Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 2. nóvember 1955 D A G U R 7 Kirkjuvsgslan á Grond 1 þótli sfórviðburSur í héraðinu 50 ára afmælis Grundarkirkju var minnzt með hátíðarguðsþjónustu sl. sunnudag - Kirkjunni bárust margar ágætar gjafir 15 Sjálfrifandi vafnsmælum hefur verið komið upp við flesfar stórár Sigurjón Rist vatnamælingamaður við mælingar á Austurlandi - Þjóðvegurinn til Austurlands mundi emi fær öllum bílum ef hann væri upphleyptur, en ekki niðurgrafinn Síðastliðinn sunnudag var fimm- tíu ára afmælis Grundarkirkju í Eyjafirði veglega minnzt með há- tíðarguðsþjónustu. Dreif að mik- inn mannfjölda viðs vegar að úr héraðinu, svo áð hvert sæti var skipað í kirkjunni, enda var veður hið Jegursta.,-Kirkjan var blómum skreytt. Viðstaddur guðsþjónustuna var vígslubiskupinn í Hólabiskups- dæmi hinu förha séra Friðrik J. Rafnar, Akureyri, auk sex prest- vígðra manna annarra. Hátíðaguðsþjónusta. Athöfnin hófst jmeð því að prestarnir gengu skrúðgöngu til kirkjunnar meðan samhringt var. Bæn í kórdyrum flutti séra Stefán Snævarr, prestur að Völlum í Svarfaðardal, en séra Pétur Sigur- geirsson á Akureyri þjónaði fyrir altari á undan prédikun. Þá flutti eóknarpresturinn, séra Benjamín Kristjánsson, ávarp og sagði frá vígslu kirkjunnar fyrir hálfri öld síðan, rakti sögu hennar á þessu tímabili, minntist Magnúsar bónda Sigurðssonar, sem af óvenjujegum stórhug og höfðingsskap byggði þessa kirkju fyrir eigið fé, og einn- ig minntist hann presta þeirra, eem þjónað höfðu kirkjunni á und- an honum og fór að lokum með kafla úr hinni fögru og áhrifamiklu vígsluræðu, er séra Jónas Jónas- son prófastur á Hrafnagili flutti á sama stað fyrir 50 árum síðan. Að því búnu flutti séra Sigurður Stef- ánsson, prófastur á Möðruvöllum, prédikun út af guðspjalli dagsins. Eftir prédikun þjónaði séra Krist- ján Róbertsson prestur á Akureyri fyrir altari, en séra Bjartmar Kristjánsson prestur að Mælifelli flutti útgöngubæn. Söngflokkar Grundar-, Möðru- valla- og Saurbæjarsókna önnuð- ust kirkjusönginn undir stjórn kirkjuorganistans frú Sigríðar Schiöth og voru nú sungnir hinir sömu sálmar og notaðir höfðu ver- ið' þegar kirkjan var vígð. Öll fór þessi athöfn hátíðlega fram. I lok guðsþjónustunnar kvaddi sér hljóðs Ragnar Davíðsson hreppstjóri á Grund, fjárhaldsmað- ur kirkjunnar, og þakkaði fyrir hönd kirkjueigenda gjafir þær er kirkjunni höfðu borizt og minntist framliðinna afkomenda Magnúsar á Grund, Aðalsteins og Valgerðar, er bæði höfðu búið á Grund við miklar ástsældir og bað kirkju- gesti að standa upp til að heiðra minningu þeirra. Siðan bauð hann öllum viðstöddum til kaffidrvkkju heim á staðnum. Var þar veitt af mikilli rausn og fóru fram ræðu- höld undir borðum. Kirkjusmíðin. Smíði Grundarkirkju var hafin 15. júní 1904 en lokið 11. nóv. 1905, daginn áður en kirkjan var vígð. Bar þann vígsludag sam- kvæmt kirkjuárinu upp á 21. sunnudag eftir þrenningarhátíð, og