Dagur - 12.05.1976, Blaðsíða 8

Dagur - 12.05.1976, Blaðsíða 8
;ZX- O.N.A. - Ofn fyrir hitaveifu og ketilkerfi LEITIÐ TILBOÐA. OFNÁSMSÐJA NORÐURLANDS HF. Pósthólf 155. Sími (96) 2-18-60. Akurevri. Akureyri, miðvikudaginn 12. maí 1976 % f—. FERMINGAR. GJAFIR ff L GULLSMIÐIR. i-rVLj í MIKLU SIGTRYGGÚR ÚRVALI 1J :& PÉTUR y AKUREYRl SMÁTT & STÓRT Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík um síðustu helgi. Hófst hann eftir hádegi á föstulag og lauk síð- degis á sunnudag. Rétt til fund- arsetu áttu 115 fulltrúar og ' voru flestir mættir, eða 105. En rétt til fundarsetunnar eiga alþingismenn flokksins, full- trúar kosnir á síðasta flokks- þingi, og fulltrúar sem kosnir eru á þingum flokksins í hinum einstöku kjördæmum landsins. í upphafi fundarins minntist formaður flokksins, Olafur Jó- hannesson dómsmálaráðherra, þeirra Hermanns Jónassonar og Sigurjóns Guðmundssonar, sem nú eru látnir, og afhjúpað var málverk af Hermanni Jónas- syni, er flokknum var gefið. Aðal fundarstjóri var Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum. Síðan flutti Olafur Jóhannes- son yfirlitsræðu um stjórnmála- viðhorfið í öllum helstu drátt- um, og hefur sú ræða þegar Ólafur Jóhannesson, formaður F ramsóknarflokksins. Bætt aðstaða íyrir heymsrdaufa Sl. sunnudag setti Liosklúbbur- jnn Hængur upp segulöldutæki í Samkomuhúsi bæjarins. Tæki þetta er ætlað til afnota fyrir þá, sem nota venjuleg heyrnar- tækí. Til að komast' í samband við segulöldukerfið þarf að stilla heyrnartækin á sömu stillingu og þegar talað er í síma. Aðrir en þeir, sem nota heyrnartæki, verða á engan hátt varir við þessar öldur. Vakin er athygli á sérstakri sýningu í leikhúsinu n. k. fimmtudag á „Umhverfis jörð- ina á 80 dögum“. Félagsmála- stofnun Akureyrarbæjar, í sam- vinnu við stjórn leikfélagsins, býður öldruðu fólki í bænum á sýninguna, en meðal þess eru margir með skerta heyrn. Verð- ur þetta í fyrsta sinn sem slíkt Heyrnrakerfi er notað opinber- lega hér nyrðra og vilja Hængs- menn hvetja fólk til að notfæra sér þetta. □ Lokið er einum tónleikum nem- enda Tónlistarskólans á Akur- eyri og tókust þeir vel. Framundan eru blásaratón- leikar í Samkomuhúsinu laugar daginn 15. maí kl. 17. Blásara- sveit skólans og undirbúnings; sveit hennar ieikur þar fjöl- breytta efnisskrá undir stjórn Roárs Kvam. Hljómsveitar-orgel- og sam- leikstónleikar í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 16. maí kl. 17. Hljómsveit skólans leikur þar fyrsta þáttinn úr 8. sinfóníu Schuberts og verk fyrir einleiks píanó og hljómsveit eftir Mozart undir stjórn Michaels Ciarke. Aðgangseyrir er 100 krónur og greiðist við innganginn, en ágóðinn rennur til Minningar- sjóðs um Þorgerði Eiríksdóttur, Ennfremur verða haldnir tvennir tónleikar í sal Tcnlistar skólans, en þeir eru: Fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30, en þá koma fram nem- endur á neðri stigum (I—IV), 6r leika á ýmiss hljóðfæri, bæði í leikleik og samleik. Sunnudaginn 23. maí kl. 20.30 leika nemendur í efstu stigum viðameiri verkefni fyrir píanó, flautu og fiðlur. Skólanum verður slitið í Borg arbíói laugard. 29. maí kl. 2. □ verið birt í Tímanum, en rúm leyfir ekki birtingu hennar hér. Steingrímur Hermannsson, rit- ari flokksins, flutti skýrslu sína, ennfremur gjaldkeri flokksins, Tómas Árnason, og fram- kvæmdastjóri Tímans, Kristinn Finnbogason. Sérstök stjórnmálayfirlýsing var samþykkt, svo og margar ályktanir um landsmál og flokksmál, eftir að mál höfðu verið rædd í nefndum. Kosið var í miðstjórn, fram- kvæmdastjórn og blaðstjórn. Olafur Jóhannesson var end- urkjörinn formaður Frámsókn- arflokksins, Steingrímur Her- mannsson ritari og Tómas Árna son gjaldkeri. Einar Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir vararitari. Varagjaldkeri var kosinn Guðmundur Þórar- insson í