Dagur - 15.01.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 15.01.1925, Blaðsíða 2
Q DAOUR 2. tbl. En f bænum er hópur manna, aem geta hvorugum fylgt algerlega að málum við bæjarBtjórnarkosningar. Þessi hópur er ekki fjölmennur en nokkuð samheldinn. í honum eru eink- um Framsóknardokksmenn í bænum, ýmsir mentamenn, fólk nýflutt í bæinn og fólk sem hvergi telur sig f flokki. Þetta íólk hefir trú á þvf að vits- munir og hófstiliing muni koma bæn- um að beztu haldi, er ráða skal fram úr málefnum hans. í hópi þessara manna hefir lengi rfkt sú skoðun að f bæjarstjórninni þyrfti að skapast einskonar jafnvægi, sem gæti orðið eins og brú yfir bilið milli öfganna og dregið til sátta og samstarfs. Fyrir þrábeiðni þessara manna gaf Böðvar Bjarkan kost á að vera efstur á lista þeirra, A listánum. Listinn fékk eigi nóg fylgi, til þess að koma Bjarkan að, en þó var fylgið mjög viðunanlegt fyrir Bjarkan, þegar á það er litið, að það var, að meginhlutan- um til, bundið við hans eigin persónu. Fáir munu vilja neita þvf, að Böðvar Bjarkan sé, áð hinum mönnunum ó- löstuðum, hæfaBtur til að gegna bæjar- fulltrúastöðu af þeim, sem ( kjöri voru. Þarf eigi að rökityðja það fyrir þeim, er þekkja faann og hafa sótt til hans ráð i ýmiskonar málum. En hann er hófsamur maður, sem lætur sér vera meira um það hugað að leita að kjarna hvers máls, en að toga skækla ofstækisins. Þetta varð hans dauðasök við þessar kosn- ingar. Bæjarbúar eru meira hneigðir til óbilgirni og stórrifrildis um kaop- gjaldsmál og þessháttar málefni heldur en til hóflátrar umbótaviðleitni. Öfg- arnar áttu sigri að hrósa og fremur hafa vaxið en minkað þær ástæður í bæjarstjórninni, að þar verði haldið áfram svipuðum höfrungaleik og háður hefir verið þar undanfarin ár. S í m s k e y t i. Rvik 8. jan. Árni frá Múla hefir beðið Kristján Atbertsson að annast ritstjórn Varðar fyrst um sinn. Loftur Guðmundsson hefir látið taka og fullgera til sýningar, sex þátta kvikmynd — »ístand -I lifandi mynd- um«. — Er myndin sögð ágæt, og mun vekja mikla eftirtekt á landinu erlendis. 4. þ. m. strandaði enskur togari, Venator að nafni, á Bæjarskeri undan Miðnesi. >Geir« náði togaranum út, Ktt skemdum og eru strandmennirnir komnir til Rvfkur. Við rannsókn máls- ' ins kom það ( Ijós, að stýrimaðurinn á Venator, hefir verið skipstjóri á ein- um til tveimur togurum, sem kærðir hafa verið fyrir ólöglegar veiðar hér við land og ofbeldi við strandvarnar- bátana. Heitir hann John William Loftus. Er það sannaðist, að Loftus hafði verið skipstjóri á »Oor AU«, var hann settur í varðhald og játaði hann, að hann hefði sýnt stýrimann- inum á »Þór« þrjósku 1923 og að hann hefði borgað stýrimanni 30 ster- lingspund í skaðabætur og fyrir meiðsli. Kveður Loftus eigendur tog- arans hafa lagt rfkt á við sig, að láta ekki ná sér ( landhelgi, vegna hárra sekta. Kæru, sem fram er kom- in á hann frá varðbátnum »Enok«, vill Loftus ekki viðurkenna. Segir hann bróður sinn, er sé honum mjög ifkur, hafa verið skipstjóra á togar- anum. Þykir þessi umsögn ólfkleg mjög, og er málið undir frekari rann sókn. Uvík 9. jan. Mussolini heldur þrumandi ræðu i þinginu og vfsar öllum ákærum á bug. Kveður þær sprotnar af illgirni, lygi og valdalýkn. Kvaðst taka á sig pólitfska, siðferðislega og sögulega ábyrgð gerða sinna. Krafðist vinnu- næðis; innan 48 tfma yrði að vera komin ró í landinu. Hann hefir fyrir- skipað, að járnbrautarherdeildirnar vfgbyggjust tafarlaust og gert ýmsar aðrar ráðstafanir, til þess að bæla niður allan mótþróa með harðri hendi. Grunsamlegir landsmálafundir bannaðir og öll blöð gerð upptæk, sem sýnt hafa stjórninni