verður sá sunnudagur því að telj- ast hinn eiginlegi kirkjudagur Grundar. Frumteikningu að kirkjunni gerði Sigtryggur Jóhannesson timburmeistari á Akureyri í sam- ráði við kirkjueigandann Magnús Sigurðsson, sem mestu réði um útlit og alla gerð kirkjunnar og sparaði þar til engan hlut, að hún yrði sem veglegust, en yfirsmiður að byggingunni var Asmundur Bjarnason frá Eskifirði. Var svo ágætavel vandað til bvggingar þessa kirkjuhúss, að Grundarkirkja var lengi og er jafnvel enn í dag talin ein af fegurstu kirkjum á landinu.. Hefur henni og ávallt verið við haldið af erfingjum og afkomendum Magnúsar, sem veitt hafa henni frábæra umhirðu og gefið hafa kirkjunni marga góða gripi og fagra. Gjafir er kirkjunni bárust. Sóknarpresturinn skýrði frá því í ræðu sinni, að nýlega hefði frú Margrét Sigurðardóttir á Grund og maður hennar, Ragnar Davíðsson, gefið kirkjunni vandaðan skírnar- font, en frú Aðalsteina Magnús- dóttir (yngsta dóttir Magnúsar á Grund) forkunnargóðan altaris- dúk, er hún hafði sjálf saumað. Nú hefðu þessir sömu kirkjueig- endur gefið kirkjunni fallega bundna gestabók, enda mundu fleiri gestir, innlendir og útlendir, hafa lagt leið sína að Grund und- anfarna hálfa öld, en til flestra annarra staða á landinu. Snæbjörn Sigurðsson bóndi á Grund og frú hans, Pálina Jónsdóttir, gáfu kirkj- unni haglega útskorna söngtöflu, mikinn kjörgrip, er gert hafði Jón Bergsson frá Ólafsfirði. Frú Rósa Pálsdóttir Stefánsson gaf tvo dýr- mæta kertastjaka til minningar um fyrri mann sinn, Aðalstein Magnússon á Grund, en kvenfélag sóknarinnar gaf fagran messu- skrúða: rykkilín og hökul, er fyrst var tekinn til notkunar þennan dag. Ennfremur barst kirkjunni þennan dag 5 þúsund króna gjöf frá Hólmgeir Þorsteinssyni á Hrafnagili og dætrum hans til minningar um frú Valgerði Magn- úsdóttur frá Grund. Var það hug- mynd gefenda, að fé þetta yrði byrjun til sjóðmyndunar, er varið skyldi til raflýsingar kirkjunnar, þegar rafmagn verður lagt um hér- aðið. Fleiri peningagjafir bárust, m. a. frá Hannesi Davíðssyni, Hofi, kr. 200, og frá hjónunum Guðrúnu Þórey og Magnúsi Sigur- jónssyni bólstrara kr. 1000.00. Stórviðburður. Kirkjuvígslan á Grund 11. nóv. 1905 þótti íjtórviðburður. Hafði það framtak Magnúsar á Grund að smíða svo veglegt hús fyrir eigið fé vakið athygli um land allt. Fóru miklar sögur af kirkjunni, stærð hennar og skrauti. Mikill mann- fjöldi kom til vígslunnar. Segir blaðið Norðurland svo frá, að þar hafi verið saman kominn „meiri mannfjöldi en elztu menn muna að nokkurn tíma áður hafi átt sér stað hér í firðinum, 7—800 manns, og rúmaði kirkjan það allt og þótt fleira hefði verið.“ „Auð- vitað,“ heldur blaðið áfram, „gátu ekki öll þessi hundruð fengið sæti í kirkjunni, en þó mikill meiri- hluti.“ Frá vígslunni segir blaðið m. a. á þessa leið: „Héraðsprófast- urinn, síra Jónas Jónasson, hélt vígsluræðuna og sagðist mjög vel. Lagði hann út af orðunum: „Dýrð sé Guði í upphæðum“, er standa skráð skýru og fögru letri á hvelf- ingarboganum milli kórs og kirkju og blasa við öllum, sem inn í kirkjuna koma.