Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 3
12. maí 1986 - DAGUR - 3 Sigurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi: Ársverkum hefur fjölgað stöðugt - og bæjaryfirvöld þurfa áfram að búa í haginn fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi „Þeir voru dálítið óheppnir kratarnir í síðasta Alþýðu- manni þegar þeir voru að skrifa um atvinnumálin. Annar þeirra sagði: „Mesta fram- kvæmda- og framfaraskeið sem komið hefur á Akureyri var árin 1974-1982 en þá voru jafnaðarmenn óvenju öflugir í bæjarstjórn.“ Hinn vísaði í skýrslu Landssambands iðnað- armanna sem gerð var í árslok 1982 um lægð í þróun bygging- ariðnaðarins á Akureyri en þar er ástæðan fyrir sérstöðu Akureyrar í þessu tilliti talin vera einkum sú, að þar hafi orðið meiri stöðnun í uppbygg- ingu atvinnulífsins en annars staðar,“ sagði Sigurður Jó- hannesson, bæjarfulltrúi í við- tali við Dag. „Kratarnir þyrftu að lesa grein- ar hvor annars betur svo fullyrð- ingarnar stangist ekki svona á. Hins ættu þeir að minnast að þetta sem nefnt er „mesta fram- kvæmda- og framfaraskeið sem komið hefur á Akureyri“ var hinn margnefndi og margrómaði framsóknaráratugur þegar orka og athafnasemi þeirra sem bjuggu úti í byggðum landsins fékk að njóta sín til fulls. Á þessu tímabili eins og oftast áður voru framsóknarmenn í bæjarstjórn Akureyrar kallaðir til ábyrgðar og stjórnar á málefnum bæjarins. Kratarnir vita líka og nefna orsakir þess að verulega dró úr hinni hröðu uppbyggingu at- vinnulífsins þegar annar segir í grein sinni: „Samdráttur í efna- hagslífinu og heft lánskjör eiga ekki síður við á Akureyri en ann- ars staðar.“ Það gera sér allir grein fyrir orsökum þess áfalls sem varð í byggingariðnaðinum hér á Akur- eyri en á árunum 1980-1984 fækkaði ársverkum í byggingar- starfsemi úr 808 í 665. En hitt vill oftar gleymast í öllum barlómn- um að á þessu sama tímabili fjölgaði ársverkum hér á Akur- eyri úr 5799 í 6280 þ.e. 5799 (1980), 5934 (1981), 6123 (1982), 6199 (1983) og 6280 (1984). Þessi aukning sýnir betur en nokkuð annað þann styrk og fjöl- breytni sem felst í atvinnulífinu hér á Akureyri, að þrátt fyrir áföll í einni starfsgrein eykst vinnumagnið stöðugt þessi ár. Grundvöllur þessarar fjölbreytni er hin þróttmikla starfsemi Kaup- félags Eyfirðinga, Iðnaðardeildar Sambandsins og annarra sam- vinnufyrirtækja, stöðugt vaxandi vinna við fiskveiðar og vinnslu sjávarafurða hér í bæ og fjöldi annarra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Hjá þessum aðilum er unnið hörðum höndum að því að skapa möguleika til fjölbreyttari at- vinnustarfsemi og þurfa bæjaryf- irvöld að búa í haginn svo athafnasemi þeirra fái notið sín. Einnig hefur atvinnumálanefnd bæjarins á síðustu árum haft forgöngu um og stuðlað að þróun nýrra atvinnugreina, sem nú þeg- ar eru mikilsverðir þættir í atvinnulífi bæjarins. Það væri því eðlilegra fyrir kratana og það á raunar einnig við um íhaldið í dag, að rífa ekki stöðugt niður það sem verið er að gera, þó það geti þjónað ein- hverjum stundarhagsmunum í pólitík, heldur hjálpa til og meta það sem vel er gert, enda af nægu að taka,“ sagði Sigurður Jóhann- esson að lokum. Tónleikar í Alþýðuhúsinu mánudaginn 12. maíkl. 