andstöðu. — Sfðustu fréttir telja Mussoliui öruggan f valda- sessinum. Frá Berlfn er sfmað að sendiherrar bandamanna bafi afhent Marx kanzlara nótu til skýiingar á framlengingu dvalartfma setuliðsins í Köln héruð- unum. Þar tekið fram, að þjóðverjar bafi ekki uppfylt skilyrði Versala- friðarsamningsins hvað afvopnunarskil- yrðin snertir. Viðbúnaður undir strfð sýnilegur. Vopna- Og hergagnaverk- smiðjur, er nota skyldi til nytsam- legrar framleiðslu, framleiði enn vopn og vfða hafi fundist ( landinu miklar birgðir af vopnum og skotfærum. Frá Parfs er sfmað, að á miðviku- daginn bafi fjármálaráðherrar banda- manna komið saman á fund til þess að ræða, hvernig skifta skyldi greiðsl- um Þjóðverja, ágóðanum af Ruhrtök- unni, og ýms önnur fjárhagsmál, sem bandamenn varða. Úiflutningur (sleczkra afurða i des- ember hefir numið kr. 7,026 071,00, en fyrir alt árið kr. 78,967,019.00. Togararnir afla vel (fs. Hæsta afla- sala nýlega er bjá togaranum >Leif hepná,« er seldi 1570 kltti fyrir 3390 sterlingspund. Rvík 14. jan. Þjóðverjar tilkynna Bandamönnum að þeir hafi að vfsu ekki uppfylt öli skilyrði Vesalafriðarsamningsins, en það, sem á vanti, sé óverulegt og engin ástæða til þess að refsa þeim fyrir þær sakir. Mirx rfkiskanz’ari til- kynnir Ebert, að ógerlegt hafi reynst að mynda stjórn. Frá Washington: Hughes utanrfkis- ráðherra lætur af embætti. Kellogg sendiherra ( London tekur við. Frá Parfs: Fulltrúar á fjármálafund- inum sammálaum ráðstafanir á greiðslu- fé Þjóðverja. Bandarfbjamenn fá ekkert sem stendur. Bretinn Algerson undirbýr pólför f maf. Fer á botnvörpungi þar til gerð- um og flýgur sfðustu 600 kvaitmflurnar. Frá Rvfk: Loftus játar á sig þrjózku og ofbeldi bæði við Þór og Enok. 1000 manns ganga f Rauða krossinn 4 fáum dögum. Sfmað er frá Helsingfors að stjórnir Eystrasaltslandanna stofni til fundar ( Kaupmannahöfo, til að ræða Varnir gegn vínsroyglun. Vilja gera þær ráð- stafanir, að smyglunarskipum veitist erfitt að koma inn fyrir 12 mflna landhelgi. Belgaum seldi fsfiskaflann fyrir 4796 sterlingspund. Loftus dæmdur ( undir- rétti ( 20 þúsund króna sekt. Þar sem hann er aðeins stýrimaður á Venator er ekki hægt að kyrsetja skipið til tryggingar. Loftus er þvf byrjaður að setja af sér sektina. Kamban hefir samið nýtt leikrit, sem nefnist »0rkenens Stjerner* og er það leikið við konunglega leikhúsið f Khöfn ( þessum mánuði. Fréttastofan. Akureyrarpistlar. Götustrákarnir. í öllum borgum og bæjum verður jafnan nokkur hluti af unglingunum nefndir götustrákar. Það eru þeir sem eigi hafa smekk eða innræti, til þess að koma prúðmannlega fram á almannafæri og sem uppeldið hefir eigi fært til betri vegar. Ungiingar þessir leggja stund á óknytti, ósæmi- legt orðbragð, hneykslanlegt látbragð, óp og uppvöðslusemi, sem verður borgurunum á ýmsan bátt til óþæginda og þeim mótstæðilegt, enda mun þessháttar framferði varða hvarvetna við lög. Mest ber á þessu f bæjum á vissu vsxtarskeiði, þeim sem eru vsxnir upp úr þvf, að mega teljast smáþorp, en sem hafa þó ekki náð þeim vexti, að þesskonar dreggjar mannfélagsins hrökkvi út í borgarhverfin. Þar sem lögregluliðer fáskipað og lætur Ktið til sfn taka stendur almenningur ( bæjunum varnailaus íyrir áreitni, ókurteisi og spellverkum uppvsxandi unglinga, sem ganga ( hópum um göturnar, tala upphátt um fólk sem gengur frambjá þeim eða kalla á eftir þvf spottyrði og keskni. Oft verða og mikil speil á eignum manna, einkum gluggum, af völdum þessara veBalings, Iftt siðuðu unglinga. Tiltölulega mun vera mjög margt af svonefndum götustrákom hér á Akureyri og kvartar fólk mjög undan áreitni og ókurteisi