Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1972, Blaðsíða 1
LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. janúar 1972 — 1. tölublað FILMUhúsið AKUREYRI Freðliskur lyrir 800 millj. HINN 22. desember sl. var und- irritaður í Moskvu samningur milli Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeildar SÍS annars vegar og matvæla- innkaupastofnunarinnar Prodin torg V/O hins vegar um sölu á 10.500 tonnum af frystum fisk- flökum og 4.000 tonnum af heil- frystum fiski til Sovétríkjanna á árinu 1972 á grundvelli rammasamnings landanna um viðskipti á árunum 1972—1975. Áður höfðu verið seld 1.500 tonn af fiskflökum se mfalla undir ofangreindan rammasamn ing fyrir árið 1972. Framangreindar sölur eru að verðmæti um 800 milljónir króna. Samningagjörð önnuðust Árni Finnbjörnsson, sölustjóri, af hálfu Sölumiðstöðvar hraðfrysti liúsanna og Andrés Þorvarðar- son, fulltrúi, af hálfu Sjávar- afurðadeildar SÍS. Frétt frá SH og SÍS. 28. desember 1971. Nýr bæjarsljóri á Húsavík Á FUNDI bæjarstjórnar Húsa- víkur 29. des. sl. var lögð fram lausnarbeiðni Björns Friðfinns- sonar bæjarstjóra, sem taka mun við starfi viðskiptalegs framkvæmdastjóra Kísiliðjunn- ar h.f. á næstunni. Björn Frið- finnsson hefur verið bæjarstjóri á Húsavík síðan 1966. Bæjarstjórnin féllst á lausnar beiðnina og jafnframt var sam- Frá lögreglunni GÍSLI Ólafsson yfirlögreglu- þjónn sagði blaðinu eftirfarandi á mánudaginn: Jól og áramót voru að þessu sinni fremur róleg og aðeins vitað um einn mann, er slasað- ist á fæti. En lent á bíl eða fyrir bíl á gamlárskvöld með þessum afleiðingum. Brennur voru átta á gamlárs- kvöld í góðu veðri, er lögreglan hafði leyft. En þar að auki voru þrír bálkestir, er bannað var að kveikja í vegna eldhættu í þeirri vindátt, er þá var. Verða brennurnar væntanlega á þrett- ándanum. Áramótadansleikir voru að venju fjölsóttir, og ölvun veru- leg. Níu menn voru settir í fangageymslur og lögreglan flutti ölvaða til síns heima. En ekki er vitað um, að líkams- meiðingar hafi orðið á dansleikj um þessum eða alvarleg óhöpp. þykkt á fundinum að kjósa Hauk Harðarson aðalbókara í Reykjavík, bæjarstjóra út yfir- standandi kjörtímabil. Engar breytingar verða á meirihluta- samstarfi bæjarstjórnarinnar af þessu tilefni og gert er ráð fyrir að bæjarstjóraskiptin eigi sér stað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Haukur Harðarson er fæddur að Víðikeri í Bárðardal 3. maí 1936. Hann lauk landsprófi frá Laugaskóla 1955 og lokaprófi úr Samvinnuskólanum 1958. Að loknu námi starfaði Haukur fyrst hjá bókaútgáfunni Norðra, síðan var hann bæjargjaldkeri á Húsavík á árunum 1960—1963. Eftir það hefur hann starfað hjá endurskoðunardeild SÍS og hjá Tryggingu h.f. í Reykjavík. Haukur er kvæntur Sigrúnu Steinsdóttur frá ísafirði og eiga þau 3 börn. Þ. J. Slippstöðin hefur fengið aukið fjármagn Nýr stjórnarformaður er Stefán Reykjalín AÐALFUNDUR Slippstöðvar- innar h.f. á Akureyri var hald- inn 29. desember og næsta dag var fréttamönnum boðið á fund nýs stjórnarformanns og fram- kvæmdastjórans til að skýra ný viðhorf, er nú hafa skapazt. Samþykkt var að auka nluta- fé félagsins, en fyrir lágu hluta- fjárloforð ríkisins kr. 35 millj- ónir og Akureyrarbæjar kr. 15 milljónir. Eftir þessa breytingu Færanleg graskögglaverksmiðja VONIR standa nú til, að á næsta sumri verði keypt hingað til lands færanleg grasköggla- verksmiðja og rekin hér í til- raunaskyni, að því er Jón Þór Jóhannsson framkv.stjóri Véla- deildar SÍS hefur tjáð. Er unnið að þessu máli í framhaldi af Sáffðfilraunir í Laxárdeilunni Á MÁNUDAGINN hófust á Ak- ureyri sáttatilraunir í Laxár- deilunni. Nýir sáttasemjarar eru þeir Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður og Ólafur r Einar Agústsson mætir ÞANN 15. janúar n. k. munu Framsóknarfélögin á Akureyri og í Eyjafirði efna til árshátíðar að Hótel KEA. Einar Ágústsson utanríkisráðherra mun flytja ávarp. Árshátíðin hefst kl. 19.00 með borðhaldi, og að loknum ýmsum skemmtiatriðum mun verða dansað til kl. 2 e. m. Stuðningsfólk Framsóknar- flokksins er eindregið hvatt til að fjölmenna á þessa árshátíð, og taka með sér gesti. Hringja má í skrifstofu flokks ins í síma 21180 eða skrifstofu Dags 11167, til að láta skrá sig og fá frekari upplýsingar. □ Björnsson prófessor. Ræddu sáttasemjarar við stjórn Laxár- virkjunar, sem nú er skipuð nýjum mönnum að meirihluta og var þar skipzt á skoðunum. í þessari sömu ferð ætluðu sunn anmenn einnig að ræða við hinn deiluaðilann, Félag land- eigenda. □ SAMKOMULAG UM