21. Miðasala við innganginn. Jassklúbbur Akureyrar. Á AKUREYRI INNTÖKUPRÓF Inntökupróf í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skólaárið 1986-1987 verður haldið dagana 2.-4. júní nk. Umsækjendur láti skrá sig í skrifstofu skólans fyrir 23. maí. Allar nánari upplýsingar í síma 24958. Skólastjóri. FRAMBOÐSUSTAR við bæjarstjórnarkosmngar á Akureyri 31. maí 1986 A Listi Alþýðuflokksins Freyr Ófeigsson Gísli Bragi Hjartarson Áslaug Einarsdóttir Helga Árnadóttir Pétur Torfason Þórey Eyþórsdóttir Bjarni Ásmundsson Herdís Ingvadóttir Gunnar Gunnarsson Jóhann G. Möller Gunnhildur Wæhle Franz Árnason Gunnar Egilson Hrefna Bragadóttir Kristján Halldórsson Þorsteinn Þorsteinsson Jón Smári Friðriksson Jórunn G. Sæmundsdóttir Ingólfur Árnason Jón Helgason Rósa M. Sigurðardóttir Steindór Steindórsson B Listi Framsóknarflokksins Sigurður Jóhannesson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Ásgeir Arngrímsson Kolbrún Þormóðsdóttir Þórarinn E. Sveinsson Unnur Pétursdóttir Sigfús Karlsson Ársæll Magnússon Ólafur Sigmundsson Þóra Hjaltadóttir Jónas Karlesson Jóhannes Sigvaldason Áslaug Magnúsdóttir Hallgrímur Skaptason Snjólaug Aðalsteinsdóttir Magnús Orri Haraldsson Sigfríður Þorsteinsdóttir Sólveig Gunnarsdóttir Jón Sigurðsson Gísli Konráðsson Stefán Reykjalín Valur Arnþórsson D Listi Sjálfstæðisflokksins Gunnar Ragnars Sigurður J. Sigurðsson Bergljót Rafnar Björn Jósef Arnviðarson Tómas Gunnarsson Guðfinna Thorlacíus Jón Kr. Sólnes Eiríkur Sveinsson Björg Þórðardóttir Bárður Halldórsson Þorbjörg Snorradóttir Gunnlaugur Búi Sveinsson Nanna Þórsdóttir Júlíus Snorrason Árni Stefánsson Hólmgeir Valdemarsson Sigríður Valdimarsdóttir Davíð Stefánsson Ingi Þór Jóhannsson Sverrir Leósson Margrét Kristinsdóttir I Jón G. Sólnes G Listi Alþýðubandalagsins Sigríður Stefánsdóttir Heimir Ingimarsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir Þröstur Ásmundsson Yngvi Kjartansson Guðlaug Hermannsdóttir Kristín Hjálmarsdóttir Páll Hlöðversson Ingibjörg Jónasdóttir Rögnvaldur Ólafsson Hilmir Helgason Karen S. Kristjánsdóttir Kristján Hannesson Hugrún Sigmundsdóttir Gunnar Halldórsson Hrefna Helgadóttir Jóhannes Jósepsson Helga Frímannsdóttir Torfi Sigtryggsson Anna Hermannsdóttir Hulda Jóhannesdóttir Einar Kristjánsson M Listi Flokks Mannsins Melkorka Freysteinsdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Ingimar Harðarson Magnús Bragason Jóhann Eiríksson Þorbjörg Þorbjörnsdóttir Ásdís Bragadóttir Laufey Sigurpálsdóttir Trausti Valdimarsson Þórunn Óttarsdóttir Herdís Maríanne Guðjónsdóttir Þorvaldur Þórisson Inga Magnúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Anna Guðnadóttir Sigurður Ólason Kristín G. Helgadóttir Hjördis Björk Þorsteinsdóttir Anna Gunnarsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Arna K. Heiðarsdóttir Líney Kristinsdóttir Akureyri, 12. maí 1986. Yfirkjörstjórn Akureyrar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Hallur Sigurbjörnsson, Sigurður Ringsted.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.