stað Halldórs E. Sig- urðssonar, sem baðst undan endurkjöri. í framkvæmdastjórn eru: Ey- steinn Jónsson, Helgi Bergs, Þórarinn Þórarinsson, Erlendur Einarsson, Guðmundur G. Þór- arinsson, Jónas Jónsson, Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir, Hákon Sigurgrímsson og Eggert Jó- hannesson, allir kjörnir á aðal- fundi miðstjórnar. □ Karlakórinn Geysir Kórinn hefur nú lokið fjórum samsöngvum hér á Akureyri. Var sungið í Borgarbíói og var uppselt á alla samsöngvana. Kórnum var mjög vel tekið. Vegna allra þeirra sem frá urðu að hverfa hefur verið ákveðið að kórinn syngi í Hlíðarbæ sunnudaginn 16. maí n. k. og hefst samsöngurinn kl. 21.00. SKIP TIL ÞÓRSHAFNAR A Þórshöfn er nýtt frystihús en hráefni vantar, og hafa verið um þetta niiklar umræður. Nú hafa mál skipast á þann veg, að verið er að kaupa fiskiskip, skuttogarann Suðumes, seni er 300 toiin, til Þórshafnar og mun hið opinbera stuðla að þeim kaupum. Er togarinn væntan- legur til Þórshafnar í júní- mánuði. Snðurnes var smíðað í Noregi 1969. Er nú von til að úr rætist í atvinnu- og framleiðslu- máluin austur þar. METVEIÐI AF LAXI Sagt er, að laxveiðileyfin renni út eins og lieitar lummur, ekki síður en farseðlar til Spánar. Víst er, að margir hyggja gott til Iaxveiðanna í sumar og byggia þær vonir sínar meðal annars á vaxandi laxgengd í árnar, nieð hverju árinu sem líður, en sú staðreynd mætir að verulegu leyti hækkun laxveiði leyfanna, sem talin er á milli 10 og 20%, en þó mjög mismun- andi. Síðasta ár veiddust í ís- lenskum ám 73.500 laxar og var það enn eitt veiðimetið. EKKI ERU ALLIR AURALAUSIR Það hefur verið hið mesta keppi kefli manna, sem áliuga hafa á að ávaxta peninga sína, að setja upp hensínsölur, selja vörur út um söluop, setja upp ferðaskrif- stofur eða fara troðnari slóðir, í sölu brennivíns eða sölu skennutiatriða. f ár er talið, að fcrðaskrifstofum gangi enn bet- ur cn áður að smala fólki til sólarlanda og í því sambandi nefnt, að búið sé að selja eða panta farmiða til Spánar og annarra sólheitra landa fyrir 1600 milljónir króna. Gefur þetta til kynna, að ekki séu allir eins auralitlir og af er látið. Lúðrasveit Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika í Akur- eyrarkirkju sunnud. 30/5 kl. 4. Að þessu sinni verða ein- göngu flutt verk, sem samin eru fyrir blásarasveitir. Ber þar fyrst að nefna sinfóníu nr. 3 eftir franska tónskáldið Hector Berlioz. Verk þetta, Simphonie Funébre et Triomphale (sorgar og sigursinfónía), sem lengi hef- ur verið talið eitt merkasta og um leið glæsilegasta verk sem skrifað hefur. verið fyrir blásara hljómsveit, verður nú flutt í fyrsta skipti hér á landi. Ein- leikari er norskur básúnuleik- ari, Ole Kristian Hanssen. Nokkrir gamlir félagar, sem búnir voru að leggja hljóðfærin á hilluna, hafa komið til liðs við sveitina á ný og einnig munu 15 hljóðfæraleikarar frá Reykja vík koma norður og leika með. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn í Húsavík 27. og 28. apríl. Mættir voru á fundinum 115 fulltrúar, félags- stjórn, endurskoðendur og kaup félagsstjóri. Formaður kaupfélagsins, Teit ur Björnsson, stjórnaði fundin- um. Rakti hann störf félags- stjórnar og lýsti aðal' fram- kvæmdum K. Þ. á árinu. Heild- arfjárfestingar voru með minna móti. Byggt var lyftuhús við verslunarhús K. Þ., stækkað úti búið á Laugum, likið að mestu byggingu Efnalaugarinnar, hald ið áfram að endurbyggja gamla hús Mjólkursamlagsins. Auk þessa var unnið að ýmsum minni háttar framkvæmdum. Finnur Kristjánsson kaup- félagsstjóri las og skýrði reikn- inga félagsins fyrir sl. ár. Heild- arvelta félagsins varð 1.8 millj- arður. Þar af sala í verslunar- búðunum 828 milljónir, og er þaö 43% aukning. Tekjuafgang- ur á rekstrarreikningi nam rúm lega 2 milljónum króna. í ræðu kaupfélagsstjóra kom fram að rekstrarfjárskortur. í