Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 39

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 39
eftir E.T A. Hoffmann og Alex- andre Dumas. Sagan er um litla stúlku sem fær m.a. hnotubrjót í jólagjör. Á jólanótt dreymir hana að hann breytist í prins og heyi orrustu ásamt tindátum sínum gegn músakóngi og hyski hans. 18.00 Stundin okkar Jólatrés- skemmtun í sjónvarpssal. Margir góðir gestir líta við, þeirra á meðal jólasveinar. Um- sjónarmaður Bryndís Schram.. Stjórn upptöku Andrés Indriða- son. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning. 20.15 Kór Langholtssóknar. Kórinn syngur jólalög úr ýmsum áttum. Söngstjóri Jón Stefánsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs- son. 2045. Konungur konunganna Bandarísk bíómynd um ævi Jesú Krists, gerð árið 1962. Leikstjóri Nicholas Rey. Aðal- hlutverk Jeffrey Hunter, Robert Ryan og Siobhan McKenna. 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. des. Annar dagur jóla 18.00 Barbapapa. 18.05 Höfuðpaurinn. 18.30 „Eyja Gríms (norðurhöfum." Kvikmynd um líf fólks og fugla í Grímsey. Líst er atvinnu og fé- lagslífi eyjaskeggja, í þessari nóttlausu veröld á heims- skautsbaug yfir hásumarið. Umsjónarmaður er Ólafur Ragnarsson Frumsýnd 1. janú- ar 1974. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 „Heims um ból helg eru Jól.“ Bandarísk mynd um jólasiði og jólahald í nokkrum kristnum löndum. Hljómsveit og söngkór Mormóna flytja nokkur gömul og þekkt jólalög. 21.30 Drottlnn blessi heimilið. Sjónvarpsleikrit eftir Guðlaug Arason, frumsýning. Leikstjóri er Lárus Óskarsson. Aðal- hlutverk Saga Jónsdóttir. og Þráinn Karlsson. Stjórn upp- töku Tage Ammendrup. Leikrit- ið fjallar um Hannes og Olgu. Hannes er á sjó þegar hann fréttir að sonur hans hefur slas- ast illa. Hann verður að bíða þar til að veiðiferð líkur til að komast að sjúkrabeði sonarins. Þau hjónin tengjast á nú vegna sameiginlegra vandamála, en nægir það til að þau taki upp fyrra samlíf? 22.35 Marcia Hines Ástralskur skemmtiþáttur með bandarísku söngkonunni Marciu Hines sem er búsett í Ástralíu og nýtur þar mikilla vinsælda. 23.25 Dagskrárlok. Föstudagur 28. des. 20.00 Fréttir og veðurfregnlr. 20.30 Auglýslngar og dagskrá. 20.40 Rory Gallagher Rokkþáttur með írska gltarleikaranum Rory Gallegher. 21.25 Orustan um Cassino Á styrjaldarárunum komu Þjóð- verjar sér upp öflugu víghreiðri í þorpinu Cassino á Italíu og klaustri Benedikts munks, þar sem er oft talið fyrirmynd klausturslífs á Vesturlöndum. Bandamenn sáu sig tilneydda til að eyða svæðið en hörmuðu það verk svo mjög að eftir stríð létu þeir endurreisa bæði þorp og klaustur, stein fyrir stein. 22.20 Sungið í rigningunni. Bandarísk dans og söngva- mynd frá árinu 1952. Aðalhlut- verk: Gene Kelly Donald O’Connor Debby Reyolds. Mill- ard Michell og Jean Hagen. Skemmtikraftarnir Don og Cosmo eru sæmilegir söngvar- ar og dágóðir dansarar. Þeir fara til Hollywood í atvinnuleit skömmu áður en talmyndirnar komu til sögunnar. 00.00 Dagskrárlok. Laugardagur 29. des. 16.30 (þróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Villiblóm Níundi þáttur. Efni áttunda þáttar: Þjóðverjar reka Flórentín úr húsi sínu og rífa það niður. Gamli maðurinn sest að hjá Róbín-hjónunum. Páll unir sér vel hjá þeim hjónum er þráir að finna móður sína. Bournelle og Flórentín komast að þvl aö frú Guillet, móðir Páls, býr f þorpi nokkru í Beaujolais. Ákveðið er að Róbln fari þang- að með Pál, en til þess þurfa þeir að fara yfir vopnahléslín- una. Þýðandi Soffía Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.30 Spitalaiíf Bandarískur gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Jólasnjór. Skemmtiþáttur tekinn uþp í Sviss. Þeir sem skemmta eru Leo Sayer, Kate Bush, The Raes, Abba, Bonnie Tyler, The Jacsons, Boney M og fleiri. 21.40 Vinarskot. Bandarísk sjón- varpskvikmynd, gerð á þessu ári eftir sögu C.D.B. Bryans. Aðalhlutverk Carol Burnett, Ned Beatty og Sam Waterston. Elsti sonur Mullen-Hjónanna er kvaddur í herinn og sendur til Víetnams. Skömmu seinna er hjónunum tilkynnt að hann hafi farist af slysförum en þeim þykja skýringar yfirvalda á andláti piltsins ófullnægjandi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. des. 