“ Hér má skjóta því inn í, að séra Jónas mun hafa valið þessi eink- unnarorð. Hólmgeir Þorsteinsson, tengdasonur Magnúsar á Grund, skýrir svo frá, að þegar kirkju- smíðinni var langt komið, hafi Magnúsi þótt sem Ietra bæri eink- unnarorð á hvelfingarbogann, og bað hann vini sína um tillögu. Bár- ust honum a. m. k. 4 tillögur, þ. á. m. fyrrgreind tillaga séra Jónasar og þessi, frá Stefáni skólameist- ara: „Hærra, hærra!“ og a. m. k. tvær aðrar, sem ekki er nú vitað með vissu, hvernig voru, eða hverjir voru höf. að. Enn segir svo frá vígslunni í „Norðurlandi“, að þeir hafi talað sr. Jakob Björnsson og sr. Matt- (Framhald á 11. síðu). Sl. fimmtudag kom Sigurjón Rist vatnamælingamaður á trukk-bíl sínum hingað tii bæj- arins, austan af landi. Svo snjó- létt er enn á fjöllum, að greiðfært mundi öllum bílum í milli Norð- ur- og Austurlands og vegurinn væri upphleyptur cn ekki nið'ur- grafinn á löngum köflum. Hvergi var ófærð nema á vegin- um, sagði Sigurjón, enda er hann víða eins og skurður og geymir vel snjó. Sigurjón er þeirrar skoðunar, eins og flestir, sem kunnugir eru á hálendinu, að þar séu líklegri veg- arstæði í milli landsfjórðunga en í dölum og á heiðum út við sjó. Sjálfritandi vatnsmælar við stórár. Sigurjón vann að því í þessari ferð að setja upp síritandi mæling- artæki við Lagarfoss. Er það liður rannsókna á fallvötnum, sem raf- orkumálaskrifstofan lætur gera. Eru slíkir mælar nú við allar stór- ár landsins. Hér nyrðra, t. d. við Jökulsá á Fjöllum hjá Ferjubakka, við Skjálfandafljót neðan við Goðafoss og við Laxá í Laxár- gljúfrum. Með mælum þessum fæst skráð allar breytingar á vatnshæð. Blýlóð hreyfir sjálfrit- ara, sem skráir á pappírsræmu linurit, er sýnir vatnshæð á hverj- um tíma. Eru þetta miklu ná- kvæmari og öruggari mælingar en þær, sem áður tíðkuðust, er treysta varð skýrslum athugunar- manna eingöngu. Þetta er annað árið, sem mælar þessir eru í gangi, og duga þeir vel. Lítið vatn í ánum. Sigurjón skýrir blaðinu frá því, að mjög lítið vatnsmagn sé nú í ánum hér fyrir norðan og austan. Meðalrennsli í Laxá í Þingeyjar- sýslu er 40—45 teningsmetrar á sekúndu. I Lagarfljóti var rennslið nú seint í október aðeins 40 ten- liankalán nyrðra og.syðra. Svo er írá skýrt í sunnanblöðum, að bankar hafi bundizt samtökum um að draga úr útlánastarfsemi sent svarar 10%, til að hamla gegn of- þenslu í elnahagskerfinu og óhóf- legri fjárfestingu, að því er manni skilst helzt. Er svo að sjá, sem þessi ákvörðun konú ekki á óvart þar syðra. Hins vegar mun hún láta óþægilega í eyrum fólks úti á landi. Fólkið þar kannast ekki við ofþenslu né óhóf- lega fjárfestingu. Það þekkir aftur á móti lánsl'járskort og mikla erfið- leika atvinnulífsins, auk lieldur at- vinnuleysi á stundum. Svo er að sjá á fregnum þessum, sem