Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 11.10.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur ut á hverjum flmtudeg;i, Kostar kr. 6,00 árg. Gjalddagi fyrlr 1, júlí. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, VI. ár. Akureyrl, 11» október 1923. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl J>. Þór, Norðnrgðtu 3. Talsiml 112i Uppsðgn, hundln við áramót sé komln til afgrelðslumanns fyrir 1. des. 45, blað. Ka f1 i úrlandsmálarœðu Magnúsar Kristjánssonar alþm. d þingmálafundi á Akureyri 8. júlí 1922. Nú dregur að kosningum og skiftir þá miklu að kjósendur fái glögga grein fyrir skoðunum fram- bjóðenda. Á ofangreindum lands- málafundi gerði Magnús Kristjáns- son allítarlega grein fyrir stefnu sinni f ýmsum mikilvægum málum. Kjósendum til glöggvunar er hér birtur meginkafli ræðu hans. Fanst blaðinu, að birting hans gæti orðið til hægðarauka, til þess að átta sig á skoöunum M. K. og til þess að byggja á umræður á væntanlegum landsmálafundi: »Eg ætla þá aðeins að drepa laus- lega á hver eru þau undirstöðuat- riði, sem markað hafa hina pólitísku stefnu f þinginu hin síðustu árin. Á tímabilinu frá 1914—1918, var það fyrst og fremst sambandsmálið, sem mest áherzla var lögð á, að fá ráðið farsællega til lykta, og geri eg ráð fyrir að flestum komi saman um, að þar hafi niðurstaöan oröið hin ákjósanlegasta. Á þessu áðurnefnda tímabili var annað stærsta viðfangsefnið, að reyna að ráða sem bezt fram úr þeim miklu vandræðum, sem af stríðsástandinu stöfuðu. Um þessi stórþýðingarmiklu málefni er ekki hægt að segja, að verulega illvíg barátta ætti sér stað. Hins vegar verður því ekki neitaö, að menn greindi talsvert á um það hverjar væru hinar heppilegustu leiðir til þess að ná hinu nauösynlega og æskilegasta takmarki. En þrátt tyrir allan ágreining var ábyrgðartilfinn- ingin svo rik, að menn vildu alt i sölurnar leggja, og reyna að miðla málum, til þess að sjá pólitfsku og efnalegu sjálfstæði þjóöarinnar, sem bezt borgið, sem og líka lánaðist vonum fremur, á þeim óvenjuiega erfiðu tímum. En það fór þá sem áður fyr, að Ádam var ekki lengi í Paradfs. Þegar hinn margþráði dagur rann upp, að stríðið hætti, eða öllu held- ur að vopnahléö var samið, þá hefst hnignunartimabilið og þá ratar fs- lenzka þjóðin í hinar mestu raunir, sem aö miklu leyti eru sjálfskapar- víti. Nú býst eg við, að þaö þyki ofmælt, að fjárhagsvandræði þjóð- félagsins og margra einstaklinga séu að miklu ieyti sjálfskaparvfti, og einnig kann að vera spurt um það, hverjar orsakir íiggi til þess. Því verður ekki svaraö með fám orðum, en þó verð eg að gera tilraun til að finna orðum mínum nokkurn stað. Fyrst er að geta þess aö nokkur hluti þjóðarinnar hefir reynst svo óþroskaður að hann kunni ekki fót- um sfnum forráð, þegar mest á reið. Sumir voru of bjartsýnir og töldu alla hættu hjá liðna, þegar striöinu að nafninu til, var lokið. Aðrir reyndust svo fyrirhyggjulitlir, að þeir sóuðu efnum sínum mjög gálauslega, eða lifðu langt um efni fram, og réðust jafnframt í ýms fyrirtæki, sumir hverjir, sem fyrir- sjáanlegt var að mundu reynast mjög vafasöm, eins og líka kom á daginn. Enn aðrir reyndust svo eigingjarnir, að þeir notuöu aðstöðu sfna, til þess að braska með alls- konar ónauðsynlegan varning og fluttu inn í landtð jafnvel margra ára forða af fánýtu glingri. Þannig eyddist gjaldeyririnn, sem var mjög af skornum skamti, svo litið varð eftir til htnna bíýnustu nauðsynja og eigi voru önnur úrræöi, en að lifa á nokkurskonar bónbjörg um öflun nauðsynjavörunnar, bæði til fæðis og framleyðsluþarfa. Þegar hér var komið sögunni, árið 1920, fór það að koma i Ijós, að bankarnir, þó sérstaklega Islands- banki, voru komnir f tilfinnanlega fjárþröng, og lánstraustið út á við að mestu þrotið. Það mætti tala langt mál um nánari atvik og orsakirnar til þessa hörmulega ástands, en eg ætla að ieiða það hjá mér að sinni, þvf eg get búist við að einhverjir kunni að gefa mér tilefni til þess sfðar á fundinum og er mér þá Ijúft að fara nánar inn á málið. Alþingi 1920 sá að við svo búið mátti ekki standa og tók það ráö, að fela hinni þá nýmynduðu lands- stjórn að gera alvarlegar ráöstafanir, til þess að hefta aöflutning á óþarfa- varningi og reyna að koma i veg fyrir