ræðu kaupfélagsstjóra kom fram að rekstrarfjárskortur er nú mjög tilfinnanlegur, og stendur heil- brigðum verslunarrekstri félags ins mjög fyrir þrifum. Á fundinum var varið úr Menningarsjóði K. Þ. til ýmissa félagsmála í héraði 350 þús. kr. í félagsstjórn voru endurkjörn ir Baldvin Baldursson, Rangá og Skafti Benediktsson, Garði. En í varastjórn Óskar Sigtryggs son, Reykjarhóli og Þráinn Þór- isson, Skútustöðum. Etidurskoð andi Iílöðver Illöðversson, Björgum. Samþykkt var á fundinum til laga um að K. Þ. gerist aðili að hlutafélagi, sem stofna á um kaup og rekstur skuttogara, er gerður verður út frá Húsavík. Miklar umræður urðu að vanda um rekstur og starfsemi kaupíélagsins. í fundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur K. Þ. haldinn á Húsavík 27. og 28. apríl 1976, sendir starfsmönnum Landhelg- . isgæslunnar bestu þakkir fyrir vel unnin verk og óskar þeim giftu og farsældar í því erfiða starfi er þeir inna af hendi til verndar lífshagsmunum okkar ■ í nútíð og framtíð. Að kvöldi fyrri fundardagsins bauð K. Þ. fulltrúum og gest- um þeirra til samsöngs í Félags heimilinu. Þar söng karlakórinn Hreimur undir stjórn Rudolf Cech, undirleikari var Milada Cechova. F. Kr. MIKLIR NEYTENDUR SYKURS Stundum geta þeim sem smáir eru, orðið stórir, ekki aðeins ein staklingar heldur heilar þjóðir, a. m. k. ef notuð er höfðatölu- reglan. íslendingar eru ein mesta sykurneysluþjóð heims og fer ársneyslan á mann upp í 55 kg en meðal ársneysla síð- ustu ára er samtals 10.000 tonn. Við neytum jöfnum liöndum reyrsykurs frá liitabeltislöndum og rófnasykurs frá Evrópulönd- um — strásykur, molasykur, púðursykur, kandís og flórsyk- ur — og nú í seinni tíð kaupum við mest af pökkuðum sykíá hinna ýmsu tegunda. HVERAGUFA TIL VINNSLUNNAR Þórarinn Sigurjónsson alþingis- maður hefur á Alþingi lagt fram frumvarp um sykurhreinsunar- stöð í Hveragerði, þar sem syk- ur yrði allur fullunninn og tel- ur, að með því megi á ári liverju spara 150 milljónir króna í gjald eyri. En hveragufan myndi, í stað gufu sem framlcidd er með olíu eða raforku, koma að góðu gagni við vinnsluna og gefa henni „forskot“. NÚ URÐU NORÐLEND- INGAR ANÆGÐIR Þótt sagt sé, að ekki megi norð- lendingar vera montnari en þeir eru, verður það þó ætíð talið ánægjuefni norðan fjalla, þegar ástæða er til að gleðjast yíir sér og sínuni (mont ef óhönduglega er með þá gleði farið). A Iaugar dagskvöldið fór fram í sjón- varpi þátturinn „Kjördæmin keppa“ og kepptu þar til úrslita lið Norðulandskjördæmis eystra og lið Reykjavíkur. Norðan- menn voru Gísli Jónsson kenn- ari, Indriði Ketilsson bóndi og Guðmundur Gunnarsson endur skoðandi á Skattstofu Norður- lands. Lið sunnanmanna var þannig skipað: Bergsteinn Jóns son sagnfræðingur, Villijálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur og Sigurður Líndal prófessor. Norðanmenn sigruðu með yfir- burðum. VERÐA ÞEIR SKATT- FRJÁLSIR? Þessum kærkonma sigri var vel fagnað liér nyrðra. Til merkis um það er tillaga, sem lausa- fregnir herma að samþykkt hafi verið á Skattstofu Norðurlands með öllum atkvæðum, að þessir þrír keppendur að norðan skyldu skattfrjálsir í ár. En stofnun sú, kennd við skatt og jafnvel skattpíningu, á hér hæg heimatökin, að því er ætla má. En að slík tillaga skuli þar frarn koma, ef satt cr frá sagt, speglar mikinn fögnuð og þakklæti hér fyrir noröan, hvemig sem um skattinn fer. Frá leikhúsimi Leikfélag Akureyrar hefur sýnt sjónleikinn Umhverfis jörðina á 80 dögum fjórum sinnum og auglýsir nú fjórar sýningar í þessari viku. Sýningum þarf að hraða vegna þess, að framundan er mikil leikför félagsins með Kristnihald undir Jökli. Verður farin hringferð og fyrst í austur átt og áætlað að hafa fimmtán sýningar áður en komið er til höluðborgarinnar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.