksins og blöð hans eru sammála um, að ekki geti komið til mála að styöja tvo samflokksmenn í kjördæmi, þar sem aðeins á að kjósa einn mann á þing. Ástæðurnar eru:Ifyrsta lagi væri slfkt vissasta leið, til þess að mótflokksmaður næði þar kosningu, ef hann biði sig fram og þvi mjög fávísleg tilraun, að tapa kosningu. f öðru lagi getur tlokkurinn ekki verið þektur að því, að leggja þing- mannsefni sitt, sem hannhefir hvatt til framboðs og heitið fullum stuðn- ingi, á vogarskálar á móti öðrum sam- flokksmanni og stutt þannig að falli hans. Hann getur ekki hugsað sér, að það spii yrði ófaisað né öðruvísi en heimskulegt, þar sem í væru, frá hans hendi,. tveir tígulkongar og báðir taldir jafn-gildir. í þriðja lagi vill flokksstjórnin ekki stofna til slíkra pólitiskra vinnubragða, því þau væru i senn heimskuleg og hættuleg fyrir flokkinn og mundu leiða til þess, að fleiri menn en Sig- urður á Arnarvatni myndu í öðrum kjördæmum þykjast jafnsnjatlir eða snjallari þingmannaefnum flokksins og þættust eiga rétt á stuðningi hans til þingsetu. Mundislíkur hrá- skinnsleikur enda í fulium ósigri flokksins um alt Iand. 2. Um leið og frambjóðandinn, án samkomulags við flokkinn, vill troða sér upp á hann til framboðs, kemur hann fram sem vandlætari: »óánægður með margt í framkomu Framsóknarflokksins." Hannvili þvi gerast uppeldisfaðir, til þess »að þroska og laga þennan unga flokk." Þessi framkoma ber ekki vott um slíkt litillæti, sem hann ætlast tii að flokkurinn sýni, með því að beygja höfuðið í lotningu fyrir yfirburðum frambjóðandans og þroska Þingey- inga og iáta kosningarnar í Þing- eyjarsýslu afskiftalausar. (Sbr. niðurl. greinarinnar). Flokkurinn getur ekki tekið opnum örmum við þeim mönn- um, sem haga sér þannig gagnvart honum. Því margir gerast þeir menn, sem þykjast vera vel kjörnir tii þessa uppeldisstarfs, en sem vafi ieikur á um, hvort til þess s'éu hæfir. Þessi framkoma frambjóðandans sýn- ir, að hugmyndir hans um ilokkssam- vinnu og Jiokksmyndun eiga eftir að þroskast að mun, áður en honum getur orðið treyst sem uppeldisfðður flokksins. 3. Dagur væntir þess að háttvirtur frambjóðandi skilji, hversvegna blaö- ið þykist ekki geta komist hjá, að raæla fastlega á móti kosningu hans; að það er ekki af persónu- legum ástæðum, heldur vegna flokks- ins, sem frambjóðandinn hefir lftils- virt með fratnboði sínu, en óvirt í orði. Blaðið efast um, að hann hafi heimild Þingeyinga yfirleitt, tii þess að frábiðja ráðleggingar blaðamann- anna um kosningarnar. Álíti fram- bjóðandinn að afskifti blaðamanna flokksins sé annað en afskifti flokks- ins sjáifs, sýnir það með öðru að Þingeyingar eru ekki vaxnir upp úr því, að Framsóknarflokkurinn * starfi þar að kosningum. Þvf þar sem nú rikir slikt hóflaust dramb, þarf að koma flokkssamheldni og skilningur ápólitiskum vinnubrögð- um. Rlistj. Óvinafagnaður. Andatöðuflokkur samvinnu- og Fram- sóknarflokksmanna er mjög sundraður. Ekki geta þeir menn dregið upp sam- eiginlegt kosningamerki, ekki notað það málgagn, sem vill þó reynast til allra hluta nytsamlegt þeim megin, ekki kannast hvor við annan fhita bardag- ans. Afnéitanir og falsmælgi eru vopn- in sem þeir bera á kjósendur f sveita- kjördæmunum. En um eitt verða þessir óheilu og sundruðu menn samtðka og það er að sækja að Framsóknarflokknum frá öiium hliðum. Eitt aðalvopnið, sem þeir beita, er að telja kjósendum trú um, að Framsóknarflokkurinn sé sjálf- um sér sundurþykkur, þar starfí sam- an ósamstæð öfl, sem bráðlega hljóti að sundrast. Öll þessi ógæfusömu málgögn hafa þvf gleypt mjög áfergju- lega við máttleysis og gremjurausi Alþbl., þar sem með miktum gorgeir og þótta er fjandskapast við áhrifa- rfkasta stjórnmálamann þjóðarinnar, J. J frá Hriflu, út af þvf, að hann er ekki jafnaðarmaður. Blöð þessi telja sér ávinning að ýfingum Alþbl. við Tfmann, þó þær sanni raunar alt annað, en þeir vilja vera láta. Dylgjunum um óheilindi sumra for- vfgismanna bænda f garð samvinnu- stefnunnar hafa aldrei fylgt minstu rök, sem ekki er að vænta, þvf þar hefir verið farið visvitandi með ósann- indi, Slfkt dugár við þá, sem láta sér nægja dylgjur einar, en ekki hina, sem heimta rök fyrir staðhæfingum, En þó forvfgismenn flokksins séu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.