áramótin náðist samkomu- lag milli útgerðarmanna og yfir- manna og undirmanna á báta- flotanum, en samkomulagið verður þó ekki lagt. fyrir félags- fundi til samþykktar fyrr en yfirnefnd hefur úrskurðað fisk- verð, en það verður væntanlega í vikunni. Meginatriði kjara- samninganna er, að kauptrygg- ing hækkar mjög verulega; t. d. um átta þúsund krónur á mán- uði hjá hásetum. samþykkt um það frá aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrir tveimur árum, en þar sem slík- ar verksmiðjur hafa ekki feng- izt afgreiddar fyrr en nú, er mál ið núna fyrst í athugun að því er varðar möguleika á kaupum og innflutningi. Stéttarsamband bænda og Véladeild Sambandsins sendu tvo fulltrúa til Danmerkur fyr- ir nokkru til að kanna þetta mál sérstaklega, þá Stefán Þórðar- son, vélaráðunaut og Ólaf Vagnsson, ráðunaut hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar. Sáu þeir verksmiðju af þessu tagi í notkun hjá TAARUP-verksmiðj unum, sem Véladeildin hefur umboð' fyrir. Graskögglaverksmiðja þessi er knúin stórri díselvél, og er notuð olíukynding til að þurrka grasið. Afköstin eru um 00 kg. af fullþurru grasi á klst., eða sem svarar um 500 fóðureining- um. Kögglapressan skilar köggl um, sem eru um 6 cm. í þver- mál, og er grasið aðeins gróf- saxað. Jón Þór gat þess einnig, að miklar vonir væru bundnar við, að rekstrargrundvöllur væri fyrir verksmiðju sem bessa, en hún myndi skila heimaöfluðu fóðri, sem myndi duga til ein- hliða fóðrunar á mjólkurkúm í hárri nyt. (Sambandsfréttir) er eignaraðild í fyrirtækinu sem hér segir: Ríkissjóður íslands kr. 45.0 millj. Akureyrarbær kr. 30.0 millj. Kaupfélag Eyfirðinga kr. 5.0 millj. Eimskipafélag íslands h.f. kr. 2.0 millj. Ýmsir smærri hluthafar kr. 994.400 þús. — Samtals kr. 82.994.400.00. Jafnframt liggur fyrir heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgjast lán til fyrirtækisins að upphæð allt að 30 millj. kr. Verður því hlutafjár- og láns- fjáraukning samtals 80 millj. kr. í aðalstjórn voru þessir kjörn- ir: Stefán Reykjalín, bygginga- meistari, formaður, Bjarni Ein- arsson, bæjarstjóri, varaformað- ur, Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri, ritari, Bjarni Jóhannes- son, framkv.stj., meðstj., Guð- mundur Björnsson, verkfr., með stj., Lárus Jónsson, alþingis- maður, meðstj., Pétur Stefáns- son, verkfr., meðstj. Varamenn: Pétur Sigurðsson, forstjóri, Hákon Hákonarson, vélvirki, Karl Þorleifsson, tæknifræðingur, Skapti Áskels- son, forstjóri, Hörður Sigurgests son, rekstrarhagfræðingur, Tóm as Steingrímsson, stórkaupmað- ur, Jóhannes Jósepsson, gjald- keri. Forstjóri fyrirtækisins er Gunnar Ragnars, viðskiptafræð ingur. Slippstöðin h.f. vinnur nú að smíði 3ja 105 lesta og eins 150 lesta fiskiskips auk undirbún- ings að smíði 2ja 1000 lesta skut togara fyrir ríkissjóð. Tvö ofan- greindra fiskiskipa eru á loka- stigi og er gert ráð fyrir sjó- setningu þeirra nú strax eftir áramót. Starfsfólk stöðvarinnar er um 200 manns og hefur stöð- in verkefni til a. m. k. 2ja ára. Hvar verður einvígið? SKÁKUNNENDUR hér á landi hafa fylgzt mjög vel með undir- búningi skákeinvígis þeirra Spasskys og Fischers, sem hald- ið verður á þessu ári. Þeir keppa, sem kunnugt er, um heimsmeistaratitilinn í skák. í ljós kom, er opnuð voru í Amsterdam tilboð 14 aðila um að sjá um einvígið, að tilboð ís- lands var það þriðja hæsta í röðinni. Forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, taldi, að ísland hefði töluverða möguleika í þessu efni. Hins vegar eiga keppendurnir eftir að segja sitt álit og ræður það væntanlega úrslitum. □ Bændaklúbbsfundur BÆNDAKLÚBBUR Eyfirðinga heldur fyrsta fund sinn á þessu ári mánudaginn 10. þ. m. að Hótel KEA og hefst hann að venju kl. 9 um kvöldið. Sigurður Sigurðsson dýra- læknir, sem starfar við tilrauna- stöðina á Keldnaholti, ræðir um útbreiðslu garnaveiki og varnir gegn henni. Einnig mun hann fara nokkrum orðum um riðu- veiki og helztu varnir gegn henni. Q Á liestum til Rómar SÚ FREGN hefur borizt frá Frankfurt, að eigendur ís- lenzkra hesta úti í löndum ætli á næsta sumri að ríða til Róma- borgar á íslenzkum hestum og mun ferð þessi ráðgerð í sept- ember, að afloknu Evrópumóti, kenndu við þennan stofn. Þaði eru um eitt hundrað eig- endur íslenzkra hesta í Þýzka- landi, Sviss, Austurríki, Dan- mörku og Frakklandi, sem ferð þessa gera og munu þeir hafa íslenzka menn með í ráðum í þessari óvenjulegu för. Þegar er búið að ákveða dagleiðir, 30—50 km., og velja leiðina. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.