ákvörðun bankanna hafi verið tekin án tiflits til þeirrar staðreyndar, sem nýlega var rædd hér í blaðinu, að efnahags- aðstaðan I landinu er orðin tvískipt. Sú þróun, sem orðin cr við Faxa- flóa og nú er reynt að hamla gegn, er með allt öðrum hætti en fram- vinda efnahagsmálanna úti á landi. Ráðstafanir banka og ríkisvalds til þess að draga úr ofþenslu, hljóta því ingsmetrar, en eðfilegt sumar- rennsli þar er 200 ten.m. Jökulsá á Brú var í sumar um 1000 ten.m. á sek., en er nú aðeins 35 m. Er hún væð víða í dalnum. Jökulsá á Fjöllum er á sumrin um 600^-800 ten.m. á sek., en nú aðeins um 100, Skjálfandafljót er nú um svipað og Laxá í sumarrennsli, eða um 45 ten.m. á sek. Eðlilegt er að það sé a. m. k. 100 ten.m. Rennsli ánna á Austurlandi er nú svipað sem væri seinni hluti vetrar í meðalári. Þó munu árnar minnka verulega enn, er kemur fram á, einkum ef veðurlag helzt eins og í haust, þurrt með frosti. Lækir eru litlir víðast hvar. eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar með heimarafstöðvar og jafnvel neyzlu- vatn á ýmsum bæjum. Hvernig var Grínisá nú? Tiltölulega meira rennsli í henni nú er öðrum ám þarna, segir Sig- urjón. Er nú unnið af krafti við virkjunarundirbúninginn. Er verið að sprengja og undirbúa byggingar og verður haldið áfram meðan tíð leyfir. | Ný Lagarfljótsbrú. Sigurjón kom að Lagarfljótsbrú, en þar er nú unnið af krafti við að undirbúa nýju brúna, sem verður byggð á sama stað og gamla brúin. Er verið að steypa utan um gömlu stöplana. Sækist verkið vel, enda hagstætt að vinna það nú vegna þess að vatnsborð fljótsins er heil- um metra lægra en á sumrin. — Þarna vinnur flokkur brúarsmiða og er Þorvaldur Gudjánsson brúar- smiður frá Akureyri yfirmaður, en verkfræðingur er annar Akureyr- ingur, Jón Omar Jónsson. Hin nýja brú er orðin hin mesta nauðsyn. Lá við borð að ís færi með gömlu brúna í fyrra. Nýja brúin verður mikiði mannvirki, um 400 metra löng og hin traust- asta, sagði Sigurjón Rist að lokum. að konni mjög ranglátlega niður, ef þeim er beitt jafnt við alla. Uti um landið mun í raun og sannleika hvergi réttlætanlegt að draga úr útlánum. Það má færa sterk rök fyrir því, að bjargráð væri, að auka stórlega útlán Jtar og örva heil- brigða fjárfestingu. Þess cr eiiulreg- ið aö vænta, að ráðstafanir bank- anna séu miðaðar við hið raunveru- lega ástand hér og Jntr, en ekki gcrðar samkvæmt skýrslum, er gera engan mun á aðstöðunni. Frceðsla um efnahagsmál. i síðasta blaði var rætt nokkuð uni nauðsyn aukinnar fræðslu og Jtekkingar um efnahagsmál. Hafði fjármálaráðherra bent á þær hætt- itr, sem eru samfara íáfræðinni. í fjárlagaræðunni. Eru Jressi mál líka vissulega athyglis- og umhugsunar- vcrð. Nú hefúr Jtað gerzt síðan, að tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Jjeir Bernharð Stefánsson og Gísli Guðmundsson, hafa flutt Jjings- (Framhald á 11. síðu). AÐ NORÐAN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.