Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson 12. maí 1986 - DAGUR - 7 Haukur sigraói í einvíginu við Þröst - er hann sigraði í Fossavatnsgöngunni Fossavatnsgangan, síðasti hluti íslandsgöngunnar fór fram á ísafirði á laugardag og voru gengnir 24 km. Haukur Eríks- son frá Akureyri og Þröstur Jóhannsson frá Isafirði háðu einvígi þarna fyrir vestan en áður höfðu þeir félagar unnið sínar tvær göngur hvor í íslandsgöngunni í llokki 17-34 ára. Haukur hafði betur að þessi sinni, hann sigraði í göngunni og dugði það honum til þess að vinna íslandsgöngumeistaratitil- inn. í öðru sæti varð Rögnvaldur Ingþórsson í, þriðji varð Ingþór Eiríksson A og fjórði Þröstur Jóhannsson í. í flokki 35 ára og eldri sigraði Sigurður Aðalsteinsson A, í öðru sæti varð Ingþór Bjarnason í og í þriðja sæti varð Rúnar Sigmunds- son A. Sigurður Aðalsteinsson var fyrir Fossavatnsgönguna búinn að tryggja sér _ íslands- göngumeistaratitilinn í eldri flokknum. Því fóru báðir titlarnir til Akureyrar að þessu sinni. 6. flokkur KA sem sigraði í Akureyrar- og Vormóti í vetur ásamt þjálfara sínum Loga Má Einarssyni. Uppskeruhátíð HKRA Uppskeruhátíð Handknattleiksráðs Akureyrar fór fram fyrir skömmu. HKRA hefur haft með höndum öflugt starf í vetur undir öruggri stjórn Stefáns Arn- aldssonar formanns. En Stefán hefur bæði séð um skipulagningu mótanna og einnig dæmt flesta ieiki í þeim. I vetur hafa verið Haustmót, Akureyrarmót og Vormót. Hafa Þórsarar haft töluverða yfirburði í flestum yngri flokkana en KA-menn hafa reynst sterk- ari í meistaraflokki og öðrum aldursflokki. Ávallt hefur verið skýrt frá úrslitum í leikjum á veg- um HKRA í vetur en að lokum látum við hér fylgja nokkrar myndir af sigurvegurum vetrarins. Auðjón Guðmundsson sigraði af öryggi í sínum flokki á KA-mótinu í júdó á laugardag. Mynd: KK 5. flokkur C hjá Þór sigraði í öllum þremur mótunum í vetur. Myndir: KK 6. flokkur Þórs sem sigraði í Haustmótinu ásamt þjálfara sínuin Ingólfi Samúelssyni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.