þeirra. Dálitlir hópar þeirra halda saman og þjóna eðli sfnu á áðurnefndan hátt. Og ( hópana bætast nýir og nyir uppvax- andi unglingar eftir þvf sem bærinn vex. Nú er eigi þvf að fagoa, að hér sé aðeins um að ræða ærsl og ógætni óþroskaðra og óráðinna drengjs, held- ur haida þeir áfram að vera sömu dónarnir eftir að þeir eru orðnir full- orðnir menn. Er lftt þolandi að sjá slfkt siðleysi og skrflshátt rótfestast ( bænum og verður alvarlega að krefj<- ast þess, að þessu sé af yfirvöldum og lögreglu meiri gaumur gefinn, en verið hefir hingað til. Eigi er blaðið ( vafa um það, að þó eðli manna sé nokkuð misjafnt, þá muni þessi mikli Ijóður á ráðí nokk- urs hluta af æskulýð bæjarins stafa aðallega af ófullkomnu uppeldi. Frá bæjarins hálfu má telja, að fátækum foreldrum sé veitt Iftil aðstoð við upp- eldi barnanna. Börnunum etu eigi lagðir til aðrir leikvéllir en forugar götur, þar msé þau, eftirlitslftil, veltast hvert yfir annað alt sumarið >berj- andiskc og »bölvandisk« eins og Grön- dal myndi hafa kailað það. Er naum- ast annars að vænta en að óþrifalegur bær ali upp óþrifalegar sálir. En foreldrar og umráðamenn ungl- ingonna bera ábyrgð á framferði þeirra. Friðsamir borgarar bæjarins, sem aldrei hafa stigið á strá til meins þessum unglingum, en verða þráfald- lega fyrir dónasksp frá hendi þeirra, krefjast þess, að fá að vera óáreittir á götum bæjarins og á mannamótum. Taki eigi fyrir þennan óvanda og skrflsbrag verða unglingarnir og þó elnkum foreldrar þelrra og umráða- menn nefndir opinberlega á nafn hér f blaðinu. Verður eigi farið ( mann- greinarálit og skiftir engu, hver f hlut á. Þar sem nægilega lögreglu- vernd brestur, verða borgararnir sjáifir að grfpa til þeirra varnarráða, er helzt munu duga. Þeir, sem ala hér upp börn ( bænum, verða að láta sér skiljast, að borgararnir eiga fullan rétt á þvf, að fá að vera ( friði og að umráðamenn unglinganna verða sjálfir að taka afleiðingunum af þvf, ef upp- eldið mistekst svo greipilega, sem raun ber vitni um hér f bænum. A víðavangi. VíðbOÖ er það nefnt, er frá sendi- stöðvum eru sendar fréttir ræður, söngur, bljóðfærasláttur og fleira þráð- laust út um heiminn. Með litlum og tiltölulega ódýrum tækjum er sfðan hægt að taka á móti þessum sending- um vfðs vegar. Eru þegar nokkur slfk tæki hér á Akureyri. Geta þeir, sem nota, hlustað á vfðboð frá sendi- stöðvum ( Bretlandi, Frakklandi og jafnvel Spáni. í sambandi við móttöku- tækin má setja hljóðauka og geta þá margir hlýtt á ( senn eða svo margir, sem komast fyrir f herberginu, þar sem tækin eru. Framfarir f þessu efni eru stórkostlegar. í janúarblaði »Norðurljóssins« skýrir Arthur Gook trúboði frá þv(, að áhugi sé vaknaður meðal nokkurra Eoglendinga, sem eru velviljaðir íslendingum og vilja efla útbreiðslu þessa menningartækis, fyrir þvf, að koma upp hér á landi stórri móttöku- og sendistöð og smærri mót- tökustöðvum ( öllum kaupstöðum og vfða f sveitum landsins. Kveðst hann hafa átt þátt f, að vekja þennan áhuga með fyrirlestrum og ritgerð um ísland ( sfðustu utanför sinni. Hafi nú þegar safnast nokkurt fé f þessu skyni. Til- ætlunin sé sú, að reisa aðalstöðina hér á Akureyri og liggi nú fyrir sjórn- inni leyfisbeiðni hér að lútandi. Telur Gook að þetta ætti að geta haft þýð- ingu fyrir sveitirnar og fólkshald þar, Er þegar vaknaður orðasveimur um það, að hér búi brögð undir. Mun vera ástæðulaust að ætla sllkt og eigi auðvelt að skilja, hversu þeim ýrði við komið. Væri og ekkert auðveldara, en að sjá við þeim leka. Verður fróð- legt að sjá undirtektir rfkisstjórnar- innar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.