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Tómas Sveinsson, prestur í Háteigssókn, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunnl. Níundi þáttur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Framvinda þekklngarinnar Breskur fræðslumyndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Bogi Arn- ar Finnbogason. 18.00 Stundln okkar Þessi þáttur, sem er hinn síöasti á barnaárinu, er með öðru sniði en endranær. Efni hans er eingöngu unnið eftir hugmyndum og óskum barna víðsvegar aö. Börnin hafa samið mestan hluta þess efnis sem flutt er og þau flytja það sjálf. Bryndís Schram og Andrés Indriöason unnu með vinnuhópi barna að gerð þátt- arins. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.30 Jan Mayen. Umræðuþáttur um sögu Jan Mayens og ferðir (slendinga þangað. Þátttakend- ur í umræöum eru Jakob Jakobs- son, Páll Imsland, Sigurður Líndal, Sveinbjörn Jónsson og Steindór Steindórsson. Stjórn- andi Ólafur Egilsson. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 21.30 Andstreymi. Ellefti þáttur. Athafnaþrá. Efni tíunda þáttar: Greville og menn hans ofsækja Jonathan. Mary verður fárveik og þarfnast læknishjálpár, en læknirinn neitar að koma til hennar. Ung stúlka af frum- byggjaættum hefur spáð því aó dauðinn muni húsvitja á bæn- um á hólnum og allt bendir til að sá spádómur rætist. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Hallelúja. Tónleikar í dóm- kirkjunni í Kantaraborg. Dóm- kór og Samkór Kantaraborgar, Sinfóníettuhljómsveitin í Bour- nemouth og óperusöngvararnir Richard Val Allan og Weandy Eathone flytja tónverk eftir m.a. Hádel, William Walton, Bach, Mozart og Benjamín Britten. 23.15 Dagskrárlok. Mánudagur 31. des. Gamlársdagur 14.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynnlng. 14.15 Vefurinn hennar Karlottu. Bandarísk teiknimynd, byggö á sögu eftir E. B. White. Tónlist Richard M. Sherman og Robert B. Sherman. Sagan gerist á sveitabæ. Meðal dýranna er þriflegur grís. Hann óttast að hann endi ævina sem veisiu- kræsingar en köngulónni Karl- ottu tekst að stappa í hann stál- inu. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 15.45 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.00 Hlé. 20.00 Ávarp forsætisráðherra. 20.20 Innlendar svipmyndir frá liðnu ári. Umsjónarmenn Ómar Ragnarsson og Sigrún Stefáns- dóttir. 21.05 Erlendar svlpmyndir frá liðnu árl. umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 21.30 Jólaheimsókn f fjölleikahús. Sjónvarpsdagskrá frá jólasýn- ingu í fjölleikahúsi Billy Smarts. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 22.30 Áramótaskaup 1979. Skaup- ið fer fram á nýjum skemmtistað í Reykjavík og ber þess nokkur merki að á árinu sem er að líða færðist stjórnmálabaráttan inn á diskótekin. Margt góðra gesta kemur á staðinn og rifjaðir eru upp atburöir ársins í takt við verðbólgudans diskóaldar. Um- sjónarmenn Björn Björnsson og Tage Ammendrup. Leikstjóri Sigríður Þorvaldsdóttir. Tónlist- arstjóri Egill Ólafsson. Höfund- ar efnis Björn Björnsson, Einar Georg Einarsson, Flosi Ólafs- son, Hermann Jóhannesson og fleiri. Meðal þeirra sem koma á hinn nýja skemmtistað eru Bessi Bjarnason, Sigurður Sig- urjónsson, Sigurður Karlsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Elfa Gísladóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Guðrún Þórðardótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Árni Tryggvason, Guðmundur Páls- son og Gísli Alfreðsson auk fjölda landsfrægra manna og kvenna úr ýmsum stéttum þjóð- félagsins. Ýmiss konar viður- kenning verður veitt þeim ein- staklingum sem mest hafa komið við sögu árið 1979. 23.40 Ávarp útvarpsstjóra, And- résar Björnssonar. 00.05 Dagskrárlok. Þriðjudagur 1. jan. 1980 nýársdagur. 13.00 Ávarp forseta fslands, dr. Kristjáns Eldjárns 13.25 Endurteknir fréttaannálar frá gamlárskvöldi. 14.40 Allt í misgripum. Gamanleik- ur eftir William Shakespeare í söngleiksbúningi. Tónlist Guy Woolfenden. Leikstjóri Trevor Nunn. Aöalhlutverk Judi Dench, Griffith Jones og Francesca Annis. Kaupmannshjón í Sýra- kúsu eignast tvíburasyni sem eru svo líkir að ógerlegt er að þekkja þá sundur. Kaupmaður inn kaupir tvíburadrengi sem alast upp með sonum hans og þjóna þeim. Leikurinn greinir frá margháttuðum misskilningi og flækjum sem verða þegar fjölskyldan tvístrast í skipstapa og farið er aö reyna aö sameina hana að nýju. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Stuðst er við þýðingu Helga Hálfdánarsonar. 16.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gauksklukkan. Rússneskt brúðuleikrit í sviðsetningu Leik- brúðulands. Við Gauksklukku- tanga, þar sem kötturinn, hundurinn og Ijónið eiga heima, er þaö gaukurinn í klukkunni sem vekur sólina á hverjum morgni. En úlfurinn og uglan eru löngu orðin leið á sólinni. Uglan sér nefnilega ekkert á daginn og úlfurinn getur ekki iaumast óséöur að bráð sinni í dagsljósi. Þau taka því til sinna ráða og koma gauknum, Kúk- úlínu, út úr klukkunni. Dýrin ugga ekki aö sér og áöur en þau vita hafa öfl myrkursins tekið völdin. Þá fyrst sjá þau aö sér og grípa til sinna ráða. Leikstjóri Bríet Héðinsdóttir. Tónlist Atli Heimir Sveinsson. Brúðugerð Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius. Stjórn brúða Leik- brúðuland. Stjórn upptöku Þrá- inn Bertelsson. 21.15 Konan og hafið. Leikrit eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri Per Bronken. Leikendur Finn Kval- em, Liv Ullmann, Marie Lousie Tank, Minken Fosheim, Odd Furöy, Even Stormoen, Jens Okking og Tommy Berggren. Wangel læknir býr í smábæ í Noregi ásamt tveimur upp- komnum dætrum sínum af fyrra hjónabandi og seinni konu sinni sem gerst hefur einræn og frá- hverf honum af ókunnum ástæðum. Hann skrifar fjöl- skylduvinu sem hann heldur að kona sín unni á laun, og biður hann að heimsækja þau ef vera kynni að það varpaði Ijósi á málið. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Konan og hafið er jólaleikrit útvarpsins og flutt þar 27. desember kl. 20.10 23.20 Dagskrárlok. Bernsku- söngvar og öldungsóður nefnist ný ljóðabók eftir Jón Guðna Pálsson frá Garði í Fnjóskadal. Bókin skiptist í fimm kafla sem nefnast: Kvæði, lausavísur og stökur, afmælisljóð, minningarljóð og brúð- kaupsljóð. Jón Guðni Pálsson fæddist í Garði í Fnjóskadal — fluttist til Akureyrar — gerðist verslunarmaður og síðar kaupmaður. Hann lést fyrr á þessu ári. Bók Jóns Guðna fæst í Bókabúð- inni Eddu og hjá útsölu- mönnum. Fyrsta hjjálp við rafmagnsslys ÞAÐ óhapp getur alltaf gerst að fólk festist við rafmagn þannig að það fær krampa, og getur ekki hreyft sig. Enginn veit hver og hvenær staðið er andspænis slíkum vanda og því verður þú að vita hvað þú átt að gera og í hvaða röð. MUNDU ÞESSA RÖÐ. 1. Rjúfðu strauminn. 2. Byrjaðu strax lifgunartilraunir. 3. Kallaðu á læknishjálp. Mundu að gera þetta í réttri röð ogeyddu ekki tímanum íóþarfa því þú hefur aðeins tæpar 5 mínútur. Þú skalt rjúfa strauminn með rofa, öryggjum eða tengikvísl. Sé þessi leið ekki fær verður að losa þann slasaða. Gættu eigin öryggis við björgunaraðgerðir. Snertu aldrei bera húð hans þvi þá gætir þú einnig orðið fastur. Notaðu alltaf einangrandi efni til að snerta hann með. Einnig getur þú tekið í föt hans ef þú ert á góðum skóm. Gættu þess vel að koma ekki við neinn málhlut um leið. Maðurinn á myndinni gerir þau mistök að snerta bera húð hins slasaða og festist einnig. Oflestuð raflögn FRAMLENGINGASNÚRAN er aðeins bráðabirgðaúrbót þar sem ekki eru nógu margir tenglar á rétt- um stöðum. Framlengingarsnúran er ein- göngu ætluð fyrir tímabundna notkun og skal taka hana strax úr sambandi þegar notkun er hætt. Varast skal að ofhlaða framleng- ingarsnúrur þvi þá geta þær auð- veldlega valdið ikveikju (sjá mynd), þær þola ekki sama álag og raflögn hússins. Það verður eitthvað að láta undan ef þú oflest- ar raflögn. Framlengingarsnúrur má ekki hylja með gólfteppum og þær má ekki festa á veggi eða gólf. Setjið ekki mörg tæki i samband við einn tengil og ekki nema eitt tæki i einu ef tækið tekur mikinn straum eins og t.d. rafmagnssofn. Ef þú hefur tengil sem er mikið notaður þreifaðu þá stundum á honum að lokinni notkun, ef hann er heitur hefur þá ofhlaðið hann. Hitt getur líka verið að hann sé far- inn að slitna og þarf þá að setja nýjan. þú ert að gera. DAGUR . 39

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.