hina yfirvofandi fjárhagskreppu, að svo miklu leyti, sem unt væri. Þessar ráðstafanir mæltust þá þegar illa fyrir, og ekki sfzt hér, hjá sum- um kaupsýslumönnum og jafnvel ýmsum öörum. Þetta sýnir, að það er ekki ofrnælt, að þá þekti þjóðin ekki sinn vitjunartima. Hún var ekki nægilega þroskuð til þess að sjá hina yfirvofandi hættu eða skilja af- leiðingar hennar, og þess vegna var svo mikið gert til þess að spilla því að þessi viðleitni gæti boriö árangur. Mér var frá upphafi Ijóst, að hér var um alvarlega yfirvofandi hættu að ræða og þessvegna var eg samþykkur tillögum þeim, sem born- ar voru fram og samþyktar á þing- málafundi hér f bænum 29. janúar 1921. Tillögur þessar gengu eins og kunnugt er, í þá átt, að fram- fylgja innflutningshöftunum og koma skipulagi á sölu afurða landsins, þannig að það væri trygt, að and- virði þeirra yrði noiað til btýnustu þarfa þjóðarinnar en ekki til óþarfa eyðslu eða óhyggilegra spekulaíiona. Þessari stefnu hélt eg svo fram f þinginu, í fullri alvöru, en því mið- ur náði hún ekki fram að ganga. Það fór svo sem oftar, að íslands óhamingju verður fiest að vopni. Það tókst þá með illvigri ,agitaíwnu kaupmannavaldsins, um land alt, að eyðileggja máiið. Þessi barátta gegn veiferð þjóðarinnar mun í fyrstu vera runnin undan rifjum út- lendra auðmanna, sem af skiljan- legum ástæöum, lögðu mikiö kapp á að ná fóifestu hér á landi meðan fjármálaástandið væri á ringulreið, því þá þótti þeim tækifænð einna hentugast til þess að gera sem flesta að ánauöugum þrætum sínum um aldur og æfi. Þingmenn Reykjavík- ur, 1, 3. og 4, gengu osleitilega fram í því, að styðja útlenda valdið að þessu. Þá létu heildsalar og aörir milliliðir og nokkri þiöngsýnir smá- salar ekki sitt eftir liggja, að spilla allri skynsamlegri viðreisnarviöleitni. Auk þess slóust i þennan hóp nokkrir þingmenn, sem ekki höfðu skilning á mátinu, en létu leiðast af fortölum annara. Afleiðingarnar af þessu háttalagi eru þannig, að æskilegt væri, að þurfa ekki að minnast á þær, en hjá þvi verður þó ekki komist. Þegar farið var að athuga fjár- hagsástandið kom það í Ijós að þjóðin skuldaði í útlöndum alt að 50 miljón kr. eða nokkru meira en eins árs framleiðslu nemur. Það hlýtur nú öllum að vera Ijóst hversu For8Íkrings — Akfieselskabet -U-R-A-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Aöalumboðsmaður á íslandi: Jói) Stefánsson. Akureyri. — Sími 23 og 94. mikill voði getur af þessu stafað fyrir jafn fámenna þjóð, sem nýlega hefir, eftir langa og stranga baráttu, tekið á sig þann vanda, að koma fram sem frjálst og fullvalda rfki. Öllum hygnum stjómmálamönn- um og föðurlandsvinum mun koma sarnan um það, að eitt aðalskilyrðið fyrir því, að þjóðin geti haft óura- þráttanlegan tilverurétt i tölu hinna frjáisu fulivalda menningarríkja, er, að hún af fremsta megni varðveiti hið efnalega sjálfstæði sitt, þvi sé það fariö, mun hið póiitfska sjálf- stæði einnig fljótlega glatast. Vegna naumleika tímans skal eg aðeins benda á eitt atriði, sem sýn- ir greinilega, að tjónið er ekki lítið sem þetta ráðleysi hefir bakað al- mennihgi. Hefði því fyrirkomulagi um sölu afurðanna, sem upp var tekið áríð 1918 verið haldið áfram nokkuð lengur en gert var, hefði þessi svokallaði gengismunur eða verðfall hinnar íslenzku krónu, ekki þurft að eiga sér stað. Nú er það vitanlegt, að þessi gengismunur, ef honum verður ekki fljótlega aflétt, veldur bæði efnalegri og siðferðis- legri hnignun þjóðarinnar. Hið fjár- hagslega tjón, sem af gengismunin- um stafar kemur einna þyngst nið- ur, á þeim hluta þjóðarinnar, sem sfzt má við því, og það eru þeir sem ekki hafa annað við að styðj- ast en sinn eiginn handafla, hvort heldur er daglaunafólk eða það, sem ráðið er fyrir fast kaup, um lengri eða skemri tfma. Það má svo að orði kveöa, að það verði oftast að greiða tvo peninga fyrir einn og það engu sföur, nú orðið, þótt um brýnustu Iffsnauðsynjar sé að ræða. Siðspillingu tel eg það, að til skuli vera nokkrir menn, sem óska að viðhalda þessu ástandi hér á landi. Þeir sem einkum hafa hag af verðfalli hinnar íslenzku krónu, eru þeir útlendingar, sem náð hafa undir sig sölu á mestum hluta sjáv- arafurðanna. Sömuleiðis hinir stærri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.